Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 3
ERLENDAR FRETTIR Atlantshafsbandalag Miklir yfirburðir sjóhers Sovéskiflotinn sagður úreltur. Fylgiviðvígbúnaðareftirlitásjófer vaxandi innan Nató Að mati hernaðarsérfræðinga þessa dagana hefur Nató mikla yfirburði í vígbúnaði á höfunum framyfir Varsjárbanda- lagið. Herskip Bandaríkjanna og fleiri Natóríkja eru drjúgum skæðari en fleytur sovéska herf- lotans, sem flestar eru úreltar orðnar. Með hliðsjón af þessu hefur vakið athygli að Bush Bandaríkjaforseti tók ekki í mál á Mölturáðstefnu að ræða eftirlit með vígbúnaði á höfunum. James McCoy, flotasérfræð- ingur hjá International Institute for Strategic Studies (IISS) í Lundúnum, er þeirrar skoðunar að yfirburðir Natósjóhers byggist Herrhausen - einn helstu áhrifa- manna í alþjóðafjármálum. Rote Armee Fraktion Segjast hafa myrt Herrhausen Óttast er að ný hryðjuverkaalda sé í uppsiglingu Rote Armee Fraktion, samtök hryðjuverkamanna sem oft eru kennd við fyrrum forkólfa sína Andreas Baader og Ulrike Meinhof, hafa lýst drápinu á Al- fred Herrhausen, aðalbanka- stjóra Deutsche Bank, á hendur sér. Herrhausen lét lífið s.l. fimmtudag af völdum fjarstýrðr- ar sprengingar er splundraði bfl hans. Gerðist þetta í baðstað skammt frá Frankfurt. Fréttastofum barst í gær bréf frá téðum samtökum, merkt fimm geisla stjörnu og Kalas- hnikovriffli, en með þessu eru þau vön að auðkenna sig. í bréf- inu er Deutsche Bank, stærsti banki Vestur-Þýskalands, kallað- ur tákn sem gnæfi hæst á fasískum kapítalistastrúktúr arðráns. Bankinn er í bréfinu sakaður um að hafa undirbúið „innrás“ í Austur-Evrópu árum saman og nú séu hann og aðrir álíka aðilar reiðubúnir að leggja þjóðir þar undir arðránsvald sitt. Þetta þýði að „öll byltingarhreyfing Vestur- Evrópu“ sé við upphaf nýs tíma- skeiðs. Rote Armee Fraktion tel- ur sig aðhyllast marxlenínskar kenningar. Herrhausen, sem varð 59 ára að aldri, var í stjórn margra stór- fyrirtækja auk starfs síns í bank- anum og meðal mestu áhrifa- manna í alþjóðafjármálum. Fátt hefur heyrst af Rote Armee Fra- ktion síðustu árin, en nú er óttast að ný hryðjuverkahviða af hálfu hóps þessa sé í uppsiglingu. Vest- urþýsk yfirvöld grunar að fólk þetta hafi náið samstarf við Rauðu stórfylkin ítölsku og Acti- on Directe í Frakklandi. Reuter/-dþ. á hreyfanleika hans fremur en betri skipum. Hann gagnrýnir Bandaríkin eigi að síður fyrir að færast undan eftirliti með vígbún- aði á og í sjó og telur að fyrr eða síðar verði slíku eftirliti komið á. Stjórnarerindrekar sumra Nató- ríkja í Brussel eru sagðir vera á sama máli. En hér er um tregðu að ræða Natómegin og stafar hún að líkindum af því að innan bandalagsins er út frá því gengið að umrætt eftirlit muni verða hernaðargetu þess meiri hnekkir en Varsjárbandalagsins, eins og Wolfgang Heisenberg hjá Centre European Policy Studies í Bruss- el bendir á. Gefið er hinsvegar í skyn í fréttum að afstaða sumra Nató- ríkja um þetta efni muni um síðir leiða til meiri sveigjanleika af hálfu bandalagsins. Bent er á að Belgía, ísland, Noregur og Tyrk- land muni vera hlynnt vígbún- aðareftirliti á sjó að einhverju marki. Stjórnarerindrekar í Brússel hafa eftir norskum og ís- lenskum talsmönnum að þessar þjóðir hafi áhyggjur af miklum vígbúnaði