Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR ASÍ Verðttyggingar krafist næst MiðstjórnASÍ átelur stjórnvöldfyrir að hafa ekki staðið við gefin loforð Miðstjórn Alþýðusambands íswlands samþykkti á fundi sín- um í gær að í væntanlegri samn- ingahrinu yrðu ekki gerðir neinir samningar án þess að verðtrygg- ing komi til I ályktun frá fundinum segir að veruleg kaupmáttarrýrnun hafi átt sér stað síðan samningar voru undirritaðir í maí sl. þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi lofað að tryggja kaupmáttinn. Átelur miðstjórnin stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki við gefin loforð. „Miðstjórn ASÍ hvetur til órofa samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar til sóknar til að vinna upp þá kaupmáttarrýrnun sem orðið hefur að undanförnu. Þá er og ljóst að væntanlegir kjarasamningar verða að skila meiri launajöfnuði í þjóðfélaginu og engir samningar verði gerðir án þess að verðtrygging komi til,“ segir svo orðrétt í lok ályktunar- innar. -Sáf Framtíðin Kynna Island erlendis Ráðgjafarnefnd um undirbún> ing sérstaks kynningarátaks ís- lands á sviði markaðsmála leggur til að átak verði gert til að skapa íslandi jákvæða ímynd erlendis með það markmið í huga að gera Island, og þar með íslenskar vörur og þjónustu, að samnefn- ara gæða, hreinleika og heilbrigðs lífs í hugum útlend- inga. í því skyni að efla ímynd lands- ins erlendis er stefnt að því að halda ráðstefnu um umhverfi- svernd hér á landi á næsta ári. Þá kemur einnig til greina að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir veitingu alþjóðlegra umhverfisverndar- verðlauna sem yrðu fullkomlega sambærileg við nóbelsverðlaunin hvað snertir verðlaunafé. -grh Þeir stúdentar við Háskólann á Akureyri sem fengu úthlutað húsnæði á stúd- entagörðum eru þegar farnir að flytja inn. Húsið verður þó ekki formlega tekið í notkun fyrr en á laugardag. í byggingunni eru 14 einstaklingsherbergi, fjögur parherbergi, fjórar tveggja herbergja íbúðir og tvær þriggja. Alls munu 32 stúdentar fá inni á görðunum. Mynd -rk. Akureyri Fyrstu stúdenta- garðamir í gagnið Stúdentagarðar vígðir um helgina. 32 stúdentarfá inni á görðunum. Haraldur Bessason rektor: Von- andi aðeins upphafið að öðru og meira Akureyri - Á laugardag verða formlega teknir í notkun stúd- entagarðar fyrir 32 nemendur við Háskólann á Akureyri, en til þessa hafa stúdentar hér ekki átt aðgang að öðru húsnæði en á al- mennum leigumarkaði. Að sögn Haraldar Bessasonar, rektors Háskólans á Akureyri, er um merkan áfanga að ræða í upp- byggingu skólans og vonandi að- eins upphafið að frekari upp- byggingu stúdentagarða. Framkvæmdaraðili að bygg- ingu garðanna er Félagsstofnun stúdenta. Að sögn formannsins Bókaþing er í dag Bókaþing Bókasambands ís- lands er haldið í dag að Hótel Loftleiðum en ekki á morgun eins og misritaðist í frétt í blaðinu í gær. Það hefst kl. 9 og er öllum opið og verður þar fjallað um bókasöfn, bókakaup, eflingu bókmenningar og skattlagningu á bækur. Sigurðar P. Sigmundssonar, hef- ur smíði hússins og frágangur gengið með undraverðum hætti. - Skóflustungan var tekin 5. maí í vor. Trúlega er um Akureyrar- met að ræða hvað byggingartíma áhrærir, sagði Sigurður, en að- eins á eftir að ganga frá lóð. Sigurður sagði að byggingin væri að 85 af hundraði fjárm- ögnuð úr verkamannabústaða- kerfinu. Þar á móti koma framlög frá sveitarfélögum á Norður- landi. Þar á meðal lagði Akur- eyrarbær til fimm miljónir. Sig- urður sagði að Félagsstofnun stú- denta ætti enn eftir að afla um 9 til 10 miljóna svo endar næðu sam- an, en byggingarkostnaður stendur nú í 80 miljónum króna. - Við erum þegar farnir að huga að næstu skrefum við frek- ari uppbyggingu stúdentagarða. Framhaldið ræðst vitanlega af því hvernig tekst að afla Háskólan- um fjármagns til frekari upp- byggingar. Það ætti að skýrast að nokkru á næstu dögum þegar fjárlög verða lögð fram, sagði Sigurður. -rk , Fyrirtíðaverkir