Þjóðviljinn - 20.12.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Alþýðubandalagið
og
umheimurinn
Ritstjóri Þjóölífs, Óskar Guömundsson, fjallar í síöasta
hefti tímaritsins um breytt viðhorf í Evrópu og öllum heimi,
sem tengd eru hrööu hruni valdakerfis kommúnistaflokk-
anna í Austur-Evrópu. Hann minnir, sem og margir aörir nú
um stundir, réttilega á þaö, aö þessi þróun, ásamt meö
stórbatnandi sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sé
nú sem óöast aö tortíma þeim óvinum sem menn hafa haft
sér til trausts og halds í pólitískum ólgusjó. Þegar hann
yfirfærir dauða óvinarins yfir á íslenskar aöstæöur segir
hann sem svo, að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
bandalagiö komist í nokkurn tilvistarvanda vegna þess aö
þessir flokkar hafi misst andskota sína - heimskommúnism-
ann og bandaríska heimsvaldastefnu. Um síðarnefnda
flokkinn segir ritstjórinn síðan, að Alþýöubandalagiö hafi
reyndar færst heldur til sem flestir aðrir flokkar „í áttina aö
sameinaðri Evrópu, þó það sé að mörgu leyti eins og
steingervingur í afstöðu til útlanda í samanburði viö aöra
flokka".
Þetta er beinlínis rangt. Steingervingur er í þessu sam-
bandi væntanlega sá sem rígheldur sér í kaldastríðshug-
myndir um ástand heimsmála. í raun og veru hefurobbinn af
Alþýöubandalaginu gengiö í gegnum langt og drjúgt
breytingaskeið, þar sem viðleitni til aö réttlæta flokksræöið í
Austur-Evrópu hefur fyrir löngu snúist í gagnrýni á grund-
vallaratriði stjórnarhátta þar um slóðir. Þá hefur hinn einfaldi
og sjálfvirki antiameríkanismi vinstrisinna (sem átti sér síð-
ast blómaskeið með kynslóð, sem kennd er við árið 68 og
stundum kölluð lýðræðiskynslóð) einnig verið á undanhaldi
fyrir málefnalegri skoðun bandarísks þjóðfélags. Þótt menn
svo vilji ekki ganga eins langt í bjartsýni og Þjóðlífsritstjórinn
sem telur Bandaríkjamenn orðna „tiltölulega saklausa á
heimsmælikvarða".
Það er hinsvegar út í hött að tala um að sá flokkur sé
„steingervingur í afstöðu til útlanda", sem tekur í talsverðum
mæli mið af hefð heillar aldar í íslenskri sjálfstæðisbaráttu
og finnst að búið sé að skapa með yfirborðslegum áróðri
óhóflega bjartsýni á blessunarleg áhrif þess að ísland gangi
undir viðskiptahætti Evrópubandalagsins. Ekkert er eðli-
legra en ótti lítils samfélags við að missa forræði yfir auð-
lindum og atvinnulífi úr höndum sér eftir langa sjálfstæðis-
baráttu. Okkur getur þótt snúið að svara því í verki hvort t.d.
Patreksfjörður eða Siglufjörður eigi að lifa eða deyja, en enn
verra þykir okkur þó að afhenda vald sem einhverju um það
ráði í reynd til skriffinna í Brussel ellegar norðurþýskrar
fiskiðnaðarsamsteypu. Þeir sem byggja sinn málflutning á
kröfum um sjálfsforræði fara ekki með útúrboruhátt eða
þjóðrembu eins og einatt er haldið fram í Alþýðublaðinu.
