Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1989, Blaðsíða 6
MINNING Eberg Elefsen vatnamœlingamaður F. 20. maí 1926 - D. 15. nóvember 1989 Eberg Elefsen var fæddur á Siglufirði 20. maí 1926. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir Bjömssonar, vélsmiðs á Siglufirði, ættuð úr Strandasýslu, og Óskar Berg El- efsen, vélstjóri og vélsmiður, uppranninn á eyjunni Senju í Norður-Noregi. Óskar settist að á Siglufirði 1916; einn þeirra Norðmanna sem „námu land” þar á fyrstu áratugum þessarar aldar í tengslum við síldarútveg- inn. Eberg átti þannig til vél- smiða að telja í báðar ættir. Setti það eflaust sitt mark á hann, því hann var alla tíð mjög hneigður fyrir hverskonar vélar og tæki. Foreldrar hans voru bæði mjög gestrisin. Heimili þeirra stóð jafnan opið okkur öllum kunn- ingjum hans og skólafélögum. Minnist ég þess sérstaklega með hve mikilli umhyggjusemi Sig- ríður móðir hans tók okkur, sem vorum þar tíðir heimagangar. Fjölskyldan var líka mjög sam- hent. Eberg ólst þannig upp við gott atlæti og hamingjuríka bernsku þótt efnin væru oft ekki mikil. A heimili hans ríktu mannúðleg viðhorf og rík samúð með þeim sem minimáttar voru í samfélaginu. Þau viðhorf til- einkaði hann sér líka og var þeim trúr alla ævi. Eberg gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi úr stærðfræðideild vorið 1947. Hann hóf nám í verkfræði við Háskóla íslands, en flutti sig fljótlega um set og hugðist halda verkfræðináminu áfram við Tækniháskóla Noregs í Þránd- heimi. Á þeim tíma var örðugt fyrir erlenda stúdenta að fá inn- göngu í skólann í Prándhéimi svo Eberg fékk þar ekki skólavist fyrr en haustið 1950. Hann byrjaði nám þar, en varð fljótlega að hverfa frá því. Mun það hafa ver- ið að læknisráði. Hann hóf nokkru síðar laganám við Há- skóla fslands, en hvarf frá því. Árið 1956 hóf hann störf við vatnamælingar raforkumála- stjóra (síðar Orkustofnunar), þar sem hann starfaði til dauðadags. Vatnamælingar urðu ævistarf hans. Ég sem þessar línur rita varð Eberg samferða í skólanámi allt frá barnaskóla, sem svo var þá kallaður, uns hann hvarf úr verkfræðinámi við Háskóla ís- lands og færði sig til Þrándheims. Var með okkur náinn félags- skapur á skólaárunum. Hann var einstaklega samviskusamur námsmaður. Hef ég fáa þekkt sem lögðu jafnhart að sér á stund- um. Ég hygg að hann hafi aldrei komið ólesinn í tíma. Hann náði líka góðum árangri. Ég minnist þess frá þessum tímum, að Óskar faðir hans, ann- aðist vélgæslu í frystihúsi Óskars Halldórssonar, útgerðarmanns á Siglufirði. Þar var stór og fyrir- ferðarmikil frystipressa frá 1896, sem gekk eins og klukka þrátt fyrir nær hálfrar aldar notkun. Hún var alltaf hrein og gljáandi í umsjón Óskars. Fyrir kom að hann fól Eberg syni sínum um- sjón vélanna ef hann þurfti að bregða sér frá stundarkorn. Brýndi Óskar mjög fyrir honum að halda pressunni ávallt hreinni og hann stóðst ekki reiðari en ef smurolía hafði farið út á hana þegar bætt var á smurglösin. Slíkt var í hans augum hinn argasti sóðaskapur; nánast ófyrirgefan- legur. Óskar var einnig snjall vél- smiður; hafði mikinn áhuga á vél- um og ræddi oft um þær heima fyrir við syni sína tvo, Sigurð og Éberg. Sigurður varð síðar vél- smiður hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og starfaði hjá þeim allt þar til hann lést, langt fyrir aldur fram, á síðastliðnu vori. Þegar þar við bættist að móðurafi þeirra bræðra, Guð- mundur Björnsson, rak vélsmiðju steinsnar frá heimili þeirra er ekki að undra þótt þeir báðir yrðu snemma handgengnir vélum og vélbúnaði. Eberg vandist þannig snemma á að umgangast vélar og tæki með vandvirkni og samvisusemi. Hygg ég að hann hafi búið að því veganesti úr föðurhúsum alla ævi. Mun hann líka hafa haft í huga að verða vélaverkfræðingur þótt atvik höguðu málum á annan veg. Hann gerðist