Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Með Gorbatsjov gegn Bush á Natófundi Bush Bandaríkjaforseti gerði í fyrradag forsætis- og utan- ríkisráðherrum Natóríkja grein fyrir viðræðum þeirra Gorbat- sjovs Sovétforseta sem fram fóru við Möltu um síðustu helgi. Eins og margítrekað hefur verið í fréttum virðast allir mjög ánægðir með þann fund, eins þótt ekki hafi verið teknar á honum stórar ákvarðanir. Möltufundurinn er metinn sem traustur gaur í þá líkkistu kalda stríðsins, sem hefur verið í smíðum undanfarin misseri, og menn hafa hátt um það, að hann sýni meðal annars að mikil tækifæri hafi skapast til afvopnunar, til að létta martröð vígbúnaðarkapphlaupsins af íbúum jarðarinnar. Það vekur óneitanlega nokkra athygli, að þegar Bush skýrir frá leiðtogafundinum á ráðherrafundinum í Brussel, þá er það helst forsætisráðherra íslands sem tekur það að sér að gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir að hafa vísað á bug hugmyndum Gorbatsjovs um að vinna að afvopnun á höfum úti, en á það mál hefur sú ríkisstjórn sem nú situr lagt sérstaka áherslu. Steingrímur Hermannsson tók til máls í Brussel og ítrek- aði afstöðu íslendinga til afvopnunar í höfunum. Hann setti málið í það eðlilega samhertgi, að til lengdar yrði ekki staðið gegn því eftir að árangur hefði náðst í afvopnunarviðræðum á landi, að hefjast handa um að takmarka vígbúnað á höfum úti. í framhaldi af þessu hefurforsætisráðherrafjallað um þá röksemd Bandaríkjamanna, sem oft heyrist, að ekkert megi gera sem geti orðið til að stefna í hættu siglingaleiðum milli bandamanna í Ameríku og Evrópu. Og Steingrímur hefur vísað henni frá með tilvísun til þess, að ekki megi síður tryggja siglingar yfir Atlantshaf norðanvert með samkomu- lagi um að draga úr flotaumsvifum. Það hefur semsagt gerst, að á Natófundi stendur íslensk ríkisstjórn með nokkrum hætti við hlið Gorbatsjovs gegn sjónarmiðum Bandaríkjamanna. Og sem betur fer er and- rúmsloft allt svo breytt, að það er ekki einu sinni hægt að ganga út frá því sem vísu að Morgunblaðið, sem er enn mun íhaldssamara á gömul Natósjónarmið en sú stjórn sem nú situr í Washington, fari að leggja út af þessari stöðu sem dæmi um óviðeigandi sovétdekur eða eitthvað þvíum líkt. Sú afstaða sem fram kom í máli forsætisráðherra í Brúss- el er blátt áfram í fullkomlega eðlilegu samræmi við íslenska hagsmuni. Við viljum síst af öllu að sá árangur sem næst í því að grisja eldflaugaskóginn á þurru landi á meginlandi Evrópu verði til þess að herstjórar ríghaldi í óbreyttan víg- búnað á höfum úti eða jafnvel áframhaldandi vígbúnaðar- kapphlaup þar. Kemur þar margt til - bæði mengunarhætta sem tengist siglingum kjarnorkuknúinna kafbáta allt í kring- um okkur og svo það, að vígbúnaðarkapphlaup á höfum úti er að því leyti hættulegra en á þurrlendi, að erfiðara er að koma við því örugga og gagnkvæma eftirliti meó umsvifum sem aðilar verða að semja um. Og síðast en ekki síst: sú afstaða íslensku ríkisstjórnarinn- ar sem fram kom í Brússel er ekki barasta eðlileg íslensk hagsmunagæsla. Hún er nýmæli um leið. Hún er framhald þeirrar viðleitni núverandi ríkisstjórnar sem fram hefur kom- ið með ýmsum hætti, að íslendingar skuli ekki vera þol- endur, ekki óvirkir fylgihnettir Bandaríkjamanna hvenær sem friðar- og afvopnunarmál ber á góma. Eins og reyndin hefur lengst af verið hvenær sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur haft bein áhrif á mótun utanríkisstefnunnar eða ráðið henni. ÁB KLIPPT OG SKQRIÐ Bókaflóð og bókaverðlaun Um þetta leyti árs stynja menn og dæsa yfir bókaflóði og stund- um eru áherslur á þá leið, að engu er líkara en um sé að ræða sérís- lenskt syndaflóð sem engu eirir. Við skulum ekki taka undir það nöldur, enn síður vegna þess að bókaútgefendur eru í hátíða- skapi, eiga aldarafmæli og halda upp á það með veislu og bóka- verðlaununum. Ekkert eðlilegra náttúrlega en að þeir fitji upp á einhverju slíku. Eins og fram hefur komið í fréttum er öðruvísi að þessum bókaverðlaunum staðið en menn eiga von á. Til dómnefndar eru kvaddir fulltrúar ýmissa al- mannasamtaka og ef menn vilja leggja á sig mikla velvild í túlkun, þá gætu þeir sagt sem svo að nú sé efnt til stéttaþings um hinar bestu bækur. Gagnrýnin gæti svo beinst að því, að vissulega eru þessi bókaverðlaun mjög auglýsinga- tengd: þær tíu bækur sem í byrjun desember eru nefndar til undan- úrsiita í þessum verðlaunaleik fá mikla lyftingu í hugum fólks. Við skulum barasta vona að slík „hönnun metsölulista“ reynist ekki verr en þegar dagblöðin eru að koma upp slíkum listum með því að hringja í bókabúðir og spyrja: hvað selst nú mest hjá ykkur? Metsölulistar Metsöluhstar eru reyndar í gangi um allan heim. Þeir hafa