Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 11
NÝJAR BÆKUR
I DAG
Hausthefti
Skírnis
Hausthefti Skírnis, Tímarits
Hins íslenzka bókmenntafélags,
163. árg. er komið út. Heftinu
fylgir Bókmenntaskrá Skírnis
1988. Fyrirferðarmest í heftinu er
efni um íslenskar bókmenntir.
Ritgerðir þeirra Ástráðs
Eysteinssonar um Þórberg Þórð-
arson og Þóris Óskarssonar um
Gunnar Gunnarsson eru skrifað-
ar í aldarminningu þessara
tveggja rithöfunda. Guðbjörn
Sigurmundsson skrifar um tvær
síðustu Ijóðabækur Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar, sem lést á
síðasta ári. Helga Kress bregður
nýstárlegu Ijósi á „Grasaferð"
Jónasar Hallgrímssonar og „syst-
ur“ hans. Málfríður Einarsdóttir
er skáld þessa Skírnisheftis og
birtast hér þrjú ljóð hennar, eitt
frumort og tvö þýdd.
Þrjár greinar eru um íslenskar
fornbókmenntir. Hermann Páls-
son túlkar haugvísu Gunnars á
Hlíðarenda og Sveinbjörn Rafns-
son ræður í merkingu fundarins í
laukagarði Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur. Jón Sveinbjörnsson fjall-
ar um Nýjatestamentisþýðingu
Odds Gottskálkssonar, og aðrar
fornar þýðingar á efni Biblíunnar
í tilefni af bók Ians Kirby, Bible
Translation in Old Norse.
Á þessu ári er liðin hálf öld frá
því að síðari heimsstyrjöldin
hófst og spænsku borgarastyrj-
öldinni lauk, og er þessara
tveggja atburða minnst í heftinu.
Aitor Yraola birtir ágrip af niður-
stöðum athugana sinna á við-
brögðum íslendinga við óf-
riðnum á Spáni. Ritgerð Arthúrs
Björgvins Bollasonar sýnir
hvernig nasistar nýttu sér íslensk-
ar fornbókmenntir til að upp-
hefja og stappa stálinu í þýsku
kvenþjóðina.
í þessum Skírni gagnrýna
nokkrir ungir fræðimenn viður-
kennd verk á sviði fræða sinna.
Tvö Skírnismál eru í heftinu.
Halldór Guðjónsson reifar hug-
myndir um merkingu og mark-
mið háskóla og gagnrýnir tillögur
nefndar um stjórnsýslu Háskóla
íslands. Árni Finnsson hugleiðir
stöðu tækninnar í nútímanum og
varar við síauknum áhrifum
hennar á hugsun fólks og breytni.
Ritstjóri Skírnis er Vilhjáímur
Árnasón.
Ht-lgl Hairatssun
Sósíalisial'éla}! fsleiulinga
austantjalds og SÍA - skjijlin
1956 - 1963
þeirra voru margir þeir sem nú
standa framarlega í Alþýðu-
bandalaginu.
Þegar Morgunblaðið birti skjöl
SÍA varð mikill hvellur í íslensku
stjórnmálalífi. Morgunblaðið
hélt því fram að SÍ A-menn væru í
byltingarþjálfun fyrir austan
tjald, en raunin var sú að íslensku
stúdentarnir voru allt annað en
ánægðir með ástandið í sósíalista-
ríkjunum og reyndu að koma
þeirri gagnrýni á framfæri í Só-
síalistaflokknum hér heima.
Um þetta allt fjallar bókin, og
er hér um að ræða merkt framlag
til íslenskrar nútímasögu. Dvöl
stúdentanna varð til að setja var-
anlegt mark á íslenska sósíalista-
hreyfingu, og forvitnilegt er að
lesa um það sérkennilega kalda-
stríðsástand sem ríkti á þessum
tíma.
WTRÖÐ sagxpræoinema
íslenskir
stúdentar
austantjalds
Út er komin í Ritröð sagn-
fræðinema bókin „Sósíalistafélag
íslendinga austantjalds og SÍA-
skjölin 1956-1963“ eftir Helga
Hannesson. Bókin ercand. mag.
ritgerð höfundar með nokkrum
viðbótum.
