Þjóðviljinn - 02.11.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.11.1989, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR Mið-Ameríka Vopnahléi Níkaragvastjómar lokið Aukinn hernaður kontra. Ortega sakar Bandaríkin um áframhaldandi stríðsstefnu gegn Níkaragva p aniel Ortega, Níkaragvafor- seti, lýsti því yfír I gær að lok- ið væri vopnahiéi því í stríði stjórnar hans við kontra, sem í gildi hefur verið af hálfu stjórnar- innar í s.l. 19 mánuði. A þessum tíma hefur stríðið að mestu legið niðri, en undanfarna daga hafa Ókyrrt í Kosovo Azem Vlasi, fyrrum aðalritari kommúnistaflokksins í júgó- slavneska sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo, er nú fyrir rétti þar í hér- aði ásamt 14 öðrum mönnum, og eru þeir allir albanskrar ættar, eins og meirihluti Kosovobúa. Hafa margir albanskir Kosovo- búar mótmælt réttarhöldunum með verkföllum og öðrum að- gerðum. Blað í Belgrad telur að þeim, sem verkföll hafa gert, verði refsað með uppsögnum og þeir jafnvel leiddir fyrir rétt. Vlasi og þeir, sem fyrir rétti eru ásamt honum, eru sakaðir um að hafa staðið á bakvið óeirðir þær, sem urðu fyrr á árinu í Kosovo er sjálfstjórn þess var skert. Milan Huebl látinn Látinn er í Tékkóslóvakíu Mil- an Huebl, sagnfræðingur og heimspekingur, fyrrum forustu- maður í kommúnistaflokknum þarlendis og síðar einn forustu- manna tékkóslóvakískra andófs- manna. Hann var í miðnefnd kommúnistaflokksins á 7. ára- tugnum og stuðlaði manna mest að því að Gustav Husak tók við af Alexander Dubcek sem flokks- leiðtogi 1969. Vonaðist Huebl til að Husak yrði tiltölulega hóf- samur við stjórnvölinn og myndi halda hlffískildi yfir frjálslyndum flokksmönnum. Huebl var vikið úr flokknum 1970 og tveimur árum síðar dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Eftir að hann var látinn laus af heilsufars- ástæðum varð hann einn stofn- enda mannréttindasamtakanna Carta 77. Huebl varð 72 ára að aldri. Dauðadómar Dómstóll í Fergana í Úsbekist- an hefur dæmt til dauða tvo menn og 10 til langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið fyrir og tekið þátt í hryðjuverkum sem framin voru þar í héraði í júní s.l., er ofsóknir Úsbeka á hendur Mesk- etum stóðu yfir. Hinir dauða- dæmdu, báðir Úsbekar og um þrítugt, voru sekir fundnir um að hafa haft forustu í hópi, sem barði tvær mesketskar fjöl- skyldur í óvit og brenndi síðan fólkið lifandi. Samkvæmt frétt í Pravda stendur til að 142 menn í viðbót, sem ákærðir eru um hlut- deild í illvirkjum í ofsóknunum, verði leiddir fyrir rétt. 110 manns, flestir Mesketar, létu lífið í ofsóknunum og yfír 50.000 þeirra hafa síðan flúið frá Ferg- ana. Stjómmála- samband Póllands og Suður-Koreu Tilkynnt var í gær að fullt stjórnmálasamband hefði verið tekið upp milli Póllands og Suður-Kóreu. Er Pólland annað í röðinni austantjaldsríkja til að stíga þetta skref, en Ungverja- land tók upp fullt stjórnmálasam- band við Suður-Kóreu í febr. s.l. Talið er að Júgóslavía muni fljót- lega gera slíkt hið sama. kontrar á ný aukið árásir suður í Níkaragva frá bækistöðvum sín- um í Hondúras. Mun sú vera að- alástæðan til þess að sandinista- stjórnin ákvað að láta vopnah- léinu vera lokið af sinni hálfu. Að sögn talsmanna Níkaragva- hers hefur hernaður kontra færst mjög í aukana s.l. tvær vikur og hafa liðsmenn þeirra drepið 44 menn síðustu