Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Jafnrétti hverra? Jón Torfason skrifar Nú á dögunum gáfu Jafnréttis- ráð og félagsmálaráðuneytið út bækling sem nefnist „Hvernig næst jafnrétti í atvinnulífinu?” Þar eru upplýsingar um misjafna stöðu karla og kvenna á vinnu- markaðinum, hugmyndir um hvernig megi jafna aðstöðu þeirra og sagt frá jafnréttis- áætlunum nokkurra ríkis- stofnana. Við lestur ritlings þessa vakna ýmsar spurningar. Þar segir: „Krafan um fleiri konur í stjórnunar- og ábyrgðar- störf hefur alltaf verið hávær í jafnréttisbaráttunni” (bls. 8). Margar aðrar kröfur hafa þó risið hærra, eins og krafan um frjálsar fóstureyðingar, dagheimili fyrir öll börn, úrbætur í húsnæðis- málum, launajöfnuð og ábyrgð feðra á heimilisrekstri og uppeldi barna. Rauði þráðurinn í bækl- ingi Jafnréttisráðs hins vegar snýst um völd, áhrif og ábyrgð. Nokkur dæmi: „...konur gegni þar (í ráðuneytunum) svokölluðum millistjórnunar- og ábyrgðar- stöðum og þá langflestar í krafti sinnar menntunar” (bls. 8). Rætt er um „Réttlátari skipting valda og áhrifa” (bls. 10?). Hvatt er til þess að „jafna hlut kvenna og karla og þá aðallega hvað varðar stjórnunar- og ábyrgðarstörf’ (bls. 11). „Reynsluna fá þær ekki nema að þeim verði treyst fyrir ábyrgð og stjórnun” (bls. 13). út af fyrir sig gott að fólk, í þessu tilfelli kvenfólk, „komist áfram” í lífinu en það segir bara ekki alla söguna. A bls. 7 er súlurit sem sýnir hlutfallslega §kiptingu launafólks eftir atvinnustéttum fólk. 1 þeim hópi eru 60% vinn- andi karla og nærri 95% kvenna. Gerum nú ráð fyrir að jafn- réttisáætlanir í anda Jafnréttis- ráðs nái fram að ganga. Trúlega mundi konum í iðngreinum (þ.e. „Þetta jafnréttisplagg miðast við jafnrétti sumra kvenna á við suma karla en varla er minnst á láglaunafólk“ Völdum og ábyrgð fylgja ævin- lega hærri laun en á þau er nánast ekkert minnst í bæklingnum. Jafnréttisáætlunum þeim, sem um ræðir í plaggi þessu, er eink- um ætlað að stuðla að því að fleiri konur veljist til áhrifameiri starfa en hingað til hefur verið. Það er árið 1986. Þar sést að 15% vinn- andi karla eru forstjórar, verk- stjórar og sérfræðingar en konur af því tagi aðeins 1%. Faglærðir karlar eru um 25% en konur rúm 2%. Stærsti hópur launþega af báðum kynjum er ófaglært verka- fólk, afgreiðslu- og skrifstofu- Húsnæðismál (slenskrar getspár Mér þykir rétt að byrja greinarkorn þetta á því að óska Islenskri getspá til hamingju með árangurinn af starfseminni. í þessu happdrættisglaða landi hef- ur þeim tekist að afla lottóinu mikilla vinsælda til hagsbóta fyrir umbjóðendur sína og er gott til þess að vita að mikill hagnaður af starfi fyrirtækisins rennur til ör- yrkja, íþrótta og ungmannafélag- anna. Hins vegar varð óneitanlega dálítið skrítin umræða um vænt- anlegar aðgerðir fyrirtækisins í húsnæðismálum sínum. Forráða- menn fyrirtækisins hugðust byggja meir en 2000 fermetra hús í Laugardalnum í Reykjavík og heyrðust kostnaðartölur um 130 miljónir króna. Einhverjum öðr- um en mér þótti þetta hátt enda voru Smárahvammsmenn fljótir að bjóða þeim sambærilega stærð húsnæðis fyrir um það bil 20 milj. krónum lægra verð. Þá varð maður þess áskynja að forráðamenn íslenskrar getspár höfðu kannað húsnæðismarkað- inn í Reykjavík og af öllu því at- vinnuhúsnæði sem á boðstólum er á Reykjavíkursvæðinu fannst ekkert sem hentaði og manni skilst á kollegum sínum í Reykja- vík að til sölu séu á annað hundr- að þúsund fermetrar af atvinnu- húsnæði af ýmsu tagi. Þess vegna hefi ég með bréfi boðið íslenskri getspá húsnæði hér á Akureyri sem ég ætla að geti hentað vel fyrir starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru allt vel byggð hús, raunar mismunandi gömul og í mismunandi ástandi, en geta vafalaust hýst tölvukerfi íslenskrar getspár svo og skrifstofu- og fundaaðstöðu sem þeir eflaust þurf. Húsnæði það sem ég hef boðið