Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 4
JMÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Umhverfis- eða „viðgerða- ráðuneyti"? Skoöanir eru skiptar um verkefnalista væntanlegs um- hverfisráöuneytis á íslandi. Óljóst er líka hvor verkefnin verða umfangsmeiri hjá því í byrjun, forvarnarstarfiö sem á að giröa fyrir umhverfisspjöll áður en þau gerast, eöa björg- unaraögerðirnar vegna þeirra slysa sem þegar eru dunin yfir. Oddmund Graham, ráðuneytisstjóri umhverfisverndar- ráðuneytis Norömanna, sagði frá því á ráöstefnu sem sam- tökin Landvernd héldu á föstudaginn, aö meginhlutann af 17 ára starfstíma norska ráöuneytisins hefði með sanni mátt kalla það „viðgerðaráðuneytið". Verkefnin hafa að mestum hluta verið fólgin í björgunaraðgerðum. Aðeins allra síðustu ár hefur Miljöværndepartementet í Noregi getað beitt sér að fræðslu og forvörnum í þeim mæli sem æskilegast er. Þessi ummæli norska ráðuneytisstjórans eru mjög athyglisverð og styrkja þá skoðun að íslenska umhverfisráðuneytið eigi frá upphafi að kappkosta áróður og fyrirbyggjandi aðgerðir. Starfsemi Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins hefur að mestu leyti getað flokkast undir „viðgerðastarf- semi“. Þessar stofnanir berjast við að græða þau sár sem búseta mannsins í landinu hefur opnað. Hið sama er að ségja um áhugamannafélög eins og Skógræktarfélag ís- lands, Garðyrkjufélag íslands, Landvernd, Líf og land og Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, svo nokkur séu nefnd. Margt í starfi þeirra er knúið fram af illri nauðsyn, viðbrögðum við óþolandi ástandi. Samviska félagsmanna hefur verið aflvélin, en eldsneytið upplýsingarnar um það sem betur mátti fara. Viss hætta hefur verið í þessu fólgin fyrir umhverfisvernd- arsamtök. Þau hafa neyðst til að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem benda á misfellur. Tíð gagnrýni þeirra, þótt rétt- mæt sé, hefur því hljómað í eyrum margra sem sífellt nöldur og neikvæði. Fjölmiðlar eiga hér nokkra sök, því í leit sinni að velheppnuðum og háværum fréttaskotum koma þeiroftartil skila neikvæðum atriðum en jákvæðum. Á þessum ári hafa t.d. orðið viss jákvæð tímamót í um- hverfisvernd á íslandi, þótt vafasamt sé að almenningur hafi veitt því mikla eftirtekt. Samtökin Landvernd hafa undirgiftu- ríkri forystu Þorleifs Einarssonar, jarðfræðings og prófess- ors, úthlutað um 7 miljónum krónatil margvíslegra verkefna um land allt. Fé þetta leggja neytendur til með kaupum sínum á plastpokum í verslunum. En hver á heiðurinn af því að vekja jarðarbúa til vitundar? Hvaðan koma meginstraumar þeirrar vakningar sem hægt og sígandi mótaði viðhorf ýmissa þjóðfélagshópa og stjórn- ar nú framkomu og ákvarðanatöku helstu valdamanna heims? Þótt umhverfisráðuneyti hafi um mislangt skeið starfað í langflestum ríkjum nema á íslandi erfrumkvæðisins ekki að leita þangað. Ekki er heldur hægt að sæma marga stjórnmálamenn sérstökum heiðursviðurkenningum fyrir framsýni í þessum efnum. Staðreyndin er sú, að stórhuga einstaklingar og einbeitt áhugamannasamtök kveiktu fyrstu eldana. Sum þessara samtaka hafa náð slíkri stærð og fótfestu í þjóðlöndunum að þau hafa bein áhrif á framvindu mála. Samtökin Landvernd minnast 20 ára afmælis síns um þessar mundir. Nýr formaður þeirra, Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, minnti