Ihaldsdömunnar Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins hefst í Laugardalshöll í dag. Um eitt þúsund Sjálfstæðis- menn sitja fundinn sem að mikl- um hluta er skrautsýning. Hverj- um stjórnmálaflokki er aftur á móti nauðsynlegt að halda skrautsýningu sem þessa, til að styrkja sjálfsímynd flokksfélaga og um leið ímynd þeirra af flokknum. Menn ættu þess vegna ekki að gera lítið úr þessum þætti flokksstarfsins. En það er með sýningu af þessu tagi eins og aðrar sýningar, þær verða hjákátlegar ef leikararnir fara ekki nægilega sannfærandi með sín hlutverk og pínlegast er auðvitað þegar aðal- leikararnir klikka á rullunni. Þorsteinn Pálsson, núverandi formaður flokksins, tók við for- ystunni við kringumstæður sem að mörgu leyti voru erfiðar. Ýms- ir spáðu því að hann myndi ekki ráða við þetta hlutverk og sögðu að hann myndi stoppa stutt við í formannsembætti. Þá strax var Davíð Oddsson nefndur sem formannsefni og sömu spámenn sögðu að einmitt hann myndi setjast í formannsstól innan fárra ára. Ein ástæða þess að menn spáðu Þorsteini slæmu gengi sem for- manni var sá bakgrunnur sem hann hafði þegar hann tók við embættinu. Hann hafði verið for- maður Vinnuveitendasambands íslands og þekktur fvrir hægri- sinnaðar harðlínus' 5anir sem voru meira í ætt vic ..jálshyggju en þá borgaralegu stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði rekið og einkenndist að sáttatilraunum á milli ólíkra hópa innan flokks- ins. En frá því Þorsteinn varð for- maður 1983 hefur hann allur lin- ast í skoðunum og málflutningur hans hefur orðið almennari og meira í ætt við það sem hæfir for- manni í stellingum sáttasemjara. Það verður þó ekki sagt um Þorstein að hann hafi persónu- legt aðdráttarafl. Hann er frekar litlaus stjórnmálamaður og sópar lítið að honum, í samanburði við marga aðra stjórnmálaleiðtoga, og við hliðina á gulldrengnum Davíð er Þorsteinn náfölur. Klúður flokksins í síðustu ríkis- stjórn hefur af Sjálfstæðismönn- um og öðrum fyrst og fremst ver- ið eignað Þorsteini, hvort sem það er síðan alls kostar rétt. Sennilegra er að hann hafi átt í erfiðleikum með að ná sáttum innan flokksins um þá stefnu sem samstarfsflokkarnir vildu taka. Það verður þó að skrifast á einka- reikning Þorsteins, hvernig hann yfirgaf ríkisstjórnina. Hann hefði getað gert það með reisn en fór þess í stað út eins og sá sem ekki þykir í húsum hæfur. Þær raddir hafa verið háværar innan Sjálfstæðisflokksins að Da- víð yrði betri formaður en Þor- steinn og aðeins einum degi fyrir landsfund birtir Morgunblaðið fréttaskýringu á leiðaraopnu, þar sem þetta sjónarmið bergmálar hærra en nokkru sinni á síðum þess blaðs. Á blaðamannafundi í gær vildi Þorsteinn ekkert segja um þessa fréttaskýringu annað en það, að Morgunblaðið hefði full- an rétt á að birta þær fréttir og fréttaskýringar sem því sýndist. Hann vildi heldur ekki tjá sig á nokkurn hátt um aðra hugsan- lega frambjóðendur í formanns- og varaformannsembætti, það væri landsfundar að ákveða hverjir gegndu þessum embætt- um. Getgátur hafa verið uppi um það að Davíð sæktist eftir vara- formannsembættinu og jafnvel formannsembættinu á þessum landsfundi. Á blaðamannafund- inum vildi Þorsteinn ekki gefa Friðriki Sophussyni stuðningsyf- irlýsingu, sem vekur nokkra at- hygli þar sem Friðrik hefur opin- berlega gefið formanninum slíka yfirlýsingu. Svanur Kristjánsson, stjórn- málafræðingur sagði í samtali við Þjóðviljann að það væru margii innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu stokka upp forystu flokks- ins. Það væri engin smáræðis yfir- lýsing sem höfð væri eftir áhrifa- manni í Sjálfstæðisflokknum i Morgunblaðinu í gær, að Davíð væri framtíðarformannsefm flokksins. í því sambandi yrði að horfa til þess að Davíð og Þor- steinn væru jafn gamlir. Þessi yf- í BRENNIDEPLI irlýsing væri því mikil traustsyfir- lýsing til Davíðs. Staðreyndin væri líka sú að margir Sjálfstæðis- menn vildu fá Davíð inn í