tíu dagana. Ortega forseti sagði, er hann tilkynnti að vopnahlénu væri lokið, að stjórn hans gæti ekki auðsýnt langlund- argeð lengur í stríðinu og hlyti hún að gera ráðstafanir íbúum landsins til verndar. Ortega sak- aði ennfremur Bandaríkin um að stuðla að árásum kontra og kvað þau vilja halda áfram stríðinu gegn Níkaragva. I ágúst s.l. komust forsetar Mið-Ameríkuríkja að samkomu- lagi þess efnis, að kontraliðið, sem flest er í stöðvum í Hondúr- as, skyldi leyst upp fyrir 5. des. n.k. En lítið hefur orðið úr fram- kvæmdum í því efni og nú er talið nánast útilokað að samkomu- lagið komist til framkvæmda á til- settum tíma. Bandaríkjastjórn hefur ekki veitt kontrum hernað- araðstoð síðan í febr. 1988 en heldur þeim hinsvegar enn uppi með matvælasendingum. For- ingjar kontra hafa alla tíð verið því fráhverfir að lið þeirra yrði leyst upp. Talið er að um 40.000 manns hafi verið drepnir í stríði Níkaragvastjórnar og kontra frá því 1983. Nú er óttast að stríð þetta hefj- ist að nýju af fullri grimmd og að tilraunir Mið-Ameríkuríkja til að binda endi á það verði að engu. Reuter/-dþ. Ortega - kontraliðið er enn í stöðvum sínum í Hondúras, þrátt fyrir samning hans og annarra Mið-Ameríkuforseta um að það skuli leyst upp. Salvador Skrifstofur verka- lýðssamtaka sprengdar Tíu manns biðu bana og a.m.k. 26 særðust í mikilli sprengingu er varð í fyrradag við aðalskrifstof- ur verkalýðssambands í miðborg San Salvador. Meðal þeirra sem fórust var Febe Elizabeth Velasq- uez, formaður verkalýðssam- bandsins. Salvadorskir skærulið- ar saka yfirstjórn hersins um að hafa staðið á bakvið tilræðið. Forseti Þjóðarsambands salv- adorskra verkamanna, sem mun vera einskonar alþýðusamband þarlendis, hvatti í gær til 24 stunda verkfalls í mótmælaskyni vegna hryðjuverksins og til að syrgja þá sem létust. Verkalýðs- samband það, er fyrir árásinni varð, er vinstrisinnað og hafa herforingjar sakað það um að draga taum skæruliðasamtak- anna, sem stjórnarherinn á í stríði við. Friðarumleitanir hafa undanfarið staðið yfir milli Salv- adorsstjórnar og skæruliða, en sprengjuárásir og skærur síðustu daga benda ekki til að árangur sé á næsta leiti. Reuter/-dþ. Krenz í Moskvu Fagnar kröfufundum Egon Krenz, aðalritari austur- þýska kommúnistaflokksins og forseti Austur-Þýskalands, sem nú er í opinberri heimsókn í Moskvu, fagnaði í gær kröfu- göngum þeim og mótmælafund- um, sem svo mikið hefur verið um í ríki hans undanfarið, og kvað þetta merki þess að gagngerar breytingar færu í hönd þarlendis. Kvaðst Krenz hafa í hyggju að innleiða umbætur í stO við perest- rojku Sovétmanna. Ekkert lát er á fjöldafundum í Austur-Þýskalandi og í gær voru tugþúsundir manna á götum borga þar og kröfðust frjálsra kosninga, lögleiðingar stjórnar- andstöðusamtaka og afnáms rit- skoðunar. Aðspurður við fyrr- nefnt tækifæri hvort hann væri harðlínumaður svaraði Krenz í líkingu við Hamlet: „Að vera harðlínumaður eða ekki, það er alls ekki spurningin. Ég álít mig ekki harðlínumann, heldur þjón- andi flokksfélaga. Reuter/-dþ. Kröfugöngumenn þessir í Austur-Berlín bera greinilega takmarkaö traust til Krenz, en hann lætur sér hvergi bregða. Tyrkland Kúrdum lofað umbótum Haft er eftir embættismönnum í Ankara að tyrkneska stjórnin hafi í undirbúningi réttarbætur tU handa kúrdneska þjóðernis- minnihlutanum þarlendis, sem