Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Verðjöfnunarsjóður Óvirkur næstu þrjú árin Ljóst er að með þessum tveimur lántökum stjórnar Verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins til greiðslu verðbóta á freðfisk og hörpudisk, 800 miljónum króna í september 1988 og 400 miljónum króna í ár, er búið að gera hann óvirkan næstu þrjú árin. Lánið fellur á ríkissjóð hafi verðhækkanir á freðfiski og hörpudiski ekki nægt til endur- greiðslu á láninu og búast má við að verulega gangi á inneignir annarra deilda í sjóðnum vegna greiðslu verðbóta á þessu ári. í framhaldi af setningu bráða- birgðalaganna frá því í september í fyrra sem heimiluðu fyrri lánt- ökuna var ákveðið að greiða til bráðabirgða 5% verðbætur á cif- Búnaðarbankinn Sólon í stað Stefáns Á fundi bankaráðs Búnaðar- banka íslands í gær var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum að ráða Sólon R. Sigurðsson að- stoðarbankastjóra í stöðu banka- stjóra í stað Stefáns Hilmarssonar sem lætur af störfum um áramót. Sólon R. Sigurðsson sagði að ráðning sín í stöðu bankastjóra væri ekki aðeins ánægjuleg fyrir sig persónulega heldur einnig afar mikils virði fyrir bankamenn að geta unnið sig upp í þessa stöðu. Þetta væri mjög ánægjuleg þróun og þá ekki síst fyrir þá staðreynd að í bankaráði bank- ans var full samstaða um þessa ákvörðun. -grh verðmæti freðfisks frá 1. júní 1988. Einnig var ákveðin 8% verðuppígreiðsla á ci-verðmæti hörpudisks og bráðabirgðaút- greiðsla á rækju var einnig hækk- uð í 8% á alla framleiðslu frá 1. júní 1988. Jafnframt var byrjað að greiða verðbætur á saltfiskafurðir vegna lækkandi markaðsverðs. Þetta kemur fram í yfirliti um starfsemi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins 1988 og 1989 sem sjá má í skýrslu stjórnar Farmanna- og fiskimannasam- bandsins 1987-1989. Á síðasta ári námu áætlaðar út- greiðslur úr sjóðnum á freðfisk vegna framleiðslu árins 388,9 miljónum króna, 142,2 miljónir til rækju, 47 miljónir til hörpu- disks og 97,8 miljónir króna til saltfisksafurða. Samtals námu því þessar greiðslur til verðbóta á árinu 1988 alls 675,9 miljónum króna. í lok september síðastliðins var innistæða í sjóðnum um 860 milj- ónir króna. Mest var innistæðan vegna rækju eða um 304 miljónir króna, 241 miljón króna vegna saltfisks og vegna humars 227 miljónir króna. Á sama tíma var skuld sjóðsins vegna freðfisks um 907 miljónir króna og 35 miljónir vegna hörpudisks. Ástæða þess að Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaðarins hefur þurft að taka þessi tvö lán til greiðslu verðbóta á helstu sjávarafurðir er iækkandi markaðsverðs þeirra sem byrjaði að gæta á árinu 1987 og hélt áfram á síðasta ári. Þó hefur verið ákveðið að frá og með næstu áramótum verði engar greiðslur úr Verðjöfnunarsjóðn- um til frystingar. -grh Elín Jakobsdóttir og Gréta Kjartansdóttir afgreiðslufulltrúar Spari- sjóðsins í Kringlunni. SPR0Ní Kringluna Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis opnar í dag afgreiðslu í Kringl- unni 5 þar sem veitt verður alhliða bankaþjónusta í tengslum við höfuðstöðvar Sparisjóðsins við Skólavörðustíg. Thommessen fær tónlistarverðlaunin Norska tónskáldið Olav Anton Thommessen hlýtur tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 1990. Hann fær verðlaunin fyrir verkið „Gjennom Prisme". Verðlaunin eru 150 þúsund danskar krónur og verða afhent 28. febrúar í Reykjavík af forseta ráðsins. Endurbætur tengdar skrílslátum Svo virðist sem endurbætur á stofu 201 í Árnagarði tengist skrflslátum viðskiptafræðinema í Starfsmenn Hagvirkis eru byrjaðir að vinna við endurbyggingu Hafnarfjarðarvegar og er stefnt að því að Ijúka verkinu um mitt næsta sumar. Ökumenn eru beðnir að taka tillit til þessara framkvæmda og árlðandi að aka með sérstakri varúð á þessum stað. Mynd: Jim Smart. Bní yfir Amameshæð Vegurinn ber þá umferð sem um hann fer en ástæSa þótti til að lagfæra hann til að koma í veg fyrir frekari umferðarslys. Árin 1986 og 1987 urðu á veginum 87 óhöpp og þar af 20 slys þar sem fólk varð fyrir meiðslum, sagði Rögnvaldur Jónsson yfirverk- fræðingur Vegagerðar ríkisins. Hafnar eru framkvæmdir við endurbyggingu Hafnarfjarðar- vegar frá Kópavogi suður fyrir Arnarneshæð. Eystri akbrautin verður endurbyggð, grafið verð- ur niður í Arnarneshæðina fyrir vegi og síðan verður byggð brú þar yfir. Þessar framkvæmdir eru svipaðar þeim sem gerðar voru í Kópavogi á sínum tíma og nú ný- verið á Bústaðavegi. Það er verktakafyrirtækið Hagvirki sem vinnur verkið og er gert ráð fyrir að því ljúki um mitt