Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 5
ÞJOÐMAL Fœðingarheimilið Einkavæðing svrfur yfir KristínÁ. Ólafsdóttir: Varaðiviðþví snemma árs að niðurskurður leiddi til einkavœðingar. Borgarráð sniðgengur stjórn sjúkrastofnana í Reykjavík Á sama tíma og-fæðingum í Reykjavík fjölgar vill meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarráði leigja stóran hluta Fæðingarheimilisins í Reykjavík undir einkastarf- semi lækna. Mynd: Kristinn. Imars á þessu ári ákvað stjórn sjúkrastofnana í Reykjavík að loka starfsemi skurðstofu og sjúkrastofa á annarri hæð Fæð- ingarheimilisins í Reykjavík og sagði það lið í að spara í rekstri heimilisins um 4% eins og heilbrigðisyfirvöld og ríkisstjórn hefðu fyrirskipað. Kristín Á. Ól- afsdóttir borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins sat þá í stjórn sjúkrastofnana og varaði við því í bókun að þessi ráðstöfun gæti reynst hæpinn sparnaður þar sem hún gæti leitt til einkavæðingar á kostnað ríkisins og að grundvell- Hundar Hvað margir í fíkni- efnaleit? Danfríður Skarphéðinsdóttir þingmaður Kvennalistans hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hversu margir hundar starfi hjá hinu op- inbcra við fíkniefnaleit, hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar annars vegar og tollyfirvöldum hins veg- ar. Danfríður vill einnig fá að vita hvað þessir hundar hafi verið margir á undanförnum 10 árum. Þingmaðurinn spyr ráðherrann einnig hvort hann telji fjölda leitarhunda nægilegan í dag og ef ekki, hvenær megi búast við að þeim verði fjölgað og hve mörg- um hundum sé ætlunin sé að bæta við í þjónustu hins opinbera. -hmp inum yrði kippt undan Fæðingar- heimilinu í Reykjavík. Nú hefur borgarráð samþykkt fyrir sitt leyti að leigja læknum hluta Fæð- ingarheimUisins til einkarekstrar án þess að ráðfæra sig við stjórn sjúkrastofnana. Á fundi stjórnar sjúkrastofn- ana þann 10. nóvember lagði Skúli Thoroddsen fram bókun þar sem hann átelur þá vanvirðu sem meirihluti borgarráðs sýni stjórn sjúkrastofnana með því að heimila fyrir sitt leyti ráðstöfun á húsnæði Borgarspítalans án sam- ráðs eða samþykkis stjórnar spítalans. En þann 31. októberer lögð fram beiðni nokkurra lækna í borgarráði um að fá skurðstofu og 10 sjúkrarúm á Fæðingar- heimilinu leigð undir einkastarf- semi. Meirihluti ráðsins sam- þykkti að vísa málinu til lögfræð- ings borgarinnar, Hjörleifs Kvar- an, sem viku seinna sendi ráðinu það álit sitt að samþykkja eigi beiðni læknanna og gera við þá leigusamning til fjögurra ára frá og með 1. janúar 1990. Á fundi borgarráðs 7. nóvem- ber sl. gengst meirihluti Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði síðan við þessu en minnihlutinn í ráð- inu lagðist gegn tillögunni. Sigur- jón Pétursson, Alþýðubandalagi, lagði til að málinu yrði vísað til stjórnar sjúkrastofnana, en því hafnaði meirihlutinn. Víðtæk andstaða er við þessa ákvörðun borgarráðs. í bókun Skúla Thoroddsen, sem lögð er fram eftir ákvörðun borgarráðs, bendir hann á að fæðingum hafi farið fjölgandi í Reykjavík og af þeim ástæðum sé ljóst að full þörf sé fyrir allt húsnæði Fæðingar- heimilisins. Ef hluti húsnæðisins verði leigður muni það gera rekstur þess hluta sem eftir er mjög óhagkvæman og álag muni aukast á fæðingardeild