vatnamælinga- maður 1956, sem fyrr segir. Skipulegar vatnamælingar hér á landi höfðu hafist tæpum áratug áður, undir forystu hins kunna brauðryðjanda í þeim efnum, Sigurjóns Rists. Starfaði hann einn fastráðinna manna hjá emb- ætti raforkumálastjóra að þeim fyrstu níu árin. Eberg varð fyrsti fastráðni samstarfsmaður hans. Þeir sem þekkja til Sigurjóns vita að það muni ekki hafa verið heiglum hent að gerast fyrsti sam- starfsmaður hans við vatnamæl- ingar á íslandi. Sigurjón gerði miklar kröfur til samstarfsmanna sinna, enda þótt mestar gerði hann að jafnaði til sjálfs sín. Eberg stóðst þær vel og samstarf þeirra var gott. Aðrir sem betur þekkja til munu fjallar nánar um störf hans við vatnamælingar. Hér skal þess eins getið að það laut lengstum að rekstri mæli- stöðvakerfisins; viðhaldi og eftir- liti með tækjum þess. Starf sem þetta lætur ekki mikið yfir sér. En þeir sem til þekkja vita að árang- ur af vatnamælingum er ekki undir öðru meir kominn en að mælikerfið starfi vel og að öll tæki þess séu í góðu lagi. Hinar sí- felldu breytingar í rennslinu valda því að mæling verður ekki endurtekin til að sannreyna nið- urstöður eins og unnt er að gera við sumar aðrar mælingar. í þessu starfi komu að góðum notum natni Ebergs við vélar og tæki og áhugi hans á þeim er hann hafði hlotið í uppeldi, svo og samvisusemi hans. Trúmennska í starfi var honum í blóð borin. Viðhorf hans var, eins og Kol- skeggs forðum, að níðast aldrei á neinu því ætlunarverki er honum vartil trúað. Hann á með störfum sínum mikinn þátt í traustri vitn- eskju um vatnafar landsins sem byggð hefur verið upp á undan- förnum áratugum. fyrir það þakkar Orkustofnun nú að, leiðarlokum. Eberg kvæntist árið 1950 ágætri konu, Ingu Magnúsdóttur úr Reykjavík, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust sex mannvænleg börn sem nú eru vaxin úr grasi. Fimm þeirra eru á lífi. Fyrir nokkrum árum urðu þau hjón fyrir þeirri miklu sorg að missa dóttur sína rúmlega þrí- tuga að aldri, efnilega söngkonu sem komin var vel á veg í söng- námi á Ítalíu er hún varð að hætta því sökum veikinda. Eberg er nú horfinn okkur, langt fyrir aldur fram. Ég og aðrir starfsmenn Orkustofnunar þökkum samfylgdina og sam- starfið. Ingu, börnum þeirra og fjölskyldu allri vottum við dýpstu samúð. Jakob Björnsson Æskuvinur minn, Eberg Elef- sen lést á Krabbameinsdeild Landspítalans að morgni 15. þessa mánaðar eftir langvinn veikindi. Hann kenndi fyrst meins þess, sem leiddi hann til dauða, fyrir rúmum tveimur árum og gekkst stuttu síðar undir all viðamikla skurðaðgerð í von um bata. Bata- horfur virtust góðar í fyrstu en brugðust er tímar liðu. Síðasta misserið var ljóst hvert stefndi og gekk hann þess ekki dulinn, að Skammt væri ólifað. Hann ræddi um sjúkdóm sinn við ættingja og vini af raunsærri greind og tók örlögum sínum með æðruleysi. Seinustu mánuði var hann að mestu rúmliggjandi, ýmist á Landspítala eða sínu eigin heimili og naut þar frábærrar umönnun- ar lækna og hjúkrunarfólks og ágætrar eiginkonu og barna. Það er erfiðara en margur hyggur að minnast besta æsku- vinar síns. Minningarnar líða óð- fluga hjá í hugskoti, eins og sýn- ing á stóru breiðtjaldi. En hvar skal byrja, hvar skal standa? Eberg var borinn og barnfæddur Siglfirðingur. