Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Loðna Haustvertíð lokið Ein sú lélegasta frá upphafi að blandast engum hugur um að þetta hefur verið ein léleg- asta haustvertíð frá upphafí vega og Ijóst að tap verksmiðjanna hleypur á tugum miljóna fyrir utan það tap sem þjóðarbúið hef- ur orðið fyrir. Að viðbættum tekjumissi þeirra fjömórgu sem eiga afkomu sína að meira eða minna leyti undir veiðum og vinnslu, sagði Jón Ólafsson fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Svo til öll loðnuveiðiskipin eru komin til heimahafnar eftir eina erfiðustu og lélegustu haustvertíð á seinni tímum enda lítið hægt að athafna sig á miðunum sökum hafíss. Engu að síður hugsa menn gott til glóðarinnar eftir áramótin ef tíðin verður skapleg og ís trufl- ar ekki veiðarnar því loðnan er komin fram eftir að hafa verið talin af um tíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Loðnunefndar var í gær búið að tilkynna inn til löndunar á vertíð- inni samtals rúm 52 þúsund tonn en ekki er ólíklegt þegar öll kurl verða komin til grafar að lokatöl- ur vertíðarinnar verði eitthvað í kringum 55 þúsund tonnin. Til samanburðar má geta þess að á miðnætti þann 17. desember 1988 var heildarloðnuaflinn orðinn um 305 þúsund tonn og þrem sólar- hringum seinna eða þann 20. des- ember var hann orðinn um 311 þúsund tonn. -grh Húsnæðislán Vanskil yfir 600 miljónir Gjaldfallnarskuldirhafa hœkkað umþriðj- ung á árinu en hlutfall þeirra afhöfuðstóli hefur lœkkað Rösklega 640 miljónir króna voru gjaldfallnar af lánum Byggingarsjóða ríkisins og verka- manna um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra voru 480 milj- ónir í vanskilum, sem er þó held- ur minna hlutfall af heildarhöfuð- stóli lánanna. Að sögn Jens Sörensens for- stöðumanns Veðdeildar Lands- bankans hefur höfuðstóll lána hækkað mikið á einu ári og því er þessi hækkun vanskila ekki óeðli- leg. Benti hann á að þótt 535 milj- ónir hefðu verið gjaldfallnar í Byggingarsjóði ríkisins um síð- ustu mánaðamót en 404 miljónir á sama tíma í fyrra hefði hlutfall gjaldfallinna skulda af höfuðstóli minnkað úr 1,486% í 1,415%. Að sama skapi hefði þetta hlut- fall í Byggingarsjóði verkamanna minnkað úr 1,205% í 1,156% enda þótt skuldirnar hefðu hækk- að úr 76 miljónum í 108 miljónir á einu ári. Til marks um hvernig inn- heimta gjaldfallinna lána hefur gengið sagði Jens 76,5% þeirra hafa verið innheimtar í nóvember í ár en 70,3% vanskilaskulda voru greiddar í nóvember í fyrra. Þá hafa vanskilin vitaskuld minnkað talsvert eftir mánaða- mótin, þótt ekki liggi fyrir tölur í því sambandi. -þóm Loðdýr Verðlækkun á minkaskinnum Frá l%-8% eftir tegundum en um 4% ídoll- urum talið sé miðað við uppboðið í september Auppboði sem lauk í Kaup- mannahöfn í síðustu viku lækkuðu minkaskinn í verði frá l%-8% eftir tegundum. Þetta var fyrsta uppboðið á nýju sölutíma- bili þar sem sem seld er fram- leiðsla ársins 1989, en uppboðs- tímabilið stendur fram í septemb- er árið 1990. Talið í bandarískum dollurum lækkaði verð á minkaskinnum að meðaltali um 4% sé miðað við uppboðið í september og seldust um 46% af skinnunum á uppboð- inu. Mest varð verðlækkunin í Scanbrown-læðuskinnum eða um 8%. Meðalverð var um 1.184 krónur og seldust aðeins 