Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 6
Palestínsk viðræðu- nefnd Egypska stiórnin hefur með sampykki Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO) útnefnt 12 menn í nefnd, er ætlast er til að ræði af Palestínumanna hálfu við fsra- ela, ef af viðræðum milli þeirra verður samkvæmt tillögum, sem Mubarak Egyptalandsforseti hef- ur lagt fram. Bandaríkjastjórn leggur nú að ísraelsstjórn að sam- þykkja viðræður við Palestínu- menn á grundvelli tillagna Mu- baraks. Af hinum 12 útnefndu eru 10 búsettir á Vesturbakka og í Gaza, en tveir í útlegð. 10 nefnd- armanna eru múslímar en tveir kristnir, annar þeirra Elias Freij, borgarstjóri í Betlehem. Allir eru þeir sagðir hlynntir Fatah, sam- tökum þeim innan PLO sem eru undir beinni stjórn Yassers Arafat. Deilt um Sýr- landsher Líbanskir þingmenn, sem nú sitja ráðstefnu í Taif í Saúdi- Arabíu í þeim tilgangi að binda enda á óöldina í landi sínu, hafa náð samkomulagi um að fram- vegis hafi kristnir og múslímar jafnmarga fulltrúa hvorir á Lí- banonsþingi, en frá 1943 hafa kristnir þingmenn þar verið 54 en íslamskir 45. Þingmennirnir eru einnig ásáttir um að afnema beri núgildandi kerfi um úthlutun op- inberra starfa samkvæmt kvóta- kerfi trúflokka, en deilt er um hversu fljótt það skuli gerast. Þá er áfram ágreiningur um veru Sýrlandshers í Líbanon. Kristnir menn vilja hann á brott sem fyrst, en múslímar segja að hann verði að vera um kyrrt enn um langt skeið „til að halda uppi reglu“. Belgískur gyðinga- leiðtogi myrtur Joseph Wybran, þekktur belg- ískur læknir og veraldlegur leið- togi gyðinga þarlendis, var skotinn til bana í fyrradag á bíl- astæði við Erasmusarsjúkrahús utan við Brussel, þar sem hann starfaði. Hann varð 49 ára að aldri. Engin vitni voru að morð- inu. Ekki er talið útilokað að það hafi verið framið af pólitískum ástæðum og að gyðingahatarar hafi verið þar að verki. Wybran hafði hjálpað til við að miðla mál- um í deilu gyðinga og kaþólikka út af nunnuklaustrinu á stæði út- rýmingarbúðanna í Auschwitz. Vilja ekki Tyrki í EB Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar á vegum dagblaðs í París eru 75 af hundraði Frakka meðmæltir því að Austurríki fái inngöngu í Evrópubandalagið, 67 af hundraði eru tilbúnir að bjóða Pólland velkomið í sama banda- lag og 60 af hundraði Ungverja- land. En aðeins 37 af hundraði aðspurðra lýstu sig fylgjandi því að Tyrklandi yrði hleypt inn í bandalagið og 48 af hundraði kváðust vera því mótfallnir. Tyrkir hafa á þriðja ár sótt fast að komast í Evrópubandalagið og benda í því sambandi á langvar- andi aðild sína að Nató og Evr- ópuráðinu sér til gildis. Eigi að síður hafa þeir fengið fremur dræmar undirtektir. ERLENDAR FRÉTTIR Panama Noriega hrósar sigri Misheppnaðar tilraunir Bandaríkjanna í tvö og hálft ár til að koma honum á kné hafa rýrt virðingu þeirra í Rómönsku Ameríku Stjórnarbyltingartilraun sú, er gerð var í Panama í fyrradag, mistókst herfilega og enn einu sinni hefur sá sleipi og óprúttni harðstjóri Manuel Antonio Nori- ega haft betur en allir hans óvinir. Allmargir liðsforingjar í panam- ska hernum stóðu fyrir upp- reisninni og höfðu um 1000 manns með sér. Þeir höfðu gert sér vonir um að herinn myndi í heilu lagi snúast í lið með þeim, en af því varð ekki. Ljóst er að mikill hluti hersins brá ekki trúnaði við foringja sinn á þessari örlagastundu. Barist var víða í Panamaborg í fimm klukkustundir og