næsta sumar. Heildarkostnaður er áætlaður um 250 miljónir króna. -grh Eldislax Veruleg verolækkun í ár Aþessu ári hafa rekstrarskil- yrði í fiskeldi versnað veru- lega miðað við árið á undan. Veruleg verðlækkun hefur orðið á eldislaxi og má áætla að lækk- unin sé á bilinu 20-40% miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í skýrslu fiskræktardeildar Fisk- ifélags íslands. Samkvæmt skýrslunni var skilaverð á Iaxi sem seldur var héðan á Bandaríkjamarkað í sumar að 200 krónur fengust fyrir kílóið af laxi sem var frá 1-2 kfló Odda fyrirnokkrum vikum, segir í ályktun frá aðalfundi Mímis, fé- lags stúdenta í íslenskum fræðum, en fundurinn lýsir yfir furðu sinni á vinnubrögðum yfir- stjórnar Háskólans varðandi endurbætur á húsnæði Árna- garðs. „Spurningin er hvort hægt sé að breyta forgangsröð verk- efna með því að beita aðferðum viðskiptafræðinema, þ.e. með því að ryðjast inn í kennslustund hjá öðrum háskólanemum og hafa óspektir í frammi. Eigum við íslenskunemar og aðrir „Am- agarðsbúar" að tileinka okkur þessi vinnubrögð til að ástand í öðrum stofnunum verði fært til betri vegar?“ segir í ályktuninni. að þyngd, 260 kr./ kg. fyrir lax í 2-3 kflóa flokki og 310 kr./ kg. fyrir stærsta laxinn sem er um 3-4 kfló að þyngd. Frá þessu verði dragast síðan um 40-50 krónur vegna pökkunarkostnaðar þann- ig að framleiðandinn fær ekki nema um 160 krónur fyrir kflóið af laxi sem er frá 1-2 kfló að þyngd. Að sögn Friðriks Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landssamb- ands fiskeldis- og hafbeitarstöðva er framleiðsluskostnaður á hvert áhugaverðan hátt um kynlíf og stuðla að opnari umræðu en tíðk- ast hefur hér á landi um þau mál. Fyrsta tölublaðið er 72 síður að stærð og er prentað í 15 þúsund eintökum. Ætlunin er að gefa út 4 tölublöð á ári. Ritstjóri er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir en Frjáls markaður gefur blaðið út. kfló af laxi í íslenskum laxeldis- fyrirtækjum talinn vera frá 270- 300 krónur. Hann sagði að útlit væri fyrir verðhækkanir á eldi- slaxi á næsta ári vegna þess meðal annars að Norðmenn hafa ákveð- ið að draga saman seglin í sinni framleiðslu um 40 þúsund tonn eða úr 150 þúsund tonnum í 110 þúsund tonn. Það þýðir að heim- sframleiðslan á eldislaxi minnkar úr því að vera um 220 þúsund tonn í um 180 þúsund tonn. -grh gerir þá kröfu að settar verði regl- ur um upplýsingar til neytenda hvað gæðaflokkun nautakjöts varðar þannig að neytandinn viti ávallt hvaða vöru hann er að kaupa. Jafnframt að settar verði ítarlegri reglur um upplýsingar á öðrum kjötvörum, t.d. um fitu- magn í kjöthakki og fitu- og vatnsinnihald í unnum kjötvör- um,“ segir í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum vegna frétta um að nautakjöt sé selt í verslunum án þess að fram komi gæðaflokkun þess. Þvíhefur jafn- framt verið haldið fram að kjöt af mjólkurkúm sé selt í verslunum sem ungnautakjöt. Pverflautuleikur á Háskólatónleikum Franski þverflautuleikarinn Martiel Nardeau mun leika á Háskólatónleikunum á morgun miðvikudag. Hann hefur verið búsettur hér síðan 1982 og starfað við hljóðfæraleik og tónlistar- kennslu. Hann mun flytja sex fantasíur eftir Telemann á tónl- eikunum sem hefjast kl. 12.30 í Norræna húsinu. Bleikt & blátt Bleikt & blátt nefnist nýtt tímarit um kynlíf sem hafið hefur göngu sína. Þetta mun fyrsta tímaritið sinnar tegundar sem gefið er út hér á landi. Er tímaritinu ætlað að fjalla á gagnlegan, fræðandi og Þykkmjólk Stöðugt fjölgar mjólkurafurðun- um á markaðinum. Nú býður Mjólkursamsalan upp á svokall- aða þykkmjólk, sem eru mildýrð- ar mjólkurafurðir með ríkulegum skammti af ávöxtum eða blöndu af ávöxtum og trefjakorni. Hægt er að fá þrjár tegundir af þykkm- jólkinni, 6 korna með ferskjum, með eplum og perum í stórum bitum og með hreinum jarðar- berjasafa. Það er Mjólkursamlag Borgfirðinga Borgarnesi sem framleiðir þykkmjólkina. Nautakjöt ekki gæðaflokkað „Stjórn Neytendasamtakanna Alitamal um líffræðikennslu Staða líffræðikennslu, ýmis álita- mál, nefnist fyrirlestur sem Stef- án Bergmann lektor heldur á veg- um Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála í dag kl. 16.30 í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg. Öllum heimill að- gangur. Spilakvöld Fjórða og síðasta spilakvöld starfsmannafélagsins Sóknar og verkakvennaféiagsins Framsókn- ar verður haldið í Sóknarsalnum Skipholti 50A fimmtudagskvöld- ið 16. nóvember kl. 20.30. Góð verðlaun. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. rtóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.