Þjóðviljinn - 02.11.1989, Page 10
VIÐ BENPUM Á
Schubert,
Grieg og
Mahler
Rás 1 kl. 20.15
Fjórðu áskriftartónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar íslands verða
haldnir í kvöld og er þeim útvarp-
að í tvennu lagi. Fyrri hlutanum
verður útvapað beint kl. 20.30 en
seinni hlutanum kl. 23.10. Á efn-
isskránni í kvöld eru Sinfónía nr.
3 eftir Schubert, Píanókonsert
Griegs og Adagio úr 10. sinfóníu
Mahlers. Stjórnandi er Miltiades
Caridis og einleikari Edda Er-
lendsdóttir.
Hetjan
Jón væni
Stöð 2 kl. 21.45
Unnendur vestramynda fá
eitthvað við sitt hæfi í kvöld þegar
sýnd verður ein af bestu myndum
„föðurs vestranna“, John Ford.
Myndin er frá 1962 og heitir The
Man Who Shot Liberty Valance
en kallast einfaldlega Hetjan í ís-
lenskri þýðingu. Hún hefur oft
verið sett á stall sem ein af merk-
ari vestramyndum sögunnar
ásamt td. Stagacoach og Searc-
hers sem voru einnig í leikstjórn
Fords. John Wayne leikur vitan-
lega aðalhlutverkið í öllum þess-
um myndum en í Hetjunni fær
hann til liðs við sig ekki ómerkari
leikara en James Stewart, Vera
Miles, Lee Marvin, Edmond
OÉrien og Lee Van Cleef. Stew-
art leikur lögfræðing sem öðlast
hefur frægð fyrir að skjóta óvild-
armann en hann þarfnast hjálpar
Jóns væna til að fullnægja réttlæt-
inu. Kvikmyndahandbók Maltins
gefur fjórar stjörnur.
Siðferði
stjómmála-
manna
Sjónvarpið kl. 22.10
Eitt af því sem verið hefur í
brennidepli síðustu vikur er sið-
ferði í stjórnmálum og varlaað
ástæðulausu. í kvöld mun Sjón-
varpið sýna umræðuþátt í beinni
útsendingu um þetta loðna og
teygjanlega hugtak og fer um-
ræðan fram á hinu virðulega Al-
þingi. Bjarni Vestmann frétta-
maður stýrir umræðunni en þátt-
takendur er Guðrún Helgadóttir
forseti sameinaðs Alþingis, Sig-
urður Líndal lagaprófessor og
Eyjólfur Kjalar Emilsson
heimspekingur.
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS
SJÓNVARPIÐ
17.00 Frœðsluvarp 1. Ritun- Eðli ólikra
texta. (10 mín.) 2. Algebra 6. þáttur -
Jöfnur. 3. Leikræn tjáning - Rætt er við
Klara Kókas, ungverskan tónlistar-
kennara.
17.50 Stundin okkar Endursýning frá sl.
sunnudegi.
18.20 Sögur uxans (Ox Tales) Hollenskur
teiknimyndaflokkur.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?)
Bandarískur gamanmyndaflokkur.
19.20 Benny Hill Breskur gamanmynda-
flokkur.
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fróttir og veður.
20.35 Fuglar landsins. 2. þáttur - Örn-
inn Ný íslensk þáttaröð um þá fugla
sem á Islandi búa eða hingað koma.
Umsjón Magnús Magnússon.
20.45 Sildarréttir (2) Werner Vögeli einn
þekktasti matreiðslumeistari heims,
fjallar í fjórum þáttum um rétti úr fs-
lenskri síld.
21.00 Samherjar (Jake and the Fat man)
Nýr bandarískur myndaflokkur um lög-
mann og einkaspæjara í baráttu við
undirheimalýð. Aöalhlutverk William
Conrad og Joe Penny. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
21.50 íþrótasyrpa Fjallað um helstu
íþróttaviðburði víðsvegar að úr heimin-
um.
22.20 Siðferði stjórnmálamanna Um-
ræðuþáttur í beinni útsendingu frá Al-
þingishúsinu. Þátttakendur eru Guðrún
Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis,
Sigurður Lindal, prófessor og Eyjólfur
Kjalar Emilsson, heimspekingur.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Líf f lóttri sveiflu (2) (Charlie „Bird“
Parkers liv og musik) Rakinn er Iffsferill
saxafónleikarans Charlie Parkers í fjór-
um þáttum, en fáir tónlistarmenn hafa
skilið eftir jafn djúp spor í sögu djassins.
23.50 Dagskrárlok.
STÖÐ 2
15.35 Með Afa Endurtekinn þáttur frá síð-
astliðnum laugardegi.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Stálriddarar Steel Riders Spenn-
andi framhaldsþættir í átta hlutum. 7.
þáttur.
18.20 Dægradvöl ABC's World Sports-
man. Lífleg þáttaröð um þekkt fólk sem
stundar spennandi áhugamál.
