Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Byggingarnefnd Óþolandi kerfi Meirihluti byggingarnefndar Reykjavíkur frestaði á fundi sín- um á fimmtudag að taka afstöðu til tillögu minnihlutans í nefnd- inni um að banna þegar í stað öllum starfsmönnum byggingar- fulltrúa alla hönnun nema að við- komandi mannvirki sé S öðru sveitarfélagi eða í eigu borgarinn- ar sjálfrar. Jafnframt segir í tillögunni að Byggingarnefnd Reykjavíkur beini því til borgarverkfræðings að hann láti hönnunarteymi, sem tæknimenn embættis byggingar- fulltrúa mynda fá hóflega stór verkefni utan venjulegs vinnut- íma við hönnun fyrirhugaðra bygginga í eigu borgarinnar. Verkefni þessi verði þó það stór að tæknimennirnir nái að halda sér við í sínu fagi. f greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn hennar þeir Gunnar H. Gunnarsson og Giss- ur Símonarsson að misbrestir hafa verið í starfi byggingarfullt- rúaembættisins. Rótin að þessum vanda hefur ma. legið í lágum launum þeirra sem hjá embætt- inu vinna sem aftur hefur leitt til þess að þeir hafa gripið fegins hendi það tækifæri sem borgin sem atvinnurekandi hefur boðið þeim í yfir 30 ár, þ.e.a.s. að hanna fyrir viðskiptavini emb- ættisins utan venjulegs vinnu- tíma. Þetta setur starfsmenn emb- ættisins í óþolandi tvöfalt hlut- verk og þess vegna ma. er tillagan flutt. Hitt sé þó ljóst að starfs- mennirnir hafa gott af því faglega að halda áfram hönnunarstörfum og af þeim sökum er í tillögunni gert ráð fyrir því, að þeir haldi því áfram en í breyttu formi. -grh Verðlagsstofnun Mikill verðmunur á bökunarvömm Mikill verðmunur kom fram í könnun sem Verðlagsstofnun stóð fyrir á verði á bökunar- vörum í síðustu viku. Kannað var verð í 26 verslunum á höfuðborg- arsvæðinu, 7 verslunum á Akur- eyri og einni á Sauðárkróki. Sem dæmi um verðmun má nefna að 43% verðmunur var á tveggja kílóa hveitipoka og 49% verðmunur á sama magni af sykri. 165% verðmunur var á möndlum án hýðis, 100 gr. kost- uðu frá 49 kr. upp í 130 kr. 250 gr. af kókosmjöli kostuðu á bilinu 39-77,50 kr. eða 99% verðmun- ur. Á sama verðmerki munaði mestu á Lyle‘s sýrópi í 1 kg dós, en það kostaði á bilinu 173-351 kr. eða um 103% verðmunur. Bónus Faxafeni var oftast með lægsta verð eða tíu sinnum, KEA nettó níu sinnum og Fjarðarkaup átta sinnum. SS Háaleitisbraut var oftast með hæsta verð eða níu sinnum og Laugarás Norðurbrún og Skagfirðingabúð Sauðárkróki átta sinnum. -Sáf Ekki vill það batna Fjöldi skráðra atvinnulausra hefur rúmlega þrefaldast frá fyrra ári og því er það áleitin spurning hjá mörgum hvort stjórnvöldum auðnist að snúa þeirri þróun við og snúa vörn í sókn. Mynd: S. Mar. Á undanförnum 12 mánuðum hafa að meðaltali 1901 manns verið á atvinnuleysiskrá en voru 585 árið þar á undan. Fjöldi skráðra atvinnulausra hefur því rúmlega þrefaldast frá fyrra ári og hlutfall atvinnulausra af mannafla hækkað úr 0,5% í 1,5%. Samkvæmt Hagtíðindum riti Hagstofu íslands um atvinnu- leysið kemur fram að á tímabilinu júlí-september 1989 hafa að með- altali verið 1736 manns á atvinnu- leysiskrá hér á landi en voru 501 á sama tíma árið 1988. Þetta jafngildir því 3,5-faldri aukningu atvinnuleysis. Hlutfall atvinnu- lausra af mannafla hækkaði á sama tíma úr 0,4% í'1,3%. Atvinnulausum körlum fjölgaði meira en konum eða tæolega fimmfalt á móti þrefc .. hjá konum. Mest var aukningin á höfuðborgarsvæðinu eða sexföld en rúmlega tvöföld á landsbyggð- inni. Þennan samanburð verður þó að taka með varúð sökum þess hvað atvinnuleysi var lítið í fyrra miðað við fyrra ár. Vantar fiskvinnslufólk Fram