Þjóðviljinn - 19.09.1989, Side 6

Þjóðviljinn - 19.09.1989, Side 6
ERLENDAR FRÉTTIR Námsmaður og hermenn á Himinsfriðartorgi - hætt við að atburðir þar dragi dilk á eftir sér fyrir efnahagslíf Kína. Alþjóðabankinn Mikill hagvöxtur Asíuríkja En um 500 miljónir manna þar eru undirfátœktarmörkum, sam- kvœmt skilgreiningu bankans Samkvæmt ársskýrslu Al- þjóðabankans er sú volduga (jármálastofnun nokkuð ánægð með gang efnahagsmála í Asíu- löndum. Hagvöxtur í þróunar- löndum þessa heimshluta var 9,3 af hundraði s.l. ár og yfirstand- andi ár verður hann 7,6 af hundr- aði, að ætlan Alþjóðabankans. Það sem einkum hefur stuðlað að hagvextinum hjá Asíu- mönnum þessi tvö ár eru blómleg utanríkisverslun og miklar fjár- festingar. Tvö fjölmennustu ríki álfunnar og þar með heimsins alls, Kína og Indland, fá bæði allgóðar einkunnir hjá Alþjóða- bankanum. S.l. ár var hagvöxturí Kína 11,2 af hundraði, en búist er að vísu við að eitthvað eða jafnvel verulega dragi úr þeirri grósku í ár. Pólitíska ólgan þar- lendis, sem náði hámarki með árás hersins á mótmælafólk á Himinsfriðartorgi í vor, leiddi til þess að mjög hefur dregið úr ferðamannastraumi til landsins, svo og erlendum fjárfestingum. Af þessum sökum hætti Alþjóða- bankinn í bráðina við að veita Kína lán að upphæð 780 miljónir dollara. Hagvöxtur í Indlandi, mældur út frá vergri þjóðarframleiðslu, var um 9 af hundraði 1988-89 og 1989-90 er búist við að hann verði 5-6 af hundraði. 1987-88 var hag- vöxtur þar aðeins 3,6 af hundraði vegna þess að monsúnregnið brást 1987. Að sögn bankans eru Indlandi nú einkum til baga of mikill halli á fjárlögum og verð- bólga. Alþjóðabankinn hrósar flest- um Asíuríkjum fyrir skynsam- lega fjármálastjórn og nefnir sem dæmi að fá þeirra eigi við að stríða óhagstæðan greiðslujöfnuð og aðeins tvö þeirra, Filippseyjar og Indónesía, séu stórskuldug er- lendis. Hagvöxtur í Taílandi var 11 af hundraði s.l. ár, sem er met þarlandsmanna, og 11,3 af hundraði í Suður-Kóreu. Vöxtur- inn í efnahagslífi Filippseyja nam það ár 7 af hundraði, sem þykir' góður árangur miðað við alvar- legan efnahagssamdrátt þar 1983-85, mikinn skuldabagga og borgarastríð. Hagvöxtur í Indónesíu varð s. I. ár4,7 af hundraði, sem þykirekki svo illa að verið, miðað við lækk- andi olíuprísa og mikla skulda- byrði. Hagvöxtur í Bangladesh var sama ár 2 af hundraði, jafn- mikill í Laos og 2,7 af hundraði á Sri Lanka. Flóð, þurrkar og óöld hafa bagað mjög efnahagslífi þessara ríkja. Alþjóðabankinn hefur mestar áhyggjur af Asíu vegna félags- legra vandamála þar og mikillar fólksfjölgunar, sem er þungur baggi á auðlindum landanna. Um 500 miljónir manna í Iöndum þeim, sem skýrslan nær til, eru samkvæmt skilgreiningu bankans undir fátæktarmörkum, og er það um helmingur allra fátæklinga heims, ef marka má sömu skil- greiningu. Reuter/-dþ. Pólland VIÐHORF Framhald af 5 síðu fjölda þeirra sem eru með sambærilega menntun, starfs- reynslu, pólitísk ítök, fjölskyldu- og kunningjatengsl og ekki síst af kyni viðkomandi. Sameinaðar stöndum við!!! Samningsstaða kvenna er og verður mjög veik í samanburði við karlmenn. Konur hafa litla eða einhæfa menntun og starfs- reynsla þeirra er í flestum tilvik- um minni en karla vegna þeirra kvaða sem leggjast á konur við barneignir. Jafnframt gera flestir atvinnurekendur greinarmun á því hvað þeir geta boðið körlum og konum í kaup og kjör, konum í óhag. Að öllu óbreyttu mun veik samningsstaða kvenna birt- ast