Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Umferð krefst fullkomlnnar eínbeitingar - ailtafl Evrópubandalagið Félagsmálasáttmálinn afgreiddur Vinnumálaráðherrar EB afgreiddu málið ígœr. Margaret Thatcher ein á móti Nýr félagsmálasáttmáli Evr- ópubandalagsins var til af- greiðslu á fundi vinnumálaráð- herra bandalagsins í Brussel í gær. Stefnt er að því að sáttmál- inn verði endanlega staðfestur af leiðtogum landanna 12 í Strasbo- urg í byrjun desember næstkomandi. Félagsmálasáttmálinn á að taka til félagslegra grundvallar- réttinda innan aðildarlandanna og hefur verið baráttumál verka- lýðssambandanna innan allra að- ildarríkja bandalagsins. Ríkis- stjórnir landanna hafa líka sam- einast um málið að einni undan- tekinni: ríkisstjórn Margaretar Thatcher í Bretlandi. Það eru reyndar fleiri mál sem brenna munu á margaret Thatc- her á leiðtogafundi EB í desemb- er næstkomandi: þar verður einn- ig til umræðu nánara samstarf EB-ríkjanna í gjaldmiðils- og vaxtamálum, en Frakkar leggja nú höfuðáherslu á að nýtt skref verði stigið í þá átt á fundinum, áður en formennsku þeirra innan bandalagsins lýkur. í því sambandi hefur Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjórnarinnar sagt að hraða verði þróun hins efnahagslega samruna ef bandalagið vilji halda frum- kvæði sínu gagnvart atburðarás líðandi stundar. Þar horfa menn nú til þróunarinnar í austanverðri álfunni og segja fréttaskýrendur að Frökkum sé í mun að festa hinn efnahagslega samruna í sessi áður en Vesturþjóðverjar láti freistast af hugmyndum um sam- einað Þýskaland sem þunga- miðju sameinaðrar Evrópu. Sem stendur er félags- málasáttmálinn hugsaður sem viljayfirlýsing um sameiginleg grundvallarréttindi á vinnumark- aði og í tryggingafmálum, en Bandalag evrópskra verkalýðsfé- laga hefur nýlega lýst þeirri skoðun sinni, að sáttmálinn skuli öðlast lagalegt gildi. í sáttmálanum er kveðið á um vinnutíma, vaktavinnuákvæði, frídaga og orlof, en einnig um al- menn atriði eins og félagafrelsi og frelsi til sameiginlegra kjara- samninga, jafnrétti kynjanna, vinnuvernd, rétt barna, ellilíf- eyrisþega og fatlaðra. Margaret Thatcher hefur lýst því yfir að með þessum sáttmála sé verið að koma sósíalismanum bakdyramegin inn á Bretlandi. En barátta hennar gegn leiðtog- unum 11 verður bersýnilega erf- ið. -ólg. Spánn Sósíalistar héldu velli Naumur þingmeirihluti eftir kosningar um helgina Sósíalistaflokkur Spánar héit naumlega þingmeirihluta sín- um eftir þingkosningar um helg- ina með 176 af 350 sætum í neðri deild þingsins. Fylgistapið fór að- allega til kommúnista. Kosningarnar voru prófraun á efnahagsstefnu Felipe Gonzalez og efnahagsráðherra hans. Hag- vöxtur hefur verið mikill á Spáni undanfarin 3 ár, eða yfir 5% að jafnaði. En aukin þensla á vinnu- markaði hefur skapað ógnvekjandi viðskiptahalla við útlönd og kynt undir verðbólgu, sem nú er 7%. Gegn þessari þró- un hefur stjórnin reynt að beita strangri efnahagsstjórn, sem mælst hefur illa fyrir hjá mörgum verkalýðsfélögum.. Fréttaskýr- endur telja að úrslitin muni ekki verða til þess að sósíalistar breyti efnahagsstefnu sinni í grundvall- aratriðum, þótt áherslur kunni að breytast. -ólg/Reuter Heildarupphæö vinninga 28.1 Ovar 4.750.573 3 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 729.071 Bónusvinninginn fengu 2 og fær hvor kr. 189.884 Fyrir4 tölur réttarfærhver 7.444 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 530 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt I Sjónvarpinu Gorbatsjov í Helsinki: Eystrasalt án kjamorkuvopna, samstarf við Norðurlandaráð Gorbatsjov Sovétforseti flutti ræðu i Helsinki á dögunum sem góða athygli hlýtur að vekja. Bæði vegna þess sem þar segir um Eystrasaltið sem kjarnorku- vopnalaust svæði og ráðstafanir sem að því stuðla og svo hug- myndir þær sem reifaðar eru um samvinnu Norðurlandaráðs og Sovétríkjanna og einstakra