af því tilefni í fyrirleátri á föstudag- inn á algeng viðhorf gagnvart umhverfisverndarfólki fyrir tveim áratugum. Þá var það í túlkun margra fjölmiðla lítill sérvitringahópur. En málstaðurinn var göfugur og réttur og áhugafólkið vék ekki af leið. Landvernd hefur einbeitt sér að uppbyggingarstarfi og fræðslu, t.d. með útgáfustarfsemi. Þegar nú kemur til skjalanna umhverfisráðuneyti á íslandi er mjög brýnt að líta til áhugamannasamtaka í umhverfismál- um um fordæmi í fræðslu og umfjöllun og minnast frumherj- anna í þessum efnum með viðeigandi hætti. KLIPPT OG SKORIÐ Hvað hrynur með múrnum? Þegar Berlínarmúrinn hrynur og boðaðar eru frjálsar kosningar í Austur-Þýskalandi, rétt eins og í Ungverjalandi áður, þegar kommúnistaflokkurinn í Póllandi bíður mikinn ósigur í kosningum og kyngir honum, þegar hlið- stæður ríkisflokkur í Ungverja- landi afsalar sér völdum og breytir sér í sósíalistaflokk - hvað er það sem hrynur? Stalínisminn er hruninn, segir Alþýðublaðið í leiðara á laugardaginn og má til sanns vegar færa, því Stalín átti manna mestan þátt í því að koma upp því alræði eins flokks og þeirri altæku miðstýringu atvinnulífs sem nú er að syngja sitt síðasta vers. Samt er þessi skilgreining í þrengsta lagi, því Stalín er farinn að verða eins og hvert annað þægilegt skammar- yrði í sögunni. Aðrar uppástung- ur eru á þá leið að kommúnism- inn sé hruninn, eða ríkiskom- múnisminn eða ríkissósíalisminn. Látum svo vera. Hitt er svo lakara þegar fréttamenn, ekki síst á ríkisfjölmiðlunum, fara að halda því fram að nú sé sósíalism- inn hruninn - eða eitthvað í þá veru. Nauöhyggja frá Mos- kvu og Washington Þeir sem svo tala átta sig kann- ski ekki á því, að þeir eru með undarlegum hætti fastir í gömlu samsæri ráðamanna í Kreml og í Washington gegn þeim, sem nálgast vildu spurningar um sósí- alisma með kreddulausum og opnum huga. Þessir ráðamenn voru nefnilega svo innilega sam- mála um að hinn eini sanni og mögulegi sósíalismi væri til fyrir austan tjald, í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra, og hvergi nema þar. Bæði sovéskir og bandarískir forystumenn höfðu hag af þessum málatilbúnaði. So- vétmenn svöruðu gagnrýni á stjórnsýslu sína, valdseinokun flokksins, niðurbælingu umræðu, mannréttindabrot og fleira með því, að hvað sem þessu og öðru liði, þá væru Sovétríkin hinn „raunverulegi sósíalismi", og vandræði hans yrðu menn að þreyja eins og Þorrann og Gó- una, þar til allt færi loks að virka eins og vera ætti og upp rynni betri tíð kommúnismans með blóm í haga. Kenningin um sósí- alismann eina í Sovétríkjunum og þar um kring var hentugt barefli á alla villumenn, alla sem vildu hugsa dæmið upp á nýtt, alla sem töldu að sósíalismi án lýðræðis væri meiningarleysa. Fyrir Bandaríkjamenn var það svo þægilegt að taka undir þessa kenningu um sovéska einokun á sósíalismanum - til þess að gera þeim sem erfiðast fyrir sem væru að freistast til að fitla eitthvað ó- kurteislega við kapítalismann. Sem vildu ganga lengra í því til dæmis að þjóðnýta auðlindir eða skerða umsvif alþjóðlegra auðhringa en ráðamönnum í Washington gott þótti. Slíkum sósíalistum og vinstrikrötum var sagt að hafa sig hæga, þeir væru að hella vatni á myllur kommún- ismans, þeir væru að byrja skelfi- lega ferð, sem kannski sýndist meinlaus