Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 2
Suðureyri Ljósglæta á lausn Fiskiðjan Freyja stendur nú I úrslitatilraun um áframhaldandi rekstur. Greiðslustöðvun fyrir- tækisins rann út um síðustu helgi og yfirvofandi er innsiglunarað- gerð sýslumanns ísafjarðarsýslu. Heimamenn hafa gert áætlun um hvernig taka má á skulda- stöðu fyrirtækisins og er sveitafé- lagið inni í því dæmi ásamt fleiri aðilum. Þannig kæmu frá Suður- eyri við mögulega uppstokkun fyrirtækisins um 40 milljónir nýj- ar inn í reksturinn, annað eignar- hald er háð sameiningu Freyju við annað fyrirtæki og hugsan- lega þátttöku hlutafjársjóðs í lausn vandans. Oddviti Suður- eyrarhrepps Sveinbjörn Jónsson segir að nú sé verið að bera björg- unaráætlunina undir helstu lánar- drottna og að vænta megi þess að línurnar skýrist seinna í þessari viku. fmg Bækur Handbók sjómanna Stjórn ogsigling skipa verulega endur- bœtt Bókin Siglingareglur - Stjórn og sigling skipa, eftir Guðjón Ar- mann Eyjólfsson, er nú komin út í verulega breyttri útgáfu. Bókin kom fyrst út árið 1982 en hefur verið endurskrifuð að mestu leyti og miklu bætt við. „Bókin er byggð á þeirri fyrri en verulega endurbætt. Ég til- einka hana sjómönnum og er hún ákaflega nauðsynleg handbók fyrir þá, auk þess sem hún er mjög nytsamleg til kennslu. Mér þykir sérstaklega vel hafa tekist til með útgáfu bókarinnar og öll kort og teikningar gera siglinga- reglur mun auðveldari,“ sagði Guðjón í gær. FRETTIR Framsóknarflokkurinn Maddaman stokkar upp Nefnd á vegum þingflokks leggur tilfrjáls kaup á gjaldeyri. Gjaldeyrismarkaður undir lögmálum framboðs og eftirspurnar. Erlend lán án ríkisábyrgða. Búvöruframleiðsla miðist við byggðarlög Verðbólga, röng gengisskrán- ing, okurvextir og óarðbær fjárfesting ásamt miklum halla á ríkissjóði, hafa skekkt svo undir- stöður atvinnulífsins að róttækra aðgerða er þörf“, segir í inngangi að tillögum þingflokksncfndar Framsóknarflokksins um efna- hags-, atvinnu- og byggðamál. Meðal þess sem nefndin leggur til er að almenningi og fvrirtækjum verði heimiluð frjáls kaup á gjaldeyri, þannig að allir geti keypt gjaldeyri og lagt inn á gjald- eyrisreikninga í íslenskum bönkum án takmarkana og verð á Ráðgert er að bókin komi út á dönsku og færeysku til kennslu í þarlendum skólum og í Græn- landi. Jafn nákvæmarogítarlegar handbækur er ekki að finna í gjaldeyri ráðist af framboði og eftirspurn á sérstökum gjald- eyrismarkaði. Fyrirtækjum og einstaklingum verði einnig heimilað að taka erlend lán án afskipta ríkisins og þá án ríkis- ábyrgðar. í megindráttum eru tillögur nefndarinnar þær að vísitölu- bindingar verði afnumdar og verðtrygging krónunnar við vísi- tölur bönnuð, Seðlabanka verði gert skylt að skrá gengi þannig að jafnvægi ríki í framboði og eftir- spurn eftir erlendum gjaldmiðl- þessum löndum, enda spannar hún yfir hvers konar siglingaregl- ur á alþjóðavettvangi. Bókin er um 400 síður auk margra nytsam- legra korta, en jafnhliða henni um, frjáls kaupmeð gjaldeyri, er- lend lán heimiluð án ríkisábyrgð- ar, íslendingum verði gert kleift að kaupa verðbréf og fasteignir erlendis innan vissra marka, er- lendum aöilum verði heimilað að fara með fjármuni úr landi og yfirfæra íslenskar krónur í gjald- eyri, erlendir aðilar geti ekki eignast auðlindir landsins, sett verði lög um starfsemi erlendra fjármögnunarfyrirtækja, engar ríkisábyrgðir verði veittar á er- lend lán án heimildar Alþingis og fyrirtækjum verði auðveldað að auka eigið fé sitt. hefur verið gefin út fylgibókin AljDjóðasiglingareglur. Stjórn og sigling skipa kostar 6950 krónur cn saman kosta bækurnar 7450 krónur. -þóm Til að auðvelda aukningu eigin fjár verði skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa hækkaður, út- greiðsla arðs verði frádráttarbær sem og tap af hlutafé, stimpil- gjöld lækkuð úr 2% í 0,5% og lífeyrissjóðum verði heimilað að verja ákveðnu hlutfalli eigna til hlutabréfakaupa í atvinnurekstri Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn nær óslitið í 18 ár. Aðspurðir sögðu Guðmundur G. Þórarinsson og Stefán Guð- mundsson þingmenn flokksins, að ekkert af þessum stefnumál- um væru til sölu í stjórnarmynd- unarviðræðum framtíðarinnar. Ólafur Þ. Þórðarson sagði tillög- urnar vera árás á þá ákvörðun að menn gætu haldið föstu gengi. Leikreglum gengisskráningar verði að breyta. Með heimildum um frjáls gjaldeyriskaup verði Seðlabankinn að taka tillit til eftirspurnar eftir gjaldeyri við á- kvarðanir á skráningu gengis. í sjávarútvegsmálum leggur nefndin ma. til að tafarlaust verði settar reglur um útflutning á óunnum fiski og er það í samræmi við boðun forsætisráðherra í stefnuræðu