Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Grindavík Ort minnkandi kvóti Knýjandi þörf á endurskoðun kvótans Baejarstjórn, útgerðarmenn og aðrir atvinnurekendur í Grindavík telja að knýjandi þörf sé á að endurskoða kvótakerfið þar sem það sé farið að hafa í för með sér ójöfnuð á milli lands- Skagaströnd Denni á myndband Hallbjörn Hjartarson á toppnum Óhætt er að fullyrða að Hall- björn Hjartarson hafi slegið í gegn með nýju plötunni sinni sem hefur selst í 1200 eintökum eftir að hafa verið aðeins 10 daga í sölu. Fyrir dyrum stendur að taka lagið “Hann er vinsæll og veit af því“ upp á myndhand enda er lagið með þeim vinsælustu á öldum Ijósvakans um þesar mundir. Að sögn Hallbjörns hafa við- tökur almennings farið fram úr hans björtustu vonum hvórt sem um er að ræða sölu á hljómplöt- unni eða þegar hann hefur komið fram á skemmtunum. Tii marks um það má geta þess að um síð- ustu heigi keyptu Eyjamenn plötuna hans á 1500 krónur þó svo að hún sé seld á 1200 krónur. Mismunurinn sögðu Eyjamenn að ætti að vera umframframlag þeirra til styrktar dóttursyni hans, Hallbirni Frey. Eins og kunnugt er missti hann heyrn á báðum eyrum sem varð til þess að Kúreki norðursins tók til við lagasmíðar að nýju, aðdáendum hans til mikillar gleði. Plata Hallbjörns var mest selda hljómplatan í síðustu viku og skákaði ekki ómerkari hljóm- sveit en The Rolling Stones sem varð að láta sér lynda annað sæt- ið. -grh hluta. Þegar við bætist pólitísk út- hlutun á fjármagni í útgerð og fiskverkun rýrnar hlutur bæjar- félaga eins og Grindavíkur sem byggja á eðlilegum viðskiptum. Auk þess vara Grindvíkingar enn og aftur við áhrifum þeirrar fiskveiðistefnu sem miðar að sí- vaxandi smáfiskadrápi. Nýlega hélt bæjarstjórn fund með útgerðarmönnum og öðrum atvinnurekendum í bænum um hvert stefnir í atvinnumálum bæjarins og hvað sé til úrbóta í Ijósi þess að veiðiheimildir heimamanna fara ört minnkandi. í byrjun næstu viku verður svo haldinn fundur með forsvars- mönnum launamanna og bæjar- stjórnar til að heyra helstu við- horf þeirra til hvaða ráða eigi að grípa til að efla atvinnulíf bæjar- ins frá því sem nú er. -grh Ný réttritunarbók. Svavar Gestsson menntamálaráðherra afhenti í gærmorgun fimmtu bekkjar nemend- um í Hlíðaskóla nýja réttritunarbók með ósk um aö hún hjálpaði þeim við ritun móðurmálsins. Bókinni verður síðan dreift til allra fimmtu bekkjar nemenda í öllum grunnskólum landsins. Mynd: Kristinn. Alþýðusamband Norðurlands Kaupmáttartryggingar krafist Ekki skrifað undir nœsta kjarasamning án kaupmáttartryggingar og kaupmáttartap bœtt að fullu. Siglufjörður:Launamenntilbúniraðleggja töluvert á sig til að ná þessum markmiðum ályktun 21. þings Alþýðusam- bands Norðurlands um kjara- mál er þess krafist að næstu kjarasamningar verði ekki undir- ritaðir án kaupmáttartryggingar og það kaupmáttartap sem þegar hefur orðið verði að fullu bætt. En frá fjórða ársfjórðungi 1987 til þriðja ársfjórðungs 1989 hefur kaupmátturinn fallið um 17% og mun halda áfram að falla það sem eftir er ársins. Að sögn Hafþórs Rósmunds- sonar formanns verkalýðsfélags- ins Vöku á Siglufirði kom það greinilega fram hjá þingfulltrúum að launamenn eru tilbúnir að leggja töluvert á sig til að ná fram kaupmáttartryggingu við