stóð úrslita- slagurinn við aðalbækistöðvar Noriega herstjóra, sem eru í að- eins rúmlega 700 metra fjarlægð frá mynni Panamaskurðar Kyrra- hafsmegin. Ekki hlaust þó af truflun á skipagöngum. Lauk þeirri viðureign svo að upp- reisnarseggirnir gáfust upp fyrir Noriega sjálfum, að sögn pan- amskra yfirvalda. Frést hafði að hann hefði særst, en greinilega gekk ekkert að honum er hann mætti í sjónvarpi að bardögum loknum. Var hann þá hressari og frakkari en nokkru sinni fyrr, kenndi Bandaríkjamönnum um allt saman og kvað þá stefna að því að rifta samningi þeim um að afhenda Panama full ráð yfir Pa- namaskurði í árslok 1999, sem Carter Bandaríkjaforseti gerði við Panamastjórn. í tilkynningu frá Panamastjórn er uppreisnar- mönnum lýst sem „litlum hópi ótryggra manna.“ Bush þvær hendur sínar Jafnskjótt og fréttist að upp- reisn væri hafin í Panana (og fyrstu fréttir af henni bentu til að hún hefði tekist) flýtti Bush Bandaríkjaforseti sér að lýsa því yfir, að Bandaríkin ættu engan þátt í þessu. En Noriega er ekki sá eini, sem grunar þau um græsku. í bandarískum blöðum er því haldið fram, að yfirmenn Bandaríkjahers í Panama hafi hvatt uppr-eisnarforingjana með því að gefa þeim til kynna, að þeir gætu reitt sig á bandaríska hjálp. Talsverðar líkur eru á að þetta sé ekki alveg úr lausu lofti gripið, því að frá því snemma árs 1987 hefur það að steypa Noriega ver- ið eitt aðaláhugamála húsbænda í Hvíta húsinu. Og þeir hafa í því efni ekki látið sitja við hugarfarið eitt. Frá því á s.l. ári hafa þeir reynt að koma Noriega á kné með efnahagsþvingunum. f júlí s.l. ár á Reagan forseti að hafa undirritað fyrirmæli til CIA, þess efnis að stofnunin æsti lýð Nori- ega upp gegn honum. En njósna- nefnd öldungadeildar stöðvaði þá fyrirætlan, þar eð líklegt þótti að þetta gæti leitt til þess að Nori- ega yrði drepinn. Bentu senator- arnir á, að Bandaríkjastjórn væri lögum samkvæmt óheimilt að eiga hlut að morðum. Pá er skrif- að í blöð að eitt af því fyrsta, sem Bush hafi gert eftir að hann tók við hafi verið að veita yfir 10 milj- ónir dollara til þess verkefnis að steypa Noriega. Reagan fjölgaði í herliði Bandaríkjanna í Panama og Bush slíkt hið sama, í því skyni að hræða Noriega. í mars s.l. ár gerðu hermenn nokkrir tilraun til að steypa honum, sennilega hvattir og studdir af Bandaríkja- mönnum, en þeir voru barðir nið- ur engu síður en þeir sem reyndu hið sama nú. Slæmur skálkur Enginn efast um að Noriega sé slæmur herforingjaskálkur af því tagi, sem saga Rómönsku Amer- íku er svo auðug af. Hann er tal- inn hafa grætt stórfé á að hjálpa kólombíska Medellínhringnum við að smygla kókafni til Banda- ríkjanna og flestir eru sammála um að hann hafi beitt grófu svindli í kosningum í maí s.l. til að hindra að andstæðingar hans kæmust til valda. Hann hefur ekki bara Bandaríkin í öllu sínu veldi á móti sér, heldur er hann og fordæmdur af flestum ríkjum álfunnar og mikill hluti Panama- manna sjálfra er honum andvíg- ur. Ekki fer hjá því að Bandaríkin hafi sett talsvert ofan í augum margra rómanskra ameríkana vegna þess hve illa þeim gengur að ráða niðurlögum þessa ómerkilega harðstjóra, valdhafa smáríkis með 2,5 miljónir íbúa. Hafa Bandaríkin þó í Panama 12.000 manna her, meira lið og miklu öflugra en panamski her- inn er. í herstöðvum Bandaríkja- manna þar er hlerunarútbúnaður svo ágætur, að þeir geta hlustað á hvert einasta símtal í landinu, ef þeir