Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Verðhœkkanir Keflavíkurvöllur Mjólkurlrtrínn í nímlega 72 krónur 6-7% hækkun á landbúnaðarvörum. Auknar niðurgreiðslur koma í vegfyrir meiri hœkkun. Landbúnaðarvörur hækkuðu um 6-7% 1. desember en hækkunin hefði orðið á bilinu 8-13% ef ekki hefðu komið til auknar niðurgreiðslur ríkisins. Mynd-Jim Smart. un. Landbúnaðarvörur, bensín, gjaldskrá hitaveitu og afnota- gjöld Útvarpsins og áskrift að Stöð 2 eru meðal þess sem hækk- aði nú um mánaðamótin. Hækk- anir landbúnaðarvara eru 6-7% en hefðu orðið meiri ef ekki hefði komið til aukin niðurgreiðsla ríkisins. Mjólk og mjólkurvörur hækk- uðu um 6% og kostar lítrinn nú 72,40 krónur en kostaði áður 68,20 krónur. Lítrinn af rjóma hækkar úr 552 krónum í 585,40 krónur og kílóið af smjöri kostar eftir hækkun 543,70 en kostaði fyrir hækkun 512 krónur. Kíló af 45% osti hækkar úr 714,10 krón- um í 758,40 krónur. Hámarksverð á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum í verðflokki DIA hækkar úr 434,60 krónum kflóið í 462,30 eða um Fjármálaráðherra gaf út í gær fjórar nýjar reglugerðir við lög nr. 50/ 1988 um virðisauka- skatt. Er því lokið útgáfu tíu reglugerða af þeim sem áætlaðar eru áður en virðisaukaskattslögin taka gildi um áramótin. Stefnt er að útgáfu tveggja reglugerða síð- ar í vikunni en fjórar bíða þess að alþingi afgreiði stjórnarfrum- varp um breytingar á virðis- aukaskattslögunum. Reglugerðirnar sem út voru gefnar í dag eru eftirfarandi: 6,7% og kíló af ungnautakjöti í heilum og hálfum skrokkum hækkar úr 485,70 krónum í 518 krónur sem er tæplega 7% hækk- Reglugerð um uppgjör, upp- gjörstímabil og skil fiskvinnslu- fyrirtækja. Markmið hennar er að koma í veg fyrir óhóflega fjár- bindingu hjá fiskvinnslufyrirt- ækjum og jafna aðstöðu bland- aðra fyrirtækja og hreinna út- gerðarfy rirtækj a. Reglugerð um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota innan óskattskyldra fyrirtækja og stofnana. Markmið hennar er að jafna samkeppnis- aðstöðu innanlands og koma í Bensín hækkaði einnig um mánaðamótin, lítrinn af 92 oktan bensíni hækkaði um 3,5% og veg fyrir óeðlileg áhrif frá skatta- löggjöf á rekstrarákvarðanir fyr- irtækja og stofnana. Reglugerð um greiðslu virðis- aukaskatts af skattskyldri starf- semi sveitarfélaga og annarra op- inberra aðila. Markmið hennar er að jafna samkeppnisaðstöðu innanlands og koma í veg fyrir óeðlileg áhrif frá skattalöggjöf á rekstrarákvarðanir sveitarfélaga. Að lokum reglugerð um und- anþágu á virðisaukaskatti vegna góðgerðarstarfsemi. En mark- kostar lítrinn nú 49,90 krónur. 98 oktan bensínið hækkaði um 3,6% og kostar hann nú 54,10 krónum. Gjaldskrá Hitaveitu Reykja- víkur hækkaði um 7% 1. desemb- er og bæjarveitur Vestmannaeyja hækkuðu taxta á heitu vatni og rafmagni um 7,2% á sama tíma. Hitaveitur á Akureyri, Akranesi og í Borgarfirði hækkuðu taxta um 1,54% en þessar hitaveitur hækka gjaldskrár sínar mánaðar- lega. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækkui um 5% 1. desember en síðast hækkuðu þau 1. mars. Áskrift að Stöð 2 hækkaði um 2% um mánaðamótin, en áskriftin hækkar mánaðarlega. Nú er af- notagjald Ríkisútvarpsins 1575 krónur á mánuði en áskrift Stöðvar tvö kostar 2035 krónur á mánuði eftir hækkun. iþ mið hennar er að skilja á milli atvinnustarfsemi og félagsstarfs áhugahópa þannig að skatt- heimta íþyngi ekki sérstaklega góðgerðar- og líknarstarfi í samfélaginu. Þær tvær reglugerðir sem gert er ráð fyrir að verði gefnar út seinna í vikunni eru reglugerð um frjálsa og sérstaka skráningu og reglugerð um virðisaukaskatt af byggingarframkvæmdum og fleiru til sölu, útleigu og eigin nota. -8rn Líkamsárásin kærð Flugvirkjarnir tveir sem hand- teknir voru á fruntalegan hátt af sérsveit bandarískra hermanna aðfaranótt mánudagsins hafa lagt fram kæru á hendur hernámslið- inu fyrir líkamsárás. Að sögn Þorgeirs Þorgeirsson- ar lögreglustjóra á Keflavíkur- velli gáfu flugvirkjarnir skýrslu um handtökuna í fyrrinótt eins og hún kom þeim fyrir sjónir, og nú er beðið eftir skýrslu frá hernum. Svo virðist sem vopnaði her- vörðurinn sem gætir Awacs- vélarnar hafi gefið flugvirkjunum leyfi til að fara inn á bannsvæðið en síðan skipt um skoðun og kall- að á sérsveitina. Svo fruntalegur var atgangur hermannanna að annar flugvirkinn þurfti að fara í læknisskoðun í dag sökum meiðsla í öxl sem hann varð fyrir þegar sérsveitarhermenn sneru upp á handleggi hans og keyrðu hann í gólfið. -grh Loðna Sjálfstopp? Vegna hafíss getur svo farið að loðnuveiðum verði sjálfhætt að minnsta kosti um sinn. Nú þegar er hafísinn farinn að torvelda loðnuveiðiskipum að komast leiðar sinnar djúpt úti fyrir norð- vesturlandi og er fyllsta ástæða fyrir sjófarendur að gæta sín á aðalsiglingarleiðum fyrir Norð- urlandi. í dag eða morgun verður vænt- anlega tekin ákvörun um það í sjávarútvegsráðuneytinu hvort af veiðibanninu verður sem frestað var í byrjun vikunnar. í gær var ekkert um að vera á loðnumiðun- um og höfðu aðeins tvö skip þá tilkynnt um afla, Örn með 300 tonn og Fifill með 100 tonn. Heildaraflinn það sem af er ver- tíðar er því orðinn 35.500 tonn. -grh Virðisaukaskattunnn Fjórar nýjar reglugerðir Lokið er útgáfu tíu reglugerða, stefnt að tveimur til viðbótar seinna í vikunni ogfjórar bíða afgreiðslu alþingis á breytingum á virðisauka- skattslögunum Alls mættu 28 fulltrúar víðs vegar af landinu á annan landsfund sam- taka psoriasis- og exemsjúklinga sem haldinn var í Hveragerði á dögunum. EigendurBílahallarinnareru þeir Jón Ragnarssonog Björn Jóhannes- son en þeir hafa rekið bílaryðvörn í Skeifunni 17 í 20 ár. Með þeim á myndinni eru aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Samtök psoriasis- og exemsjúklinga Samtökin héldu nýlega sinn annan landsfund á Hótel Örk í Hveragerði og mættu á fundinn 28 fulltrúar. A síðustu árum hef- ur verið unnið að stofnun deilda úti um land og komu fulltrúar frá Suðurnesjum, Akranesi, Borgar- nesi, ísafírði, Blönduósi, Akur- eyri, Húsavík, Selfossi, Neskaup- Félagsbær Á sunnudag var vígt nýtt fé- lagsheimili í eigu Verkalýðsfélags Borgarness þar sem aðstaða er fyrir skrifstofu félagsins og fund- astarfsemi. Húsnæðið er um 300 fermetrar að stærð og kostaði um 9 miljónir króna. Efnt var til sam- keppni um nafn á nýja félags- heimilið og átti Árndís Kristins- dóttir hugmyndina að nafninu stað, Höfn, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Á fundinum vareink- um rædd bágborin aðstaða psori- asissjúklinga úti um land til að