Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 9
MINNING Albert Sigurðsson Það var kringum 1960, að ég kynntist Alberti Sigurðssyni kennara á kaffihúsum og bóka- söfnum hér í borg. Oft ræddum við síðan saman um sögu, lands- mál og mannlíf. Hann var sjór af fróðleik - annar tveggja manna, sem ég hef kynnst, en það orðatil- tæki varð að sönnu um haft - enda var honum fróðleiksöflun helsta hugðar- og ánægjuefni. Samantektir létu honum aftur á móti ekki og varð hann þess vegna ekki sagður fræðimaður. Albert Sigurðsson var fæddur 26. október 1904 á Kletti í Reykholtsdal, sonur Sigurðar Gíslasonar bónda þar og eigin- konu hans, Þórunnar Brynjólfs- dóttur, hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöllum. Albert gekk í skólann á Hvítárbakka 1919-20, tók gagnfræðapróf utan skóla 1924, las utan skóla undir stúdentspróf, sem hann tók við Menntaskólann í Reykjavík 1928. í senn ber háskólanám Alberts Sigurðssonar vitni fróðleiks- kennari fýsnar hans og eirðarleysis. Við Háskóla íslands lauk hann prófi í forspjallsvísindum 1929, en hélt síðan til Prag á styrk til náms í slavneskum tungumálum og sagnfræði, en að vetri liðnum hvarf hann frá því námi og hélt heim með nokkurri viðdvöl í Kaupmannahöfn. Við Háskóla íslands las hann síðan læknis- fræði til 1938 og lauk fyrsta (og annars?) hluta prófi í þeirri grein, áður en hann sneri sér aftur að íslenskum fræðum 1938, en í þeim lauk hann loks cand.mag.- prófi 1941. Albert Sigurðsson var forfalla- kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar veturinn 1941-42, og kennari við Menntaskólann á Akureyri (fyrir Brynleif Tóbías- son) 1943-44. Útþrá ogfróðleiks- fýsn náðu þá aftur tökum á hon- um. Hélt hann til Bandaríkjanna og nam latínu og grísku og sögu fornaldar við Cornell-háskóla Amnesty International Vika bamanna Sergio Huamancusi Ramos 17 ára, verið handtekinn af öryggissveitum í er talinn hafa „horfið“ eftir að hafa Santo Tomás de Pata héraði í Angar- ;it|§ Frá menntamála- mi ráðuneytinu Skrifstofur menntamálaráðherra og ráðu- neytisstjóra, háskóla-, og alþjóðadeildar og íþrótta- og æskulýðsmáladeildar hafa verið fluttar frá Hverfisgötu 6 að Sölvhólsgötu 4. Menntamálaráðuneytið 23. október 1989 llÍll Auglýsing Staða sendimanns í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað til ráðuneytisins eigi síð- ar en 8. nóvember 1989. Fjármálaráðuneytið, 23. október 1989 1944-45, og lauk prófi í latínu um vorið, og las við þann háskóla enn sagnfræði næsta vetur. Aftur hvarf hann heim og tók til við kennslu. Kenndi hann við Gagn- fræðaskólann á ísafirði 1946-47, og við Héraðsskólann á Laugar- vatni 1948-51. Utan hélt hann á ný. Veturinn 1951-52 las hann frakknesku við Háskólann í Caen, og síðan sögu Noregs við Háskólann í Osló 1953-54. Heim kominn tók hann aftur til við kennslu. Og kenndi hann við ýmsa barnaskóla og gagnfræða- skóla, uns hann fór á eftirlaun. Dvaldist hann síðan vetrarlangt í Róm og lagði stund á ítölsku. Albert Sigurðsson var góður málamaður. Dönsku, ensku og frönsku talaði hann vel, og ítöl- sku allvel, og las fyrirhafnarlaust þýsku, latínu og tékknesku. Síð- ustu ár átti ítalska einkum hug hans og saga fornaldar. Stóð hug- ur hans til Grikklandsfarar í vor, erég ræddi við hann síðasta sinni. Reykjavík, 23. október 1989 Haraldur Jóhannsson aes sýslu. Hermt er að 19. maí 1989 hafi her- menn úr Santo Tomás de Pata her- stöðinni ásamt almennum borgurum, u.þ.b. 500 manns ráðist inn í sveita- þorp í Antaparco héraði og skipað þorpsbúum að safnast saman á aðalt- orgi þorpsins. Hermennirnir voru vopnaðir haglabyssum og hnífum. A meðan þorpsbúum var haldið á torg- inu var farið ránshendi um heimili þeirra og síðan var Sergio handtekinn ásamt öðrum þorpsbúa. Samkvæmt frásögnum vitna voru báðir fangarnir færðir til Santo Tomás de Pata her- stöðvarinnar. Perú Ættingjum og þorpsleiðtogum hef- ur hvorki tekist að afla upplýsinga um dvalarstað né velferð fanganna tveggja og heryfirvöld hafa neitað að staðfesta handtöku þeirra. Vinsamlegast skrifið og lýsið áhyg- gjum