Eins og nafnið bendir til er
bókin um námsferðir íslenskra
stúdenta til austantjaldslanda á
sjötta áratug aldarinnar, reynslu
þeirra af verunni þar og félags-
skapinn sem þeir stofnuðu með
sér, Sósíalistafélag íslendinga
austantjalds eða SIA. íslenskir
stúdentar voru einna fyrstir vest-
antjaldsstúdenta til að fara austur
fyrir tjald, og fóru í fyrstu á veg-
um Sósíalistaflokksins. Á meðal
93 bls. í handhægu broti, sem fell-
ur vel í vasa göngugarpa. Auk
þess prýðir bókina fjöldi lit-
mynda.
Draumur
þinn rætist
tvisvar
Út er komin hjá Örlaginu í
Reykjavík skáldsagan Draumur
þinn rætist tvisvar eftir Kjartan
Árnason. Þetta er fyrsta skáld-
saga höfundar en jafnframt hans
þriðja bók. Hann hefur áður sent
frá sér smásögur og ljóð.
Bókin skiptist í fjóra hluta sem
hver lýsir ákveðnu skeiði í lífi að-
alpersónunnar. Á bókarkápu
segir: Draumur þinn rætist tvisv-
ar er skáldsaga um glaðværð lífs-
ins og hina óumflýjanlegu
skugga, þroskasaga þar sem sér-
staka athygli vekur nærfærin lýs-
ing á sambandi drengs við ömmu
sína. Aðalpersóna sögunnar er
þátttakandi í leik lífsins uns henni
ervarnað þess. Sársaukinn flæðir
inn og hið kyrra yfirborð sögunn-
ar, kunnuglegt umhverfi, fær allt
í einu annan lit.
Draumur þinn rætist tvisvar er
133 blaðsíður að stærð. Prent-
stofa G. Benediktssonar sá um
prentun og bókband.
Bókin kostar innbundin
2.531,- krónur með söluskatti en
hana má einnig fá sem kilju og
kostar hún þá 1.875,- kr. m/ssk.
Gönguleiðir
um Suðvestur*
hornið
Almenna bókafélagið hefur
gefið út annað bindi í ritröðinni
„Gönguleiðir á íslandi", sem
fjalla mun um helstu gönguleiðir
landsins. Fyrsta bindið kom út
fyrir ári og fjallaði um Suðvestur-
hornið norðan Suðurlandsvegar
frá Reykjavík austur fyrir Ing-
ólfsfjall en 2. bindið, er nefnist
„Suðvesturhornið - Reykjanes-
skaginn" tekur yfir allt Reykja-
nesið sunnan Suðurlandsvegar og
austur að Ölfusá.
Höfundur beggja bókanna er
hinn þekkti ferðaþjónustufröm-
uður Einar Þ. Guðjohnsen. Ein-
ar sjálfur hefur gengið og útfrá
því valið þær leiðir sem kynntar
eru í bókinni. í 2. bindi Göngu-
leiða á íslandi eru lýsingar og
skýr kort á 74 styttri og lengri
gönguleiðum í nágrenni höfuð-
borgarinnar og suður með sjó.
Suðvesturhornið-Reykjanes er
Fræg saga
um Óvíd
skáld
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefur sent frá sér skáldsöguna
Hinsti heimur eftir Austurríkis-
manninn Christoph Ransmayr.
Kristján Árnason þýddi.
Ágústus keisari hefur fellt dóm
yfir skáldinu Óvíd og vísað hon-
um brott úr rómverska ríkinu til
útlegðar á enda veraldar - í út-
kjálkaþorp við Svartahaf. Vinur
skáldsins - Kotta - heldur þangað
mörgum árum síðar til að fregna
um afdrif útlagans. En Óvíd er
horfinn. Er hann látinn eða hefur
hann endanlega sagt skilið við
samfélag manna?
Kotta hefur leitina og nemur
síðustu orð skáldsins til heimsins
á áletrunum á steinum og dulum.
Um leið rennur upp fyrir honum
ljós: í hversdagsleika þorpsins
mætir hann persónum úr skáld-
skap Óvíds og loks greinir lesand-
inn ekki lengur hvar fortíðinni
lýkur og nútíminn tekur við - því
tíminn gengur í hring. Örlög
mannanna endurtaka sig, taka að
vísu á sig nýjar myndir en eru
ætíð þau sömu, og fornar sögur
snúast að lokum upp í máttuga
spásögn um framtíð mannkyns...
