Þjóðviljinn - 21.09.1989, Page 5

Þjóðviljinn - 21.09.1989, Page 5
VIÐHORF I tilefni af Alþjóða friðardeginum Ingibjörg Daníelsdóttir skrifar Arlegur friðardagur Sam- einuðu þjóðanna er 20. septem- ber. Jafnvel nafnið eitt gleður mitt dapra hjarta. Því það er svo sérkennilegt að meðal okkar frið- elskandi Islendinga virðast býsna margir satt að segja ekki hafa trú á friði, alla vega ekki nema þá tímabundið, eða á ákveðnum svæðum. En að búast við friði um allan heim samtímis og það jafnvel til frambúðar, það þykir ósköp barnaleg óskhyggja, - „því mannskepnan er jú söm við sigog það verður seint sem heimurinn breytist”. Þó kannast ég ekki við að við þjáumst af bældri stríðsþörf, né að heimurinn standi í stað. Þvert á móti breytist tilveran svo stans- laust fyrir augunum á okkur, að við höfum ekki við að átta okkur. Við vitum eiginlega ekki hvert við erum að fara, hvert við viljum fara, né hvert við getum farið. Breytingarnar hafa t.d. orðið miklar á stríðsrekstri, en við erum ekki viss um hvað við eigum að ráða út úr þeim breytingum. Vopnabirgðir eru reyndar meiri en nokkru sinni. Samt er það að ein þjóð herji á aðra ekki lengur regla og almenningur styður ekki slíkar hernaðarhugmyndir. Óf- riður er nú stundaður af smærri einingum en áður og er ekki jafn samfelldur. Það finnst mér benda til að hann sé í rénun og friður komist á. En eins og löngum þor- um við ekki að trúa fyrr en við tökum á. Þótt kenningar séu sett- ar fram og tilraunir gerðar, hættir okkur til að afskrifa hugmynd sem ranga eða óraunsæja ef árangurinn kemur ekki strax og helst fyrirhafnarlaust. „Hvernig fór ekki með esperantóið”, segir fólk, eins og það sé endanlega fyrir bí, þótt því hafi ekki enn verið veitt það brautargengi að á það reyndi. Þegar við þekkjum jrróun get- um við beðið róleg eftir árangri. Þegar börnin mín byrjuðu að ganga þurfti ég ekki að óttast við hverja byltu að kannski myndu þau aldrei geta gengið. Ég mátti „Friðurinn erekki aðeins í höndum þeirra sem semja um afvopnun, heldur okkar sem erum samfélagið. “ vita að heilbrigt barn lærði að ganga og ég vissi líka að það myndi kosta marga byltuna. Ég held að það hjálpi mikið að líta þessum augum á heimsmálin. Ég er sannfærð um að heilbrigt fólk getur lifað í heilbrigðu sam- félagi. Við þekkjum ekki ofbeldislausan heim og erum því óróleg. En við þekkjum ýmis friðsöm samfélög og getum borið þau saman við hin þar sem óöld ríkir. Og þá getum við séð að á- kveðin grundvallaratriði eru for- senda friðar, atriði, sem felast ekki aðeins í ytri ramma sam- félagsins, svo sem lögum og öðr- um stjórnarfarsaðferðum, heldur viðhorfum og öllu mannlífi fólks- ins. Allar gerðir okkar byggjast á viðhorfum, hversu skýrt eða óljóst sem við gerum okkur grein fyrir þeim. Ef forsendur friðar komast á mun friður komast á. Þegar við áttum okkur á þessu rennur jafnframt upp fyrir okkur að friðurinn er ekki aðeins í höndum þeirra sem semja um af- vopnun, heldur okkar sem erum samfélagið. Hversdagslífið vegur kanski þyngra en friðargöngurn- ar, hversu ágætar sem þær annars eru. Allar viljayfirlýsingar þurfa að koma fram í verki. Eigi heil samfélög að láta sér semja, þurfa einstaklingarnir að kunna að láta sér semja. Lög og reglur eru nauðsyn í samskiptum nrenntun allra forsenda þess að fólk geti staðið jafnfætis við mótun samtelagsins, eða ef við viljum orða það svo, forsenda lýðræðis. Við íslendingar ættum ekki að láta okkur nægja að búa í ríkja ekkert síður en einstak- linga, en virðing milli manna hef- ur þó enn meira að segja, virðing milli kynja, milli kynþátta, virð- ing fyrir ólíkum störfum, lífsstíl og menningu. Sönn virðing og vinátta útrýmir togstreitu, jafnt hjá kjarnafjölskyldunni, sem fjölskyldu þjóðanna. Virðing eyðir kynþáttastefnu, öfgafullri þjóðernishyggju, arðráni og óréttlæti. Nú virist ég kannski farin að tala