Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 4
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Alþýðubandalagið 9. landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag og honum lýkur á sunnudaginn. Athygli landsmanna beinist ef til vill í óvenju ríkum mæli að þessum viðburði af ýmsum ástæðum. Flokkurinn fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Hann hefur setið rúmt ár í ríkisstjórn og haft á hendi mikilvæg ráðuneyti. Fyrir fundinum liggja m.a. drög að nýrri stefnuskrá, sem rædd verður og væntanlega afgreidd á næsta landsfundi eftir 2 ár. Við margvísleg verkefni er að glíma í þjóðmálum og flokk- urinn mótar um þessar mundir „Nýjan grundvöll fyrir nýja tíma“, eins og það er nefnt í vinnuplöggum fundarins, sem hafa verið til umræðu á ráðstefnum og fundum flokksins víða að undanförnu. Ákvarðanir landsfundar og flokksfor- ystu í þeim efnum hljóta að ýmsu leyti að verða stefnumark- andi fyrir Alþýðubandalagið. En ekki er nóg með að Alþýðubandalagið sé þannig að mörgu leyti á tímamótum hvað varðar innanlandsmál. At- burðir síðustu mánaða, vikna og daga í Austur-Evrópu hafa á sinn hátt enn aukið athyglina á Alþýðubandalaginu. Eðli- legt er að fólk sé forvitið um afstöðu Alþýðubandalagsins. Hvernig meta menn þar 21 árs sögu hreyfingarinnar, hver er og verður stefna þess, hver eru viðbrögðin við breytingum í alþjóðamálum og í Evrópu sérstaklega? Allar þessar spurningar eru landsfundarfulltrúum ofarlega í huga, þótt þær ryðji ekki burt viðfangsefnum á borð við atvinnulíf og efnahagsmál, kjaramál og þjóðfrelsismál. Það verður því ekki annað sagt en að krefjandi og um leið spennandi verkefni bíði 9. landsfundar Alþýðubandalags- ins. Mikil ábyrgð hvílir jafnan á kjörnum fulltrúum allra ábyrgra flokka áslíkum samkomum. Þeir hafa tekist á hend- ur að vinna ein mikilvægustu verkefni lýðræðisþjóðfélaga: Málefnalegar og heiðarlegar umræður sem leiða til farsæll- ar ákvarðanatöku á breiðum grunni. Fulltrúalýðræði okkar styðst við samvisku hvers og eins þingmanns þegar á hólminn er komið. Það er hins vegar veikleikamerki, ef persónulegar ákvarðanir, án samráðs við heildina, móta stefnu og gerðir stjórnmálamanna í ríkjandi mæli. Það er í stjórnmálaflokkunum sem meginstraumar mótast. Það er á landsfundum þeirra sem tækifæri er til að hafa langvinn áhrif á stjórnmálaþróun ríkjanna. Alþýðubandalagið hefur þróast. Auðvelt er að rekja upp- tök þess til ákveðinna erlendra stjórnmálahreyfinga og kenninga. En varasamt og villandi er að láta við svo búið standa, því æði margir þættir í uppruna þess og eðli eru af hreinum íslenskum toga, byggja á íslenskri arfleifð og eru mótaðir af íslenskum mönnum við breytilegar íslenskar að- stæður. Andstæðingar Alþýðubandalagsins eru æði oft smeykir við að láta það njóta þessa sannmælis. Með frum- stæðum hætti er reynt að spyrða það við erlendar stjórn- málahreyfingar og jafnvel stjórnvöld annarra ríkja. Alþýðubandalagið og málgögn þess hafa í allri 20 ára sögu sinni harðlega gagnrýnt samfélagsgerð sem byggir á miðstýrðri valdstjórn, takmarkanir á ferða- og tjáningarfrelsi og aðrar þær hömlur á lýðræðislegri þróun sem margar þjóðir heims hafa þurft að búa við. Alþýðubandalagsfólk hlýtur því að fagna því að viðhorf þau sem flokkurinn hefur aðhyllst skuli nú sýnast ætla fram að ganga í ríkjum Austur- Evrópu, svo dæmi séu tekin. Alþýðubandalagið skilgreinir sig sem alíslenskan flokk og hefur ekki bundist í alþjóðleg