Þjóðviljinn - 31.10.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 31.10.1989, Page 12
SPURNINGIN Iðkarðu einhverjar íþróttir? Magnús Hauksson veitingamaður: Nei það geri ég ekki en hef þó gaman af ao vera á skíðum. Aftur á móti hef ég mikinn áhuga á íþróttum og fylgist grannt með þeim í fjölmiðlum. ðunn Guðgeirsdóttir starfsstúlka: Já. Ég er í sundi og leikfimi vegna þess að þessar íþróttir veita mér meiri vellíðan en ef ég stundaði þær ekki. Guðmundur Ingi Hildisson verslunarmaður: Já það geri ég og þá einkum fjölþættar líkams- og þrekæfing- ar. Með þessum íþróttum liðkar maður á sér skrokkinn og úthald- ið eykst. Haukur Sveinbjörnsson umboðsmaður: Já. Ég stunda skotfimi allt árið um kring og á sumrin æfi ég frjálsar íþróttir svo sem kúluvarp og kringlukast. Marta Brandt skrifstofumaður: Nei það geri ég ekki að öðru leyti en því að fara í sund annað slagið. Eg hef bara ekki meiri tíma fyrir íþróttaiðkun sökum vinnu og náms. Þjóðviuinn Þrlðjudagur 31. október 1989 183. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Málrœktarátak Glóðin errauð Málrœktarátakið teygir sigfram eftir hausti. Dagvistarheimilin skipu- lögðuflest einhverskonar málrækt-börninmyndu vel þolafjölskrúð- ugri orðaforða ísamtölum, segir Helga Pálmadóttir fóstra á Hálsa- borg AHálsaborg í Seljahverfi lærðu öll börnin á dagvistinni sömu þuluna, og þau verða þessa vik- una að ganga frá myndum sem endapunkti á vinnu í framhaldi aí því. Fóstrurnar völdu þulu sem gefur gott tilefni til myndsköpun- ar eftir spuna og „meltingu“ í- myndunaraflsins á þulunni. Litir og hugtök gefa marga möguleika á meðferð: „Grœn eru laufin og grasið sem grœr Glóðin er rauð og eldurinn skær Fífill og sóley eru fagurgul að sjá Fjöllin og vötnin og loftið eru blá Hvítur er svanur sem syndir á tjörn Svartur er hann krummi og öll hans börn“ Með þessa þulu leggja börnin út í spuna, leikræna tjáningu eða annað sem gagnlegt er. Þau læra þuluna til hlítar og vinna síðan við „loðtöfluverkefni", þ.e. bæta myndum á loðtöflu þar sem heildarmyndin endurspeglar svo þuluna. Helga Pálmadóttir forstöðu- maður segist álíta að börn á dag- heimilisaldri myndu vel þola meiri áreynslu við málmótun sína Ekki einungis sögur á prenti eru hvati að málþjálfun barna, - myndir eða landakort geta verið tilvalin. Ljósm: Kristinn. og þau virðast hafa meiri áhuga en þann sem sinnt er nú bæði á heimilum og á dagvistarstofnun- um. Helga segir að orðaforði barna í dag virðist vera einhæfari en t.d. fyrir 10 árum og fóstrur setji traust sitt oft á Þjóðsögurnar til að hjálpa til við að örva þátt ímyndunarafls barnanna í máln- otkuninni. Erfitt er að geta sér til um ástæður einhæfari orðaforða bama nú en áhugi þeirra á fram- förum er ekki minni nú en áður, ný orð í sögum kalli sífellt á skýr- ingar og ekki standi á spurning- um þegar óþekkt orð koma fyrir segir Marit Guðnadóttir fóstra. í fyrra tóku mörg dagheimili fyrir Þjóðsögur og eru fóstmr á Hálsa- borg sammála um að það hafi strax aukið fjölbreytni í notkun orðaforða barnanna. Þá hafi for- eldrar staðfest þetta. Áhugi og leikni barna við t.d. að skemmta sér með orðaleikjum eykst við 4 ára aldur og þá verða þau meðvit- aðri um möguleika málsins. Málræktarátaki í síðustu viku tóku börnin ekki sérstaklega eftir, verkefnið á dagheimilinu er fellt að uppeldisáætluninni þar sem gert er ráð fýrir að sinna mál- þroska með lestri góðra íslenskra sagna á góðu máli. Krakkarnir hafa þó reyndar tekið eftir því að í Rflcisútvarpshúsinu er opin barnabókasýning. Að öðru leyti beinist uppeldi barnanna hvað snertir málþroska að því á Hálsa- borg að láta börnin tala um hug- tök. Þessi hugtök tengjast oft t.d. árstíðum og nú nýlega var verið að ræða „haustrigningar", ástæð- ur og afleiðingar. Þá eru umfjöll- unarefnin oft látin „enda“ í skrif- uðu máli uppi á vegg þar sem börnin geta virt fyrir sér hugsan- irnar í prentuðu máli með stafa- gerð sem þau eiga eftir að kynn- ast frekar í skólunum seinna. fmg Krakkarnir á Hálsaborg taka þessa dagana þátt í málræktará- takinu. Ljósm: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.