Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 7
Handbolti Auðvelt hjá FH Stjarnan átti aldrei möguleika gegn FH. For- ysta FH-inga nú þrjú stig en Stjarnan og Valur eiga eftir að leika FH-ingar hafa nú þriggja stiga forystu á toppi 1. deildar eftir að hafa lagt Stjörnuna nokkuð auðveldlega að velli í hinni nýju íþróttahöll Garðbæinga á laugar- dag. Leiknum lauk þó með aðeins tveggja marka sigri FH því Stjarnan náði að klóra í bakkann og skora sex síðustu mörkin. Stjarnan og Valur eru bæði þremur stigum á eftir FH, en eiga eftir að leika innbyrðis þannig að forskot Gaflara mun minnka með það sama. Sigur FH-inga var furðu auðveldur og náði Stjarnan sér aldrei fyllilega á strik. Vörn liðs- ins hefur varla nokkurn tíma ver- ið jafn slök í vetur, nema ef vera skyldi í Evrópuleiknum fræga. FH-ingar þurftu oft nær ekkert að hafa fyrir því að skora mörkin, því vörn Stjörnunnar var hálf sof- andi á verðinum. FH hafði frum- kvæðið allan leikinn en tvö mörk skildu í leikhléi, 12-14. Þótt síðari hálfleikur endaði 14-14 var hann mun ójafnari en sá fyrri. FH jók muninn í 6-7 mörk um miðjan síðari hálfleik og hafði mest átta marka forystu 20-28 þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Þá slökuðu FH- ingar á og Sigurður Bjarnason skoraði nokkur einföld mörk í röð þannig að lokatölur urðu 26- 28. Sóknarleikur FH var sem fyrr sterkasta hlið liðsins. Vörn Stjörnunnar réð einfaldlega ekki við útispilarana Héðin, Óskar og Guðjón og Jón Erling fékk einnig að njóta sín í horninu. Það var sannast sagna ekki veikan blett að finna á sóknarleik FH. Vörnin var einnig nokkuð sterk en gerði sig þó seka um fjölda mistaka sem Stjarnan klúðraði yfirleitt á ýmsan hátt. Sigurður og Gylfi skoruðu falleg mörk en urðu einnig á mörg mistök. Brynjar varði ágætlega framan af en lét skapið skemma fyrir sér. í sem skemmstu máli má segja að Stjarnan hafi einfaldlega sýnt meistaratakta í þessum leik og verður FH að teljast mun líklegri kandídat. Mörk Stjörnunnar: Sigurður 9/ 1, Gylfi 7/2, Skúli 4, Hafsteinn 3, Einar 2, Axel 1. Mörk FH: Héðinn 7, Guðjón 6, Óskar 5/2, Jón Erling4, Gunn- ar 2, Hálfdán 2, Þorgils Óttar 2. Þrír aðrir leikir fóru fram á laugardag. ÍR heldur áfram að hirða stig af stóru liðunum og nú mátti KR þakka fyrir annað stigið í Seljaskóla. Allt stefndi í sigur ÍR-inga en Konráð Olavson skoraði fjögur síðustu mörk KR og jafnaði á síðustu mínútunni, 20-20. Þá sigraði Grótta lið HK auðveldlega 26-16 og KA vann ÍBV, 24-21. -þóm ÍÞRÓTTIR Staðan ....6 5 1 0 164-131 11 Stjarnan Valur... KR...... (R...... Grótta .. IBV ... KA .... Víkingur HK...... Héðinn Gilsson gnæfir hér yfir hæstu menn Stjörnunnar og skömmu síðar lá knötturinn í netinu á bak við Brynjar Kvaran Héðinn átti ágætan leik á laugardag og skoraði sjö marka FH I nokkuð auðveldum sigri. Eftir þennan sigur verður FH að teljast líklegri til sigurs í deildinni en Stjarnan. Mynd: þóm. r OPNUM I DAG AÐ FAXAFENI 2 í REYKJAVÍK Getum nú loks boðið upp á gómsœta kjúklinga í Reykjavík eins og í Hafnarfirði. K&ntucky Fried Chicken Hjallahrauni 15 Hafnarfirði Sími 50828 Faxafeni 2 Reykjavík Sími 680588 Opið alladaga kl. 11.00-22.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.