til haustsins í fyrra var skráð atvinnuleysi ákaflega lítið. Hin árvissa aukning atvinnuleysis yfir vetrarmánuðina hófst óvenj- usnemma í fyrra og hefur það sem af er ársins 1989 haldist langt fyrir ofan meðallag miðað við árstíma. Einna verst hefur at- vinnuástandið verið í verslunar- og veitingarstarfsemi en á hinn bóginn hefur nokkuð vantað af fiskvinnslufólki til starfa. í könn- un Þjóðhagsstofnunar og Vinn- umálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins í septemberlok töldu at- vinnurekendur þörf á að fækka starfsfólki um sem svarar tæplega 400 störfum. Þetta er aukning um nærri 200 störf frá því í aprílmán- uði þegar síðasta könnun var gerð. Að öllu óbreyttu má búast við enn frekari aukningu atvinnu- lausra í þessum mánuði þegar fiskvinnslufyrirtæki fara að segja upp fastráðningarsamningum síns starfsfólks eins og endranær á þessum árstíma. Þá er með öllu óvíst hvað verður um loðnuver- tíðina. Ef hún verður engin og veiðibann sett á frekari veiðar má búast við að allt að 600 sjómenn missi atvinnuna um tíma að við- bættum þeim sem vinna við vinnslu loðnunnar í landi. Þannig að gróflega áætlað er hér um að ræða um 1000 manns sem hér geta átt hlut að máli. Ekkert lát á uppsögnum Þá bætir ekki úr skák vandi ís- lensks skipasmíðaiðnaðar og er ekki séð fyrir endann á þeim erf- iðleikum öllum sökum verkefna- skorts hjá stöðvunum. Á dögun- um var öllum starfsmönnum Slippstöðvarinnar sagt upp störf- um vel yfir 200 manns. Af þeim hafa nokkrir verið endurráðnir aðallega yfirmenn en óvissa ríkir um alla hina. Sömu sögu er að segja af verkefnaskorti hjá Þor- geiri og Ellert á Akranesi en fyr- irtækið sagði upp 77 starfsmönn- um af rúmlega 120 í síðustu viku. Þéssar uppsagnir voru nú ekki á bætandi fyrir atvinnulífið uppá Skaga sem verið hefur heldur bágborið. í síðasta mánuði voru þar 140 manns á atvinnuleysiskrá og ef þessir 77 bætast síðan við geta atvinnulausir Skagamenn orðið vel yfir 200 manns sem þýð- ir að um 10% alls vinnuafls bæjarins verður þá án atvinnu. Fyrr á árinu var svo til öllum starfsmönnum skipasmíðastöðv- arinnar Stálvíkur í Garðabæ sem voru nokkrir tugir sagt upp störf- um og á haustmánuðum fengu tæplega 40 manns uppsagnarbréf sem unnið hafa í skipasmíðastöð í Stykkishólmi. Þessu til viðbótar má nefna þær svo til daglegu tilkynningar um uppsagnir starfsmanna hinna ýmsu fyrirtækja, en það virðist vera orðinn hálfgerður kækur meðal atvinnurekenda að semja uppsagnarbréf undir yfirvarpi hagræðingar og endurskipulagn- ingar í rekstri fyrirtækja þeirra. Þetta leiðir að vissu leyti hugann að því hvað verkafólk býr við lítið atvinnuöryggi þegar í harðbakk- ann slær. Af reynslu undanfar- inna missera er það svo að enginn virðist vera óhultur fyrir niður- skurðarhnífi atvinnurekenda og skiptir þá engu hversu iengi starfsmaðurinn hefur unnið hjá viðkomandi fyrirtæki. Úr vörn í sókn Til að spyrna við fótum og snúa vörn í sókn var atvinnumála- nefnd ríkisstjórnarinnar skipuð í haust í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórnin gaf við undirritun kjarasamninga á almennum vinn- umarkaði í vor. í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og 5 fulltrú- ar þeirra flokka og samtaka sem eiga aðild að ríkisstjórninni auk þess sem fulltrúi frá Þjóðhags- stofnun starfar með nefndinni. Aðalverkefni nefndarinnar er að fjalla um ástand og horfur í at- vinnumálum og gera tillögur um atvinnuuppbyggingu til iengri tíma. Nefndin skal sér í lagi meta forsendur öflugs atvinnulífs, um- hverfi og skipulag atvinnurekstr- arins og samkeppnisstöðu hans miðað