Þjóðviljinn - 02.11.1989, Side 5
VIÐHORF
Bókaskattur er tímaskekkja
arrvio n A riViroti/*\rnm f T •• Tl / /
Fregnir herma að ríkisstjórnin
sé að velta fyrir sér tillögum um
að hverfa frá þeirri meginreglu að
menningarstarfsemi verði undan-
þegin virðisaukaskatti. Þó þannig
að leiklist og tónleikar fái sér-
stöðu. Ástæðan fyrir því að rætt
er um að leggja skattinn á afnota-
gjald sjónvarps og hljóðvarps,
dagblöð og tímarit er líklega sú
að loks er orðið ljóst hve fárán-
legt er að láta bækur einar fjöl-
miðla bera slíkan skatt. Alþingi
fæst að líkindum ekki til að láta
bækur, sem seldar eru á einhverj-
um minnsta bókamarkaði heims,
bera þyngsta virðisaukaskatt sem
þekkist.
Mér virðist næg rök fyrir því að
einmitt nú ber að aflétta skatt-
lagningu sem felur í sér að til
ríkisins rennur mun stærri hlutur
af bókaverði en til höfunda.
Tímarnir hafa breyst. Sjónvarp
tveggja stöðva sendir enska
tungu lengur en íslenska í eyru
landsmanna árið um kring. Sama
giidir um hljóðvarpsstöðvar sem
byggja tilveru sína á dægurmúsík.
íslenskar bækur eiga í vök að
verjast. Ef verð þeirra lækkar um
fimmtung breytist sú staða.
Hvers vegna skiptir miklu að svo
verði?
Fyrst skulum við líta á þau
sérkenni bóka sem fjölmiðlis sem
valda því að torvelt er að réttlæta
skatt á þær:
• Á bók er auðveldast að geyma
ítarlega, nákvæma og skipu-
Hörður Bergmann skrifar
lega umfjöllun um flest það
sem þjóðin sækist eftir að
fræðast um, öðlast reynslu af.
Hvers konar efni er að jafnaði
auðveldast að nálgast á bók
þegar til á að taka. Oflug bóka-
lutgáfa gefur öllum einstakan
kost að velja sér förunaut við
bóka sem fjölmiðils á bæði við
bækur með okkar þjóð og þeim
sem stærri eru. En vegna smæðar
íslensks samfélags, tungu þess og
menningar, hafa íslenskar bækur
margs konar sérstöðu sem fjöl-
miðill, og menningarframlag:
• Við íslendingar verðum til-
Iega á.
• Smæð samfélagsins gerir höf-
undum erfitt að fá vinnu sfna
sæmilega greidda og útgefend-
um erfitt að tryggja viðgang
fyrirtækja sinna.
Síðastnefnda ástæðan veldur
því m.a. að margar þær bækur
„Skattlagning á bœkur samrœmist ekkiþví
markmiði að gefa almenningi sem greiðastan
aðgang að frœðandi og menntandi efni og að
efla málrœkt og menningu þjóðarinnar”
hæfi til lengri eða skemmri
tíma.
Bók er aðgengilegasti miðill-
inn sem völ er á fyrir fræði-
menn, skáld og aðra sem hafa
eitthvað að segja.
Bækur eru sá miðill sem form-
legt fræðslustarf hvílir einkum
á og möguleikar fólks á sjálfs-
námi eru einnig háðir því að
viðeigandi bækur séu til - og
fólk hafi efni á að kaupa þær.
Það sem hér er talið sérkenni
tölulega háðari bókum en fjöl-
mennari þjóðir vegna þess
hvað það er dýrt að nota aðra
miðla til að leysa íslensk verk-
efni.
Tiltölulega víðtækt hlutverk
íslenskra bóka í að fræða þjóð-
ina og víkka reynslu hennar
gerir samningu, útgáfu og
dreifingu bóka að helstu burð-
arstoð íslenskrar tungu og
grunni sem þróun hennar og
viðgangur hvílir óhjákvæmi-
sem okkur mega að gagni koma
eru ekki til: Kennslubækur, orða-
bækur, handbækur og uppsláttar-
rit ýmiss konar er það sem mér
kemur fyrst í hug. Eg hef heldur
ekki komist hjá því að taka eftir
að í landi voru er afar erfitt að fá
gefnar út bækur um þjóðfé-
lagsmál. Og ætli flestir eigi ekki
auðvelt með að nefna einhvers
konar bækur sem þeir sakna á
áhugasviði sínu. Einnig vitum við
að ýmis ný menningarsvið er erf-
itt að ræða á íslensku, m.a. vegna
þess að sá orðaforði, sem nota
þarf, hefur ekki komist á bók.
