Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 12
"■SPURNINGIN- Fylgdist þú meö umræö- um um stefnuræðu for- sætisráöherra á mánu- dagskvöld? Sigríður Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ég heyrði ekki sjálfa ræðuna en fylgdist með umræöunum á eftir. Mér fannst gaman að fylgjast með þessu og þá sérstaklega ræðu Friðriks Sophussonar og ræðu Jóns Sigurðssonar sem er alltaf jafn málefnalegur og traustvekjandi. Ingveldur Bjarnadóttir, póstafgreiðslumaður Nei, ég fylgdist ekkert með þessu og hef ekki áhuga á því. Aldís Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur Nei, ég gerðkþað ekki að þessu sinni. Eg fór í bfó. Þórhallur Guðmundsson, nemi Nei, það gerði ég ekki. Ég fylgist sjaldan með svona löguðu. Alfreð Friðgeirsson, gæslumaður Ég fylgdist örlítið með þessu í Sjónvarpinu og fannst frekar slappt. Þetta eru endalausar endurtekningar og er kominn tími til að breyta til. þJÓÐVIUINN Miðvikudagur 25. október 1989 179. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Sýningin er í anddyri Borgar- spítalans, en þessi skúlptúr er utan dyra. Myndlist Afmæli og eyðni Myndlista- og handíðaskólinn heldur nemendasýningar vegna fimmtíu ára afmœlis í vetur Myndlista- og handíðaskóli ís- lands á fimmtíu ára starfsaf- maeli á þessum vetri. Af því tilefni heldur skólinn sýningu á verkum nemenda í anddyri Borgarspítal- ans, en verkefnið er unnið í sam- vinnu við landlæknisembættið og hefur eyðnisjúkdóminn sem þema. „Átta vikna lotu lauk með þessu verkefni og er önnur lota nú að hefjast. Það voru fyrsta árs nemar í málun og nemendur á öðru ári í skúlptúr sem unnu verkefnin eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra um sjúkdóminn. Þau voru nokkuð upptekin af dauða og eyðingu, en unnu líka út frá voninni. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að eyða for- dómum og auka umburðarlyndi fólks gagnvart þeim sem sýkjast af eyðni,“ sagði Edda Óskars- dóttir staðgengill skólastjóra um sýninguna. Edda sagði næsta verkefni verða unnið í samvinnu við Þjóð- kirkjuna og munu nemar í textfl- keramik- og grafíkdeild vinna að því. Þriðja verkefnið í tilefni afmælisins verður svo unnið með Náttúruverndarráði. Sigurður Þorkelsson er einn þeirra sem á málverk á sýning- unni og er jafnframt aldursforseti þeirra: „Þetta var auðvitað ákaf- lega gott tækifæri sem við fengum með þessari sýningu og vil ég þakka skólanum fyrir það. Sjúk- dómurinn var kynntur rækilega fyrir okkur og þá sérstaklega veiran sjálf. Hún er nauðaó- merkileg og nánast allt vitað um hana en hún fer í felur þegar leitað er að henni. Við fengum síðan alveg frjálsar hendur með úrvinnslu úr þessari vitneskju og urðu verkin því mjög ólík. Td. finnst mér allt of rnikil áhersla lögð á smokkinn sem bjargvætt og lagði ég áherslu á að skyggnast dýpra í vandamálið.'1 Einn þeirra sem eiga skúlptúr á sýningunni er Finnur Árnar. Hann sagði vinnutilhögun hafa verið mjög góða þar sem nemar hafa algjört tjáningarfrelsi um verkefnaval og úrvinnslu. „Skúl- ptúrinn fór jafnvel enn meira út fyrir efnið og vann ég minn í steinsteypu. Eg gerði útskorinn kisti - lár - og setti timburmótið inn í kistilinn. Þannig vildi ég ná fram ákveðnu tímaferli þannig að það sem áður var utan um fór inn. Þetta verkefni var talsvert ólíkt því sem ég hef áður unnið að. í fyrra fékk ég mikinn áhuga á út- skurði og stúderaði hann á bóka- safni. Það nýttist mér nú og það sem ég gerði tengist einnig fornri menningu okkar,“ sagði Finnur Arnar. Kennarar fyrir þessa sýningu voru Kristinn Hrafnsson í skúlp- túr og Svanborg Matthíasdóttir í málun. Um 220 nernar eru nú á sjö mismunandi sviðum í dag- skóla Myndlista- og handíða- skólans. Allir nemendur fara í eins árs fornám en síðan er hægt að velja um málun, skúlptúr, grafík, fjöltæknideild, textfl, ker- amik og grafíska hönnun sem áður var kallað auglýsingadeild. „Skólinn er nú á framhalds- skólastigi þótt flestir nemend- anna hafi lokið framhaldsskóla. Námið er miklu fremur á há- skólastigi og verður skólinn í væntanlegum Listaháskóla ís- lands,“ sagði Edda Óskarsdóttir ennfremur um námið. Meðalald- ur nemenda er um 26 ár, en Sig- urður Þorkelsson er talsvert eldri en aðrir nemendur: „Ég hóf nám í skólanum sem unglingur fyrir 48 árum. Ég hætti fljótlega og fór að læra skipasmíði. Eftir að við hjónin höfðum komið upp okkar börnum fór hún í Kennarahá- skólann og lauk þaðan prófi og nú er ég að láta gamlan draum rætast í myndlistinni. Ég held að allir draumar manns geti ræst á meðan enn er líf í manni,“ sagði Sigurður. Sýningin í Borgarspítalanum stendur fram á sunnudag. -þóm Nemar í málun eiga verk á sýn- ingunni, ásamt nemum í skúlptúr. Myndir: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.