á höfunum nálægt ströndum sínum og hættu á af- drifaríkum slysum. Sá uggur hafi aukist frá því í apríl s.l. er kjarn- orkuknúinn sovéskur kafbátur fórst á norsku hafsvæði. Heisen- berg telur, að einnig sé líklegt að almenningur í Natóríkjum muni í vaxandi mæli krefjast niður- skurðar á vígbúnaði á sjó til að draga úr herkostnaði, og erfitt geti orðið að vísa slíkum kröfum á bug. Stjórnarerindreki einn í Brúss- el mælir með ráðstöfunum með það fyrir augum að eyða tor- tryggni milli aðila á þessum vett- vangi. Leggur hann til að banda- lögin gefi hvort öðru meiri upp- lýsingar um heræfingar hvors annars og það hvar hinar ýmsu flotaeiningar séu staddar hverju sinni. Reuter/-dþ. Filippseyjar Uppreisnarmenn verjast enn Bardagar geisuðu í gær í Man- ila, höfuðborg Filippseyja, fimmta daginn í röð eftir að ein- ingar úr hernum gerðu uppreisn gegn Corazon Aquino forseta. Mjög hefur nú hallað á upp- reisnarmenn, en um 500 þeirra verjast þó enn í Makati, hverfi í miðborginni þar sem hótel, bank- ar og aðrar fjármálastofnanir eru til húsa. Uppreisnarmenn eru vel vopnaðir og gott til varnar í hverfinu, þar sem hvert háhýsið er við annað. Þar að auki voru enn í gær- kvöldi í þeim hluta hverfisins, sem var á valdi uppreisnar- manna, um 3000 óbreyttir borg- arar filippínskir og um 2000 út- lendingar, margir þeirra ferða- menn, þar á meðal ófáir mikil- vægir, eins og það er orðað, frá Bandaríkjunum, Evrópu og Jap- an. Erlend sendiráð hafa heitið á uppreisnarmenn að samþykkja vopnahlé meðan útlendingunum sé forðað úr hverfinu, en í gær slitnaði upp úr samninga- umleitunum um þetta. Má ætla að uppreisnarmenn séu ekkert áfram um að sleppa útlendingun- Flokkur stjórnarliða í varnarstöðu - uppreisnarmenn segjast ætla að berjast til þrautar. um, þar eð þeirra vegna hika stjórnarliðar við að ráðast af fullu vægðarleysi á háhýsin, þar sem uppreisnarmenn hafa búist um. Þeir segjast ekki munu af láta fyrr en Aquino segi af sér, en hún hafi, segja þeir, sýnt og sannað að hún sé óhæf til að stjórna. Henni hafa hinsvegar borist trausts- og stuðningsyfirlýsingar frá mörgum erlendum ríkisleiðtogum, t.d. hringdi Bush Bandaríkjaforseti í hana í gær og sagðist vera hreykinn af henni. Yfir 100 manns hafa fallið í uppreisninni. Reuter/-dþ. Bœheimur og Móravía Kommúnistar í minnihluta í stjóm Breytingar voru í gær gerðar á stjórn Tékkíu (Bæheims og Móravíu), annars tveggja fylkja sem Tékkóslóvakía samanstend- ur af (hitt er Slóvakía). Eftir breytinguna er kommúnista- flokkur landsins í minnihluta í stjórninni. Hefur flokkurinn átta ráðherra en óháðir ráðherrar og úr öðrum stjórnmálaflokkum eru níu. Forsætisráðherrann, Fra- ntisek Pitra, er í kommúnista- flokknum. Breytingar þessar voru gerðar að kröfu Borgaravettvangs, sam- taka stjórnarandstæðinga. Talið er að eftir þetta verði erfitt fyrir kommúnistaflokkinn að standa gegn kröfu stjórnarandstæðinga um að fleiri ráðherrar, sem ekki eru í kommúnistaflokknum, verði teknir í sambandsstjórnina. Stúdentar í Prag voru á útifund- um í gær til að krefjast breytinga á sambandsstjórninni, en við- ræður forsvarsmanna Borgara- vettvangs og Adamecs forsætis- ráðherra um þetta höfðu þá ekki enn borið árangur. Reuter/-dþ. Austur-Þýskaland Líbanon Sækir í sama farið Hersveitir