lýð- velda innan þeirra. Gorbatsjov kvað Sovétmenn hafa reynt að greiða fyrir hug- myndum um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum með ýmsu móti. Til dæmis væru nú engar meðaldrægar eða skamm- drægar eldflaugar, sem kjamork- uvopn bera, í skotstöðu á þeim svæðum sem liggja að Norður- löndum - hin svokölluðu taktísku kjarnorkuvopn Sovétmanna væru nú svo staðsett að þau gætu ekki með neinum hætti náð til Norðurlanda. Kafbátar hverfa Þá hefðu Sovétmenn byrjað að leggja niður einhliða kjarnorku- vopn á sjó í Eystrasaltinu - þegar væru tveir kjarnorkukafbátar komnir úr notkun og fjórir til við- bótar mundu hverfa á næsta ári og kjarnorkuvopnabúnaður allur sem þeim fylgir. Við erum sagði Gorbatsjov ennfremur, reiðu- búnir til að ganga frá samkomu- lagi við öll kjarnorkuveldi um virkar tryggingar fyrir því að Eystrasaltið sé kjarnorkuvopna- laust svæði. „Daufleg viðbrögð" Morgunblaðið sló því upp sem fyrst á forsíðu að „dauflega“ væri tekið í þessar tillögur Gorbat- sjovs. Þar segir m.a. að Banda- ríkjastórn láti sér fátt um finnast og segi að þær skipti engu máli fyrir öryggi Evrópu. Það er nátt- úrlega dapurlegt - og dettur manni það fyrst í hug, að í þeirri afstöðu komi fram grónir for- dómar í þá veru að samkomulag við smærri eða meðalstór ríki um eitt eða annað virki eins og trufl- Gorbatsjov og Koivisto Finnlandsforseti: í ræðunni kemur líka fram mjög afdráttarlaus viðurkenning á hlutleysi Finnlands. andi á allsherjarsamkomulag milli risanna tveggja. En þá er ekki úr vegi að minna á það, að heyrst hefur í fulltrúum einmitt smárra þjóða, þeas. þeirra sem búa í Eystrsalts- löndum Sovétríkjanna, þar sem lögð er mikil áhersla á mikilvægi hugmynda Gorbatsjovs um Eystrasalt sem kjarnorkuvopna- laust svæði - einmitt fyrir þessar þjóðir. Röksemdirnar eru á þá leið, að þeim mun minna sem Eistland, Lettland og Litháen hýsa af eldflaugum og kafbátum, þeim mun betur gangi þeim í við- Íeitni sinni til sjálfsforræðis. Æðstu ráðin og Norðurlandaráð Gorbatsjov fór að sínu leyti lofsamlegum orðum um hlutverk smærri og meðalstórra ríkja í þró- un til friðar og bættrar sambúðar ríkj a - og gat þá Norðurlanda sér- staklega. Hann lýsti fúsleika So- vétmanna á að taka upp nánara samstarf við Norðurlöndin um marga hluti og sagði þá meðal annars: „Við erum reiðubúnir til að taka upp samskipti við Norður- landaráð. Við leggjum til að byrj- að sé á fundi sendinefndar Norðurlandaráðs með fulltrúum Æðsta ráðsins sovéska og síðan kæmu á eftir fundir með fulltrú- um æðstu ráða sambandslýð- velda og sjálfstjórnarlýðvelda, sem eru í norðurhluta Sovétríkj- anna“ (og er þá einkum átt við Eystrasaltslöndin og svo Karelíu sem liggur að Finnlandi) . Gorbatsjov ræðir um sam- starfssvið eins og umhverfismál, hlutskipti minnihluta (Samar eru lika til í Sovétríkjunum) og fleira. Höggvið á hnút Með þessu frumkvæði heggur Gorbatsjov á vandræðahnút. Það hafði komið til tals á Norður- löndum að reyna að taka upp samstarf við Eystrasaltsríkin. Sumir þeirra sem því máli hreyfðu vildu bersýnilega ögra Moskvustsjórninni með slíku at- hæfi. Aðrir voru bersýnilega feimnir við slíkt samstarf Norður- landaráðs við Eystrasaltslöndin. Bæði vegna þess að menn hafa oftar en ekki farið í hnút, þegar reynt hefur verið að fá Norður- landaráð til að taka frumkvæði í alþjóðamálum, og svo vegna þess, að þeir vildu ekki ögra Gor- batsjov og hans stjórn með því að taka eitthvert sérstakt samband upp við hluta hins sovéska ríkis. En þegar nú Gorbatsjov segir sjálfur að stjórn hans fagni slíku samstarfi, þá gerist tvennt í senn: alþýðufylkingar Eystrasaltsríkj- anna fagna því mjög - og hinir og þessir í Norðurlandaráði verða langleitir, eins og þeir hefðu aldrei ætlast til þess að hugmynd- ir þeirra gætu nálgast veru- leikann. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 31. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.