Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins í dag hefst í Laugardalshöllinni landsfundur Sjálfstæö- isflokksins. í langri samantekt um fundinn býst Morgun- blaöið viö því aö fundurinn hefjist meö lúðrablæstri. Sá blástur vísar þó ekki á fögnuö andans eöa samstillta hugsjónastrengi - ef marka má þessa sömu greinargerð Morgunblaðsins. Varla einu sinni á ánægju yfir því aö flokkurinn skuli þessa dagana koma fremur vel út í skoö- anakönnunum. Blátt áfram vegna þess, aö Sjálfstæðisflokkurinn er mjög sundruö hjörö um þessar mundir. Þegar skoöuö eru „þeirra eigin orö“ í Morgunblaðinu um flokkinn og forystu hans, liggur beinast viö aö draga þá ályktun af öllu saman að Sjálfstæöismenn séu ekki sammála um neitt þaö sem máli skiptir annað en það, aö sú stjórn sem nú situr sé hin versta stjórn. í upphafi þeirrar samantektar Morgunblaösins sem hér er vitnað til er þaö rifjað upp sem fram hefur komið með ýmsum hætti aö undanförnu „aö helstu átakamál þessa landsfundar veröa um framtíðarstefnu flokksins í fisk- veiöum og landbúnaði. Jafnframt er búist viö aö kjör- dæmamálið og önnur ágreiningsmál þéttbýlis og dreif- býlis eigi eftir aö koma upp á yfirboröiö". Hér er satt að segja ekki um smágeira af pólitískum viöfangsefnum þjóöarinnar að ræöa. Og þaö væri synd aö segja að Sjálfstæðisflokkurinn heföi um þau skýr svör: reynsla af fyrri landsfundum minnir á sterka tilhneigingu í flokknum til aö gera slík mannamót aö skrautsýningu og sópa undir teppiötil dæmis þeim beiska ágreiningi sem erí raun uppi milli Reykjavíkurdeildar og landsbyggðararms flokksins. Og ekki bólar á neinni samstööu innan þessa stóra flokks um grundvallaratriöi eins og þau, hvernig haga beri stjórn fiskveiða - þar æpir hver á annan í ráðleysi og hagsmunareiptogi. Þaö er líka dæmigert aö í langri samantekt Morgun-' blaösins um landsfundinn er hlaupið snarlega frá pólitísk- um ágreiningsefnum og mestallt plássið lagt undir vanga- veltur um forystukreppu í flokknum. Þar ægir mörgu sam- an, en heildarmyndin sýnist vera á þessa leið: Flokkurinn varð fyrir skakkaföllum viö myndun Borgaraflokks og svo þegar stjórn Þorsteins Pálssonar splundraöist í ráðleysi - og nú eru uppi sterkar kröfur um aö flokksforystan veröi að taka á sig nokkurn skell fyrir sína framgöngu. Þaö er, segir blaöiö, aö dómi margra, „hiö versta mál“ ef bæöi formaöur og varaformaður veröa endurkjörnir. Réttlátt væri kannski aö fórna formanninum, en þar á móti kemur aö „sálin í Sjálfstæöisflokknum er svo foringjaholl að ekki yröi ráöist í formannaniðurskurð á landsfundi í blóra viö vilja formanns" - eins og þar stendur. Því er látið aö því liggja að Þorsteinn fái að sitja áfram, en Friðrik Sophus- syni verði fórnaö, tiltölulega saklausum, vegna þess „að stjórnmál eru nú einu sinni jDannig'1. Og þá kemur aö rúsínunni í vangaveltupylsunni: kann- ski veröur Davíö Oddsson kosinn varaformaöur, hvort sem hann vill eða ekki. Vegna þess aö hann sé hinn sterki og litríki maður sem geti haldiö utan um tvístraö lið: hann hljóti aö vera framtíðarlausnin á forystukreppunni. Og þó snúast menn í hringi kringum þá hugmynd líka: einhverjir hafa, segir Morgunblaöið, áhyggjur af því aö Davíð borg- arstjóri sé „ekki ávallt í hópi hæverskustu og hógværustu stjórnmálamanna"! - og einmitt þess vegna geti hann ekki orðið sá mikli sáttasemjari sem flokksforinginn þurfi aö vera. Með öörum orðum: Morgunblaöiö segir okkur meö þessari túlkun að á landsfundinum verði tekist á um menn. Og þó geti verið að menn hætti viö þaö - rétt eins og það getur verið að landsfundarmenn gefist upp viö aö mótasér stefnu