Skattlagning á bækur samræm-
ist ekki því markmiði að gefa al-
menningi sem greiðastan aðgang
að fræðandi og menntandi efni og
að efla málrækt og menningu
þjóðarinnar. Þetta hefur lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins við-
urkennt í ályktun þar sem segir
m.a.: „Öll útgáfu- og menningar-
starfsemi verði undanþegin virð-
isaukaskatti.“ í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar er talað um að
„.. framlög hins opinbera til
menningarmála verði aukin.“
Vilji stjórnin starfa í samræmi við
slík markmið leggur hún ekki
26% neysluskatt á bækur.
Þeirri hugmynd að skattleggja
allt prentað mál og veita síðan
auknu fé í opinbera styrki til höf-
unda er því miður óhjákvæmilegt
að taka með tortryggni. Hvernig
verða úthlutunarreglurnar? Hver
er tryggingin fyrir því að féð renni
til þeirra verka sem hafa mest
gildi? Hvað segir reynslan af af-
mörkuðum tekjustofnum, s.s. til
Launasjóðs rithöfunda og Þjóð-
arbókhlöðu? Framkvæmd slíkra
hugmynda krefst nýrra vinnu-
bragða og skýrari ákvæða en áður
hafa gilt eigi að vera unnt að taka
þær alvarlega. Þær verða að skýra
betur eigi þær að verður umræðu-
hæfar.
Hörður er kennari og rithöfundur
Mætum á landsraðsefnu
þrátt fyrir margumtalaða þýðu
í samskiptum risaveldanna held-
ur hern-aðaruppbyggingin
stöðugt áfram á Norður-Atlants-
hafi, ekki síst hér á landi, með
þegjandi samþykki núverandi
ríkisstjórnar að því er virðist.
Það eru ratsjárstöðvar, olíu-
tankar, stjórnstöð, hugmyndir
uin varaflugvöll fyrir norðan
o.s.frv. Nýjasta skref hernám-
sliðsins bandaríska er að bjóða
íslenskum börnum að skoða og
leika sér að „alvöru“ vopnum á
einhvers konar karnival á vellin-
um. Það kann í sjálfu sér að virð-
ast saklítið þótt krakkar fái þann-
ig að kynnast alvöru hermanna-
lífsins. Þetta er hins vegar liður í
þeirri áætlun Bándaríkjamanna,
sem McVadon hershöfðingi
kynnti í vor er hann lét af störfum
sem yfirmaður hersins hér, að
tengja herinn og herstöðvarnar
enn tryggari böndum við íslenskt
þjóðlíf en þegar er orðið, gera
Jón Torfason skrifar
„Allir herstöðvaandstœðingar eru hvattir til
að koma á landsráðstefnuna og taka þáttíað
móta komandi starf’
herinn að „eðlilegri" staðreynd í
íslandi sem allir væru sáttir við.
Að vísu hefur herinn þegar góð
sambönd við ýmsa forsvarsmenn
Mammons hér á landi en Banda-
ríkjamenn gleyma ekki að ala
nýjar kynslóðir upp í aðdáun á
her sínum. Þeir vita sem er að
ekki er verra að hafa í landinu
drengi sem eru reiðbúnir að selja
herliðinu þá skika af landinu sem
feður þeirra og afar hafa ekki
komið í lóg.
Alla tíð síðan hernám Banda-
ríkjamanna hófst hér haf margs
konar samtök unnið á móti því og
barist fyrir sjálfstæðu íslandi. A
ýmsu hefur gengið í þeirri baráttu
og árangur ekki alltaf mikill.
Mikill fjöidi fólks hefur þó verið
virkjaður til þátttöku í margs
konar samkomum og starfsemi,
unnið óeigingjarnt starf og eflt
með sér samkennd sem á eftir að
skila árangri þótt síðar verði. Þótt
undarlegt kunni að virðast hefur
hernámið einnig reynst frjóvg-
andi fyrir listamenn af öllu tagi,
snert samvisku þeirra og orðið
þeim efniviður að vinna úr.
Um næstu helgi, 4.-5. nóvem-
ber halda Samtök herstöðvaand-
stæðinga landsráðstefnu í Risinu
á Hverfisgötu 105 í Reykjavík.
Þar munu herstöðvaandstæð-
ingar ráða ráðum sínum og skipu-
leggja starf næsta árs. Á þessu ári
eru 40 ár liðin frá því ísland gekk í
Nató og minntust herstöðvaand-
stæðingar þess með margvís-
legum hætti um páskaleytið á
liðnum vetri. En fleira þarf að
gera en að minnast og rifja upp.
