Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 7
______________MENNING________________ Sinfónían Sköpunin Sinfónían, Langholtskórinn og einsöngvararflytja Sköpunina eftir Haydn á fimmtudagskvöldið Finnska söngkonan Soile Isokoski. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um bókmenntir Siglir fjær og fjær í jaðri bæjarins eftir Jónas Þorbjarnarson Forlagið, 1989 Jónas Þorbjarnarson gefur út sína fyrstu bók þegar allþekkt skáld. Hann hefur birt ljóð í tíma- ritum, m.a. Tímariti Máls og menningar, og hann vann fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Morgunblaðsins í fyrra. Hann er tæplega þrítugur og hefur tekið hröðum breytingum sem skáld á undanförnum árum, eins og sést ef borin eru saman ljóðin í þessari bók og eldri ljóð. í jaðri bæjarins skiptist í þrjá kafla og munurinn milli þeirra er einkum sá að myndmál og tákn verða flóknari. Ljóðin eru stutt og látlaus hið ytra, ljóðmálið skrúðlaust og myndirnar yfirleitt beinar og einfaldar, einkum framan af. Gott dæmi er „Vakt“ (11). Mörg ljóð sýna óvænta nátt- úruskynjun svo ungs borgarbúa. í fyrsta ljóðinu, „Tvísöng“, stillir hann upp höfuðskepnunum sem hann á svo oft eftir að nefna, lofti' (nepju), jörð (fjalli) og vatni (öldu) gagnvart manneskjunni. Ljóðið myndar líka einfalda en haglega teikningu af láréttum og lóðréttum strikum. Tengd náttúrunni eru fjarskinn og sögnin að hverfa sem koma furðu oft fyrir í þessari stuttu bók. Dularfulli báturinn hverfur út fjarðarmynnið („Saga úr þorpi“), vinnumaðurinn hverfur nærsýnum hundi („Án þess að- kalla á hundinn"), maður horfir í fjarskann (,,Vakt“), þú siglir fjær og fjær (,,Ævintýri“)... ég hverf en fjallið ekki („Ölduhreyfing”). Stundum verður fjarskinn nærri því áþreifanlegur, ein sog í prós- aljóðinu „Fræði“ sem fjallar um tímann, það mikla hugðarefni skálda og tjáir einhverja sérkenn- ilegustu hugsun bókarinnar í heillandi ljóði. Tengd þessari „fjarveru" eru vonbrigði og einsemd - „Sá dagur sem þú mæltir þér mót við / kem- ur ekki..." Skáldið vill vera einn og neitar meira að segja fylgd engils gegnum skóginn, hann dregur bros sitt úr slíðrum og heldur einn inn í nóttina móts við hvöss rísandi tungl („Nei við eng- il“). Bak við þessa stilltu firringu grillir í skilnað elskenda, fjarlæga (týnda) hamingju og nálæga sorg sem reynt er að bægja frá - „Gró- andi, klæð ekki laufí / þetta tré, sem var / sem er minning um ann- að sumar ..." Stundum örlar á von. Ef við hittumst á*hlutlausu landi, „í víðáttunni langt ofar Jónas Þorbjarnarson byggð“ á málsvæði heiðagæsa og við tölum ekki, trúum bara hvort á annað þá gætum við náð sam- bandi - eða hvað? Ekki er nein von eftir í „Framhjá steininum" þegar þú „undrast kvíðann / sem þéttist / og þyngir þér skrefin ...“ Ekki heldur í hinu gullfallega ljóði „Vatn“ þegar manneskja og náttúra verða eitt - „Og djúpt undir vatnsborðinu andlit / sem ég snerti fyrir löngu / andlit þitt / ég man ilm af hári og sjó ...“ Maður og náttúra renna líka saman í óhugnanlegri ljóðmynd í „Snjókoman þéttist" þar sem segir: ekkert aðskilur mig og veðrið það er líkt og við séum hvort annað þeirri hugsun snjóar á augu mín sest ég sest í mjúka skafla held áfram að snjóa hugsunarlaust í þessu Ijóði og fleiri ljóðum er borin fram á hógværan og kurt- eislegan hátt - því þessi ljóð eru umfram allt kurteis - löngun til að hverfa, þurrkast út, deyja - ekki „af neinu hugarvfli vegna dauðans“, ein sog segir í „Áður en ég lendi“, „heldur af því að ég sætti mig ekki einu sinni við óhjá- kvæmilega svefnþörf.