í stórmálum. Eöaeins og blaöiö aö lokum segir: „Engu skal hér spáö um það hvort landsfundarfull- trúum tekst að ná sáttum um þau mál sem helst viröast skilja á milli dreifbýlis og þéttbýlis, þ.e. hver framtíöar- stefnan eigi aö vera í sjávarútvegs- og landbúnaðarmál- um, en þaö eru mjög skiptar skoöanir, hvort þaö tekst og raunar miklar efasemdir einnig." Eru menn nokkru nær? KLIPPT OG SKORIÐ Sögulok Þær miklu umbætur, sem nú eru að verða í Sovétríkjunum undir stjórn Gorbatsjovs og teygja sig þar sem víðast svo að hriktir í öllum stoðum ríkisins, boða ennþá meira en tímamót í þeim heimshluta og nýj ar horfur í alþjóðamálum. Það sem nú er á dagskrá er hvorki meira né minna en „endalok sögunnar“: mann- kynssögunni er sem sé að ljúka með sigri Vesturlanda og út- breiðslu vestrænnar menningar og hugsunar um alla heimsbyggð- ina. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði Hegel rétt fyrir sér: mannkynssagan stefndi að ákveðnum sögulokum, þau voru bara ekki eftir bardagann við Jena 1806, eins og hann hélt, heldur á því herrans ári 1989. Þannig er í stuttu máli kenning sem Francis nokkur Fukuyama, Bandaríkjamaður af japönskum ættum og yfirmaður í áætlana- deild utanríkisráðuneytisins, hef- ur nýlega boðað með þeim ár- angri að varla er um annað talað í vissum hópum í Washington og „endalok sögunnar" er orðið að e.k. tískuhugtaki þar um slóðir. Um leið og Fukuyama setti þessa kenningu fram í langri grein í tímaritinu „National Interest“ komst hún á allra varir, heftið var rifið út, önnur tímarit skrifuðu um málið, og þegar hafa verið boðaðar þýðingar á greininni á hollensku, frönsku, ítölsku og japönsku. Þótt ekki hafi verið lýst yfir neinum opinberum stuðningi við kenninguna, hafa fréttaskýrendur það fyrir satt, að hún hafi mikinn hljómgrunn meðal yfirmanna í utanríkisráð- uneytinu. Er henni að þessu leyti jafnvel líkt við kenninguna um að „halda kommúnismanum í skefjum" á sínum tíma, en hún mótaði stefnu Bandaríkjamanna í áratugi. Endanlegt þjóðfélagskerfi Samkvæmt kenningunni um „endalok sögunnar“, eins og Hegel setti hana fram og aðrir tóku hana upp eftir honum, hafði mannkynið alltaf stefnt í þá átt að finna einhverja lausn á þeim vandamálum og mótsögnum þjóðfélagsins sem ollu styrjöld- um, upplausn og ólgu, og þeirri leit hlaut að Ijúka með sigri ein- hvers endanlegs og „vísindalegs“ þjóðfélagskerfis, sem væri í fullu samræmi við skynsemi mannsins. Á unga aldri áleit Hegel, að grundvöllur þessa fullkomna þjóðfélagskerfis myndi vera hug- sjónir frönsku byltingarinnar um frelsi og jafnrétti, og hefðu þær í rauninni borið sigur úr býtum í baráttunni við einræði og ófrelsi í bardaganum við Jena. Síðar leit hann svo á að prússneska þjóðfé- lagskerfið eftir byltingartímann væri hápunktur þróunarinnar. Karl Marx, sem tók hugmyndina um „endalok sögunnar“ upp eftir Hegel og stuðlaði meir en nokkur annar að því að útbreiða hana, spáði þessum endalokum í ná- lægri framtíð: franska byltingin hefði verið eitt þrep í áttina og síðan myndi öreigabylting fullkomna verk hennar. En bæði Hegel og Marx voru þeirrar skoð- unar, að þegar mannkynssagan hefði náð sínum endapunkti í þessu fullkomna og endanlega þjóðfélagskerfi, myndu allar styrjaldir og deilur leggjast niður, sagnaritarar hefðu ekki lengur neitt að skrifa um, - sögunni væri lokið. í grein sinni tekur Fukuyama upp hugmyndina um „endalok sögunnar" eins og Hegel setti hana fram, og vitnar í þá kenn- ingu fransk-rússneska heimspek- ingsins Alexandre Kojeve, að hún hafi í grundvallaratriðum verið rétt: á tímum orrustunnar við Jena sigruðu hugsjónir frönsku