Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR í DAG þlÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM „Eg skil ekki almennilega, hvern- ig bolsévíkar ættu aö sjá nokkurt hneyksli í því, aö 15 milljónir manna eru þegjandi og hljóða- laust innlimaöir undir bolsévis- mann. Mérskilst að slíkt hljóti aö vera bolsévíkumfremurfagn- aöarefni en ástæða til hneykslunar. ígærskrifuðu | auðvaldsblöðinsturlaðargreinar um þau svik við bolsévismann, sem Stalin væri staðinn að með 27. september miðvikudagur. 270. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.25- sólarlagkl. 19.11. Viðburðir Bríet Bjarnhéðinsdóttirfædd 1856. Þorsteinn Erlingsson fæddur 1858. Búkarín tekinn af lífi í Moskvu 1938. griðasáttmálanum við Þjóð- verja.“ Úr grein eftir Halldór Kiljan Lax- ness sem hann nefndi Afanginn við Veiksel. DAGBOK Elías Mar rithöfundur Lofthræddur í flugvél til Ítalíu - Hvað ertu að gera núna, Elías? - Lesa prófarkir. - Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? - Lesa prófarkir. - Hvað gerirðu helst í frístund- um? - Les prófarkir. - Segðu mér frá bókinni sem þú ert að iesa núna fyrir sjálfan þig- - Hún heitir Minningarmörk í Hólavallagarði og er eftir Björn Th. Björnsson. - Hvað lestu í rúminu á kvöld- in? - Bænirnar mínar. - Hver var uppáhalds barna- bókin þín? - Grimms ævintýri. - Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? - Andlátsorða Krists. - Var höfundur Njálu kven- kyns eða karlkyns? - Til slíkra skrifa hefur þurft mikinn tíma og ríkidæmi. Það höfðu konur ekki, og þess vegna held ég að það hafi verið karl- maður, og e.t.v. fleiri en einn. - Hvað sástu síðast í leikhúsi? - Það man ég ekki. - Er eitthvað á fjölunum núna sem þú vilt síður missa af? - Nei. - En á hvíta tjaldinu? - Ég ætla að sjá Pelle sigurveg- ara. - Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? - Ég fylgist með öllum frétta- tímum ef ég kem því við. - Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? - Nei. - Ertu ánægður með frammi- stöðu þess flokks sem þú kaust í síðustu kosningum? - Já. - Eru til hugrakkir stjórn- málamenn og -konur? - Já. - Viltu nafngreina þá? - Ég get nefnt Ólaf Ragnar Grímsson. - Er landið okkar varið land eða hernumið? - Hernumið. - Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? - Lofthræðslu. - Hvaða eiginleika þinn fínnst þér skrítnast að aðrir skuli ekki kunna að meta? - Hógværð. - Hvað er hamingja? - Að hafa góða samvisku. - Hvað borðarðu aldrei? - Rjúpur. - Hvernig fínnst þér þægilegast að ferðast? - í flugvél. - Hvert langar þig helst til að ferðast? - Til Ítalíu. - Hvaða bresti landans áttu erfiðast með að þola? - Óhóf. Nýjungagirni - og gleymsku á það sem gerst hefur í stjórnmálum. - En hvaða kosti Islendinga metur þú mest? - Seigluna. Og að þeir hafa enn ekki haft það af að losa sig við það líkamlega atgervi sem þeir hafa erft frá forfeðrum sínum; sýnir sig í íþróttaárangri, t.d. - Hvernig sérðu framtíðar- landið fyrir þér? - Skógivaxið. - Er Island á leið í átt að því? - Já. - Þarf Þjóðviljinn að breytast mikið til að hann geti komið út í því landi? - Nei. - Hef ég gleymt einhverri spurningu, Elías? - Já. - Hver er sú? - Hvort ég sé skotinn í þér. - Ertu skotinn í mér, Elías? - Já. Guðrún APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 22.-28. sepl. er (Borgar Apóteki og . 'eykjavíkur Apóteki. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavik sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðingardeíld Landspitalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17.Síminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræöing ámiðvikudögumkl. 18-19,annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 25. sept. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar ... 61,50000 Sterlingspund ... 99,34400 Kanadadollar ... 52,34700 Dönsk króna ... 8,31920 Norsk króna ... 8,82990 Sænsk króna ... 9,49220 Finnsktmark 14,25260 Franskurfranki ... 9,54710 Belgískurfranki ... 1,54230 Svissn.franki ... 37,25020 Holl.gyllini ... 28,67070 V.-þýsktmark ... 32,35140 0,04476 Austurr. sch ... 4,59380 Portúg. escudo ... 0,38440 Spánskur peseti ... 0,51440 Japansktyen .... 0,43102 Irsktpund .... 86,17700 KROSSGATA Lárétt: 1 vond4áhlaup 6 aftur 9 kvenmanns- nafn12þorpari14 miskunn 15loga 16 ill- kvittni 19 makaði 20 vanþóknun21 heiti Lóðrétt: 2 fugl 3 södd 4 orm5glöð7svelta8 eldi10gælunafn11 blés13planta17þjóta 18 eyktarmark Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 sæll4busl7 æti7malt9skap12 eirir 14 iði 15upp16 kóran 19 saur 20 skír 21 rakki Lóðrétt: 2 æsa 3 læti 4 bisi5sia7meiðsl8 Ieikur10krunki11 píp- ari13rýr17óra18ask Miðvikudagur 27. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.