samtök. Innan þess hafa starf- að einstaklingar sem lagað hafa viðhorf sín að pólitískri þróun og veruleika hvers tíma. Þetta hefur ekki verið sárs- aukalaust fyrir alla og ber um leið vitni um drengskap þeirra sem höfðu kjark til að horfast í augu við lærdóma fortíðar. Félagsleg réttindi og velferðarmál nútíma íslands hafa ekki náð fram að ganga af sjálfu sér. Þau eru árangur verkalýðsbaráttu og ávöxtur kenninga um jöfnun kjara í samfélaginu. Um öll þessi réttindamál hafa staðið deilur, um þau hefur verið barist. Alþýðubandalagið er erfingi þessarar sögu og því ber skylda til að ávaxta arf sinn af fullum heil- indum. Landsfundarfulltrúar bera vonandi gæfu til þess að þjappa sér saman um stefnumótun og ákvarðanatöku í veigamiklum hagsmunamálum þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma, en láta smærri ágreiningsmál ekki ræna sig orku og tíma. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Meiri maðurinn hann Jonas Sjónvarpsþættir um Jónas frá Hriflu vekja upp ýmsar minning- ar. Ekki síst um harðan og grimman og persónulegan stíl í pólitískri kappræðu, sem mjög var í tísku á fjórða áratug aldar- innar og eitthvað lengur. En þá líktust pólitískar umræður mest þeirri kappræðu um trúmál sem skáldið Heine lýsir í ljóði á þessa ljóð: hvert hans orð er hlandkoppur og sá ekki tómur. Það var þá að eitt íhaldsblaðið sagði um leiðarþing Jónasar frá Hriflu í Skagafirði, að Skagfirð- ingar hefðu undrast það mjög hve ljótur maðurinn væri, auk þess sem hann þvaðraði svo mikið og lengi að hann hlyti eiginlega að vera á einhverju dópi. Og eins og menn vita lét Jónas íhaldið ekki eiga neitt inni hjá sér í prúðu orð- fari þeirra daga. Skrýtið reyndar: menn eru alltaf að dæsa af söknuði eftir hin- um miklu pólitísku foringjum fyrri tíma - en um leið fussa menn og sveia um leið og þeir eru minntir á baráttuaðferðir þessara sömu manna. Og segja sem svo: jæja, ekki fer okkur mikið fram, en samt erum við eitthvað betur siðaðir en þeir voru feður okkar pólitískir og afar. Allireru vondirvið Sjálfstæðisflokkinn Samt er ekki langt að leita að einhverju svipuðu andrúmslofti og því sem ríkti á tíumum hinna miklu foringja og hinnar miklu flokkshollustu. Nýlegt dæmi sem á fjörur rekur er af Vogum, mál- gagni Sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Það er ekki alveg nýtt, skrif- að skömmu fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins, en sama er: lesn- ingin er giska fróðleg. Tökum nú dæmi af leiðara blaðsins. Þar er allt með gömlum skikk. Þar er staðhæft blákalt að Flugstöðin við Keflavík hafi verið mesta sómaframkvæmd, arðbær nú þegar, og mjög til sóma þeim Sjálfstæðisforingjum, Geir Hall- grímssyni og Matthíasi A Mathie- sen, sem „höfðu þar mikla for- ystu um“. Aftur á móti hefði áróður Ólafs Ragnars gegn flug- stöðinni gert bygginguna dýrari en ella hefði orðið! Þetta er merkilegt: svo mikla trú höfum við varla séð síðan ágætur ungkommi kom til Austur-Þýskalands fyrir nær fjörtíu árum og fékk brjóstsykur og var viss um að það væru vítam- ín í svo sósíalískum brjóstsykri. Margt fleira er í sígildum dúr. Vinnstristjórnir eru í skrifi þessu einskonar „engisprettuplágur í Egyptalandi" - m.ö.o. einskonar refsing drottins fyrir óhlýðni síns fólks. En síðast en ekki síst fer mikið fyrir þeirri undarlegu ár- áttu Sjálfstæðismann að láta sem þeir séu einhverjir ofsóttir vesa- lingar sem allir sameinast um að lemja og sýna hámarks- mannvonsku. Um þetta stynur leiðarahöfundurinn hvað eftir annað: „Formaður Alþýðuflokksins hefur nú hafið þriðju rógsherferð sína gegn Sjálfstæðisflokknum.