hollar Eliasi Hrawi, sem kjörinn var Líbanonsforseti með samþykki Sýrlendinga fyrir 12 dögum, og liðsmenn Maroníta- herstjórans Michels Aoun skutust á með skriðdrekum og sprengju- vörpum yfir Grænu línuna gam- alkunnu í Beirút í gærmorgun og höfðu byrjað annan bardaga síð- degis. Skelfing greip um sig í borginni, þar sem menn óttast nú að borgarastríðið hefjist af fullri grimmd á ný. Hrawi hefur sett Aoun af sem herforingja og krefst þess að hann gefist upp skilyrðislaust, en Aoun, sem nýtur víðtæks stuðn- ings meðal Maroníta, tekur það ekki í mál nema með því skilyrði að Sýrlandsher hverfi úr landi. Hann gaf þó nýlega í skyn við breska sjónvarpsmenn að hann æskti samningaumleitana við Sýrlendinga. Hrawi hefur og ýjað að því að hann sé ekki fráhverfur viðræðum við Aoun og lofar að fá Sýrlendinga til að kalla her sinn frá nokkrum hluta landsins, gegn því að menn Aouns gangi til hlýðni við hann. Reuter/-dþ. ísraelar fella fimm ísraelskir hermenn felldu í gærmorgun fimm vopnaða menn, sem farið höfðu á laun inn í ísrael frá Egyptalandi, vopnaðir Kal- asjnikovrifflum, handsprengjum og vírklippum. í tilkynningu frá ísraelsher um þetta er þjóðernis mannanna ekki getið, en því haldið fram að þeir hafi ætlað að fremja hryðjuverk í tilefni tveggja ára afmælis intifödu. ís- raelar segja sína menn hafa sloppið skaðlausa frá viður- eigninni. Sjö hengdir Sex Afganar og einn írani voru í gær hengdir opinberlega í Zahe- dan, borg í íran nálægt austur- landamærum, að sögn opinberrar fréttastofu landsins. Hafði ísl- amskur dómstóll í borginni dæmt menn þessa seka um kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum. Einn Afgani í viðbót var dæmdur til að hýðast 70 svipuhöggum og fara síðan úr landi. Honecker í stofufangelsi A annað hundrað áhrifamanna sakaðir um spillingu. Mannfjöldi tekur á vald sitt stöðvar öryggislögreglu Erich Honecker, aðalvaldhafi Austur-Þýskalands í 18 ár, er í stofufangelsi í íbúð sinni í Wand- litz skammt norðan Berlínar, þar sem helstu ráðamenn þarlendis á hans tíð bjuggu. Nokkrir menn aðrir, háttsettir á valdatíma Hon- eckers, eru einnig í stofufangelsi. Skýrði Harri Harrland, aðstoð- arríkissaksóknari, frá þessu í gær. Saksóknarar hafa og látið uppi að grunað sé að 114 fyrrverandi og núverandi háttsettir embættis- menn, þar á meðal níu fyrrver- andi fulltrúar í stjórnmálaráði Sósíalíska einingarflokksins, séu viðriðnir hneykslismál frá tíð fyrri valdhafa. Ekki er enn vitað hvort Honecker verður sóttur til saka, en stjórnarandstæðingar vilja stefna honum fyrir trúnaðar- brot. Segja þeir að hann hafi meðal annars haft til afnota veiði- hús sem kostað hafi verið með almannafé. Síðustu daga hefur hvað mest borið á af almennings hálfu kröf- um um að fyrri ráðamenn og undirmenn þeirra verði látnir svara til saka vegna spillingar, og mun þetta hafa verið aðalástæð- an til þess að gervöll forusta kommúnistaflokksins sagði af sér um helgina. í sex borgum hefur múgur manns tekið á vald sitt bækistöðvar öryggislögreglunnar í leit að sönnunargögnum við- víkjandi spillingunni. Dómsyfir- völd lofa gagngerum rannsókn- um á þeim málum og segja að ekki verði í því farið í manngrein- arálit. Reuter/-dþ. Mlðvikudagur 6. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.