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, Björnssonar vélsmiðs á Siglufirði og Óskar Berg, en hann var norskrar ættar, fæddur á eyjunni Senja í Norður- Noregi. Sfldarævintýrið á Siglufirði stóð yfir í rúma þrjá áratugi. Upphafsmenn þess voru Norð- menn, sem komu heim í Siglu- fjörð til skemmri eða lengri dval- ar, reistu þar síldarverksmiðjur og sfldarsöltunarstöðvar, kenndu innlendum vinnslu á silfri hafsins svo úr varð gæðavara á erlendum markaði og mikil verðmæta- sköpun fyrir land og þjóð. Þessu samfara kenndu þeir landanum og nýja veiðitækni, hér áður óþekkta með svokallaðri snurpu- nót. Norski síldveiðiflotinn sigldi árlega að sumarlagi á íslandsmið til síldveiða. íslendingar gerðust brátt liðtækir til jafns við Norð- menn, bæði hvað útgerð og sfld- arvinnslu snerti. Miðstöð þessarar atvinnu- greinar á íslandi var um langa hríð Siglufjörður, af skiljan- legum ástæðum, enda bestu mið landsins steinsnar undan. Fjöldi innlendra sem útlendra dvaldi sumarlangt á Siglufirði og bærinn breyttist á örskömmum tíma í ið- andi mannhaf. Einn þeirra mörgu Norðmanna sem tóku þátt í þessu ævintýri og flengdist á ís- landi, var faðir Ebergs. Hann var dverghagur maður og vélsmiður að mennt. Starfaði við mótor- vörslu og iðn sína alla ævi. Hjónaband þeirra Sigríðar var hið farsælasta. Þau bjuggu mesta sína búskapartíð að Gránugötu 20 í Siglufirði og þar var æsku- heimili Ebergs. Þau eignuðust þrjá drengi, einn þeirra lést í æsku, en Sigurður, yngri bróðir Ebergs lést fyrir hálfu ári á sjúkrahúsi hér í Reykjavík. Hafa þeir bræður því látist báðir á sama ári. Það voru ófáir gestirnir, ungir sem gamlir, sem áttu leið sína í Gránugötuna, þáðu kaffisopa hjá Sigríði og góðar pólitískar ráð- Ieggingar hjá húsbóndanum í þann tíð. Við Eberg vorum bekkjarbræður, bæði í barna- og gagnfræðaskóla og umgengumst svo að segja daglega um áratuga skeið. Gerðum við mörgum kennurum okkar lífið leitt með alls konar uppákomum, sem ým- ist kostuðu yfirsetu eða kennslu- bann í skemmri eða lengri tíma, og var þá brugðið á það ráð að fara í kaffi, annað hvort á Gránu- götuna eða Nöfina, á milli kennslustunda. Gamlárskvöld var sérstakt tilhlökkunarefni. Þá voru gerðar heimaunnar sprengj- ur af ýmsum gerðum, sem síðar, í fyllingu tímans sprungu á ólíkleg- ustu stöðum bæjarins. Sama má segja um vorið. Þá voru reiðhjól- in tekin fram, pússuð og lökícuð eftir kúnstarinnar reglum og þeyst á nýuppgerðum reiðskjóta um göturnar. Á sumrin var svo unnið í síldinni. Já, þetta voru dýrðlegir dagar. Síðan skildu leiðir um hríð, er Eberg fór í Menntaskólann á Ak- ureyri, en hann var síðar eltur þangað. Eberg var ágætis námsmaður, einkum á raungreinar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri, stærð- fræðideild, vorið 1947 með ágæt- um vitnisburði, fékk m.a. hæstu einkunn sem gefin hefur verið í þeim skóla í eðlisfræði, fyrr og síðar. Að stúdentsprófi loknu nam hann verkfræði um tíma við háskólann í Þrándheimi í Noregi og einnig lögfræði við Háskóla ís- lands en hvarf von bráðar að ævi- starfi sínu, vatnamælingum, og reyndist þar hinn nýtasti maður, eins og hans var von og vísa. Árið 1950 kvæntist Eberg eftir- lifandi konu sinni Ingu M. Magnúsdóttur, ættaðri frá Reykjavík og áttu þau saman 6 börn, öll hin mannvænlegustu. Eitt þeirra, Una, lést fyrir nokkr- um árum, langt um aldur fram. Hafði hún numið óperusöng á ít- alíu um margra ára skeið og þótti ein efnilegasta söngkona okkar er hún lést. Var hún öllum er hana þekktu mikill harmdauði. í öllu veikindastríði Ebergs studdi Inga eiginkona hans hann með ráðum og dáð. Var það hon- um að sjálfsögðu mikill styrkur. Sýndi hún þar enn einu sinni dug sinn á örlagastundu. Eberg var að mörgu leyti sér- stakur maður. Hann var óvenju ræðinn og skemmtilegur og haf- sjór sögusagna um menn og mál- efni staðbundna heimahögum. Oft var unun og skemmtan á að hlíða, enda frásagnargleði hans blönduð jákvæðri kímni og aldrei rætin. Ætla ég að ekki sé fjarri sanni að góða sögu hefur hann átt í fórum sínum um flesta þá, sem eitthvað kvað að í bæjarlífinu heima á Sigló. Eberg hafði yndi af dægurmálaumræðu, enda stór- pólitískur og markaði sér bás yst til vinstri í þeim efnum. Hann var flugmælskur og eftir því orðhepp- inn og hvikaði aldrei frá þeim skoðunum, sem hann taldi réttar. Hann lifði eins og hann boðaði. Nú að leiðarlokum færi ég mín- um ágæta vini mínar og minna bestu