gerð næstu samninga við atvinnurek- endur. - Fólk er orðið langþreytt á þessu ófremdarástandi þar sem kaupmátturinn verður sífellt minni, en hversu langt það vill ganga til að ná þessu markmiði sínu þori ég nú ekki að spá á þess- ari stundu. Hinsvegar er það út- breidd skoðun að það verði að gera allt sem hægt er til að ná fram einhversskonar kaupmátt- artryggingu," sagði Hafþór Rós- mundsson. Að auki krefst þingið þess að við gerð næstu kjarasamninga verði náð samkomulagi við stjórnvöld um réttlátara skattak- erfi, m.a. verulegri hækkun skattleysismarka vegna almennra launatekna, með neikvæðum tekjuskatti og með hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er þess krafist að allir þeir sem starfsorku hafa geti fengið vinnu við sitt hæfi. Þingið gerir það að ófrávíkjan- legri kröfu að það velferðar- og samneyslukerfi sem byggt hefur verið upp með langri baráttu verði ekki skert. Til kjarajöfnun- ar krefst þingið m.a. samfellds skóladags og dagvistunar fyrir öll börn. -grh Jón Baldvin 106 vínflöskur handa Ingólfi Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- inga hafa skrifað Ríkisendur- skoðun bréf þar sem farið cr fram á að könnuð verði nánar kaup Jóns Baldvins Hannibalssonar í maí 1988, þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, á 106 flöskum af áfengi sem notaðar voru í fertugsafmæli Ingólfs Margeirssonar ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Hér var um að ræða 100 flöskur af freyðivíni, 2 flöskur af vodka, 2 af gini og 2 af viskíi. í yfirlýsingu frá Jón Baldvin í gær kemur fram að hingað til hafi ekki verið amast við því að ráðherrar héldu sam- starfsmönnum sínum samsæti af ýmsum tilefnum. Ráðherrann spyr hvort slíkt megi aðeins ef viðkomandi eru starfsmenn stjórnarráðsins. -grh Reykbindindi fyrir barnshafandi konur Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að barnshafandi konur skuli hafa forgang á nám- skeiðum félagsins í reykbindindi. Slík námskeið hafa verið haldin í fimm ár og þátttakendur eru orðnir vel á annað þúsundið. Meira en þriðji hver þátttakandi, er enn reyklaus tveimur árum eftir að hann sótti námskeiðið. Aðsókn að náskeiðunum hefur verið mikil og oft myndast löng biðröð. Því hefur verið ákveðið að veita barnshafandi konum for- gang að námskeiðunum. Þær fá einnig forgang að ráðgjöf sem veitt er í tengslum við náms- keiðin. Háls-, nef- og eyrna fyrir austan Móttaka verður á vegum Heyrna- og talmeinastöðvar fs- lands í Heilsugæslustöðvunum í Neskaupstað á fimmtudag, á Reyðarfirði á föstudag og á Eg- ilssöðum á laugardag og sunnu- dag. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina oog úthlut- un heyrnartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrnar- og talm'einastöðvarinnar verður al- menn læknamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í Heilsugæslustöðvunum á við- komandi stöðum. Jón Loftsson skógræktarstjóri Jón Loftsson hefur verið skipað- ur í embætti skógræktarstjóra ríkisins frá 1. janúar 1990 en þá mun Sigurður Blöndal láta af störfum. Jón sem verið hefur skógræktarstjóri Hallormsstaðar var einn af sjö umsækjendum um stöðuna. Bak við byrgða glugga Kvennaathvarfið í Reykjavík hefur verið starfrækt í 7 ár og er fyrir löngu orðið ljóst hve brýn þörfin fyrir