Þjóðviljinn - 20.12.1989, Qupperneq 1
Miðvikudagur 20. desember 1989 219. tölublað 54. órgangur
Alþingi
Davíð stýrir málþófi
Alger óvissa um þingstörf fram að áramótum. Guðrún Helgadóttir: Borgarstjórinn ekki
kominn á þing. Forsœtisráðherra: Ríkisstjórn með meirihluta gefur ekki aðalmál sín eftir
Alger óvissa er nú á Alþingi um
hvenær þingstörfum lýkur
vegna málþófs sjálfstæðismanna
sem Guðrún Helgadóttir forseti
sameinaðas þings segir stjórnað
frá skrifstofu borgarstjórans í
Reykjavík. Guðrún segir að sam-
komulag hefði verið um að þingi
lyki á föstudag svo þingmenn
kæmust heim til fjölskyldna
sinna. Síðan hefðu vindar
eitthvað snúist þar sem sjálfstæð-
ismenn hefðu lýst því yfir að allt
yrði gert til að hindra þingstörf.
Guðrún sagði sjálfstæðismenn
einnig ákveðna í að hindra að
,viröisaukaskattsfrumvarpið
verði að lögum fyrir áramót, sem
væri alveg óskiljanlegt. Það væri
sjaldgæft að ríkisstjórn með veru-
legan meirihluta væri vísitandi
hindruð í að koma fjárlögum og
tekjuöflunarfrumvörpum fram
og ekki hvað síst fjáraukalögum,
sem Ólafur Ragnar Grímsson
væri fyrsti fjármálaráðherrann til
að leggja fram fyrir yfirstandandi
ár í áratugi. Þau vinnubrögð ættu
að vera til fyrirmyndar.
Þá sagði Guðrún furðulegt að
málþófinu væri ekki haldið uppi
að frumkvæði þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins, heldur væri
borgarstjórinn í Reykjavík aðal-
leikarinn í málinu. Hann stjórn-
aði þessu verki og notaði ág-
reininginn um Borgarspítalann
og lögin um verkaskiptingu hvað
varðaði kostnað vegna
tannlækninga til þess. Þetta væri
algerlega nýtt í íslenskri pólitík,
að menn væru hiaupandi á milli
Alþingis og skrifstofu borgar-
stjóra til að leggja línurnar fyrir
næstu klukkutímana.
Að sögn Guðrúnar munu for-
setar þingsins ekki láta þessi
vinnubrögð trufla sig. Þingstörf-
Efstu menn á lista Sjálfstæðis-
flokksins í komandi bæjar-
stjórnarkosningum eru komnir í
hár saman vegna nýrrar
skólabyggingar, sem rísa á á
Hvalcyrarholti á næsta ári.
í haust ákvað meirihiutinn að
láta fara fram alútboð í skólann
og þegar tilboðin voru opnuð kom
í Ijós að lægsta tilboðið var frá
hafnflrska verktakafyrirtækinu
S.H. Verktakar. Næst lægsta til-
boðið var frá ístaki. Þegar tilboð-
in voru skoðuð nánar kom í Ijós
að tilboð S.H. Verktaka uppfyllti
ekki þær kröfur sem gerðar eru
til skólans. Meirihlutinn telur að
kostnaður hafi verið vanáætlaður
um 20-50%. Eftir viðræður við
tilboðsaðila ákvað meirihlutinn
að ræða við ístak um Hvaleyrar-
skólann.
Þegar málið kom fyrir bæjar-
stjórn mættu starfsmenn
S.H.Verktaka á fundinn og þeir
um yrði haldið áfram eins og
þyrfti. Guðrún sagði að stjórnar-
andstöðunni hefði verið boðið
frestun fram yfir áramót á um-
ræðum um frumvörp um bifr-
eiðagjald, orkuskatt, stjórnarr-
áðsfrumvarpi og umhverfismál-
afrumvarpi og við það hefði verið
staðið. Á móti hefði Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki vilja semja nema
Jóhann G. Bergþórsson og Árni
Grétar Finnsson, fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins, gerðu harða hríð
að meirihlutanum og greiddu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins at-
kvæði gegn því að gengið yrði til
viðræðna við ístak. Málinu var
vísað til bæjarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarráði eru þeir Jóhann og
Árni Grétar. Þeir gátu hvorugur
mætt á fundinn en varamenn
þeirra þær Hjördís Guðbjörns-
dóttir og Sólveig Ágústsdóttir
mættu. Jóhann mætti hinsvegar
þegar fundurinn var hálfnaður og
fékk að sitja sem áheyrnarfullt-
rúi. Ýmsum spurningum var
beint til hans sem fagmanns, en
Jóhann er forstjóri verktakafyr-
irtækisins Hagvirki. Greiddi Jó-
hann greiðlega úr spurningunum.
Þegar kom að atkvæðagreiðslu
ákváðu þær Hjördís og Sólveig að
greiða atkvæði með því að gengið
yrði til viðræðna við ístak en ekki
farið væri eftir óskum borgarstjó-
rans um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Slíkt kæmi ekki til
greina enda borgarstjórinn ekki
kominn á þing enn þá.
Forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, sagði að ríkis-
stjórn með meirihluta á þingi gæfi
ekki eftir mál eins og afgreiðslu
fjárlagafrumvarps og tekjuöflun-
viðS.H. Verktaka einsogþeir Jó-
hann og Árni Grétar vildu.
