Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 ^^^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■^^^■■■■■■■■^^^B Orgelsmíði Aldrei einhæf vinna Hvertstykkiþarfað sérsmíða í orgelið segir Björgvin Tómasson sem nú er að leggja lokahönd á orgel fyrir Fáskrúðsfjarðarkirkju Þór Breiðfjörð Hann var mjög viljasterkur stjórnmálamaður og hafði mikið að segja í íslenskum stjórnmál- um. Ég sá hluta af þáttunum um Hriflu-Jónas í sjónvarpinu. María Hjaltadóttir Hef ekki hugmynd um það. Ég hef þó heyrt hans getið en veit ekki fyrir hvað hann er frægur. Anna María Jónsdóttir Hann var formaður Framsóknar- flokksins á sínum tíma. Mér finnst hann alls ekkert merkilegur mað- ur og er ekki hrifin af honum. Hann var framagosi og hræsnari sem barðist gegn menningu í landinu. Hafsteinn Hafsteinsson Hann þykir merkilegur maður en ég veit ekki af hverju. Jú, hann var í stjórnmálum. Eva Berglind Loftsdóttir Hann var stjórnmálamaður. Ég hef heyrt hans getið og hann var örugglega kommi eða frammari. Eg byrjaði á þessu orgeli síð- astliðið vor og hef unnið að smíði þess síðan ásamt einum að- stoðarmanni. Hvert stykki í svona hljóðfæri er sérsmíðað og jafnvel pípurnar sem ég kaupi frá Þýskalandi eru smíðaðar eftir minni pöntun, sagði Björgvin Tómasson orgeismiður i Mosfeils- sveit en hann hefur nýlokið við að smíða pípuorgel fyrir Fáskrúðs- ijarðarkirkju. í orgelinu eru 522 pípur, kass- inn er út mahonívið, það er níu radda á tveimur borðum með fjórum röddum á hvoru borði og einni sjálfstæðri á pedalrödd. Aðspurður um hvort orgel hefðu tekið miklum breytingum frá því sem var á fyrri öldum sagði Björgvin að í grundvallaratriðum væri munurinn lítill. - Það eru helst ýmis ný efni sem gera okkur kleift að ná betri hljómgæðum úr hljóðfærinu. Nú og svo heyrir það auðvitað sög- unni til að aðstoðarmann þurfi til að stíga vindbelginn sem núna er rafknúinn, sagði Björgvin. Björgvin sagði að það tæki einn mann um það bil ár að smíða orgel. - Ég byrja á því að fara og skoða kirkjuna og teikna síðan hljóðfærið með tilliti til þess rým- is sem það má taka en oft er ekki gert ráð fyrir neinu plássi fyrir orgel þegar kirkjur eru teiknað- ar. í orgelhúsinu sjálfu liggur mikil vinna en innviðurinn er þó það sem mestu máli skiptir. Eftir að smíði er lokið tek ég hljóðfær- ið í sundur stykki fyrir stykki. pakka hverri pípu niður fyrir sig og flyt það á áfangastað. Ég reikna með að vera um það bil viku að setja þetta orgel saman aftur fyrir austan og stilla það. Það er engin hætta á því að þessi vinna verði leiðinleg eða einhæf eins og verða vill þegar maður vinnur á stórum verkstæðum er- lendis þar sem hver og einn hefur afmarkað verksvið, sagði Björg- vin. Björgvin lærði orgelsmíði í Þýskalandi og starfaði þar í nokk- ur ár. Hann kom heim aftur fyrir þremur árum og þetta er þriðja orgelið sem hann smíðar hér- lendis. Fyrsta orgelið er í Hrepp- hólakirkju og annað í Stóra- Núpskiricju. Að sögn Björgvins eru næg verkefni framundan, a.m.k. næstu þrjú árin. - Draumurinn er auðvitað að fá að smíða orgel í kirjuna hér í Mosfellssveit, Lágafellskirkju, sagði Björgvin. «Þ Engin tvö orgel hljóma eins, enda er það ekkert markmið í sjálfu sér. Björgvin Tómasson við orgelið sem flutt verður austur á Fáskrúðsfjörð síðar í vikunni. Mynd-Kristinn. Stý rimannsnemar Safnað fyrir þyrium Fyrstu viðbrögð hafa verið mun betri en þeir bjartsýnustu þorðu að vona og hafa þau verið afar góð. Okkar markmið er að safna sem mestu og auka þar með á þann þrýsting sem nauðsynlegur er til að stjórnvöld taki almennilega við sér í þessu þjóðþrifamáli,“ sagði HelgiH. Georgsson formaður Ne- mendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík. Hafið er á vegum félagsins söfnunarátak til eflingar Björg- unarsjóði Stýrimannaskólans en markmið sjóðsins er að safna fé til styrktar kaupum á öflugum björgunarþyrlum. Söfnunin fer fram með símhringingum til fé- laga og fyrirtækja í landinu og hefur Farmanna- og fiskimanna- samband íslands lagt til vinnuað- stöðu í húsakynnum sínum og greiðir jafnframt símakostnað. Með hjálp sjómannakvenfélaga í Reykjavík, sem munu leita til kvenfélaga víða um iand, verður leitað til almennings eftir stuðn- ingi. Staðið verður fyrir söfnun um borð í öllum skipum flotans og eru uppi hugmyndir um af- rakstur eins dags frá hverri skips- höfn og útgerð. -grh Vinningstölur laugardaginn 11. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 1.267.909 o plúsísSkíI? Z. 4af5^p 7 62.841 3. 4af5 192 3.952 4. 3af 5 5.565 318 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.504.159 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.