lands- málapólitíkina. Áhrifameiri landsfundur óvart ef Davíð fengi öllu lleiri at- kvæði en á síðasta landsfundi, þegar hann fékk 20% greiddra at- kvæða. í tímans rás hefur eðli lands- funda stjórnmálaflokkanna breyst. Svanur sagði að nú gæti flokksvélin eða einstakir forystu- menn flokkanna ekki gert það upp á bakvið tjöldin fyrirfram, hverjir ættu að gegna helstu valdastöðum. f því sambandi benti Svanur á sigur Ólafs Ragn- ars Grímssonar 1987, þegar hann hefði verið kosinn formaður þrátt fyrir andstöðu meginhluta þing- flokks Alþýðubandalagsins og margra forystumanna þess. Það væri engin spurning að samkom- ur eins og landsfundur hefðu nú meira að segja í þessum efnum en áður. Að mati Svans er staða Frið- riks innan flokksins mjög sterk og honum yrði ekki ýtt til hliðar þegjandi og hljóðalaust. Hann hefði það líka fram yfir formann- inn að hafa verið þingmaður lengur en hann og það að hafa gegnt formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna. Að mati Svans verður að hafa það í huga hvers konar samkoma landsfundur Sjálfstæðisflokksins er. Þetta væri mjög fjölmenn samkoma, eða um þúsund manns. Stórar samkomur sem þessar hlytu að lúta ákveðnum lögmálum, þar sem frammistaða manna í ræðustól og málflutning- ur þeirra skipti miklu máli. Hann minnti á landsfundinn 1983 þegar Þorsteinn, Friðrik og Birgir ís- leifur Gunarsson voru í framboði til formanns. Þá hefði það verið mat margra Sjálfstæðismanna að ræða sú sem Þorsteinn flutti, hefði borið af ræðum hinna. Fyrir fundinn hefði alls ekki verið gefið að Þorsteinn sigraði í formanns- kjöri, þar sem hann keppti ann- ars vegar við mann sem hefði gegnt embætti borgarstjóra og hins vegar við Friðrik sem var varaformaður fyrir. Ef Davíð hefði áhuga á því að verða formaður eða varaformað- ur flokksins, myndi hann haga ræðuflutningi sínum þannig á landsfundinum, að það færi ekk- ert á milli mála. Svanur sagðist hins vegar ekki reikna með að Davíð gæfi kost á sér í þetta skipti. Hann myndi engu að síður fá töluvert af atkvæðum í varafor- mannsembættið. En Svanur sagði að það myndi koma sér á Svanur Kristjánsson sagðist hins vegar ekki reikna með að Davíð gœfi kost á sér í þetta skipti. Hann myndi engu að síður fátöluvertaf atkvæðum í varafor- mannsembættið Alið á óvissu Davíð Oddsson hefur ekki reynt að eyða óvissu manna um það, hvort hann fari fram í formanns- eða varaformanns- kjöri eða ekki. Hann er heldur enginn nýgræðingur í stjórnmál- um og veit að öll umræða um hann sem mögulegan forystu- mann flokksins, styrkir hann pólitískt. Það er fleira sem bendir til þess að hann fari ekki fram en þess að hann geri það. Ef til stæði að skipta um menn á toppnum, væru ýmis teikn komin á loft um það nokkru áður, til að undirbúa flokksmenn fyrir skiptin. Jarðve- gurinn yrði einnig undirbúin fyrir virðulega brottför þess sem slá ætti af. En eins og Svanur bendir á, skiptir landsfundur meira máli í þessum efnum en áður. Þar sem kosning til formanns og varafor- manns er óbundinn, þ.e. allir landsfundarfulltrúar eru í raun í framboði, geta atkvæði dreifst mjög misjafnlega. Ef þau dreifast á marga aðila er hætt við að þeir Friðrik og Þorsteinn haldi sínum embættum með neyðarlega litl- um meirihluta. En ef þau dreifast á fáa en sterka aðila, geta úrslit orðið tvísýn. Formaður Sjálfstæðisflokksins er kosinn með sama hætti og páfi. Páfi er kosinn úr hópi allra kardi- nála og þegar kardinálarnir hafa komið sér saman um hver verður „papa“, er reykur látinn stíga upp af Vatikaninu því til staðfesting- ar. Þegar „reykurinn" rýkur upp úr Laugardalshöll á sunnudag bendir allt til þess að tilkynnt verði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignast „pabba“; þann sama og síðast og að varapabbinn verði einnig hinn sami. Fjaðrafokið í kring um Davíð hafi aðeins verið fyrirtíðaverkir, flokkurinn muni bera hann í móðurlífi sínu enn um sinn. -hmp Fimmtudagur 5. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.