33% skinnanna. Þá lækkaði verð á Kvikmyndasjóður íslands á úr vöndu að ráða á næstunni því alls bárust 88 umsóknir um styrki sem nema samtals um 400 miljón- um króna. Á fjárlögum er gert ráð fyrir óbrettri krónutölu til Kvikmyndasjóðs og því hefur hann aðeins 71 miljón króna til reksturs, kynninga og styrkveit- inga. Umsóknirnar ná til 5 tegunda kvikmynda. Varðandi bíómyndir bárust 6 umsóknir til framleiðslu og 32 til undirbúnings og hand- ritsgerðar, auk 3ja framhalds- styrkja. Til framleiðslu heimilda- mynda bárust 22 umsóknir og 9 til Scanblack-læðuskinnum um 7% en af þeim seldust aðeins 32% og var meðalverð þeirra 1.046 krón- ur. Pastelskinn lækkuðu minnst í verði eða um 1% og seldust 45% skinnanna. Meðalverð þeirra reyndist vera 1.110 krónur. Að mati Sambands íslenskra loðdýraræktenda endurspeglar salan á þessu uppboði markaðs- stöðuna og er í samræmi við það sem markaðssérfræðingar hafa spáð. Jafnframt er talið að þessi verðlækkun í dollurum ásamt lágu söluhlutfalli muni sennilega flýta fyrir samdrætti í fram- leiðslunni erlendis þannig að jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar komist á fyrr en ella. -grh miljónir úr sjóðnum undirbúnings og handritsgerðar. 7 umsóknir liggja fyrir til fram- leiðslu stuttmynda og 2 til hand- ritsgerðar. Þá bárust 2 umsóknir til framleiðslu teiknimynda og 1 til framleiðslu leikbrúðumyndar. í úthlutunarnefnd sitja Helgi Skúlason, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Sigurður Valgeirsson, en ritari hennar er Jón Egill Bergþórsson. Nefndin á greinilega erfitt verk fyrir hönd- um ef farið verður eftir þeirri línu sem lögð er í nágrannalöndun- um: að veita fáa en stóra styrki fremur en marga smáa. -þóm Kvikmyndasjóður 88 umsóknir Alls er sótt um 400 Um það bil 170 manns sóttu ráðstefnu samgönguráðuneytisins um áhrif mannvirkja á umhverfið. Mynd: Jim Smart. Kröfur um umhverfisvemd Auður SveinscLóttir líkti náttúruverndarmálum við jólahreingerningarþarsem allt vœri á síðasta snúningi og skítnum sópað undir teppið rétt fyrir klukkan sex á aðfangadag Föstudaginn í síðustu viku stóð samgönguráðuneytið fyrir ráðstefnu um áhrif mannvirkja- gerðar á umhverfið. Þátttakend- ur í ráðstefnunni voru fulltrúar fjögurra stofnana sem heyra undir ráðuneytið, Pósts og sím- amálastofnunar, Flugmálastjórn- ar, Vegagerðar rikisins og Vita og hafnarmálastofnunar. Þar að auki sátu ráðstefnuna nokkrir fulltrúar annarra stofnana, svo sem Hollustuverndar ríkisins, og Verktakasamband íslands átti einnig fulltrúa og frummælanda á henni. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sagði ráðstefn- una haldna vegna þess að sam- göngumálaráðuneytið hefði með þær stofnanir að gera sem hefðu mjög viðamiklar framkvæmdir með höndum og hefðu mikil áhrif á mótun landsins með sinni mannvirkjagerð og framkvæmd- um. Breyttur tíðarandi Ráðherrann sagði að allir þekktu þau umhverfisáhrif sem vegalagnir, flugvallagerð, og hafnagerð og svo framvegis gætu haft. Það væri afar mikilvægt að þeir sem að þessum verkun ynnu, væru áhugasamir og jákvæðir í garð almennrar umhverfisvernd- ar og þeir höguðu störfum sínum þannig að takast mætti að láta mannvirki falla vel að umhverfi og náttúru. Að mati Steingríms hefur tíð- arandinn breyst