byltingarinnar í „fram- varðasveit“ mannkynsins, og þótt einvaldskonungdæmi væri endurreist í Frakklandi, var þráð- urinn tekinn upp aftur. Rúmum hundrað og áttatíu árum síðar er svo komið, álítur Fukuyama, að „hugmyndalegri þróun“ mann- kynsins er lokið: eftir að hafa sigrað marxismann með e.k. „knock out“ er vestrænt lýðræði, sem byggir á hugsjónum bylting- arinnar, að breiðast út sem end- anlegt stjórnarform mannkyns- ins. Þetta kemur ekki aðeins fram í þeirri snöggu stjórn málaþróun sem er að verða í Pól landi, Ungverjalandi, Litháen og víðar, heldur einnig í óstöðv - andi útbreiðslu vestrænnar neyslumenningar, - í vídeotækj- um og litasjónvarpi í Kína, rokk - tónlist í Prag, Rangún og Teher- an, og tónlist Beethovens í há - tölurum í stórverslunum í Japan. „Á bolakafi í sögunni“ Fukuyama viðurkennir að sjálfsögðu, að því fari víðs fjarri að vestrænt lýðræði hafi sigrað um allan heim: „þriðji heimurinn er enn á bólakafi í sögunni". En þegar litið er á útbreiðslu vest- ræns lýðræðis og vestrænnar menningar sé það ekkert megin- atriði lengur, þótt sprengjur dynji á Líbönum og allt sé að fara í bál og brand í Kólumbíu: „Það skiptir litlu máli þótt íbúar Burk- ina Fasso eða Albaníu fái undar- legar hugdettur, því það eina sem okkur snertir er sameiginlegur hugmyndaarfur mannkynsins,“ segir Fukuyama. En þótt þessum „smáatriðum" sé sleppt er hann ekki sérlega bjartsýnn, og hann telur ekki að „endalok sögunnar“ boðb það að einhver jarðnesk paradís sé í nánd. Þvert á móti lítur hann svo á, að þessi „enda- lok“ séu heldur dapurleg stund: í stað deilna um hugmyndakerfi og þjóðskipulag, sem kröfðust hug- rekkis og ímyndunarafls, kemur ekki annað en sífelldur efnahags- útreikningur og vinna við að leysa einhver tæknileg vandamál. Og lífið hefur ekki annan tilgang en þann að fullnægja sífellt flókn- ari neyslukröfum... En hvaða afleiðing gæti þessi kenning haft á t.d. utanríkis- stefnu Bandaríkjamanna? í marga áratugi hafa þeir skipt sér af málefnum og atburðum hingað og þangað um heimskringluna í því skyni að „halda kommúnism- anum í skefjum“. Ef það er nú satt að kalda stríðinu sé lokið með endanlegum sigri þeirra, er ekki annað eftir fyrir þá en draga sig út úr bardaga sem kemur þeim ekki við, og láta t.d. Líbana og Afgani eiga sig. Þótt þessi kenning virðist vera í góðu samræmi við þann anda sem ríkir meðal margra úr hópi bandarískra valdamanna, hefur hún líka sætt harðri gagnrýni. Menn benda t.d. á það að lítið yrði nú eftir af kenningunni um „endalok sögunnar“ ef rússneskir skriðdrekar færu að rúlla í áttina til Litháens eða birt yrði stuttorð tilkynning í Kreml um að Gorbat- sjov hefði dregið sig í hlé af heilsufarsástæðum. Og reyndar þarf ekki svo mikið til þess að nauðsynlegt reynist að endur- skoða kenninguna allverulega. „Njótum nú endaloka sögunnar meðan enn er tími,“ sagði banda- rískur fréttaskýrandi í háði. En þetta er þó ekki allt og sumt. Þeg- ar kenningin um „endalok sög- unnar“ var bitbein marxista og andstæðinga þeirra, vefengdu hinir síðarnefndu það með marg- víslegum rökum, að sagan hefði yfirleitt nokkra ákveðna stefnu eða tilgang, af því tagi sem Hegel og fylgismenn hans álitu. Og þeir drógu líka í efa þá hugmynd um eðli sögunnar og atburðanna, sem kenningarnar um tilgang byggðust á. Hætt er við því að hugmyndir Fukuyama stæðust illa gagnrýni af þessu tagi. e.m.j. þJÓÐVILJINN Síöumúla 6'108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, símar: 68 13 33&68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Yerðílausasölu:90kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.