f.h. umbjóð- enda okkar er frá 1200 og upp í rúml. 2000 fermetra og á verði sem er frá 40-60 milj. Starfsemi íslenskrar getspár er með þeim hætti, að ég efast ekki um að fyrirtækið verði jafnvel staðsett á Akureyri og þar sem það er nú á Reykjavíkursvæðinu. Eins og að framan greinir þá geri ég ráð fyrir að hentugt húsnæði megi finna. Tölvukerfi eins og það sem þjónar íslenskri getspá Pétur Jósefsson skrifar og íslenskum getraunum er jafnvel staðsett á Akureyri og á Reykjavíkursvæðinu - ekki síst þar sem ljósleiðari verður kom- „Starfsemi íslenskrar getspár er með þeim hœtti, að ég efastekki um aðfyrirtœkið verði jafnvelstaðsettá Akureyri og þarsem það er nú, á Reykja- víkursvœðinu“ inn á milli Akureyrar og Reykja- víkur á næsta ári. Hér er auðvitað unnt að skapa starfsfólki ís- lenskrar getspár ákjósanlega starfsaðstöðu, - og þegar stjórnarmenn fyrirtækisins þurfa að koma saman til fundar þá eru góðar flugsamgöngur að sunnan engu síður en suður, en Akur- eyringar eru alvanir að sækja fundi og reka margvísleg erindi á Reykjavíkursvæðinu og þykir engum þar það neitt tiltökumál. Svo er það náttúrlega einnig dá- lítil tilbreyting frá hversdagslífinu í Reykjavík að bregða sér norður. Samkvæmt framansögðu þykir mér einsýnt að þjónusta ís- lenskrar getspár yrði ekki síðri þótt hún vær rekin héðan frá Ak- ureyri. Hér er tækifæri til þess að leysa húsnæðismál íslenskrar getspár með góðum hætti og skapa um leið fjölbreyttara atvinnulíf á Ak- ureyri. Akureyri, 11. september 1989 Pétur Jósefsson er sölustjóri Fasteigna- og skipasölu Norðurlands faglært verkafólk) fjölga hægt því það tekur tíma að opna konum braut í gegnum iðnskóla og verk- menntaskóla. Þó mætti reikna með að hundraðshluti kvenna í þeim flokki gæti hækkað eitthvað, varla þó meira en upp í 5-10% á næstu árum. Hins vegar mætti hugsa sér að fjölga konum í flokki verkstjóra, forstjóra og sérfræðinga á til- tölulega skömmum tíma, þ.e. í þeim hópi sem ber ábyrgð, hefur völd og nýtur jafnframt hæstra launa. Með samstilltu átaki gætu konur í slíkum stöðum komist upp í 10% vinnandi kvenna á nokkrum árum. En eftir sem áður væru 75-80% kvenna á vinnumarkaði í af- greiðslu- og skrifstofustörfum og flokknum ófaglært verkafólk. En þeir hópar eiga það sameiginlegt að vera verst launaðir. Fyrir yfir- gnæfandi hluta kvenna á vinnu- markaði hefði framgangur svona jafnréttisáætlana því enga þýð- ingu. Konurnar væru áfram á kössunum í mörkuðunum, að skúra spítalana og tína beinin úr fiskinum. Fyrir hvern er slíkt kvennajafnrétti? Staða láglaunahópanna er vita- skuld viðurkennd í bæklingnum. Þar segir þegar fjallað er um endurmenntun: „Hætt er við að þeir sem minna mega sín á vinnu- markaðnum, t.d. ófaglært launa- fólk og almennt skrifstofufólk fari halloka í þessari þróun. Það eru fyrst og frernst konur sem vinna þessi störf og því hætta á að þær verði þolendur og staða þeirra versni” (bls. 12). Með öðr- um orðum þá á að kippa nokkr- um konum upp úr neðstu stéttun- um, verst borguðu og leiðinleg- ustu störfunum, og færa þær ofar í virðingar- og launastigann. Eða eiga kannski allar konurnar á kössunum í Hagkaupi að verða deildarstjórar og allar skrifstofu- stúlkurnar í ráðuneytunum að verða skrifstofustjórar? Það er einkennilegt að lesa sig í gegnum plag, sem á að fjalla um jafnrétti, og sjá nánast hvergi minnst á laun, hvað þá lág laun. í jafnréttisáætlunum nokkurra ríkisstofnana, sem hirtar eru, kemur fram að ætlunin sé einkum að fjölga konum í ábyrgðar- og valdameiri stöðum. Það er aðeins í jafnréttisáætlun Vinnueftir- litsins að tekið er af skarið með lágu launin: „Störf þeirra sem vinna láglaunastörf verði endur- metin með tilliti til launa” (bls. 28). I heild virkar jafnréttisáætlun þessi þannig að hún sé miðuð við konur, sem hafa aflað sér ákveð- innar menntunar, eru langskóla- gengnar eða faglærðar, og þurfa að komast í góðar og vel launaðar