á lögum þar að lút- andi. Koma eigi í veg fyrir að ís- lendingar verði aðeins veiðiþjóð og krafa verði gerð um fullnýtingu alls sjávarfangs. í byggðamálum leggur nefndin ma. til að Byggðastofnun fái aukin framlög, en verði ekki bundin til að lána ákveðið hlutfall í ákveðin verkefni, heldur verði mið tekið af aðstæðum hverju sinni. Þá verði stjórnsýslustöðv- um komið upp í öllum kjördæm- um og margvísleg opinber þjón- ustustarfsemi flutt út í byggðir landsins. -hmp Aðstandendur bókarinnar við kynningu hennar: Eygló Guðmundsdóttir frá ísafold, Guðjón Ármann Eyjólfsson höfundur og Birgir H. Birgisson sem mun sjá um frekari kynningu hennar. Mynd: Jim Smart. Arnfríður Guðjónsdóttir tekur við ferðavinningnum af Gísla Jónat- anssyni kaupfélagsstjóra á Fáskrúðsfirði. Samkortaverðlaun Arnfríður Guðjónsdóttir Borgarstíg 2, Fáskrúðsfirði vann helgarferð fyrir tvo til London fyrir að taka þátt í útbreiðsluátaki Samkorta hf. Það var í ágúst sl. að Samkort leitaði til korthafa sinna um aðstoð við útbreiðsluátak. Margir korthafar tóku virkan þátt og stuðluðu þannig að eflingu kortsins. Síðan var dregið úr þátttakendum og reyndist Arnfríður sú heppna. Fjögurra ára fangelsi Tveir menn, Ingi Sörensen, 45 ára, og Helgi Bernharðsson Helgason, 33 ára, voru dæmdir fyrir notkun og dreifingu á kóka- íni á mánudag. Ingi var dæmdur í fögurra ára fangelsi, sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp hér á landi í fíkniefna- máli, og Helgi var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þriðji mað- urinn hlaut einnig dóm fyrir að hafa neytt kókaínsins og hljóðaði hann upp á 70 þúsund króna sekt. Kókaínið sem um ræðir var 220 grömm. Það var Ásgeir Friðjóns- son sakadómari í ávana- og fíkni- efnamálum sem kvað upp dóm- inn. Ingi tók sér frest til að áfrýja dómnum en hinir tveir undu nið- urstöðunni. Nefnd um fæðingarorlof Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um hvernig unnt sé að tryggja það að konur, hvar sem þær eru í starfi, njóti jafnréttis hvað varðar fæð- ingarorlof. Nefnd þessi er skipuð í framhaldi kjarasamninganna sl. vor en þá ákvað ríkisstjórnin að fæðingarorlofsmálin yrðu tekin til athugunar. Það er Trygging- astofnun ríkisins, Alþýðusam- band íslands, Vinnuveitenda- samband íslands, þingflokkar stjórnarflokkanna, Samband ís- lenskra bankamanna og samn- inganefndar bankanna sem skipa í nefndina. Dögg Pálsdóttir deildarstjóri er formaðurt nefnd- arinnar. Kaupmenn um virðisauka Kaupmannasamtök fslands halda almennan félagsfund að Hótel Loftleiðum í kvöld kl. 20.30 og verður fjallað um virðis- aukaskattinn á fundinum Fram- sögumenn verða Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Friðrik Sophusson alþingismað- ur. Auk þess munu sérfræðingar ríkisskattstjóra mæta á fundinn og skýra eðli og framkvæmd virð- isaukaskattsíns. BHMR mótmælir skerðingu Á fundi launamálaráðs BHMR fyrir viku var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega til- lögum í fjárlagafrumvarpinu um 500 miljón króna skerðingu á lög- bundnu framlagi til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. f ályktun- inni segir að skerðingin sé kynnt sem frestun á lögbundnu framlagi ríkisins til lífeyrissjóðsins og að takmarkið virðist vera að skapa sjónhverfingu um greiðslustöðu ríkissjóðs með því að ganga í líf- eyrissjóðinn. Alþingi er hvatt til þess að fara ekki inn á þá braut að falsa greiðslustöðu ríkisins og stjórnvöld eru vöruð við að freista þess að stefna lífeyrissjóð- inum í greiðsluþrot til að knýja síðar fram stórkostlega rýrnun á loforðum um lífeyrisréttindi til handa starfsmönnum. „Félags- menn BHMR munu svara slíkri árás af fullum þunga,“ segir orð- rétt í niðurlagi ályktunarinnar. Héraðsnefnd Snæfellinga f.v.: Guðmundur Albertsson, Gunnar Már Kristófersson, Sturla Böðvarsson, Guðbjartur Gunnarsson, Kristján Guðmundsson og Stefán Jóhann Sigurðsson. Héraðsnefnd Snæfellinga stofnuð f lok september var haldinn stofnfundur Héraðsnefndar Snæfellinga, en hún tekur við verkefnum, eignum og skuldum sýslunefndarinnar. Öll sveitarfélög í Snæfells- og Hnappadalssýslu voru stofnaðilar. Sveitarfélögin gerðu sérstakt samkomulag um meðferð eigna sýslunn- ar. Rekstur byggðasafnsins verður helsta sameiginlega verkefni hér- aðsnefndar en mörg önnur mál koma inn á verksvið nefndarinnar, má þar nefna samgöngumál, skóla- og félagsmál, almannavarnir og örygg- ismál, svæðaskipulag og byggðaáætlanir, heilbrigðismál auk ýmissa annarra. Formaður Héraðsnefndarinnar var kjörinn Sturla Böðvars- son bæjarstjóri í Stykkishólmi. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 25. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.