“ „Tilraunir Alþýðuflokksins og hinna vinstri flokkanna til þess að einangra Sjálfstæðisflokkinn munu ekki íengur heppnast vegna eðlilslægs fláttskapar sósí- alismans“ „Vinstri öfl þessa lands hafa nú sameinast í kross- ferð gegn Sjálfstæðisflokknum. Linnulaus rógur um flokkinn og forystumenn hans er efst á dag- skipan þeirra". Aumingja ég Hvaða læti eru þetta! sagði skáldið. Um leið og minnst er á ráðleysi stjórnartíðar Þorsteins Pálssonar, góðærið sem fauk þá út um gluggann og tómleikann í yfirlýsingum sj álfstæðishöfðingj a í dag - þá veinar flokkurinn sem stunginn grís, hann er rógi útbí- aður og troðinn undir í krossferð: allir eru vondir við mig, ég fæ ekkert að éta og mér er alltaf kalt. Og menn skyldu ekki ætla að þessi glæfralega sjálfsvorkunn Sjálfstæðismanna einskorðist við Kópavoginn - hún er sífellt að sífra framan í landsmenn í ótal myndum, enda er það nú svo, að hinn ofsótti stórflokkur landsins ræður, beint og óbeint, obbanum af fjölmiðlakerfi landsins. Meinfysin og mikilmennin En snúum okkur aftur að upp- hafinu: Jónasi frá Hriflu og þátt- unum um hann. Það var vissulega margt fróðlegt í þeim þáttum, en sitthvað vantaði samt. Ekki nokkur leið til dæmis að átta sig á því, hvers vegna Framsóknar- flokkurinn þurfti endilega að losa sig við skapara sinn. Alþýðublaðið reyndi í leiðara í fyrradag að gefa sína skýringu. Þar segir að landlægir séu á ís- landi lestir eins og „smámuna- semi, meinfýsi, vanþekking og þröngsýni“. Menn eins og Einar Benediktsson og Jónas frá Hriflu hafi verið andstæður þessara lasta (ojæja, ekki var Jónas neins eftirbátur í meinfýsinni). Þeir hafi verið „stórhuga og djarfir heimsborgarar sem höfðu víðan skilning og þekkingu á þeim verkefnum sem þeir tóku sér fyrir hendur". Hinsvegar hafi þeir ekki fengið að njóta sín vegna „rógburðar um persónu þeirra sem féll í góðan jarðveg vanþekk- ingar, meinfýsi og öfundar“. Það er meira en vafasamt að stilla málum svo upp: annarsveg- ar hinir hugdjörfu snillingar - hinsvegar skitnir hælbítar. Þeir tveir menn sem hér er lyft á stall voru báðir snar þáttur af þeirri „meinfýsi" og þeim „rógi“ sem læðist um sveitir. Framkvæmda- ævintýri Einars Ben. voru m.a. reist á vanþekkingu hans sjálfs og annarra á stóriðjumöguleikum og hráefnum íslands. Jónas frá Hriflu barðist undir merkjum þeirrar „þröngsýni" að framtíð Islands væri í uppbyggingu sveitanna. Og svo framvegis. Það var líka kyndugt að heyra Indriða G. Þorsteinsson segja í sjónvarpsþættinum um Jónas, að hann hefði gengið fyrir hugsjón- um einum saman og ekki haft nokkurn áhuga á peningum. Það er meira en líklegt að Jónas hafi verið einn þeirra manna sem ekki gerði sér rellu út af eigin tekjum af pólitík. En í þeirri snurfusun á persónuleika Jónasar frá Hriflu sem hér er stunduð gleymist það, að pólitískur foringi af hans teg- und gengur fyrir valdinu - valdið er sá Ijúfi og háskalegi vímugjafi sem knýr hann áfram án alla mis- kunn. ÁB pJÓDVIUINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmda8tjóri:HallurPállJónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.). Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsinga8tjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö i lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mónuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.