eins og í draumsýn og ósk- hyggja ráði ferðinni, en munum að lögmálið um orsök og afl- eiðingu giidir alveg jafnt um sálarástand okkar og athafnir, sem um áþreifanlegri hluti. Til þess að virða þurfum við að þekkja til. Alþjóðlegt hjálpar- tungumál er eitt þeirra tækja sem geta auðveldað og flýtt kynnum milli ólíkra þjóða. Eins er lýðræðisríki, við þurfum að búa í lýðræðisheimi. Nú þegar framundan er „Alþjóðlegt baráttuár gegn ólæsi”, en Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1990 verði helgað baráttu gegn ólæsi, er okkur hollt að hugsa til inenntunar, ekki aðeins hvort fólk er læst og skrifandi, sem er bara fyrsta skrefið, heldur horfa á menntun sem það að rækta manneskjuna, ekki aðeins greindina, heldur ailar þær eigindir sem við erurn sköpuð með. Það mun leiða til þess að við byggjum réttlátari, skilnings- ríkari og friðsamari heim. Það er ekki fjarri mér að ætla að einmitt alþjöðlegt ár lestrarkunnáttu muni færa okkur í friðarátt. Alþjóðlegt baráttuár gegn ólæsi og friðardagurinn eru góð dæmi um vel útfærðar og já- kvæðar starfsaðferðir Sameinuðu þjóðanna, þar sem höfðað er bæði til grasrótarinnar og stjórn- valda og ekki fer á milli mála, að það sem unnið er að er velferð almennings í heiminum. Ef við skoðum aðeins nánar hvers vegna hugmyndir ná ekki lengra en raun ber vitni þótt þær væru mannkyni óneitanlega til heilla ef þær bara kærnust í fram- kværnd, þáermikill hluti skýring- arinnar áreiðanlega fólginn í því að okkur hefur skort samræmi og heildarsýn. Þau hugmyndakerfi sem þekktust eru nægja ekki í þessu tilliti. Það sem hefur opnað mér nýjan hugmyndaheim og gefið mér tilefni til bjartsýni er að hafa kynnst Bahá’í trúnni, þar sem lífssýnin er ein heild. Eðli mannsins er útskýrt og raunhæfar starfsaðferöir kynntar út frá því. Margir munu kannast við friðar- ávarp Bahá’í trúarinnar, sem kom út í tilefni friðarárs Samein- uðu þjóðanna. Þar er útskýrt að friður rnuni óhjákvæmilega kom- ast á, en því fyrr sem við áttum okkur á þeim forsendum sem við þurfum að vinna út frá, þeim mun fyrr munum við ná árangri. Höfundur er húsinóöir á ísafirði Leiðrétting I viðhorfsgrein eftir Helga Seljan sem birtist í blaðinu í gær, miðvikudag, var meinleg villa sem ber að leiðrétta. Neðst í mið- dálki er setning sem á að hljóða svo: Þetta er ósköp ólíkt þeim Halldóri, sem égþekki. í prentun hafði ó-ið í ólíkt fallið niður og snúið merkingunni gersamlega við. Þeir Helgi og Halldór eru beðnir velvirðingar á þessurn mistökum. Tilhvers heilsuliða? Sigríður Kristinsdóttir skrifar Nýverið hafa komið fram til- lögur um heilsuliða sem vinna eiga á heilsugæslustöðvum vítt og breitt um landið. Þau drög sem ég hef séð, og eru undirrituð af Stef- áni Þórarinssyni héraðslækni á Egilsstöðum, eru til þess fallin að vekja úlfúð milli starfsstétta. Tel ég enga þörf á því að búa til nýja starfsstétt því sjúkraliðar geta unnið öll þau störf, sem heilsulið- um eru ætluð í drögum læknisins, og hafa þar að auki betri menntun en þar er gert ráð fyrir, - hvað sem líður þeim ummælum Guðjóns Magnússonar aðstoðar- landlæknis í Tímanum 14. sept. síðastliðinn að sjúkraliðar séu ekki menntaðir eða þjálfaðir til að vinna „um það bil helming þeirra starfa sem ráð væri fyrir gert að heilsuliðar önnuðust”. Menntun sjúkraliða hefur lengst talsvert á undanförnum áratug. Sjúkraliðar hafa samið um það í samningum, að þeir eigi rétt á bæði þriggja mánaða námi og eins árs viðbótarnámi eftir að þeir hafa fengið starfsheitið sjúkraliði. Þeir hafa aldrei fengið þetta árs nám því það hefur alltaf strandað á heilbrigðisráðuneyt- inu að framkvæma það. Af ein- hverjum undarlegum ástæðum hefur enginn áhugi verið fyrir hendi í því ráðuneyti til að standa við gerð samningsins þrátt fyrir ítarleg mótmæli Starfsmannafé- lags ríkisstarfsmanna, sem er samningsaðili fyrir sjúkraliða, og að