frekar en að full- yrða megi að menn hafi ekki sinnt umhverfisþættinum nægjanlega í fortíðinni. Kröfur um umhverfis- vernd hefðu aukist og meðvitund manna um náttúruna og um- hverfið hefði vaxið og það væri auðvitað af hinu góða. Ráðstefn- an væri fyrst og fremst viðbrögð við þessum viðhorfum en ekki á- fellisdómur yfir fortíðinni. Vélar og tæki væru nú orðin miklu öflugri en menn hefðu áður þekkt og gætu unnið meiri spjöll en áður ef þeim væri ekki stýrt af skynsemi. „Þessi ráðstefna er tilraun til að gera athafnir úr orðum en láta ekki sitja við það að vera stofu- umhverfisverndarmaður, eins og ég hef stundum sagt og rtota þá sams konar samlíkingu og notuð hefur verið yfir svo kallaða stof- ukomma," sagði Steingrímur. Það mætti segja um umhverfis- vemdina að sumir væru kannski meira í því að tala, væru miklir umhverfisverndarmenn heima í stofu, en minna yrði síðan úr framkvæmdum. Hann vildi gjarnan sýna það í verki að í sam- gönguráðuneytinu og stofnunum þess væru menn meðvitaðir á þessum sviðum. Að sögn ráðherrans á að fylgja þessari ráðstefnu eftir. Það komi til að mynda til greina að setja samræmdar reglur í umhverfism- álum fyrir stofnanir ráðuneytis- ins, svipað og gert hefði verið í fyrra varðandi útboð og tilhögun framkvæmda. Hann gæti vel hugsað sér slíkar reglur og fleira væri í athugun. Stefna í stað ráðherra Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni. Ef rennt er yfir dagskránna má sjá erindi Stefáns Thors skipulagsstjóra ríkisins um umhverfi og skipulag og Helga Jóhannessonar deildarstjóra í samgönguráðuneytinu um lög og rétt þegar kemur að framkvæmd- um. Auður Sveinsdóttir lands- lagsarkitekt og formaður Land- verndar varpaði fram þeirri spurningu hvort tvöfalt siðgæði ríkti í umhverfismálum og var niðurstaða hennar sú að oft á tíð- um mætti segja það. Auður líkti náttúruverndar- málum við jólahreingerningar þar sem allt væri á síðasta snún- ingi og skítnum sópað undir tepp- ið rétt fyrir klukkan sex á aðfang- adag. Teppið sem breitt væri yfir skítinn væri ekki alltaf persneskt eða þýskt, það væri líka íslenskt, náttúra íslands væri teppi. En það vildi þannig til að að teppið, hin íslenska náttúra, væri ákaf- lega viðkvæm. Þó íslendingar væru ekki margir að tölu væri í BRENNIDEPLI ótrúlegt hvað þeim tækist að mis- bjóða náttúrunni og skilja eftir sig spor sem ekki væri hægt að afmá. í erindi sínu gerði Auður stofn- un umhverfismálaráðuneytis að umfjöllunarefni. Það væri í sjálfu sér ekkert markmið að stofna sérstakt ráðuneyti umhverfis- mála, markmiðið væri að setja íkveðna stefnu í umhverfismál- um og fela ákveðnu ráðuneyti að fylgja henni eftir, bæði gagnvart sjálfu sér og öðrum ráðuneytum. Fannst Auði sem áhugi stjórnmálamanna á umhverfis- málum snérist meira um formið en innihaldið og umræðan um umhverfismál hefði verið á skammarlega lágu plani undan- famar vikur. Svo gripið sé niður í annað framsöguerindi. Þá ræddi Hreinn Haraldsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni um undirbúning framkvæmda, hönnun, rannsókn og hagsmunaaðila. Hann sagði ma. að þegar gert væri upp á milli valkosta eða lausna í hönnun mannvirkja, einkum þeirra stærri, geti umhverfisþátturinn verið afgerandi f valinu. Tók Hreinn sem dæmi