stöður. Því miður hefur líka sá þáttur í störfum Jafnréttisráðs, sem mest ber á, verið klögumáí vegna menntaðra kvenna sem hafa mátt þola það að karlmaður hafi verið ráðinn í starf sem þær höfðu augastað á. Ég man ekki til þess að hafa heyrt í ráðinu vegna skamms uppsagnarfrests fisk- verkakvenna, vegna réttinda- mála sveitakvenna, vegna er- lendra verkakvenna sem hafa verið sviknar um laun og lífeyris- sjóðsgreiðslur né um að nauðsyn- legt sé að aðstoða innfluttar kon- ur sem vegna ókunnugleika á ís- lensku þjóðfélagi hljóta oft að vera í verri réttarstöðu en aðrir. En kannski er það bara mis- minni. Til að draga dæmin saman má segja að þetta jafnréttisplagg miðist við jafnrétti sumra kvenna við suma karla. Hins vegar er eina leiðin til að koma á raunverulegu jafnrétti allra kvenna og allra karla sú, að hækka lægstu launin verulega þegar í stað, draga úr mun hæstu og lægstu launa og stefna þannig að launajöfnuði. Jón Torfason er íslenskufræðingur Sjúkir fangar og lyfjaneysla eftir Ólaf Ólafsson landlækni í fangelspm hér á landi er því miður vistað fólk sem vegna lé- legs heilsufars ætti heima á geð- sjúkrahúsum. Landlæknis- embættið o.fl. hefur freistað þess að opna augu manna fyrir því ófremdarástandi er ríkir í þessum málum (1,2,3,4,5). Um 25% fanga á Litla-Hrauni eru ýmist haldnir geðveiki á háu stigi, geð- truflun og/eða langvarandi fíkn. í fangelsi er meðferð á framan- greindum sjúkdómum og kvillum oftast aðeins orðið tómt, þar eð starfsfólk sem vissulega sinnir föngum eftir bestu getu, er ekki þjálfað í meðferð sjúkra. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn koma aðeins í stuttar heimsóknir og þess vegna verður lítið úr hefðbundinni geðlæknismeðferð þar. Lyfjagjafir verða því oftar en ekki þrautalendingin enda eru til lyf sem veita mönnum hjálp. Vissulega skal sparlega farið með þessi lyf en ef læknir á ekki ann- arra kosta völ þá ber honum að ávísa lyfjum. Annars bregst hann læknisskyldu sinni. Hér á eftir er tafla er sýnir gefið magn róandi lyfja (NOc+NOA á Litla- Hrauni og í 4 fangelsum í Skand- inavíu. nauðsynlcgt en svo langt má ekki ganga að menn líði miklar and- legar þjáningar vegna skorts á meðferð. f þessu máli dæma þeir best sem gjörþekkja til ástands í fangelsum og líðan fanga. Af framangreindri töflu má ráða að Lyfjaneysla í fangelsum > Fjöldi fanga Dagsskammtur á100 fanga Fangelsið Litla-Hrauni 55 30,9 Fangelsið Kalmar 45 131,9 Fangelsið Norrköping 36 53,3 Fangelsið Kumla 205 60,0 Fangelsið Hindeberg 85 96,6 I þessum löndum er geðsjúkt afbrotafólk þó ekki vistað í fang- elsum heldur ýmist á almennum geðsjúkrahúsum eða réttar- geðsjúkrahúsum. Lyfjaneysla í fangelsum er mikið vandamál enda meiri að vöxtum en utan veggja þeirra. Gott aðhald er læknar Litla-Hrauns ávísa lyfjum hóflega. Ég fagna því að blað yðar virð- ist vera komið í hóp okkar sem í áratug höfum óskað eftir rót- tækum breytingum á þessu á- standi. Því miður hefur lítið mið- að í rétta átt þar til nú á síðustu 1-2 árum. Enn virðist skorta herslumun þ.á m. fjármuni. Sýn- ist mér að heimatökin ættu að vera hæg hjá yður! Sjálfsagt verð- ur því svarað til að ríkissjóður sé „fátækur” en verið minnugur þess að „sértu þurfandi leitaðu þá til fátœklinganna. ” Heimildir: 1. Ó. Ólafsson, G.Jónsson, G. Þeng- ilsson. Forkönnun á félagslegum aðbúnaði, geðheilsu, lyfja- og vímuefnaneyslu 72ja fanga í Reykjavík 1979. Rit Landlæknisembættisins 1981. Vernd 1983. 2. Ó. Ólafsson. Um ósakhæft geð- sjúkt fólk á íslandi. Læknablaðið 1978. Vernd 1982. Morgunblaðið 1981. 3. Um vistun geðsjúkra fanga. Bréf til heilbrigðis- og dómsmálaráð- herra 1982, 1985. 4. Ó. Ólafsson. Brotlegir fíkniefna- neytendur - fangelsi eða meðferð. Morgunblaðið 1989. 5. Ó. Ölafsson. Geðsjúkir fangar - fangelsi eða meðferð. Morgun- blaðið 1989. Vernd 1989. Miðvikudagur 27. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.