í byrjun en mundi sann- arlega teyma alla út í kalt fen Gúlagsins. Sögulegar blöndur á hreyfingu Allur er þessi málflutningur því marki brenndur, að byggja á mikilli einföldun veruleikans. Sér til hægri verka gera menn ráð fyrir því, að þjóðfélög séu nokk- uð tegundarhrein: hér er léns- skipan, hér er kapítalismi, hér er sósíalismi. Og síðan tína menn það saman sem við á að éta í hverri þjóðfélagsgerð. Veru- leikinn er svo miklu margræðari og þverstæðufyllri og tollir illa í pörtum á aðgreindum básum í heimsfjósinu. Einn helsti kenningasmiður sósíalista, Friedrich Engels, var- aði menn fyrir meira en hundrað árum við slikum einföldunum. Hann sagði á þá leið, að sósíal- isminn væri ekki tiltekið ástand til að keppa að, ekki heldur hug- mynd til að sveigja veruleikann undir, heldur fyrst og fremst hreyfing sem kollvarpaði rikjandi ástandi. Hér mætti náttúrlega strax koma með ýmsar spurning- ar: það er gott og blessað að leggJa áherslu á hreyfinguna fremur en gleyma sér við að hanna innréttingarnar í eldhús- um framtíðarþjóðfélagsins sæla - en hreyfingin hlytur samt að tengjast því hvert menn ætla sér. Einhver viðleitni til að halda fram framtíðarsýn er líklega óhjákvæmileg öllum þeim sem vinna gegn „ríkjandi ástandi“. Byltingin er löngu byrjuð En látum það kyrrt liggja í bili. Hitt skiptir mestu, að þegar á síð- ustu öld voru þeir sem mest lögðu í hugmyndabanka sósíalista vak- andi fyrir því, að morgundagur- inn byrjar nú þegar. Gangi menn til verka með því hugarfari verð- ur sósíalisminn afar margt. Við munum ekki betur, en Karli gamla Marx hafi fundist það vera merkur angi af byltingunni að það tókst að koma í Bretlandi á vinnulöggjöf sem kvað á um hámarksvinnutíma - vegna þess að með því hafði verið gripið inn í „frjálsa verslun" kapítalistanna með vinnuafl með afdrifaríkum hætti. Með sama hætti gætum við minnt fólk á að margvísleg rétt- indi sem verklýðshreyfing og sósíaliskir flokkar hafa tryggt fólki (til menntunar, orlofs, ellil- ífeyris, heilsugæslu osfrv.) voru eins og hver annar guðlaus kommúnismi og bylting þegar kröfur um slík réttindi voru fyrst fram bornar. Slíkar og þvílíkar breytingar á samfélögum amk. í okkar hluta heims hafa svo rót- tækar félagslegar afleiðingar, að það er meira en vafasamt að láta sem við búum við sömu þjóðfé- lagsgerð og iðnverkalýður sá sem hóf sína löngu göngu til skárra lífs í allsleysi ömurlegra leiguhjalla í fátækrahverfum Evrópu á fyrri öld. Sósíalískar hugmyndir, stund- um í tengslum við þann kristna arf sem telur ríkidæmi synd, bar- átta sósíalískra hreyfinga - allt hefur þetta gert margan „sósíal- isma“ að svo sjálfsögðum hlut, að menn eru löngu búnir að gleyma því hvaðan gott kom. Þegar flokksræðið í Austur-Evrópu siglir upp á sker, þá hrynur ekki sósíalisminn, heldur sá angi út úr honum sem trúir því, að það sé hægt að stytta sér leið til framtíð- arríkisins sæla með því að af- henda einhverri „úrvalssveit" öll völd til að stýra samfélagsskút- unni þangað. þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmda8tjóri:HallurPállJónsson. Ritatjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttaatjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrlf8tofu8tjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrei&8Íu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.