ykkar yfir „hvarfi" Sergio Hu- amancusi Ramos í kjölfar handtöku öryggissveitanna og farið fram á að hann verði látinn laus tafarlaust eða leiddur fyrir dómstóla sakaður um refsivert athæfi. Vinsamlegast farið fram á að hann fái mannúðlega með- ferð meðan á varðhaldi stendur og að hann fái að hafa samskipti við ætti- ngja sína og lögfræðinga. Skrifið til: Presidente Alán Garcia President de la República de Perú Palacio de Gobierno Plaza de Arnias Lima Perú Myndbandagerð - video Nýtt námskeið Sjö vikna námskeiö í myndbandagerö hefst 30. okt. næstkomandi. Kennt verður 2 sinnum í viku, mán. og miö. kl. 19-22. Megináhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, myndbyggingu, eöli og notkun myndmáls í kvik- myndum, handritsgerð ásamt upptöku, klipp- ingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nem- enda. Kennari er Ólafur Angantýsson og verður kennt í Miðbæjarskólanum. Kennslugjald er kr. 7.600. Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 10-21. Rannsóknar- styrkir í tilefni af 25 ára afmæli Hjartaverndar verða veittir tveir styrkir til rannsókna á hjarta- og æðasjúkdómum eða skyldum sviðum, að upp- hæð kr. 500.000,- hvor. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. og skulu umsóknir berast á sérstökum umsókRareyðublöðum, sem liggja frammi á skrifstofu Hjartaverndar í Lágmúla 9, 108 Reykjavík. Framkvæmdastjórn Ásu Wright fyririestur Kaija Santaholma, arkitekt frá Finnlandi, flytur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag, miðviku- daginn 25. október kl. 17.15, um bygginga- vernd í Finnlandi. Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum heimill aðgangur. Þjóðminjasafn íslands ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Umbúðatausa jafnaðarstefnu! Birting - félag jafnaðar- og lýðræðissinna heldur fél- agsfund miðvikudaginn 25. október i Tæknigarði, og hefst hann klukkan 20.30. Gstur fundarins er Hörður Bergmann sem spjallar um þverstæður umbúðarþjóð- félagsins, nýja mælikvarða á framfarir og endurnýjun jafnaðarstefnu, en nýútkom- in er bók Harðar um þessi efni, „Umbúðaþjóðfélagið - uppgjör og afhjúpun - Nýr framfaraskilningur". A fundinum verða einnig kosnir fulltrúar Birtingar á landsfund Alþýðubandalagsins um miðjan nóvember, rætt um málefnaundirbúning fyrir landsfundinn, og bollalagt um stöð- una í borgarmálum. Nýir félagar og gestir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Seífossi Félagsfundur Áríðandi félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7, miðvikudag- inn 25. október kl. 20.30. Dagskrá: Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Fjölmennið. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn í Gaflinum, fimmtudaginn 25. október, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Kosning fulltrúa til kjördæmisráðs. *rn* 4. Árni Bergmann ritstjóri ræðir um þróunina í Austurevrópu og svarar spurningum. 5. Önnur mál. Athugið breyttan fundarstað. * Stjórnin Alþýðubandalagið Fundur um sveitarstjórnarmál Alþýðubandalagið boðar til fundar um sveitarstjórnarmál á Akra- nesi sunnudaginn 29. október. Fundurinn verður haldinn í Rein, húsi Alþýðubandalagsins á Akranesi, og hefst hann kl. 14.00. Áætlað er að fundi Ijúki eigi síðar en kl. 19. Dagskrá: 1. Verkaskipti ríkis og sveitarfélaga, framkvæmd. Svanfríður Jónasdóttir. 2. Tekjustofnar sveitarfélaga, jöfnunarsjóður. Þórður Skúlason. 3. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Guðbjartur Hannesson. 4. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í vor. Sveitarstjórnarmenn Alþýðubandalagsins eru sérstaklega boð- aðir til fundarins en hann er opinn öllum flokksmönnum. Alþýðubandalagiö Nýr grundvöllur ri £S JQ * 'ji 9k lölálSlI í IÉ < Ólafur Svavar Steingrímur Framtíðarverkefni í íslenskum stjórnmálum Almennur borgarafundur verður haldinn með ráðherrum Alþýðu- bandalagsins i Garðabæ, Kirkjuhvoli (safnaðarheimilinu) 30. okt- óber nk. kl. 20.30. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn í Röðli föstudaginn 27. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.