19.19 19.19 Lifandi fréttaflutningur ásamt
umfjöllun um málefni líðandi stundar.
20.30 Höfuðból i Vopnafirði I þessum
þætti verður farið til Vopnafjarðar. Ýmis-
legt verður skoðað í þessum fallega og
veðursæla firði. Við munum koma við á
kirkjustaðnum og prestsetrinu Hofi,
einnig förum við að Burstafelli en þar er
einn fegursti og best varðveitti torfbær
landsins. Umsjón Björn G. Björnsson.
20.45 Heimsmeistaramót íslenskra
hesta í Danmörku 1989 Umsjón Guð-
laugur Tryggvi Karlsson.
21.15 Kynin kljást Getraunaþáttur þar
sem konur keppa viö karla og karlar
keppa við konur. Vinningarnir eru glæsi-
legir og þættirnir allir með léttu yfir-
bragði. Umsjón: Bessi Bjarnason og
Björg Jónsdóttir.
21.45 Hetjan The Man Who Shot Liberty
Vance. Aðalhlutverk: John Wayne,
James Stewart, Vera Miles og Lee Mar-
vin. Leikstjórn John Ford. Sýningartími
120 mín. Aukasýning 13. desember.
23.45 Lifi Knievel Viva Knievel. Evil Knie-
vel sem leikur sjálfan sig í þessari mynd
er kominn til Kaliforníu. Þar hyggst hann
reyna við nýtt heimsmet í mótorhjóla-
stökki. Knievel vissi ekki að þar eru svik
í tafli. Aðalhlutverk: Evel Knievel, Gene
Kelly, Lauren Hutton og Leslie Nielson.
Leikstjóri Gordon Douglas. Sýningart-
ími 105 mín. Bönnuð börnum.
01.25 Dagskrárlok.
RÁS 1
FM,92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Guðmund-
ur Óskar Ólafsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið - Randver Þorláks-
son. Fréttyfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl.
8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynn-
ingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Neytendapunktar
9.20 Morgunleikfimi með Halldóru
Björnsdóttur.
9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi
Umsjón Haraldur Bjarnason.
10.00 Fréttir.
10.03 Þingfróttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur
11.53 Á dagskrá Litiö yfir dagskrá
fimmtudagsins í Útvarpinu.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.00 í dagsins önn- Upp á kant Umsjón
Þórarinn Eyfjörð.
13.30 Miðdegissagan: „Svona gengur
það“ eftir Finn Soeborg Ingibjörg
Bergþórsdóttirþýddi. Barði Guðmunds-
son les (9)
14.00 Fréttir.
14.03 Miðdegislögun Snorri Guðvarðar-
son blandar. (Einnig útvarpað aðfara-
nótt miðvikudags að loknum fréttum kl.
2.00).
15.00 Fróttir.
15.03 Leikrit vikunnar „Leonida kynnist
byltingunni'' eftir lon Luca Caragiali
15.45 Neytendapunktar Umsjón Björn S.
Lárusson. (Endurt.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
16.08 Á dagskrá
16.15 Veðurfregnir.
16:20 Barnaútvarpið Meðal annars verð-
ur lesið úr „Litla prinsinum" i
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Dvorák og
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál-
efni. (Einnig útvarpað að loknum frétt-
um kl. 22.07).
18.10 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigrryggsson. (Einn-
ig útvarpað aðfaranótt mánudags kl.
4.40)
18.30 Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá Þáttur um menningu og listir
líðandi stundar.
20.00 Litli barnatíminn: „Kári litli i
skólanum" eftir Stefán Júlíusson
(Höfundur les (9)
20.15 Pianótónlist - Pianósónata nr. 8
eftlr Alexander Scrlabin Vladimir As-
hkenazy leikur.
20.30 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskólabíói -
fyrri hluti Einleikari Edda Erlendsdóttir
píanóleikari. Stjórnandi Miltiades Cari-
dis. Sinfónta nr. 3 eftir Franz Schubert.
Píanókonsert eftir Edward Grieg. Kynnir
Hanna G. Sigurðardóttir.
21.30 Ljóðaþáttur Umsjón Njörður P.
Njarðvík.
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál-
efni. (Endurt.)
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dag-
skrá morgundagsins.
22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabiói - síðari
hluti.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur Umsjón Leifur Þórar-
insson. (Endurt.) ,
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS 2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu,
inn í Ijósið Leifur Hauksson og Jón Ár-
sæll Þórðarson hefja daginn með hlust-
endum.
8.00 Morgunfréttir - Spaugstofan: Allt
það besta frá liðnum árum.
9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Alberts-
dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir.
Neytendahorn kl. 10.03 og afmælis-
kveðjur kl. 10.30. Spaugstofan: Allt það
besta frá liðnum árum kl. 10.55 (Endur-
tekinn úr morgunútvarpi). Þarfaþing
með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03 og
gluggað í heimsblöðin kl. 11.55.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegísfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu með
Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri)
14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir
kynnir allt það helsta sem er að gerast f
menningu, félagslífi og fjölmiðlum.