Lands- pítalans. Þá hefur starfsmannaráð Borg- arspítalans lýst yfir vanþóknun sinni á ákvörðun borgarráðs og telur eðlilegt að stjórn sjúkra- stofnana fái að fjalla eðlilega um málið og Sigrún Knútsdóttir full- trúi starfsmanna í stjórninni, lagði fram bókun á stjórnarfundi í vor þar sem hún sagði nauðsyn- legt að kannað yrði hvort lokun skurðstofu og sjúkrarúma leiddi til sparnaðar. Hún sagði einnig að búast mætti við að lokunin leiddi til þess að hluti aðgerða flyttist til einkastofa, slíkt leiddi ekki til sparnaðar heldur tilfærslu kostnaðar frá Borgarspítala til Tryggingarstofnunar. I samtali við Þjóðviljann sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, að nú væri grunur hennar og annarra frá því í vor komin á daginn, um að það væri verið að „teppaleggja" fyrir einkarekstur lækna með lokun- inni í vor. Hún hefði viljað koma heilbrigðisyfirvöldum í skilning um það strax þá, að ekki væri hægt að ganga eins langt með fyrirskipaðan 4% niðurskurð og stjórnvöld ætluðu. Sparnaðurinn væri vafasamur í ljósi einkavæð- ingar og hugsanlega yrði grund- vellinum kippt undan Fæðingar- heimilinu, sem hún vildi alls ekki sjá gerast. Pjóðviljinn hefur fregnað að ýmsir aðilar sem láta sig málið varða, ætli að halda opinn fund um málið á Hótel Borg á mánu- dag. En málið verður endanlega afgreitt frá borgarstjórn þann 7. desember. -hmp Syeitarfélög Reykjavík skattleggur nágranna ingmennirnir Geir Gunnars- son (Abl), Guðmundur Odds- son (Alþfl) og Níels Árni Lund (Framsfl) hafa lagt fram á Alþingi frumvarp sem tryggja á að sveitarfélag sem selur nágranna- sveitarfélögum sínum orku, skattleggi þau ekki með óbeinum hætti. 1 greinargerð með frum- varpinu er bent á að Reykjavík- urborg hafi um árabil tekið svo kallað afgjald af tekjum Hitaveitu Reykjavfkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þetta þýðir i raun að orkukaupendur í nágranna- sveitarfélögum hafa greitt í gegn- um orkureikninga sína, skatt til Reykjavíkurborgar. í greinargerðinni segir að þess- ar tilteknu orkuveitur hafi greitt afgjald til Reykjavíkurborgar um árabil. í fyrstu hefði gjaldið verið 0,5% af hreinni eign eins og hún hefði verið bókfærð í reikningum næstliðins árs en árið 1984 hefði gjaldið verið hækkað í 1%. Hér sé um verulegar fjárhæðir að ræða sem runnið hafi til borgar- sjóðs Reykjavíkur. Þannig hafi Kópavogsbúar greitt á síðast liðnum fimm árum 128 milljónir króna í afgjald til Reykjavíkur- borgar á verðlagi nóvembermán- aðar í ár. Skiptingin á milli veitanna sé þannig að Kópavogs- búar hefðu á tímabilinu greitt 83,3 milljónir í gegnum Raf- magnsveituna en 44,7 milljónir í gegnum Hitaveituna. Á sama hátt segja flutnings- menn að reikna megi út að Hafnfirðingar hafi með sömu að- ferð greitt í borgarsjóð 42,7 milljónir með hitaveitugjöldun- um og Garðbæingar 20 milljónir. Orkuveiturnar hafi því með þess- um hætti gefið borgarsjóði 340 milljónir í tekjur á síðustu fimm árum og eðlilegt verði að teljast að önnur sveitarfélög fái að njóta í hlutfalli við notkunina í sveitarfélaginu, þe. er að bæjar- sjóðir Hafnafjarðar og Kópavogs til dæmis, fái að innheimta sama afgjald af notendum í sínum sveitarfélögum og borgarsjóður innheimtir af borgarbúum. -hmp Erlendir ferðamenn Farið fram hjá íslenskum leiðsögumönnum Á