við önnur lönd. f fram- haldi af því skal nefndin svo gera tillögur um hvernig stjórnvöld geti sem best stuðlað að fjárhags- lega traustri atvinnustarfsemi. Þá skal nefndin sérstaklega setja fram tillögur um æskilega aðlögun íslensks atvinnulífs að þeim breytingum sem innri mark- aður Evrópubandalagsins hefur í för með sér. Nefndin hefur nú starfað í rúma 2 mánuði og á veg- um hennar fer fram umfangs- mikil gagnasöfnun er snertir verkefni hennar. Sú söfnun mið- ar að því að fá heildaryfirsýn yfir alla aðalþætti sem varða við- í BRENNIDEPLI íhaust töldu atvinnurek- endur þörfá aðfækka starfsfólki um sem svarar tœplega 400 störfum sem er aukning um nœrri 200 störf frá því í apríl fangsefnið. Grundvöllur að því starfi er mat á langtímahorfum í íslenskum þjóðarbúskap sem Þjóðhagsstofnun hefur unnið. Þá er jafnframt í gangi umfangsmikil athugun á núverandi rekstrarskil- yrðum atvinnulífsins og athugan- ir á áætluðum efnahag fyrirtækja í helstu atvinnugreinum nú í árs- lok 1989. Þessar athuganir munu síðan lagðar til grundvallar tillögum nefndarinnar sem kunna að taka til þátta eins og skattamála, gjaldeyrismála, lánamála, þátt- töku almennings í atvinnulífinu, menntunarmála, umhverfis- og hollustumála, rannsóknar- og þróunarstarfsemi, framleiðni at- vinnulífsins, skipulagi atvinnu- rekstrarins, áhættufjármögnun þ.m.t. þróun hlutafjármarkaðar og þátttöku erlendis áhættufjár- magns, sambýli annarra atvinnu- greina við sjávarútveginn og um- bætur í fyrirtækjalöggjöf auk fjöl- margra annarra þátta sem snerta uppbyggingu atvinnulífsins til ný- rrar framfarasóknar. Leitað ráða hjá almenningi Þá mun nefndin eftir atvikum setja fram hugmyndir á hvaða sviðum atvinnulífsins íslendingar geti beint kröftum sínum á næstu árum til þróunar nýrra útflutn- ingsgreina sem orðið geti burðar- ásar hagvaxtar hér á landi. Slíkar hugmyndir gætu síðan orðið leiðbeinandi um áherslur til hins opinbera til stuðnings aukinni ný- sköpun í atvinnulífinu á næstu árum. Gert er ráð fyrir að starf nefndarinnar taki allt að 9-12 mánuði. Þá er einnig gert ráð fyrir að eftir almenna yfirferð um verksvið nefndarinnar muni hún freista þess að skila áfangatil- lögum um einstök mál eftir því sem starfi hennar miðar. Eins og kunnugt er hefur ráð- herra Hagstofu íslands verið falið af ríkisstjórninni að hafa með höndum undirbúning að stefnu- mótun í atvinnumálum sem miði að því að auka hagvöxt og tryggja viðunandi atvinnustig á íslandi. Er gert ráð fyrir að frumtillögum þar að lútandi verði skilað um næstu áramót. Á vegum hagstof- uráðherra hefur verið skipaður starfshópur vegna undirbúnings að þessari stefnumótun sem þeg- ar hefur hafið störf. Um þetta mikilvæga verkefni hefur verið leitað eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og einnig er talið mikilvægt að hafa samráð við fólkið f landinu og heyra sjónarmið þess. Því hefur verið leitað til stærstu bæjarfé- Iaga í öllum kjördæmum landsins um að halda sameiginlega at- vinnumálafundi þar sem skipst verður á skoðunum um fram- sækna atvinnustefnu. Þegar hafa verið haldnir atvinnumálafundir í Kópavogi og á Akranesi en eftir áramót verða fundir haldnir á ísafírði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Kefla- vík. Að þessum fundum loknum er síðan gerf ráð fyrir að halda ráðstefnu um mótun atvinnu- stefnu í Reykjavík fyrir þinglok í HEIMSMEISTARA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS Stöndum saman um landsliðið okkar r 30 BILAR Mestu möguleikar í einu happdrætti að vinna bíl \«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.