tvíbent áhrif: Vitanlega geta þeir lyft bæði góðum bókum og hæpn- um hærra í vinsældum en verða myndi ef allir héldu sig í þagnar- bindindi um söluhæstu bækur. Hitt er svo víst, að þegar menn fara að góna á metsölulista hér á íslandi í byrjun desember, þá leiðir það fyrst og fremst til þess að athyglin beinist að örfáum bókum, en aðrar hverfa í skugg- ann, verðugar og óverðugar. Þetta gerist með þeim einfalda hætti að íslendingar kaupa marg- falt fleiri bækur til gjafa en handa sjálfum sér. Þeir eru oftar en ekki í óvissu um það hvar eigi að bera niður og freistast því mjög til að hlaupa á eftir fréttum um sölu- hæstu bækur. Því með því að kaupa einhverja þá bók sem best selst, halda menn að þeir tryggi sig gegn klaufaskap, þeir séu alt- ént „réttu megin“ í almenningsál- itinu. Og viðtakandinn „getur þá bara skipt“ eftir jól ef hann eða hún fær fimm eintök af vinsælli karlabók eða sjö eintök af vin- sælli kvennabók. Ævisöguflóðið Það hefur verið til þess tekið að bókauppskeran í ár einkennist venju fremur af ævisögum. í þessu er ekki eins ákveðin íslensk sérstaða og margir halda - bækur um feril og einkalíf frægs fólks eru mikil vara um allar jarðir, ekki vantar það. Munurinn er þá helstur sá, að feiknalega margar íslenskar ævisögur eru samtals- bækur, oftar en ekki í rauninni tímaritsviðtal sem hefur dregist á langinn þar til komin er bóka- rlengd. Slíkar bækur má gera vel eða illa eins og allt. En oftar en ekki skilja þær eftir ófullnægju - það er eitthvað sem vantar. Séra Gunnar Kristjánsson víkur að þessu máli í grein sem hann birtir í nýútkomnum Andvara. Hann fjallar þar um endurminningar presta, en slíkar bækur voru óvenju margar á bókavertíð í fyrra. Hann tekur dæmi af þrem merkisklerkum sem láta aðra um að skrifa sögu sína, sumpart upp úr viðtölum, sumpart með öðrum hætti: „Ævisögur þeirra Sigurbjörns biskups, séra Sigurðar Hauks og séra Rögnvalds (Finnbogasonar) eru ritaðar af öðrum en þeim sjálfum. Engin þeirra er játning- arsaga, engin trúir lesandanum fyrir neinum leyndarmálum. All- ar eru þær ritaðar vegna þrýstings frá útgefendum, sem prestarnir hafa látið undan. Allir eru þessir þrír prestar í fremstu röð sakir stflsnilldar. Allir hafa þeir farið á • kostum í töluðu og rituðu máli. Lesandinn hlýtur að spyrja sjálf- an sig hvers vegna þessir andans og orðsins menn hafa ekki skrifað sögur sínar sjálfir. Þetta form á æfisöguritun virðist miður heppi- legt til að ná fram raunverulegri æfisögu. Undantekningar eru að vísu til og má þar minnast sam- vinnu þeirra séra Árna Þórarins- sonar og Þórbergs Þórðarsonar." Of þægilegt form Já - ein furðan er einmitt þessi: hvers vegna skrifa ekki einu sinni þeir sem vel eru ritfærir sína sögu, úr því verið er að þessu á annað borð? Séra Gunnar víkur seinna í grein sinni að því, að þær prestasögur sem hann fjallar um gætu orðið „spennandi“ - að því tilskildu að „presturinn sem í hlut á reynir að brjóta sitt eigið hlut- verk til mergjar eftir bestu getu. Ævisaga sem gerir lítið annað en rekja ætt prestsins og ryðja síðan yfir lesandann hversdagslegum sögum úr samskiptum prestsins við samferðamenn sína er lítið áhugaverð. Lesandinn á von á átökum sálusorgarans við mann- legan vanda, við sitt eigið líf, við eigin efasemdir, eigin vonbrigði, sorg, söknuð, örvæntingu. Hann væntir þess að tímanna tákn séu metin í Ijósi einhvers þess veru- leika sem er merkilegri, traustari og dýpri en hið hversdagslega þref fjölmiðlanna." Má vera að séra Gunnar Krist- jánsson komi hér óbeint með svar við þeirri spurningu sem áðan var á minnst. Ævisagan gerir kröfur til „átaka“ við eigið líf og annarra og við tímann. Og þar er um að ræða kröfur til hreinskilni sem eru allt annars eðlis en tilfallandi uplýsingar um ástamál sem eru nú að komast í nokkra tísku. Við- talsbókin er form sem getur hlíft mönnum við slíkum átökum. Hún gefur sögupersónunni fleiri möguleika til að dyljast en ef hún skrifaði sjálf. Hún er blátt áfram þægileg - og eins og menn vita er ekkert jafn vinsælt á íslandi og það sem þægilegt er. pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgofandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rttatjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttaatjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrirblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, Hildur Finnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson (Iþr.), Þröstur Haraldsson. Skrffatofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýaingaatjóri: Olga Clausen. Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Sfmfax:68 19 35 Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áakriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.