árunum 1981-1985fjölgaði erlendumferðamönnum um 65%. Fjölgun erlendra leiðsögumanna í hópferðum hefur verið meiri en r AAlþingi hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um að samgönguráðherra verði falið að sjá til þess að í skipulögðum hóp- ferðum erlendra aðila á íslandi sé íslenskur leiðsögumaður ávallt með í för, sem njóti réttinda sam- kvæmt regiugerð um starfs- menntun leiðsögumanna ferða- fólks. En í greinargerð með álykt- uninni er bent á að samhliða 65% fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á árunum 1981-1985, hafi erlendum leiðsögumönnum í hópferðum útlendinga fjölgað meira en tilefni gefi til. í greinargerðinni segir að vinn- uframlag erlendra leiðsögu- manna hafi aukist á undanförn- um árum. Árið 1988 hefðu verðið veitt 27 starfsleyfi til erlendra leiðsögumanna sem samanlagt hefðu unnið 360 dagsverk. Á tilefni er til liðnu sumri hefðu starfsleyfin hins vegar verið 45 og dagsverkin um það bil 1.100. Þetta sýni glöggt hvert stefni. íslenskir leiðsögumenn ættu að njóta góðs af fjölgun ferðamanna hingað til lands en ljóst sé að þeir missi nú atvinnu í hendur erlendra starfs- bræðra sinna. Þá er bent á að hin- ir erlendu leiðsögumenn fái sín laun greidd erlendis og greiði hvorki skatta né önnur gjöld hér á landi. Flutningsmenn segja innlenda leiðsögumenn hafa sótt námskeið og þreytt próf við Leiðsöguskóla Ferðamálaráðs og hafi að auki þá menntun sem felist í því að búa í landinu sjálfu, umfram erlenda leiðsögumenn. Vafasamt sé að útlendingar sem fái vitneskju sína um landið í bókum geti veitt jafn persónulega leiðsögn og íslend- ingar. Þá leynist víða hættur í ís- lensku landslagi sem heimamenn þekki eðli málsins vegna betur en útlendingar og viðkvæmri nátt- úru þess stafi einnig vissar hættur af ferðamönnum. Dæmi séu fyrir því að vanþekking erlendra leiðsögumanna hafi valdið skemmdum á náttúrunni og aukið slysahættu. Einnig sé mjög erfitt fyrir okkur að sannreyna hæfni erlendra leiðsögumanna og miðað við þær kröfur sem gerðar séu til íslendinga í þessum efn- um, sé um mismunun að ræða. Flutningsmenn tillögunnar eru: Danfríður Skarphéðinsdótt- ir (Kvl), Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir (Bfl), Árni Gunnarsson (Alþfl), Hjörleifur Guttormsson (Abl), Jón Helgason (Frsfl) og Stefán Valgeirsson (Samt.). -hmp Fimmtudagur 23. nóvember 1989 jÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á Skúlagötusvæði í samræmi við samþykkt Skipulagsstjórnar ríkisins frá 8. nóv. 1989 er hér með auglýst samkv. 17. gr. laga nr. 19/1964 tillaga að breytingu á staðfestu deiliskipulagi Skúlagötu- svæðis. Tillagan gerir ráð fyrir hótelbyggingu ásamt íbúðabyggð á staðgr.r. 1.1523 og hluta staðgr.r. 1.1522 sem markast af Lindargötu, Skúlagötu og Frakkastíg. Þessi tillaga hefur í för með sér breytingu á landnotkun aðalskipulags Reykjavíkur þannig að íbúðarsvæði á staðgr.r. 1.1522 og 1.1523 verði með blandaðri landnotkun, íbúðar- og miðbæjarsvæði. Upprættir, líkan og greinar- gerð verða til sýnis frá fimmtudegi 23. nóv. 1989 til fimmtudags 4. janúar 1990 hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en fimmtudag- inn 18. jan. 1990. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3 105 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.