er a.m.k. um átta miljónir talsins en allt að 17 miljónum að sögn tals- manna Kúrda sjálfra. AIIs eru íbúar Tyrklands um 55 mUjónir. Að sögn kúrdnesks þingmanns á Tyrkjaþingi er meining stjórnvalda að veita Kúrdum nokkur réttindi í menningarmál- um, takmörkuð þó, en enga pól- itíska sjálfstjórn. Eigi að síður er hér um að ræða meiriháttar stefnubreytingu á tyrkneskan mælikvarða, ef af verður, því öfgafull og umburðarlaus þjóð- ernishyggja hefur verið ríkjandi í stjórnmálum tyrkneska lýðveld- isins frá því að það var stofnað 1923. T.d. erþarlendis bannað að tala kúrdnesku opinberlega og í sumum borgum er forboðið að syngja kúrdneska söngva. Turgut Özai, nýkjörinn Tyrk- landsforseti, kvað standa fyrir þessari stefnubreytingu. Talsvert hefur síðustu árin kveðið að kúrdneskum skæruliðum í tyr- kneska Kúrdistan og hafa um 2000 manns fallið í skærum þeirra og Tyrkjahers síðan 1984. Þetta og atburðir í grannlöndum hafa leitt til þess að Kúrdar njóta nú meiri athygli á alþjóðavettvangi en líklega nokkru sinni fyrr. Evr- ópuþing hefur fordæmt meðferð Tyrkja á Kúrdum og á það áreið- anlega sinn þátt í umræddri hug- arfarsbreytingu ráðamanna hinna fyrrnefndu, sem flest virð- ast vilja til vinna að komast í Evr- ópubandalagið. Reuter/-dþ. 6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Svartigaldur ráðherra Tveir menn, Augustine Fanga og Henry Walker nefndir, létust í s.l. mánuði í fangelsi í Monrovia, höfuðborg Líberíu, af orsökum sem ekki hafa verið gefnar upp. Þeir voru ásamt átta mönnum öðrum ákærðir fyrir að hafa út- vegað Gray Allison, fyrrum varn- armálaráðherra landsins, manns- blóð til að efla svartagaldur. Hugðist Allison með gjörningun- um gera stjórnarbyltingu og steypa af stóli Samuel Doe, sem er forseti og valdhafi þarlendis. En upp komst um Allison og var hann dæmdur til dauða í ág. s.l. Dómnum hefur þó ekki verið fullnægt og hafa lögmenn ráð- herrans fýrrverandi áfrýjað hon- um. Bandaríkin og íran heimila mannrán Samþykkt var á íransþingi í gær tillaga þess efnis, að stjómvöldum þar beri skylda til þess sjá til að bandarískum þegnum, sem dæmd- ir hafi verið af írönskum dómstól- um, sé refsað, enda þótt þeir séu ekki staddir eða búsettir í Iran. Að sögn bandarískra embættismanna í s.l. mánuði hafa þarlend stjórnvöld heimilað alríkislögreglu sinni (FBI) að handtaka menn stadda erlendis, er stefnt hefur verið fyrir rétt.í Bandaríkjunum, án leyfis stjórnvalda hlutaðeigandi landa. Mun umgetin samþykkt ír- anska þingsins vera svar við þess- ari ráðstöfun Bandaríkjamanna. Andúð á Bandaríkjunum fer nú mjög vaxandi í íran af tilefni þess að á laugardag verður áratugur lið- inn frá því að íranskir stúdentar í þjónustu Khomeinis erkiklerks tóku á vald sitt bandaríska sendi- ráðið í Teheran. Frönskum gift- ingum fjölgar Hjónavíglsum fjölgaði um 2,2% í Frakklandi s.l. ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 1972, sem þeim fækkar ekki þarlendis mið- að við árið áður. 271.124 pör létu pússa sig saman s.l. ár eða um 6000 fleiri en árið 1987. En 1972 voru hjónavígslur þar í landi um 400.000. Meðalgiftingaraldur hefur hækkað með Frökkum síð- ustu tvo áratugina. Á fyrstu árum 8. áratugar var meðalaldur brúð- guma 24 ár og brúða 22, en nú er meðalaldur þeirra kominn upp í 27 og 25 ár.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.