starfsemina er. A þessum sjö árum hafa 978 konur komið til dvalar í athvarfinu og með þeim 786 börn. Auk þess hefur fjöldi kvenna komið til við- tals eða hringt og fengið ráð í nauðum sínum. Loks veita Samtök um kvennaathvörf kon- um sem hefur verið nauðgað stuðning og ráðgjöf. Til þess að vekja athygli á málefnum sam- takanna hefur verið ákveðið að efna til opinna funda í Gerðu- bergi undir yfirskriftinni „Bak við byrgða glugga". Þegar hefur einn fundur verið haldinn og fjallaði hann um heimilisofbeldi. 3. október kl. 20.15 verður fjall- að um málefni barna og sifjasp- ell. 7. nóvember verður aftur rætt um heimilisofbeldi og síðasti fundurinn í þessari fundaröð verður 5. desember og verður þá rætt um nauðgunarmál. Málfræðingar funda um norsku „Tendensar i utviklinga av norsk talemaal i dag“ nefnist fyrirlestur sem Helge Sandöy, háskólakenn- ari frá Björgvin, flytur á al- mennum fundi fslenska mál- fræðifélagsins kl. 17.15 á fimmtudag í stofu 422 í Árna- garði. Afmæliskaffi Kvenréttindafélagsins í dag 27. september munu Kvenréttindafélag íslands og Menningar- og minningarsjóður kvenna halda opinn fund á af- mælisdegi Bríetar Bjarnhéðins- dóttur. SigríðurTh. Erlendsdótt- ir sagnfræðingur segir frá stofnun verkakvennafélagsins Framsókn- ar, en á þessu ári eru 75 ár frá stofnun þessa fyrsta verka- kvennafélags fslands. Gerður Steinþórsdóttir formaður Kven- réttindafélagsins mun lesa úr bók Bríetar Héðinsdóttur um ömmu sína og nöfnu, Strá í hreiðrið. Fundurinn hefst kl.20.30 og er að Hall veigarstöðum. Agreiningur úr sögunni Föstudaginn 22. september var gengið frá samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og Stéttarsam- bands bænda um ýmis álitamál og ágreiningsefni sem upp hafa komið vegna framkvæmdar bú- vörusamnings. Samkomulagið felur í sér hvernig fara skuli með framleiðslurétt á sauðfé vegna lí- flamba á svæðum þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu, rétt þeirra sem tekið hafa sér sauðfé á ný eftir niðurskurð vegna riðu- veiki, sérstakar aukaúthlutanir og leiðréttingu búnaðarsamb- anda við frumúthlutanir. Slökkviliðsmenn mótmæla Slökkviliðsmenn á Reykjávíkur- flugvelli vara við hugmyndum stjórnvalda um að hækka lífeyris- aldur slökkviliðsmanna. Á aðal- fundi félagsins á mánudag var samþykkt áskorun til stjórnvalda þar sem skorað er á þau að færa lífeyrisaldur íslenskra slökkvi- liðsmanna til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Benda slökkviliðsmenn á að þeir hafi um árabil barist fyrir lækkun lífeyrisaldurs enda sé slökkviliðsstarfið flestum öðrum störfum erfiðara. Borgaraleg ferming f apríl næsta vor verður fram- kvæmd borgaraleg ferming í ann- að skiptið á íslandi. Undirbún- ingsnámskeið fyrir ferminguna stendur frá 10. janúar til 4. apríl. Fyrirlestrar og umræður fara fram vikulega á miðvikudögum kl. 17.30 - 19.00. Fjallað verður um siðfræði, trúarbrögð, lífs- skoðanir, samskipti kynjanna, jafnrétti, stríð og frið, umhverfis- mál, samskipti foreldra og ung- menna, sögu barna- og ung- menna, vímuefni, rétt ungmenna í þjóðfélaginu, mannréttindi, til- gang borgaralegrar fermingar og virka þátttöku í samfélaginu. Sér- fræðingar á hverju sviði flytja fyr- irlestrana. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.