kynna sér hvaða leiðir mætti finna til að ráða bót á því. í því sambandi var talið mikilvægt að settar yrðu á stofn göngudeildir fyrir húðsjúklinga á heilsugæsl- ustöðvum og að sérfræðingar í húðsjúkdómum færu með vissu millibili á helstu þéttbýlisstaðina úti á landi. sem varð fyrir valinu, Félagsbær en alls bárust um 70 tillögur. Verkalýðsfélaginu bárust margar góðar gjafir auk árnaðaróska og meðal annars gaf Geir Jónsson félaginu málverk af Borgarnesi en hann er jafnframt heiðursfé- lagi Verkalýðsfélagsins. Við vígsluhátíðina var jafnframt opn- uð málverkasýning Einars Ingi- mundssonar sem sýnir þar 12 olíumálverk. Öll aðstaða í hinu nýja félagsheimili er til fyrir- myndar, meðal annars fyrir hreyfihamlaða. Skalmöldina burt Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti einróma a fundi sínum í gær tillögu Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins þess efnis að borgaryfirvöld hefji strax viðræður við dóms- og lögregluyfirvöld til að tryggja að núverandi skálmöld sem verið hefur í miðbæ borgarinnar ljúki hið fyrsta. í bréfi frá lögreglu- 1 stjóra Reykjavíkur sem lesið var upp á fundinum kom fram að lög- reglumönnum hefur fækkað um 7- 8 miðað við fyrri ár og þrátt fyrir beiðni um fjölgun í lögregl- uliðinu sé ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum ríkisins fyrir næsta ár. Yfirtöku Borgarspítala mótmælt Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar tekur heilshugar undir mótmæli starfs- manna Borgarspítalans vegna væntanlegrar yfirtöku ríkisins á spítalanum og/eða annarri heilsu- gæslu í borginni ma. vegna þess að mjög torvelt er að tryggja að áunnir hagsmunir starfsmanna verði varanlega tryggðir. Þess utan telur stjórn félagsins það vera skref afturábak að taka úr höndum borgarinnar það frum- kvæði sem hún hefur haft í upp- byggingu heilsugæslu í Reykja- vík. Ný bílasala og leiga Um mánaðamótin opnaði ný bflasala og leiga að Bfldshöfða 5 sem heitir Bflahöllin og er hún staðsett fremst á Ártúnshöfðan- um. Útisvæði er stórt og allt til fyrirmyndar og bflastæði malbik- Háskólinn gefur myndbönd Á undanförnum árum hefur Háskóli íslands gert átak í kynn- ingu á starfsemi skólans. Mark- miðið hefur ma. verið að mæta þörfum framhaldsskólanema með því að veita þeim aðgengi- legar upplýsingar um uppbygg- ingu og námsframboð einstakra deilda og námsbrauta innan Há- skólans. í því skyni hefur kynn- ingarnefnd skólans staðið fyrir uð og upphituð og eins verður útisvæðið upplýst. í bílahöllinni munu starfa 3 sölumenn sem munu leggja áherslu á góða og örugga þjónustu. Allt sölukerfið er tölvuvætt og er beint samband við bifreiðaskrá. Starfandi bifvél- avirki er á staðnum og einnig boðið uppá þvott, bónun, djúp- hreinsun. teppa og sæta og fleira. gerð myndbanda þar sem greint er frá einstökum deildum í máli og myndum. Einnig er um að ræða myndband um námsval unnið á vegum Námsráðgjafar. Nú þegar liggja fyrir myndbönd um hjúkrunarfræði, lagadeild, raunvísindadeild, verkfræði- deild, matvælafræði innan raun- vísindadeildar og félagsvísinda- deild. Háskóli íslands hefur nú sent mennta- og fjölbrauta- skólum landsins myndbönd þessi að gjöf til varðveislu á bókasöfn- um skólanna. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.