í síauknum launamuni kynj- anna. Konur munu í framtfðinni ekki geta treyst á almennar að- gerðir til að bæta stöðu sína. í upplýsingaþjóðfélaginu verður mög erfitt að fá yfirsýn yfir af- komu einstakra hópa. Áhrif al- mennra aðgerða sem miða að því að bæta stöðu kvenna verða ó- ljósari og því erfiðara að ná al- mennri samstöðu um beinar að- gerðir. Það eina sem gæti sporn- að við þessari þróun er að konur, hvaða stjórnmálaskoðunar sem þær eru, sameinist og stofni sér heildarsamtök á vinnu- markaðinum sem hafa það að leiðarljósi að bæta stöðu kvenna. Konur, við getum ekki lengur treyst því að aðrir séu svo skyn- samir að gera sér grein fyrir og vilji bæta úr því óréttlæti sem við erum beittar á vinnumarkaðin- um. Það er okkar að standa upp og berjast fyrir breytingum. Höfundur er hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands. Greinin er byggð á erindi sem flutt var á landsþingi fram- sóknarkvenna á Hvanneyri fyrir skemmstu. Stjornmalasamband ísraela og Ungverja Fullt stjórnmálasamband milli ísraels og Ungverjalands var tekið upp á ný í gær. Varð Ung- verjaland fyrst til þess að taka upp þetta samband að nýju austantjaldsríkja þeirra, er slitu stjórnmálasambandi við ísrael 1967. Síðan Gorbatsjov kom til valda hafa ríki þessi smámsaman gerst vinsamlegri í garð ísraels. Pólverjar vilja Rússaher burt Margt manna mætti í kröfu- göngur og á fundi víða um Pól- land í gær til að minna á, að þann dag voru 50 ár liðin frá því að sovéski herinn réðist inn í Pól- land, er pólski herinn átti sem Nýr konungur í Malajsíu Azlan Muhibuddin Shah, sold- án af Perak, tók í gær við konung- dómi í Malajsíu við hátíðlega við- mest að vinna í vörninni gegn Þjóðverjum. Á sumum fundanna var þess krafist að sovéski herinn þarlendis, en í honum eru um 45,000 manns, færi heim. Fund- irnir og göngurnar fóru fram með leyfi hinnar nýju ríkisstjórnar og er þetta í fyrsta sinn, sem menn þarlendis minna opinberlega á þennan innrásardag. höfn. Er hann níundi konungur ríkis þessa, sem er kjörkonung- dæmi. Er því svo hagað til að soldánar landsins, níu talsins, kjósa í hásætið einn úr sínum hópi á fimm ára fresti. Malajsía varð sjálfstætt ríki 1957. ítalir skjóta fugla og hver annan Árlegt veiðitímabil hófst á ítal- íu í gær og fór þá á kreik um 1,2 miljón veiðimanna, er skutu á næstum allt sem hreyfðist af villtum dýrum og fuglum. Fyrsta veiðidaginn særðust 10 veiði- menn af skotum hvers annars, þar af einn til bana. í þetta sinn setja svip á veiðidagana umhverf- isverndarsinnar í hundraðatali, sem fara á undan veiðimönnum og leitast við flæma frá þeim bráðina með því að blása í flautur og horn og skaka skellur. Rakowski vill nýjan vinstnflokk Frjálslyndari menn kommúnistaflokksins hyggjast losa sig við arf hans og stofna nýjanflokk á breiðum grundvelli. Hinn þekkti andófsmaður Jacek Kuron kemur til með að hafa með höndum erfiðasta verkefni nýju stjórnarinnar Fáeinum dögum eftir að ný rík- isstjórn þar sem Samstaða ræður mestu var mynduð í Póllandi hvatti Mieczyslaw Rakowski, að- alritari kommúnistaflokksins þarlendis, til þess að stofnaður yrði nýr vinstriflokkur. Stofninn að þessum nýja flokki ætti að vera frjálslyndari armur kommúnist- aflokksins. Aðrir frjálslyndir kommúnistar hafa áður haft orð á þessu. Rakowski ætlast til að hinn nýi flokkur verði í stakkinn búinn til þess að laða að sér vinstrisinnaða Pólverja almennt. Hann segir þann flokk verða að varpa fyrir borð „úreltum kennisetningum" og beita sér gegn íhaldssemi, þröngsýnni þjóðernishyggju og umburðarleysi yfirleitt. Skiptar skoðanir í kommúnistaflokki Þessum spjótum er sennilega beint bæði gegn íhaldssömum kommúnistum og vissum um- burðarleysistilhneigingum, sem undanfarið hafa gert vart við sig innan hinnar voldugu kaþólsku kirkju landsins. Rakowski tók við sem aðalritari kommúnista- flokksins fyrir tæpum tveimur mánuðum, eftir að hafa verið for- sætisráðherra tíu mánuði. Síðan hann tók við flokksforustu hefur stemmningin verið heldur bág í flokknum eftir ósigur hans í kosn- ingunum í júní. Rakowski lítur að líkindum á flokkinn sem þrotabú, sem honum og öðrum frjáls- lyndari mönnum hans sé best að yfirgefa. Sumir flokksmanna hans virð- ast vera annarrar skoðunar um það efni. Nýja stjórnin hefur boðað að tekin verði upp mark- aðsstefna í atvinnulífinu, jafn- framt því sem róttækar ráðstafan- ir verði gerðar til að draga úr fjárlagahalla og stöðva verð- bólgu. Hætt er við að ráðstafan- irnar komi niður á iífskjörum al- mennings, sem eru ekki of góð fyrir, og að atvinnuleysi aukist með því að óarðbær fyrirtæki verði lögð niður. Fangi í tíu ár - nú ráðherra Mikilvægu hlutverki í fram- kvæmd stjórnarstefnunnar kem- ur til með að gegna Witold Trzec- iakowski, Samstöðumaður og efnahagsmálaráðherra. Hann er sagður ákafur frjálshyggjusinni í efnahagsmálum. Vinnumálaráð- herra er Jacek Kuron, einn þekktustu og langreyndustu andófsmanna pólskra stjórnmála á valdatíð kommúnista. Hann hefur átt í höggi við kommúnista- flokk og valdhafa síðan 1956 og samanlagt setið næstum tíu ár í fangelsi. Kuron átti öllum öðrum stærri hlut að því að á s.l. áratug tókst að koma á bandalagi því milli menntamanna og verkamanna, er leiddi til stofnunar Samstöðu sem þrátt fyrir að hafa verið í banni stjórnvalda mestallan þennan áratug reyndist kommún- istaflokknum um síðir ofjarl. Kuron er af mörgum talinn snjall- astur stjórnmálamaður Sam- stöðuráðherranna, en margir hinna hafa litla reynslu af stjórnmálum almennt. Erfiðasta verkefni K'urons verður að fá verkalýðsarm Samstöðu til að sætta sig við þau áföli, sem lífs- kjör almennings kunna að verða fyrir vegna efnahagsráðstafana stjórnarinnar. Yfirlýsing OPZZ Það getur orðið þungur róður og líkur eru á að verkalýðssam- tökin OPZZ, sem eru á vegum kommúnistaflokksins, muni ganga þar á lagið. Þau hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki sitja þegjandi undir ráðstöfunum, sem leiði til rýrnandi lífskjara og aukins atvinnuleysis. Yfirlýsingar bæði OPZZ og Rakowskis endurspegla mjög skiptar skoðanir um margt innan kommúnistaflokksins. Sumir vilja losa sig við fortíð flokksins og stofna nýjan vinstriflokk á breiðum grundvelli, aðrir not- færa sér óánægju með ráðstafanir Samstöðustjórnarinnar til þess að grafa undan henni, í því augnamiði að ná völdum á ný. Sumir kunna að vilja hvort- tveggja. Þegar til stóð fyrst eftir kosningar að kommúnistar mynduðu stjórn undir forustu Czeslaws Kiszczak, sem nú er orðinn varaforsætis- og innan- ríkisráðherra í stjórn Mazowi- Kuron - talinn snjallastur stjórnmálamaður Samstöðu- ráðherranna. eckis, sáust þess merki að sumir þeirra væru ekki ýkja hrifnir af að takast það hlutverk á hendur, með hliðsjón af ástandinu í efna- hagsmálum. Nú hvílir sú byrði á Samstöðu fyrst og fremst. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 19. september 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.