14.06 Milli mála Árni Magnússon leikur
nýju lögin Stóra spurningin. Spurn-
ingakeppni vinnustaða, stjórnandi og
dómari Flosi Eiríksson k. 15.03.
16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp.
18.03 Þjóðarmeinhornið: Óðurinn til
gremjunnar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn
Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og
leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl.
03.00 næstu nótt á nýrri vakt).
20.30 Útvarp unga fólksins: „Aldrei að
víkja“, framhaldsleikrit eftir Andrés Ind-
riðason Þriðji þáttur. Leikstjóri Brynja
Benediktsdóttir.
21.30 Fræðsluvarp: „Lyt og lær“ Þriðji 4
þáttur dönskukennslu á vegum Bréfa-
skólans. (Endurt.)
22.07 Rokksmiðjan Sigurður Sveirrisson
kynnir rokk í þyngri kantinum. (Úrvali
útvarpað aðfaranótt sunnudags að
loknum fréttum kl. 2.00).
00.10 I háttinn.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00, og
24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
01.00 Áfram ísland Dægurlög flutt af ís-
lenskum tónlistarmönnum.
02.00 Fréttir.
02.05 Grænu blökkukonurnar og aðrlr
Frakkar Skúli Helgason kynnir nýja tón-
list frá Frakklandi. (Endurt.)
03.00 „Ðlítt og létt...“ Endurtekinn sjó-
mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggva-
dóttur frá liðnu kvöldi.
04.00 Fróttir.
04.05 Glefsur.
04.30 Veðurfregnir.
04.40 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson.
(Endurt.)
05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 A djasstónleikum Frá tónleikum
Cab Kay og Oliver Manoury með ís-
lenskum hrynsveitum í Útvarpssal.
Vernharður Linnet kynnir. (Endurtekinn
þáttur frá föstudagskvöldi á Rás 2).
05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 A djasstónleikum Frá tónleikum
Cab Kay og Oliver Manoury með is-
lenskum hrynsveitum í Útvarpssal.
Vernharður Linnet kynnir. (Endurt.)
06.00 Fréttir af veðri, færð og flugssam-
göngum.
06.02 I fjósinu.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
Úvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03-
19.00.
Útvarp Austurland kl. 18.30-19.00.
Svæðisútvarp Vestfjarða kl. 18.03-
19.00.
BYLGJAN
FM 98,9
07.00-10.00 Páll Þorsteinsson. Alls
kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem
vilja fylgjast með, fréttir og veður á sín-
um stað.
10.00-14.00 Valdís Gunnarsdóttir Sér-
staklega vel valin og þægileg tónlist
sem heldur öllum I góðu skapi.
14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds-
son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt
á sínum stað, tónlist og afmæliskveðjur.
18.00-19.00 Arnþrúður Karlsdóttir -
Reykjavík síðdegis. Finnst þér að
eitthvað mætti betur fara í þjóðfélaginu í
dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn
er 61 11 11.
19.00-20.00 Snjólfur Teitsson. Afslapp-
andi tónlist í klukkustund.
20.00-24.00 Haraldur Gislason. Halli er
með óskalögin í pokahorninu og ávallt í
sambandi við íþróttadeildina þegar við
á.
24.00-07.00 Næturvakt Bylgjunnar.
ÚTVARP RÓT
FM 106,8
09.00 Rótartónar.
10.00 Poppmessa í G-dúr E.
12.00 Tónafljót.
13.00 Sagan.
13.30 Mormónar Kirkja Jesú Krists hinna
síðari daga heilögu.
15.30 hanagal E.
15.30 UmrótTónlist, fréttirog upplýsingar
um félagslíf.
17.00 ( hreinskilni sagt. Pétur Guðjóns-
son.
18.00 Kvennaútvarpið Ýms kvenna-
samtök.
19.00 Fimmtudagur til fagnaðar Gunn-
laugur og Þór.
20.00 Fés Unglingaþáttur.
21.00 Úr takt Tónlistarþáttur með Hafliða
Skúlasyni og Arnari Gunnari
Hjálmtýssyni.
22.00 Tvífarinn Tónlistarþáttur í umsjá
Ásvalds Kristjánssonar.
23.30 Rótardraugar Lesnar draugasögur
fyrir háttinn.
24.00 Næturvakt.
Blessaður
vertu. Þetta
er eins og að
borða skál af
mjólkurdufti.
Sjáðu, það
stendur hér
orðrétt:„Hluti
kjarngóðrar
morgunmáltíðar”
Svo sýna þeir Veistu hvers
einhvern vegna þú skelfur
borða fimm svona? Af
greipaldin og jkröftugum
tólf vítamínsskorti,
heilhveitibollur l vittu til. '
í 1 £
7
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1989