kveðjur með þökk fyrir mýmargar ánægjustundir, bæði fyrr og síðar, og ekki hvað síst á æskustöðvunum heima á gamla, góða Sigló. Ingu og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stefán Skaftason í dag verður Eberg Elefsen vatnamælingamaður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Margs er að minnast frá liðnum árum. í fyrstu viku júlímánaðar 1938 bar fundum okkar Ebergs saman. Ég var ný- kominn til Siglufjarðar, til Njarð- ar hf. suður undir bökkum. Röskur, glaðlegur og málhress unglingsdrengur annaðist dreif- ingu Mjölnis, blaðs heima- manna. Drengurinn gætti þess að ná til aðkomumanna sem og Sigl- firðinga, þar fór Eberg nokkur Elefsen. Kynni okkar Ebergs á Siglufirði var nánast algjör hé- gómi á við það sem síðar varð. Við áttum eftir að þola bæði súrt og sætt saman í öllum landsfjórð- ungum og eignast sameiginlega vini og kunningja vítt og breitt um landið. Eberg var aðalsamstarfsmaður minn og vinur í áratugi. Hann var verklaginn og úrræðagóður og' hvar sem við komum á bæ kunni hann frá mörgu að segja. Oft var glatt á hjalla við kaffiborð. Hann var allsstaðar auðfúsugestur og engin lognmolla í kringum hann. Eberg var fæddur á Akureyri 20. maí 1926. Til Dalvíkur fluttu foreldrarnir með Eberg kornung- an. Þau höfðu eigi langa búsetu á Dalvík og fluttu innan fárra ára til Siglufjarðar. Faðir Ebergs var Oscar Berg Elefsen vélsmiður og vélgæslumaður, norskur að ætt. Hann var frá eyjunni Senia, sem íslenskir sjónvarpsnotendur hafa haft tækifæri að sjá og heyra um á undanförnum föstudagskvöld- um. Móðir Ebergs var Sigríður Guðmundsdóttir kona Oscars, ættuð úr Standasýslu. Faðir hennar var Guðmundur Björns- son vélsmíðameistari, sem rak lengi sitt eigið vélsmíðaverkstæði á Siglufirði. Eberg var stærðfræðideildar- stúdent frá M.A. Eftir stúdents- próf kynnti Eberg sér verkfræði bæði hér heima við Háskólann og í Þrándheimi, einnig las hann lög- fræði, en þreytti ekki próf í þess- um greinum. Árið 1956 réðst Eberg til Vatnamælinga, sem fastur starfs7 maður Raforkumálskrifstof- unnar (nú Orkustofnun). Ævist- arfið blasti við framundan. Eberg var þá kvæntur og tveggj barna faðir. Kona hans, Inga Marie lifir nú mann sinn ásamt fimm upp- komnum börnum. Þegar Eberg réðst til Vatnamælinga var hann nýlega fluttur frá Siglufirði til Reykjavíkur eins og fólks- straumurinn lá. Hann bar ætíð sterkar taugar til Siglufjarðar. Foreldrar og bróðir voru þar eftir. Þau eru nú öll látin, bróðir- inn Sigurður hvarf yfir móðuna miklu á síðastliðnu vori. Magnús Jónsson tengdafaðir Ebergs var trésmíðameistari ætt- aður af Vestfjörðum í föðurætt en móðir hans var frá Haugasund í Noregi. Una Einarsdóttir kona Magnúsar og þá tengdamóðir Ebergs var ættuð austan úr Holt- um og víðar kvísluðust ættir hennar um Rangárvalla- og Ár- nessýslur. Fyrstu hjúskaparárin í Reykjavík bjó Eberg hjá tengda- foreldrum sínum að Vatnsstíg 10. Magnús rak þar trésmíðaverk- stæði um langt árabil. Innan fárra ára bjuggu Inga og Eberg um sig að Álfhólsvegi 97 í Kópavogi og hafa verið þar síðan. Gilti einu hvort þau voru á Vatnsstíg eða Álfhólsvegi, þau var ánægjulegt heim að sækja. Gestkvæmt hefur verið á heimili þeirra. Eberg var reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd, ef eitthvað- fór aflaga hjá samferðamönnum á lífsleiðinni. Sama gilti einnig er hann kom að illa stöddum ferða- löngum á afskekktum fjallveg- um, hann var fljótur til að veita hjálparhönd. Þess vegna eru nú margir sem sakna þessa góða drengs. Eberg var hagur bæði á tré og járn. Hann kunni fádæma vel með öll smíðaverkfæri að fara. Þar gilti vafalítið aðallega tvennt: Eðlisleg greind og að hann tók út þroska sinn með smíðaverkfæri í hönd í smiðjum og verkstæðum hjá móðurafa, föður og tengda- föður. Ég og fjölskylda mín sendum 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.