Það þarf að spyrna gegn ásókn
hernámsliðsins bandaríska og
finna leiðir til að gera ísland her-
laust og sjálfstætt land. Þess
vegna eru allir herstöðvaand-
stæðingar hvattir til að mæta á
landsráðstefnuna og móta kom-
andi starf.
ísland úr Nató - herinn burt.
Höfundur er íslenskufræ'ðingur
Nöldur og nudd
Helgi Seljan skrifar
Ég sendi Þjóðviljanum örfáar
línur, sem eflaust flokkast undir
nöldur þess, sem fylgist ekki með
fjölmiðlaþróun. Þetta nöldur
mitt snertir þingfréttir í Þjóðvilj-
anum.
Ef ég læsi einvörðungu Þjóð-
viljann mundi mér þykja sem fé-
lagar mínir á Alþingi - óbreyttir
allaballar - væru ekki ýkja mikið
að sýsla, flyttu harla fá mál og
létu lítið til sín heyra.
Þetta er auðvitað ekkert nýtt,
enda man ég þá tíð glöggt, er ég
sat þarna í neðra og þóttist vera
að puða við málatilbúnað ýmsan,
sem blaðið mitt sá aldrei ástæðu
til að minnast á.
Þetta var raunar á tímum
þeirrar ritstjórnarstefnu að þing-
flokkur allaballa væri af hinu
vonda, skyldi því þagaður í hel og
þá aðeins nefndur, ef ákúrur
mætti veita honum og aðfinnslur.
Þá var því gjarnan svarað svo,
að fólk hefði engan áhuga á ein-
hverju málastagli manna á þingi,
enda ekki svo merkilegt og má
hvort tveggja satt vera að vissu
marki.
En svo fór maður út í kjördæm-
ið og þá bar svo við, að þar vildu
menn fá fréttir af því hvað menn
væru að bardúsa á þingi - og
dyggir Þjóðviljalesendur töldu
það harla lítið man ég, enda varla
á öðru von.
Nú ætla ég að vona að þing-
flokkur allaballa hafi þó skánað
svo við síðustu hreinsun að hann
sé ykkur, sem nú eruð á Þjóð-
viljanum, sæmilega hugþekkur,
svo á þá vösku liðssveit megi öðru
hvoru minnast.
Málið er nefnilega það að
hvorir tveggja eiga nokkra kröfu
á blaðið sitt að það segi frá hvað
iðjað sé og unnið: Kjósendur að
fá fréttir nokkrar af þeim sem
þcir kusu á þing og þingmenn
sjálfir, að þeir megi njóta þess,
sem þó er gert og verða af þeim
verkum dæmdir.
Ég veit um ýmsa örðugleika á
litlu blaði, en þetta er nú einu
sinni spurning um áherzlur.
Og vita megið þið, að lesenda-
hópur Þjóðviljans er meira með-
vitaður um þátt þingmanna eða
þátttökuleysi en gerist og gengur
íþessu þjóðfélagi. Lesendahópur
Þjóðviljans vill vita eitthvað ann-
að en óljósar hneykslisögur og
fríðindafarsa, þegar um þing-
menn er að tefla.
Sá hópur fólks vill beinlínis vita
hversu þingmenn vinna í alvö-
runni og af því svo vel vill til, að
ég veit að þingmenn allaballa
vinna mjög vel og koma fram
með mörg hin merkustu mál þá
finnst mér þau eiga að skila sér til
lesenda Þjóðviljans.
Þetta gat maður ekki leyft sér
að segja áður, en þegar undir-
ritaður er horfinn þar af vettvangi
finnst honum hvort tveggja full
ástæða til þess að upplýsa fólk um
það sem þarna er gert og einnig
vill hann sem almennur lesandi
Þjóðviljans fá góða og heiðarlega
umfjöllun um þingmál a.m.k.
okkar manna, helzt sem flest. Ég
man hve mér þótti Tíminn oft
taka myndarlega á þessum mál-
um m.a. með því að fylgja þing-
málum framsóknarmanna eftir
með góðri umfjöllun í leiðara og
ég fullyrði að það voru ekki verri
leiðarar en aðrir. Nú er ég ekki að
biðja um neitt slíkt en vita mega
menn það að eftir þessum málum
var meira tekið fyrir vikið. Þess
varð ég glöggt var.
En umfram allt. Leyfið okkur
að vita á sæmilega skilmerkilegan
máta hvað þingmenn okkar eru
að hafast að í alvörunni.
Haldi þeir rétt á málum er það
heildarmálstað okkar til ótvíræðs
framdráttar.
Þess vegna mun ég áfram
klappa þennan stein unz úr verð-
ur bætt, nöldra og nudda svo að
undan svíði, ef algert tómahljóð
ríkir áfram.
Fimmtudagur 2. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5