Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1989, Blaðsíða 7
ÞJOÐMAL Menntun Menningu haldið að bömum Frumvarp um að íöllum grunnskólum landsins verði nemendum gefinn kostur á að kynnast menningarstarfsemi af ýmsu tagi „í öllum skólum á grunnskóla- stigi skai nemendum gcfinn kost- ur á að kynnast menningarstarf- semi af ýmsu tagi, svo sem með því að sækja leiksýningar og tón- leika, heimsækja iistasöfn, þjóðminja- og byggðasöfn, eða að slík menningarstarfsemi sé kynnt í skólum,“ Þannig hljómar fyrsta málsgrein í frumvarpi um breytingar á grunnskólalögu- num. Þingmenn úr flestum flokk- um á Alþingi leggja frumvarpið fram og lýsa yfir nokkrum áhyg- gjum af stöðu menningarfræðslu grunnskólanema. Þá segir í frumvarpinu að skólastjórum og kennurum verði skylt að gangast fyrir því að lista- og fræðimenn heimsæki skóla til að kynna nemendum íslenska menningu, sögu og arfleið. Nám þetta skuli fara fram á skólatíma og vera nemendum að kostnaðar- lausu og til þessa varið að minnsta kosti einum kennsludegi í mánuði. Auðlindir hafsins Rfldnu tryggður eignaréttur Möguleikar til auðlindanýtingar hafsbotnsins hafa lítið verið kannaðir Fjórir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Hjörleifur Guttorms- son, Geir Gunnarsson, Guðrún Helgadóttir og Ragnar Arnalds, hafa lagt fram frumvarp til laga um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Frum- varpið kveður á um eignarétt að auðlindum á og í hafsbotninum utan netlagna svo langt sem fullveldisréttur íslands nær sam- kvæmt lögum, alþjóðasamning- um eða samningum við einstök ríki. Þetta er í fjórða skipti sem frumvarpið er lagt fram en það hefur ekki fengið fullnaðaraf- greiðslu þingsins hingað til. Útgáfustyrkir Sjálfstæðisflokkurinn fær mest í svari fjármálaráðherra Ólafs Ragnars Grímssonar við fyrir- spurn Birgis ísleifs Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, kemur fram að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fengið lang mest allra stjórnmálaflokka í styrk frá ríkinu til blaðaútgáfu. Á þessu ári hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fengið 11,9 miljónir króna, rúmum tveimur miljónum meira en Framsóknarflokkurinn hefur fengið 9,5 milljónir. Alþýð- uflokkurinn lendir í þriðja sæti með 8 miljónir, Alþýðubanda- lagið hefur fengið 7,1 miljón, Borgaraflokkurinn 6,7 milljónir, Kvennalistinn 6,2 miljónir og Stefán Valgeirsson hefur fengið minnst, 476 þúsund krónur. í svari ráðherrans kemur fram að 60% af þeirri fjárhæð sem stjórnmálaflokkarnir fá í styrk til blaðaútgáfu miðast við fjölda þingmanna, eða 476 þúsund krónur á hvern þingmann, en 40% er skipt jafnt á milli flokk- anna. -hmp Frumvarpið var fyrst flutt sem stjórnarfrumvarp á Alþingi 1982 og síðan tvívegis sem þingmanna- frumvarp. í greinargerð frum- varpsins segir að þó sett hafi verið lög um fullveldisrétt íslands yfir hafsbotninum skorti reglur um eignarétt og nýtingarrétt að auð- lindum þeim sem þar kunni að finnast, að minnsta kosti á svæð- um utan netlaga. Rannsóknir á hafsbotninum umhverfis landið séu skammt á veg komnar og hag- nýt efni hafi enn sem komið er ekki verið numin af hafsbotni, utan möl og sandur. í greinargerðinni nefna þing- mennirnir þær litlu rannsóknir sem gerðar hafa verið á hafsbotn- inum en þær miða einkum að því að kanna hvort kolvetni sé að finna í honum, en kolvetni gæti verið vísir að olíu. Nokkrar þess- ara rannsókna hefðu leitt í ljós að setlög væri að finna á vissum stöðum, ma. úti fyrir Norður- landi. Boranir í Flatey 1982 hefðu staðfest þetta en þar þyrfti að bora dýpra til að fá fullvissu um hvort hugsanlega megi finna olíu í þessum setlögum. Þá bendi nið- urstöður rannsókna á Jan-Mayen svæðinu til að nokkrar líkur séu á að þar megi finna olíu þótt ekki sé hagkvæmt að vinna hana nú. Þingmennirnir segja að þær litlu rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til þess