“ Kannski er síðasta ljóðið, „Litir“ ofur- raunsæ mynd af því þegar þessi ósk uppfyllist. I jaðri bæjarins er ekki auðveld bók og ekki glaðvær eða bjartsýn. Ljóðin eru svo öguð og persóna þeirra svo fjarlæg að stundum langar mann til að sjá næstu gerð á undan þeirri sem birt er til að gá hvort maður hafí skilið þau rétt. En ljóðin ná tökum á lesanda smám saman uns kurteisi þeirra verður óþægi- lega ágeng. Og það var áreiðan- lega ætlun Jónasar. Ólöf Pétursdóttir skrifar um barnabœkur Sólarsaga: að prjóna trefla fyrir jólin Sköpunin eftir Haydn er á dag- skrá á næstu áskriftartónlcikum Tónlist Lúðrasveit verkalýðsins Músík er eldri en mannlegt mál, því að söngur var fyrsta tungumál mannsins. Á frumstigi sínu er músík tilvísun um tilveru, nytjaliður í daglegum tjá- skiptum, endurspeglun hugsana og tilfinninga, vitneskjuboðun um reynslu, förunautur daglegs lífs, aðalstoð í ákalli til guðanna sem æðstu máttarvalda, vinnu- söngur og vögguvísa. Þannig varð smám saman lag að tilveruskil- yrði ljóðs. Þarmeð var öll músík snar þáttur í tilvistarlífs- hræringum mannsins í blíðu og stríðu. Og elztu ljóð vitna um sunginn flutning. Með tilkomu hljóðfæraiðnaðar hefst nýr kapítuli. Efnt er til konserta gegn greiðslu á að- göngugjaldi (fyrir um 200 árum). Atvinnumennska verður til, enda þótt furstahirðir og aðalkirkjur hefðu löngu áður haft fastráðna músíkanta í sinni þjónustu. En alþýða manna þurfti líka á sinni músík að halda. Götuvísur farandsöngvara og spilamanna gerðu mönnum glatt í geði. En þeir komu og fóru, voru hverfulir sem vindurinn. Búsetufólk myndaði því samtök til iðkunar söngs og hljóðfæraleiks. Slíkir hópar þrifust ekki á þeirri nautnastefnu eða hedonisma, sem fram kom með konsert- greiðslufyrirkomulagi, heldur af þeirri ánægju, sem til verður og út frá sér smitar með virkri þátt- töku í því að reisa tónanna bygg- ingu, eignast sjálfur hlutdeild í sköpun samræmis. Lúðrasveit verkalýðsins er einn af þessum áhugamanna- flokkum. Með konsert sínum í vistlegum húsakynnum Lang- holtskirkju 25. nóvember, með rösklega 50 manna blásaraliði sýndi hún, hvers vænta má, þegar driffjöður er ósvikinn áhugi og einlæg leikgleði. Að því leyti gætu öll verkalýðsfélög tekið sér þetta bræðra- og systra-félag til fýrirmyndar. Verkefnaskrá var mjög vel val- in, tilbreytingarík og oft kröfu- hörð. Víða örlaði á athyglis- verðum hljómskiptum, sem út- heimta kostgæfni í skilvirkni, og tókst býsna vel að sneiða fram hjá slíkum ásteytingarsteinum, einn- ig í Þjóðlagasvítu Vaughan Wil- liams (þrátt fyrir fullveika óbó- rödd), þessa frábæra fulltrúa enskrar þjóðernisstefnu,en svíta hans var vandleiknust viðfangs- efna og jafnframt athyglis- verðust. Ánægjulegt var að sjá mikið af kornungum liðsmönnum, bæði piltum og stúlkum, skipa raðir blásara og slagverksmanna. Öll voru þau að verki af lífí og sál, samhent og samtaka. Samein- ingarmáttur tóniðkunar var hér bæði auðsær og auðheyrður, allt ofan frá himinbláma flautunnar (að ógleymdum konsertmeistara pikkóló-flautu) niður til tignar- legrar drynjandi básúnista. Með öruggum tvíslags-upptakti sínum reyndist stjórnandinn, Jóhann Ingólfsson, vera óskeikull for- svarsmaður þessa frísklega músí.sérandi, samstiilta félags. Dr. Hallgrímur Helgason Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem verða í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Verður þetta í fjórða sinn sem Sköpunin er flutt hér á landi, en hún var flutt hér í fyrsta sinn fyrir hálfri öld, í desember 1939. Flytjendur ásamt hljóm- sveitinni eru Langholtskórinn og þrír einsöngvarar, Guðbjörn Guðbjörnsson, Viðar Gunnars- son og söngkonan Soile Isokoski, finnskt nýstirni á tónlistarsvið- inu. Hún kom fyrst fram á tón- leikum í Helsinki árið 1986 og hefur síðan unnið til verðlauna í nokkrum söngvakeppnum, með- al annars til annarra verðlauna í heimssöngvarakeppni BBC. Út er komin hjá Máli og menn- ingu bók Andrésar Indriðasonar, Sólarsaga. Aftan á bókarkápu segir að bókin sé sjálfstætt fram- hald bókarinnar Alveg milljón! sem út kom í fyrra, „og hlaut frá- bærar viðtökur”. Það er greini- lega verið að róa á sömu mið og í fyrra... en skyldi vera meira blóð í þeirri rýru kú? Það kemur í ljós. Nú skal tekið fram að Andrés Indriðason hlýtur að teljast vand- aðri höfundur barna- og unglingabókmennta en margur annar. Hann skrifar fallegan og lipran stfl og tekst ágætlega að lýsa hraðri atburðarás. Hinu er ekki að neita að vinnubrögð hans og vinnuafköst virðast stundum vera meira í ætt við treflafram- leiðslu en bókmenntastörf. And- rés prjónar fimlega, hverja um- Kórstjóri er Jón Stefánsson og hljómsveitarstjóri Petri Sakari, aðalstjórnandi Sinfóníunnar. Sköpunin þykir endurspegla trúfestu Haydns á aðdáunarverð- an hátt, enda er eftir honum haft að aldrei hafi hann verið jafn guðhræddur og þegar hann samdi hana. Verkið var frumflutt í Vín- arborg í apríl 1789 og urðu áhorf- endur svo frá sér numdir af hrifn- ingu að það varð að endurflytja verkið þrisvar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 á fimmtudagskvöldið. Miðasala er í Gimli við Lækjargötu og í Há- skólabíói við upphaf tónl- eikanna. LG ferðina á fætur annarri. Kaflar eru margir og nokkurn veginn jafnlangir, söguþráður jafn og þéttur, en jafnframt rislaus. Fyrst á réttunni, svo á röngunni. Út- koman verður laglegur trefill. Gallinn er bara sá, að mynstrið er eins og á treflinum á undan, enda er stuðst við sömu uppskrift. í besta falli eru einhver tilbrigði í litavali. Víst er handbragðið snoturlegt. Engir lausir endar, engir teljandi hnökrar. Lesandi brosir annað veifið út í annað. Allt gengur upp í lokin, þegar höfundur fellir af prjónum sín- um. Nú hef ég ekki neitt á móti treflaprjóni, en það hlýtur að teljast til heimilisiðnaðar fremur en listgreinar. Vonandi á Andrés sér ekki annan metnað með bók sem þess- ari en þann að stytta einhverjum stundir (ekki ýkja margar). Það er ekkert athugavert við það, en þarf endilega að gjörnýta hverja uppskrift? Voru til dæmis Stæla- bækurnar ekki orðnar einum of margar? Ég hefði óskað þess að sjá fleiri bækur í ætt við Upp á aeru og trú. Þar tókst vel til þótt varla verði sú bók talin „skemmtileg” á sama hátt og Sólarsaga. En þar var þó tekist á við ákveðinn vanda, reynt að vinna úr dapurlegum veruleika. Þar voru persónur mun nær því að vera af holdi og blóði en í þess- um myndlausu myndabókum sem á eftir komu (Alveg milljón, Sólarsaga). Hlaut Upp á æru og trú kannski ekki nógu „frábærar viðtökur”? Að lokum ber að geta þess að útlit og allur frágangur Sólarsögu er til fyrirmyndar. En er kannski of mikið í skyndibitann lagt? Ólöf Pétursdóttir Miðvikudagur 6. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.