Þrjú ung
Ijóðskáld
kveða sér
hljóðs
Almenna bókafélagið hefur
gefið út þrjár ljóðabælcur ungra
ljóðskálda og er það liður í átaki
félagsins til eflingar íslenskri
ljóðlist. f Bókakynningu segir
m.a.r
Stundir úr lífi stafrófsins nefn-
ist ljóðabók Sigmundar Ernis
Rúnarssonar. Sigmundur er bet-
ur þekktur sem frétta- og fjöl-
miðlamaður en hann hefur áður
gefið út tvær ljóðabækur. Ljóð
Sigmundar eru þrauthugsuð enda
hefur bókin verið árum saman í
smíðum.
Fyrsta ljóðabók Birgittu Jóns-
dóttur nefnist Frostdinglar og
myndskreytir hún einnig bók
sína. Ljóð Birgittu eru afar per-
sónuleg og áleitin. Einn kafla
bókarinnar tileinkar hún föður
sínum sem fyrirfór sér og í öðrum
yrkir hún til íslands.
Þriðja skáldið er Steinunn
Ásmundsdóttir en fyrsta ljóða-
bók hennar heitir Einleikur á
regnboga. Bók Steinunnar er
sprottin úr reynslu hennar af dek-
kri hliðum lífsins. í ljóðunum er
að finna lífsháska og þroskaðan
hug. í bókinni eru ljósmyndir
eftir Ingu Lísu Middleton.
Ljóðskáldin þrjú munu kynna
ljóð sín á næstu vikum á höfuð-
borgarsvæðinu og landsbyggð-
inni.
þlÓÐWLJINN
FYRIR50 ÁRUM
Dýrtíðin færist í aukana. Mikil
verðhækkun á smjörlíki, olíu og
benzíni. Það verðurekki unað við
það til lengdar að allt hækki
nema kaupgjald verkamanna.
14. nóvember
miðvikudagur. 318. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 9.53-
sólarlag kl. 16.31. Stórstreymi.
Viðburðir
Sjómannafélagið Báran stofnað
árið 1894. Blaðið Verkamaðurinn
hefur göngu sína á Akureyri
1918. Surtseyjargos hefst árið
1963.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúða vikuna
10.-16. nóv. erí ReykjavíkurApóteki
ogBorgarApóteki.
Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LOGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur sími 4 12 00
Seltj.nes 1 84 55
Hafnarfj 5 11 66
Garðabær sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík 1 11 00
Kópavogur 1 11 00
Seltj.nes 1 11 00
Hafnarfj sími 5 11 00
Garðabær 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er I Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildineropin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn slmi 696600.
Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan
simi 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöts.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsfmi vaktlæknis 985-23221.
Kef lavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30-
20.30. Öldrunarlæknlngadeild Land-
spítalans Hátúni 10B. Alladaga 14-20
og eftirsamkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði:
alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alla daga 15-16 og
19.30-20.
YMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum. Simi 687075.
MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá
kl.8-17. Slminner 688620.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,-
sími 21500, símsvari.
Sjálf shjólparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sim-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, simi 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Slmsvari á öðrum tímum. Síminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamói. Sími
21260 allavirkadagakl.1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opiðhús" krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið I síma91 - l
22400 alla virka daga.
GENGK)
13. nóv. 1989 kl. 9.15. Bandaríkjadollar Sala 62.90000 99.12700
Kanadadollar 53.83000
Dönsk króna 8.70590
Norsk króna 9.04520
Sænsk króna 9.73990
Finnsktmark 14.64490
Franskurfranki 9.96040
Belgískurfranki 1.61000
Svissneskur franki 38.30810
Hollenskt gyllini 29.93460
Vesturþýski mark 33.75910
(tölsklíra 0.04629
Austurrískursch 4.79510
0.39490
0.53390
Japansktyen 0.43802
(rsktpund 89.90000
KROSSGÁTA
Lárótt: 1 sleipur4
suddi 6 kyn 7 krot 9 spil
12 hamslaus 14 þvottur
15 starf 16 gagnlegan
19kyrrt20hávaði21
gæfa
Lóðrótt: 2 púki 3 loki 4
móimur 5 fugl 7 skrifari
8 hlífðarfat 10 stifa 11
skakkri 13dauði 17
verkfæri18beita
Lausn á siðustu
krossgátu
Lérótt: 1 beyg4sljó6
enn7rist9ösla12
Iaust14iða15róm16
pálmi19taps20átta
21 tauta
Lóðrótt:2efi3geta4
snös5jól7reisti8
slappt 10 strita 11
aumkar13ull17ása18
mát
Þriðjudagur 14. nóvember 1989 )ÐVILJINN - SÍÐA 11