Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGINi Hafa nýlegar verðhækk- anir áhrif á innkaup þín á næstunni? þiómnuiNN MiA\/ÍUl iHnm ir A /-IAOAnr.kvAr 1 rtort onn 4AI..UIr.2t C A Arnnnr Miðvikudagur 6. desember 1989 209. tölublað 54. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Bryndís Magnúsdóttir, starfsmaður Flugleiða Það er alveg hræðilegt að fá þetta svona rétt fyrir jólin. Maður finnur fyrir hverjum eyri. Jón B. Gunnlaugsson, verslunarmaður Það verður óneitanlega erfiðara að kaupa fyrir þessi jól en áður. Maður reynir einhvern veginn að ná endum saman. Anna Þorsteinsdóttir, hárskeri Ég er nýkomin frá útlöndum og hef ekki fylgst með vöruverði. Ég keypti allar jólagjafirnar úti og þarf því ekki að kaupa þær hér. Herdís Karlsdóttir, skrifstofumaður Það verður alveg örugglega erf- iðara að kaupa inn en venjulega og maður verður að spara við sig. Friðgeir Kristjánsson, húsvörður Hækkanirnar breyta auðvitað nokkru en óg veit ekki enn hvaða áhrif þetta mun hafa á stóru inn- kaupin fyrir jólin. Við erum með stóra fjölskyldu en reynum að halda innkaupum í sama horfi og áður. Sigþrúður Gunnarsdóttir og Sunna Snædal: Suður-Afríkusamtökin hvetja fólk til að kynna sér hvaðan varnan kemur áður en það kaupir hana, því enn er verið að selja framleiðslu frá S-Afríku. Suður-Afríkusamtökin Virðum viðskiptabann Enn er verið að selja vörurfrá Suður-Afríkuþráttfyrir innflutnings- bann um síðustu áramót. Sigþrúður Gunnarsdóttir: S-Afríkusamtökin œtla að grípa til aðgerða. Dreifum upplýsingum um þessar vörur fyrir utan verslanir fyrir jólin Um síðustu áramót gengu í gildi lög um innflutningsbann á vörur frá Suður-Afríku. Hins vegar var ekki lagt bann við sölu vara frá þessu landi þar sem ætla mátti að einhverjar birgðir væru til í landinu. Þessar birgðir virð- ast hins vegar hafa verið meiri en gert var ráð fyrir því enn er verið að selja þessar vörur í fjölmörg- um verslunum. - Það er harla ótrúlegt að til hafi verið ársbirgðir í landinu um síðustu áramót. Hitt tel ég lík- legra, að innflytendur og kaup- menn fari í kringum lögin og hafi í raun ekki hætt innflutningi enn, sagði Sigþrúður Gunnarsdóttir frá Suður-Afríkusamtökunum en þau eru nú að undirbúa aðgerðir til að vekja athygli á þessum innf- lutningi og hvetja fólk til að snið- ganga vörur frá Suður-Afríku. - Við ætlum að dreifa bæklingi fyrir utan ýmsar verslanir fyrir jólin, þar sem fram koma upplýs- ingar um hvaða vörur eru á boð- stólum hér frá S-Afríku og hvaða fjölþjóðafyrirtæki hafa mikil um- svif í S-Afríku og hvetj a fólk til að sniðganga þessar vörur. Það get- ur verið erfitt að átta sig á hvar vörur eru framleiddar því sumar vörur eru einungis merktar landi þar sem þær eru pakkaðar en ekki getið um framleiðsluland hráefnis. Við ætlum að byrja á versluninni Hagkaup við Lauga- veg á föstudaginn og síðan verð- um við á ýmsum stöðum í bænum fram til jóla, sagði Sunna Snædal. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hafa ekki verið flutt- ar inn vörur frá S-Afríku en Sig- þrúður og Sunna töldu að vörurn- ar væru fluttar inn í gegnum önnur lönd og því hægt að fela framleiðslulandið á pappírum. - Það er einsýnt að lagasetning í þessum málum er ófullnægjandi aðgerð. Það eina sem skilar ár- angri er það að fólk kaupi ekki þessar vörur. Það eru margir sem kaupa vörur frá S-Afríku án þess að vita af því. Við vonumst til að með aðgerðum okkar getum við komið því til leiðar að fólk tíni ekki umhugsunarlaust ofan í Hvaðertþúaðgera hórígatiSkúms, Emmanúel minn!. Tll lesenda Þjóðviljans: Þar eð Skúmur hefur tekið til starfa sem brosmálafulltrúi fjármálaráðherrans, mun Emmanúel gegna starfi hans hér á blaðinu fyrst um SÍnn. BKstlArn Del Monte, niðursoðnir ávextir framleiddir í S-Afríku eru m.a. seldir í Hagkaupum. Að sögn verslunarstjóra er hér um að ræða gamlar birgðir frá því á síðasta ári. körfurnar, heldur staldri við varan kemur, sögðu þær Sigþrúð- andartak og kynnir sér hvaðan ur og Sunna að lokum. iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.