Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 12
Matthías Þorvaldsson sálfræðinemi Ég borða egg og beikon á hverj- um morgni. Lúðvík Jónsson skrifstofumaður Ég borða jógúrt á morgnana og svo fær maður sér auðvitað brauð og mjólk og kaffisopa. "SPURNINGIN-" Hvaö boröar þú í morg- unmat? Ingibjörg Guðjónsdóttir röntgentæknir Ég fæ mér ekkert nema svart kaffi. Það er varla mjög óholt því ég borða hádegismat. Sæunn Guðmundardóttir nemi Stundum fæ ég mér epli eða aðra ávexti og stundum jafnvel ekki neitt. Síðan borða ég ekkert fyrr en seinni part dagsins. Jón Svan prentsmiðjustjóri Ég fæ mér kaffi og stundum brauð með því. Þjódviuinn Miðvikudagur 27. september 1989 163. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Vatnsveita Reykjavíkur Opið hús hjá Gvendi Vatnsveita Reykjavíkur á nú 80 ára afmœli og stendur fyrir opnu húsi til kynningar á starf- semi sinni Vatnsveita Reykjavíkur á 80 ára afmæli um þessar mundir og verður opið hús við dælustöðv- arnar í Heiðmörk um aðra helgi að því tilefni. Vatnsveitan tók til starfa 16. júní árið 1909 og var þá mesta mannvirki sem Islendingar höfðu lagt í frá landnámi. Þann 2. október sama ár var opnuð leiðsla frá Gvendarbrunnum og er mið- að við þá dagsetningu þegar af- mælið er nú haldið hátíðlegt. Hinir annáluðu Gvendar- brunnar voru aðal vatnsból Vatnsveitunnar frá upphafi allt fram yfir 1980 að nýju dælustöðv- arnar í Heiðmörk komust í rekst- ur. Frá 1966 hefur vatnsbólið við Bullaugu einnig verið í notkun og kom það að miklum notum á meðan verið var að undirbúa vatnsbólin í Heiðmörk á sjötta áratugnum. Brátt verður hætt að veita vatni þaðan. Að sögn Þórodds Th. Sigurðs- sonar vatnsveitustjóra sér veitan nú um 120 þúsund manns fyrir vatni í Reykjavík, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi og Mosfellsbæ. Vatnsveitan hefur í gegnum tíð- ina séð íbúum höfuðborgarsvæð- isins fyrir nægu magni af „besta vatni í heimi“ ef undanskilin eru nokkur mögur ár. Stríðsárin voru sérstaklega slæm, enda mikil fólksfjölgun á veitusvæðinu með tilkomu erlendra hermanna. Kostnaður við framkvæmdir veitunnarfrá 1961 hefur verið um 1200 miljónir króna. Sem dæmi um afkastagetu veitunnar fyrr og nú má nefna að afköst fyrstu virkjunarinnar voru 38,5 lítrar á sekúndu, eða 300 lítr- ar á íbúa á sólarhring (hún hefur þó varla verið nema 240 1/íb/shr. þarsem engin miðlun var í kerf- inu). Aðal æðin frá Gvendar- brunnum sem liggur í dreifi- og dælustöðina í Hraunbrún dælir hinsvegar um 900-1000 lítrum á sekúndu og gæti jafnvel annað um 1300 1/s. Þá er ráðgert að koma á fót nýju vatnsbóli sunnar í Heiðmörkinni, við Hafnarfjörð, og verður afkastageta Vatns- veitunnar þá enn meiri. í tilefni 80 ára afmælis veitunn- ar verður opið hús við Gvendar- brunna í Heiðmörk sunnudaginn 8. október. Vegna þrengsla á svæðinu og mengunar frá bifreið- um verður ekki hægt að taka á móti einkabílum. Vatnsveitan hefur því ráðgert að bjóða uppá strætisvagnaferðir allt frá Lækj- artorgi upp að Gvendarbrunna- húsi. Ekið verður á klukkutíma fresti frá 13.15 til 17.15. Strætis- vagninn stansar á Hlemmi 20 mínútur yfir heila tímann, við Grensás 28 mínútur yfir, Streng 32, Rofabæ 35 og við Rauðhóla 43 mínútur yfir heila tímann. -þóm „Besta vatn í heimi“ hefur runnið í gegnum síbatnandi dreifikerfi Vatnsveitu Reykjavíkur i 80 ár. Myndir-Jim Smart. í aðalsal Gvendarbrunnahúss: Þorvaldur Jónsson, Guðmundur Jónsson, Þóroddur Th. Sigurðs- son, Davíð Ólafsson, Páll Gisla- son og Helga Túliníus. Formaðurinn fær Þ° engin friðarverðlaun í ár, . . verðlaun? eða hvað?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.