ákvörðun um veg yfir eða undir Hvalfjörð. Þar væri rætt um þrjár lausnir: göng í bergi undir fjörðinn, langar jarðvegs- og grjótfyllingar út í fjörðinn sitt hvoru megin og brú, eða pípu í botni þar á milli. Fyrsta lausnin hefði lítil sem engin áhrif á umhverfið en hinar tvær hefðu töluverð áhrif á útlit utanverðs Hvalfjarðar og vafalaust mikil áhrif á vatnaskipti og strauma og þar með lífríki fjarðarins, auk hugsanlegra áhrifa á siglingar. f sambærilegum tilfellum er- lendis sagði Hreinn víða farið að reyna að setja eitthvert fjárhags- legt mat á þessa umhverfisþætti, þannig að þeir giltu við saman- burð á hagkvæmni mismunandi lausna. Fjöldi annarra erinda var hald- inn sem ekki gefst kostur á að fara út í hér. Má þar nefna erindi Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, þar sem hún velti upp spurningunni „Hvað er viðkvæm eða verðmæt náttúra?“, og erindi Agnars Ing- ólfssonar prófessors við Háskóla íslands, en hann fjallaði um áhrif mannvirkjagerðar á lífríki sjávar. Ragnhildur Hjaltadóttir skrif- stofustjóri í samgönguráðuneyt- inu var einn ráðstefnustjóranna. Hún sagði að sér væri efst í huga að með þessari ráðstefnu hefði tekist að ná saman 170 manns úr þeim fjórum stofnunum sem sæju um framkvæmdir varðandi sam- göngumannvirki, þe. Póst og símamálastofnun, Flugmála- stjórn, Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálastofnun. Áhersla hefði verið lögð á að ráðstefnan væri ekki einungis fyrir yfirmenn þessara stofnana, heldur einnig aðra starfsmenn eins og tækni- menn, verkstjóra, eftirlitsmenn og fleiri. Auk þessara stofnana var Verkatakasambandi íslands boð- ið að eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Ragnhildur sagði stórkostlegt hvað áhugi manna á þessum mál- um virtist mikill. Umhverfisvernd og arðsemi Viðfangsefni ráðstefnunnar var mjög víðtækt að sögn Ragn- hildar. Ferli framkvæmda frá því ákvörðun um mannvirkjagerð væri tekin og undirbúningur haf- inn þangað til land væri grætt að verki loknu, hefði verið fylgt. Þannig hefði verið fjallað um mismunandi stig undirbúnings út frá ólíkum sjónarmiðum. Það mætti segja að ráðstefnan hefði verið hugsuð sem kennslustund í umhverfismálum. Hún vonaði að umhverfismat fyrir framkvæmdir yrði í framtíðinni jafn sjálfsagt og til dæmis burðarþolsmælingar. Ragnhildur tók undir með einum frummælanda, Auði Sveinsdótt- ur, um að breyta þyrfti huga og hjarta til að ná fram úrbótum í umhverfismálum. Ragnhildur sagði þá staðreynd að ráðstefnan var haldin og sú þátttaka sem var á henni, væri tvímælalaust merki um þann aukna áhuga sem væri nú á um- hverfismálum almennt. Engin fyrirstaða hefði verið að fá menn til að tala á ráðstefnunni. Áður hefði málunum kannski verið stillt upp í tvær andstæður. Ann- ars vegar umhverfisgæði sem taka þyrfti tillit til og hins vegar bein arðsemissjónarmið varð- andi framkvæmdir. í dag væri í auknum mæli farið að líta á þessa tvo þætti sem nána vini, þar sem hvor þarfnaðist hins. Á ráðstefn- unni hefði komið fram áhersla á að tekið yrði tillit til umhverfis- þátta strax í upphafi, í stað þess að huga að þeim á seinni stigum. Þannig næðist fram mest þjóð- hagsleg hagkvæmni. -hmp Þriðjudagur 19. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.