Jóhann mun skipa fyrsta sæti
lista Sjálfstæðisflokksins í kom-
andi bæjarstjórnarkosningum en
Hjördís er eina konan á lista
íhaldsins sem á von á að ná inn í
bæjarstjórn. Hún skipar fjórða
sæti listans. Hjördís er skólastjóri
Engidalsskóla og ætti því að vera
nokkuð vel heima í því sem við-
kemur skólamálum.
í Fjarðarpóstinum heldur Jó-
hann því svo blákalt fram að þær
Hjördís og Sólveig hafi verið
plataðar af meirihlutanum.
„Grunnurinn að afstöðu þeirra
í þessari atkvæðagreiðslu var lygi
og tilbúningur hreinn," sagði Jó-
hann við Þjóðviljann í gær.
„Þessvegna segi ég að þær hafi
verið plataðar. Þeirra afstaða
byggðist á því að tilboð S.H.
Verktaka myndi hækka um 20-
50% þegar þær breytingar hefðu
verið gerðar á því sem nauðsyn-
arfrumvarpa. Hann tók undir
það með Júlíusi Sólnes væntan-
legum umhverfismálaráðherra,
að ef þinghald yrði á milli jóia og
nýárs, komi til greina að afgreiða
stjórnarfarshluta umhverfislag-
anna fyrir áramót. Enda væri
þekkt að meirihluti væri fyrir því
á Alþingi að slíkt ráðuneyti verði
stofnað. -hmp
legar eru. Það var gengið eftir
þessum útreikningum en þeir
ekki lagðir fram. Það er ekkert
sem bendir til þess að tilboðið
muni hækka svo mikið og því segi
ég að þær hafi verið plataðar."
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri sagði við Þjóðviljann
í gær að þessar tölur væru örugg-
lega ekki vanáætlaðar, skólinn
þyrfti að stækka um rúm 15%.
Þar sem byggingin er á tveimur
hæðum þarf lyftu í skólann en
ekki var gert ráð fyrir henni, auk
þess sem þætti vantaði í lóðina.
„Það þarf að fara í frumhönnun á
mörgum þáttum en það hefur í
för með sér umtalsverðar hækk-
anir, þannig að þessar tölur eru
ekki fjarri lagi. Enda eru allir á
því að gengið verði til samninga
við ístak, sama hvar í flokki þeir
eru. Það eru bara þeir Jóhann og
Árni Grétar, sem eru andvígir
því,“ sagði Guðmundur Árni.
-Sáf
Ríkisstjórnin
Verðhækk-
unum
frestað
Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir því að verðlag opinberrar
þjónustu muni verða því sem
næst óbreytt um áramót. Þor-
steinn Ólafsson efnahagsráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar gerði
grein fyrir þessari afstöðu stjórn-
arinnar á samningafundi fulltrúa
ASI ogVSIí gær en samningsaðil-
ar höfðu óskað eftir skýrri stefnu
hvað þetta varðar.
„Þetta gefur okkur aukið svig-
rúm til að skoða okkar mál betur í
ró og næði. Við höfum síðan í
hyggju að ræða frekar við ríkis-
stjórnina um verðlagsmál á næst-
unni,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son forseti ASÍ eftir fundinn.
Þorsteinn Ólafsson sagði ríkis-
stjórnina ætla að slá á frest verð-
hækkunum opinberra fyrirtækja
um áramót. Meðal annars hefur
verið ákveðið að fresta fyrirhug-
uðum verðhækkunum Lands-
virkjunar og Rafmagnsveitu -
ríkisins.
„Við getum að vísu ekki sagt til
um hækkanir sveitarfélaga en
iðnaðarráðherra hefur skrifað
bréf til þeirra um að fara að dæmi
stjórnarinnar. Verði kjarasamn-
ingar gerðir á þeim nótum sem
rætt hefur verið um að undan-
förnu munu þeir síðan draga
verulega úr þörfinni á verðhækk-
unum,“ sagði Þorsteinn í samtali
við Þjóðviljann.
Opinber fyrirtæki munu sum
hver lækka verðskrá sína um ára-
mót. Þannig binda samningsaðil-
ar nú vonir við að verðlag opin-
berrar þjónustu muni í heild sinni
standa í stað um áramót.
-þóm
4
dagar til jóla
Níundi var
Bjúgnakrækir
Nú nálgast jólin óðfluga og
sveinarnir nær allir komnir til
byggða. Það var hún Arna
Bjarnadóttir, 10 ára, sem
teiknaði þessa fallegu mynd af
Bjúgnakræki.
Bubbi Morthens og aðstandendur nýjustu plötu hans „Nóttin langa", fengu í gær afhenta Platíníum
plötu, sem þýðir að platan hefur selst í 7.500 eintökum. Ásmundur Ásmundsson útgáfustjóri Geisla sagði
plötuna raunar vera komna yfir 10.000 múrinn og að allar þær 19 plötur sem Bubbi heföi átt þátt í og gefið út
sjálfur, hefðu náð gullplötu. Þriðjungur þlatna hans hefði náð Platíníum. Á myndinni eru Þorsteinn Högni,
Hilmar Örn og Bubbi Morthens við afhendinguna í gær. Mynd: Jim Smart.__
Hvaleyrarholt
íhaldið í Hafnarfirði í hár saman
Efsti maður lista íhaldsins í komandi kosningum segir meirihlutann hafa platað fjórða mann
listans í atkvœðagreiðslu um Hvaleyrarskóla í bœjarráði