Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 12
þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 5. október 1989 167. tölublað 54. órgangur Sýningarnefnd Nordia 91: Hálfdán Helgason, Þór Þorsteins, Þröstur Magnússon teiknari, Guðmundur Björnsson og Benedikt Antonsson. Frímerki 91 íma í tilefni norrœnnar frímerkjasýningar á 1991 SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 ■■SPURNINGIN— Teluröu aö Davíö Odds- son verði næsti formað- ur Sjálfstæðisflokksins? Fannar Sverrisson verslunarmaöur: Ég tel vera líkur á því og að hann geti gert það gott sem formaður. Aftur á móti virðist mér allt benda til að núverandi formaður gefi sætið ekki eftir baráttulaust. Þorfinnur Tryggvason sjómaður: Já ég tel vera sterkar líkur á því. Núverandi formaður hefur ekki staðið sig sem skyldi og því nauðsynlegt fyrir flokkinn að endumýja sína forystusveit. Hjörtur Gunnarsson tæknifræöingur: Ef ekki núna þá næst þar sem Davíð er búinn að vera lengi á leiðinni í formannsstólinn. Hann virðist falla vel í kramið hjá fólki. Hrönn Torfadóttir útgerðarstjóri: Ég vona að hann verði næsti for- maður flokksins. Davíð er góður maður og ég vona að hann muni stjórna flokknum vel því fólk treystir honum til starfans. Svava A. Ólafsdóttir nemi í FB: Já ég vona það. Hann er mjög hæfur til að gegna því embætti. Ég held að það sé þörf á nýjum formanni til að gera flokkinn sterkari. Dagur frímerkisins er næst- komandi mánudag. Af því tilefni gefur Póstur og sími út fyrstu smáörkina af þrem, sem Þröstur Magnússon teiknari hefur unnið upp úr Norðurlandakorti Olaví- usar frá 16. öld. Arkir þessar eru seldar á yfirverði til safnara til ágóða fyrir Frímerkja- og póstsögusjóðinn. Sjóðurinn var stofnaður 1986 og hefur það verk- efni að styrkja frímerkjasöfnun. Með aðstoð sjóðsins vinnur Landssamband íslenskra frímer- kjasafnara nú að undirbúningi norrænnar frímerkjasýningar, sem verður haldin hér á landi sumarið 1991 og verður sú um- fangsmesta sem hér hefur verið haldin. Frímerkjasýningin Nor- dia hefur verið haldin árlcga á Norðurlöndunum frá 1964. Arið 1991 mun hún fylla Laugardals- höllina í Reykjavík með úrvali frí- merkjasafna frá öllum Norður- löndunum. Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara og Póstur og sími kynntu í gær þetta sameiginlega frumkvæði, en Frímerkja- og póstsögusjóðurinn hefur styrkt Landssambandið með 11,5 milj- ón króna framlagi til þess að halda sýninguna Nordia 91. Þór Þorsteins, formaður sýn- ingarnefndar, sagði að tilgangur með sýningu sem þessari væri ekki síst sá að koma til móts við vaxandi áhuga ungs fólks á frí- merkjasöfnun. Auk þess hefðu íslensk frímerki umtalsvert land- kynningargildi, og væru um leið tekjustofn fyrir Póst og síma. Þór sagði að ísland hefði gott orð á sér fyrir frímerki, bæði hvað varðar myndval og gerð, en einn- ig skipti máli að útgáfa hér væri hófleg miðað við margar aðrar þjóðir, en það gerði söfnun frí- merkja héðan eftirsóknarverðari fyrir erlenda safnara. Hér á landi eru nú að sögn Þórs hátt í 500 félagsbundnir frímerkjasafnarar, þar af margir innan við tvítugt. Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri sagði að sala á frí- merkjum til safnara hefði numið um 50 miljónum króna á síðasta ári, og færi bróðurparturinn til erlendra safnara. r Ikvöld klukkan 21 hefjast tón- lcikar á 4 hæðum í Danshöll- inni, sem áður hét Þórskaffi. Fjöldi hljómsveita og tónlistar- manna kemur fram og ieikur tón- list úr allri flóru dægurtónlistar- innar þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tón- leikarnir eru haldnir í framhaldi af tónlistarþingi sem Félag tónlistar- og textahöfunda hélt um síðustu helgi. Á djasshæðinni leika Tómas R. Einarsson og félagar ásamt Birni Thoroddsen. Á þeirri hæð sem hýsir framsækna rokkið, Smáarkirnar sem Póstur og sími gefur nú út af þessu tilefni eru unnar upp úr elsta korti sem varðveitt er af Norðurlöndunum og Norðurhöfum. Það var prent- að í Feneyjum árið 1539 með tré- þrykki, og eru aðeins tvö ólituð frumeintök varðveitt í heiminum í dag. Höfundur kortsins, Olavs Magnus, var kaþólskur kirkju- höfðingi sænskrar ættar, sem dvaldi landflótta m.a. á Ítalíu eftir siðaskiptin. Auk landshátta lýsir kortið bæði þjóðháttum og dýralífi, einkum í hafinu, og sagði Þröstur Magnússon teiknari að kortið væri í raun merk heimild um það hvernig menn töldu heiminn líta út á þessum tíma. Á vekur athygli að hljómsveitin Sjálfsfróun hefur risið upp úr grö- finni og kemur fram í fyrsta skipti í mörg ár. Aðrar hljómsveitir á þessari hæð verða Dýrið gengur laust og Bootlegs. Á popp-, þjóðlaga- og vísnahæð verða Valgeir Guðjónsson, hljóm- sveitin íslandica, trúbadorinn Bergur Þórðarson og hljóm- sveitin Rósin. Á blúshæðinni koma síðan saman Gildran, Rokkabillíband Reykjavíkur og Tregasveitin. Markmiðið með þessum tón- leikum er að vekja athygli á þeirri íslandi gerir Olavs jöklum og eld- fjöllum skil, og sýnir einnig fjórar uppsprettur. Er ein heit, önnur köld, sú þriðja geymir öl og sú fjórða er baneitruð. í Þingeyjar- sýslum situr fiðlari og seiðir til sín með spilverki svani af hafinu. Hafið er fullt af hvölum og ófreskjum, en ísbirnir, fálkar, hrafnar og refir byggja landið auk búsmala og búandkarla. Á nokkrum stöðum er svo merkt Chaos, sem mun vera eins konar inngangur vítis. Er þess að vænta að útgáfa smáarka eftir þessu merka korti eigi eftir að verða eftirsóttur safngripur meðal frím- erkjasafnara. -ólg grósku sem nú er í tónlistarlífi borgarinnar. Allur ágóði af tónl- eikunum rennur til að byggja upp félagsaðstöðu tónlistarmanna við Vitastíg 3, þar sem þeir eiga fé- lagsheimili. Jóhann G. Jóhanns- son sem skipuleggur uppákom- una, segir að meiningin sé að starfrækja á fyrstu hæð þess húss tónlistarkrá í framtíðinni en á annarri hæðinni á að koma upp tónleikaaðstöðu. Félagsheimilið er síðan á þriðju hæðinni. Tónleikunum lýkur klukkan 01.00 og er aldurstakmark 18 ár. Aðgangseyrir er 800 krónur. -hmp Tónlist Tónleikar á fjómm hæðum Rokk, blús, djass, popp og þjóðlagatónlist í Danshöllinni í kvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.