Sjúkraliðafélag íslands hafi lagt mikla vinnu í að fá fram aukna menntun sjúkraliðum til handa. Því tel ég að ef Guðjóni Magnússyni finnist vanta á menntun sjúkraliða væri ábyggi- lega hægt að koma á viðbótar- námi fyrir sjúkraliða og þá yrði jafnframt staðið við gerða samn- eru af viðkomandi heilsugæslu- stöð“ en síðar gæti viðkomandi einhvern tíma í framtíðinni feng- ið það nám sem þurfa þætti í fjöl- brautaskólum landsins, en ekki að það kæmi strax. Eins og ástatt er nú þá telur læknirinn á Egils- stöðum að húsmóðurstörf væru launakvennastéttinni í viðbót í heilbrigðiskerfinu, stétt sem þyrfti að berjast áfram innan kerfisins til að ná réttindum sín- um. Þekki ég þá þrautagöngu of vel sem gamall sjúkraliði til að ætla öðrum að þurfa að standa í því. ,Þessar tillögur um starfog nám heilsuliða eru tilþess einsfallnar að upp verði komið einni láglaunakvennastéttinni í viðbót í heilbrigðiskerfinu, stétt semyrði að berjast áfram innan kerfisins tilþess að ná réttindum sínum. “ inga við SFR. Raunar kem ég ekki í fljótu bragði auga á hvað það er sem sjúkraliðar geta ekki unið á heilsugæslustöðvunum samkvæmt þessum drögum að námsskrá heilsuliða sem koma austan af héraði. í þeim drögum var ýmislegt sem kom spánskt fyrir sjónir þeg- ar urn er að ræða jafn þýðingar- mikil störf og hljóta að vera unn- in á heilsugæslustöðvunum. í drögunum stendur t.d. um til- högun náms heilsuliða, að til að mæta brýnni þörf í dreifbýli yrði um að ræða „persónubundna þjálfun einstaklinga sem valdir æskilegur undirbúningur fyrir þetta fag en að t.d. krafa um að hafa lokið öðrum bekk í fram- haldsskóla eða fjölbrautaskóla gæti verið of mikið. Þó er nú rúsínan sú í pylsuend- anum á þessari námstillögu þar sem stendur orðrétt: „Gera verð- ur kröfu um áreiðanleika og þag- mælsku eftir því sem við verður komið.“ Ég hélt að það væri mikilvægt að sérhver heilbrigðis- starfsmaður gætti ýtrustu þag- mælsku í starfi. Þessar tillögur um starf og nám heilsuliða eru til þess eins fallnar að upp verði komið enn einni lág- Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru í vor um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga sé ég ekkert því til fyrirstöðu að sjúkraliðar verði ráðnir á heilsu- gæslustöðvar. Þaðhefurstrandað á því, að ríkið hefur ekki greitt laun sjúkraliðanna, eins og ann- arra starfsmanna stöðvanna, en samkvæmt nýju lögunum á ríkið að greiða allan rekstrarkostnað þeirra. En hvers vegna hafa sjúkralið- ar ekki unnið á heilsugæslustöðv- um? Það er vegna þess að þegar fram fór heildarendurskoðun á heilbrigðislögum árið 1983 var í upphaflega frumvarpinu gert ráð fyrir því að sjúkraliðar væru með- al þeirra starfsstétta sem þar ynnu og taldir nauðsynlegir, og að ríkið mundi greiða laun þeirra. Ekki veit ég til þess að landlæknisembættið hafi mót- mælt því. En í síðustu umræðu í þinginu féll starfsheitið sjúkraliði út. Á þeirn tíma sat ein fjölmenn- asta starfsstétt heilbrigðisþjón- ustunnar stíft niðri á þingi'og fylgdist með. Þegar ég spurði einn af okkar háttsettu þing- mönnum af hverju sjúkraliðar féllu út úr frumvarpinu þá svaraði viðkomandi: „Því hafa sjúkralið- ar ekki setið hér jafn fast og aðr- ir?“ Það virtust einu rökin. Stefán læknir sagði í viðtali við Tímann að sjúkraliðar væru hörgulstétt (þ.e. að það vantaði sjúkraliða til starfa). Skýringin á sjúkraliðaskortinum er sú að vinnutíminn er erfiður, fólk vill vinna í dagvinnu eins og á heilsu- gæslustöðvunum, og að launin eru of lág, en því bjargar nú heil- brigðisráðuneytið ekki. Ég vil benda á að um 2.000 sjúkraliðar hafa útskrifast á l^ndinu en þar af eru ekki nema um 1.100 í starfi, liðlega 50%. Held ég að nær væri að virkja þá sem sjúkraliðs- menntun hafa en stofna fleiri lág- launastéttir kvenna. Höfundur er sjúkraliði Fimmtudagur 21. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.