nenna þvf. Sundurtætt njósnanet Eigi að síður segja bandarískir sérfræðingar um njósnir að Bandaríkjamenn séu furðu illa að Í**-' f hn fj* Noriega - magnast eins og púki á fjósbita þeim mun meir sem Bandaríkin og aðrir hamast gegn honum. sér um gang mála í Panama. Njósnanet þeirra þar sé allt í tætl- um og þessvegna eigi Noriega hægt með ónýta öll brögð þeirra gegn sér. A því er gefin sú skýring, að köngulóin í þeim njósnavef hafi í mörg ár verið enginn annar en margumtalaður Noriega. Hann var sem sé framan af valdatíð sinni mikill vinur CIA og stofnun þessari innanhandar um margt, en vinslit urðu bæði út af kókaíninu og því að Noriega var einnig greiðasamur við sand- inista og Castro. Og það segir sig sjálft að Noriega, sem þekkti njósnanet Bandaríkjanna í Pan- ama frá fyrstu hendi, hefur átt auðvelt með að tæta það sundur eftir að stórveldið sagði upp vin- áttu við hann. Eftir nýafstaðna misheppnaða uppreisnartilraun hlakkar áreið- anlega í mörgum rómönskum ameríkönum, þar á meðal ófáum sem eru engir vinir Noriega, yfir því hve vel honum tekst til við að standa uppi í hárinu á Bandaríkj- unum. „Ef Bandaríkjastjórn get- ur ekki komið fram vilja sínum í Panama, hvar getur hún það þá?“ spyr bandarískur stjórnmála- fræðingur af þessu tilefni. Reuter/-dþ. Stríðshætta í Kákasus Stöðugt hitnar í kolunum milli Armena og Asera út af deilu þeirra um héraðið Fjalla-Karabak, sem hefur verið hluti af Sovét-Aserbædsjan síðan 1923 en er að mestu byggt Armenum. Tveir mánuðir eru síðan Aserar stöðvuðu alla aðflutninga yfir land sitt til Armeníu, með þeim afleiðingum að iðnaður í síðarnefnda landinu hefur lamast og matarskortur er þar mikill. Armenar fá að öllu eðlilegu mestan hluta varnings þess, sem þeir flytja inn, með járnbrautarlestum gegnum Aserbædsjan. Sovéska æðstaráðið samþykkti á þriðju- dag heimild til hersins um að taka yfir járnbrautir í Aserbædsjan til að opna þær aftur fyrir vöruflutningum til Armeníu. Alþýðufylkingin í Aserbædsjan, sem er mjög fjandsamleg Armenum, hefur hótað að koma af stað allsherjarverkfalli í landinu ef herinn grípi til þessara ráðstafana. Vígaferli íNatal 97 menn voru drepnir í suður- afríska fylkinu Natal í ágúst í vígaferlum milli Sameinuðu lýð- ræðisfylkingarinnar (UDF), sem er fjölmennust samtaka þeirra þarlendis er beita sér gegn apart- heid, og Inkatha, stjórnmálasam- taka Súlúa. Berjast samtök þessi um áhrif í borgarhlutum blökku- manna í fylkinu. Fullur fjand- skapur hefur verið með þeim frá því 1986 og síðan hafa yfir 2000 manns verið drepnir í illindum þeirra á milli. í júní og júlí s.l. stóðu yfir friðarumleitanir milli UDF og Inkatha og dró þá heldur úr manndrápunum, en átökin færðust aftur í aukana í ágúst er umleitanirnar höfðu farið út um þúfur. Talið er að yfir 90 manns hafi fallið í átökum þessum í s.l. mánuði. Eiturlyfja- dauði á Italíu Manndauði er meiri af völdum eiturlyfja á Ítalíu en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu, sam- kvæmt opinberri skýrslu þar- lendri. 791 maður dó þarlendis af ofneyslu eiturlyfja s.l. ár og búist er við enn fleiri dauðsföllum af þessari orsök í ár. Næstmestur var eiturlyfjadauðinn í Vestur- Evrópu s.l. ár í Vestur- Þýskalandi, þar sem 670 létust af völdum eiturlyfja, og í þriðja og fjórða sæti á þeim lista eru Spánn og Frakkland. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 5. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.