að ekki sé úti- lokað að verðmæt efni kunni að finnast einhversstaðar á hafs- botni umhverfis landið. Þess vegna sé brýnt að setja sem fyrst lagareglurum eignarétt á þessum efnum og nýtingu þeirra. -hmp í greinargerð frumvarpsins segir að ekki sé ágreiningur um það að ísland eigi að vera sjálf- stætt ríki. En komi of djúpir brestir í þær stoðir sem þjóðfé- lagið byggi á, tungu, arfleið og sögu, þe. sameiginlega menningu þjóðarinnar, glötum við sjálf- stæðisrétti okkar. Þá muni skorta rök fyrir nauðsyn þess að halda uppi með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn svo litlu og á margan hátt óhagkvæmu þjóðfélagi hér á hjara veraldar. Því beri að styrkja þessar stoðir jafnframt því sem við opnum gáttir til allra átta og kynnumst og tileinkum okkur það besta úr reynslu og menningu annarra þjóða. Þingmennirnir vekja athygli á þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi. Áður hafi reynsla, menning og tunga erfst á milli kynslóða með „eðlilegum" hætti í starfi og leik en nú hafi þessi tengsl rofnað. Staða fjöl- skyldu og heimilis hafi veikst og aðrir þættir í uppeldi nýrra kyn- slóða að sama skapi orðið mik- ilvægari. í nútíma þjóðfélagi gegni fjölmiðlar mikilvægu hlut- verki og með fjölmiðlabylting- unni megi segja að flóðgáttir hafi opnast. Margt sé gott við þetta fjölmiðlaflóð en það geri þó ein- staklingum á margan hátt erfitt að fóta sig og halda áttum. Lítilli þjóð með viðkvæma menningu og tungu sé því hætta búin. Ekki sé markmiðið að reyna að stöðva þetta flóð, þróuninni verði ekki snúið við, hins vegar megi reyna að stjórna flaumnum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl), Ragnhildur Helgadóttir (Sjstfl), Guðrún Helgadóttir (Abl), Guðmundur G. Þórarins- son (Framsfl), Aðalheiður Bjamfreðsdóttir (Bfl) og Árni Gunnarsson (Alþfl). -hmp Þingmenn spyrja Réttindi starfsmanna Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagi, spyrfjármálaráðherra um starfskjör og réttindi starfs- manna eftir tilflutning milli ríkis og sveitarfélaga. Hvernig starfs- kjör þeirra og réttindi séu tryggð þegar þeir flytjast milli ríkis og sveitarfélaga, eftir að lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga taka gildi. Afstaðan til Kambódíu Hjörleifur Guttormsson, Al- þýðubandalagi, spyr utanríkis- ráðherra um afstöðu íslands tii Kambódíu. Hann spyr hver af- staða íslands til málefna landsins hafi verið undanfarin ár, hvernig sú afstaða hafi birtst á alþjóða- vettvangi, ma. hjá Sameinuðu þjóðunum og hvert sé mat utan- ríkisráðherra á núverandi stöðu mála í Kambódíu. Kjarnorkuvopnalaus svæði Hjörleifur Guttormsson spyr utanríkisráðherra einnig út í hvernig störfum vinnuhóps utan- ríkisráðuneyta Norðurlanda um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum miði, og hvenær þess sé að vænta að hann skili niðurstöðu. Fræðsla um Evrópu Hjörleifur Guttormsson beinir þeirri fyrirspurn til forsætisráð- herra, hvað ríkisstjórnin hyggist gera til að stuðla að fræðslu með- al almennings um Evrópumá- lefni, áður en til afdrifaríkra ák- varðana kunni að koma af íslands hálfu. Þingmaðurinn bendir á að í þjóðmálakönnun Félagsvísind- astofnunar hafi komið fram mikil vanþekking á málefnum Evrópu- bandalagsins og Fríverslunars- amtaka Evrópu. Þriðjungur að- spurðra hefði ekki haft hugmynd um að fsland væri aðili að EFTA og helmingur aðspurðra hefði ekki getað nefnt eitt einasta að- ildarríki EB. Af þessum niður- stöðum sé ljóst að almenning skorti forsendur til að taka þátt í umræðum um ákvarðanir varð- andi viðræður íslands og EFTA- ríkjanna við EB um þátttöku í evrópsku efnahagssvæði. -hmp Engirnaglar Minni tjara, minna slit m Gífurlegum fjármunum er árlega varið í endurbætur og viögeröir, því skulum við nýta okkur ónegldu Íhjólbarðana og haga akstri eftir aðstæðum. GATNAMÁIASTJÚRINN í REYKJAVÍK ÞJOÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.