Þeir eru ekki síst að fylgja eftir því vinstrimannaviðhorfi, að
krafan um aukið og betra lýðræði sé um leið krafa um
dreifingu valds. Og þá um það að ákvarðanir séu teknar sem
næst því fólki sem ákvarðanirnar bitna á en ekki af einhverj-
um yfirþjóðlegum apparötum. Ef menn vilja kenna slík við-
horf, sem sannarlega eru sterk í Alþýðubandalaginu, við
steingervinga, þá er því helst til að svara, að skárra er að
hafa eitthvað af hörku steinsins en að gera sig að einskonar
pólitískum leir sem hver og einn getur hnoðað að vild sinni
sem stórar krumlur hefur.
ÁB
KLIPPT OG SKORIÐ
STAMPA
Davíð og
Olafur Ragnar
Mörgum þótti nýstárlegt að
fylgjast með stælum Ólafs Ragn-
ars Grímssonar fjármálaráðherra
og Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra í Sjónvarpinu síðasta
laugardagskvöld. Deildu þeir um
rekstrar- og stjórnarform Borg-
arspítalans í Reykjavík. Hins
vegar vöktu leikaðferðir
stjórnmálamannanna almennt
meiri athygli en umræðuefnið,
þótt brýnt sé.
Davíð Oddsson gerði sér grein
fyrir því, að þetta var eldskírn
hans sem varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins gegn höfuðand-
stæðingnum, formanni Alþýðu-
bandalagsins. Það var því skyn-
samleg tækni hjá Davíð að halda
sig við þrautþjálfuð brögð sín,
hvatskeytleg og snögg tilsvör.
Þau snertu ekki alltaf umræðu-
efnið, en gátu ef vel heppnaðist
drepið því á dreif og slegið and-
stæðinginn út af laginu. Davíð
vissi sem var að Ólafur Ragnar
vill kurteislegar röksemdafærslur
og fer nauðugur til orðaleikja.
Sjálfstæðismenn fengu nú
tækifæri til að meta hvort bar-
dagatækni Davíðs dugir á þeim
þjóðarvettvangi sem þeir hentu
honum út á í haust. Ekki er að
efa, að margir þeirra hrífast af
einfaldleika Davíðs, meitluðum
sendingum og eftirminnilegum
hortugheitum. Sverrir Her-
mannsson var aldrei verulega
sannfærandi jarðvöðull og remb-
dist full mikið við að fyrna ræðu
sína. Og aðrir háskakjaftar hafa
ekkert látið á sér kræla árum
saman. Við reiknum ekki Hall-
dór Blöndal með, vegna hæver-
sku hans dagfarslega, þrátt fyrir
skringilegheit þegar andrenalínið
ber hann ofurliði í ræðustólum.
Það er óhætt að reikna með
því, að margir Sjálfstæðismenn
séu harðánægðir með frammi-
stöðu Davíðs gegn Ólafi Ragnari.
Leiðtogi sem flækir ekki málin,
heldur heggur á alla borða sem
fyrir verða og tiplar feti framar
með kutann en Þorsteinn Páls-
son, er eflaust afburðamaður í
augum margra Heimdallar- og
SUS-félaga. Staðreyndin er sú,
að sumt í ræðuþjálfun og mál-
fundakeppni æskunnar hérlendis
undanfarin ár hefur verið upp-
suða úr bandarískum stjórnmál-
um, þar sem lítt er gætt ná-
kvæmra röksemda eða hæversku.
Ræðumenn hafa verið verð-
launaðir fyrir hálfgert skrum og
öfgakennda framkomu. Jarðveg-
urinn fyrir Davíð er frjór.
Hér er ekki fjallað um
skoðanaágreining Davíðs og
Ólafs Ragnars, sanngirni og rétt-
læti í málflutningi þeirra. A hinu
lék ekki vafi, að Ölafur Ragnar
beitti hefðbundinni tækni í rök-
semdafærslu sinni, yfirvegun og
skipulegri framsetningu. Þessa
aðferð kunna allir þeir að meta,
sem umgangast margs konar að-
ila í samningum og á fundum,
þurfa að taka tillit til flókinna
sjónarmiða og óska í stjórnsýslu,
viðskiptum og þjónustu. Gera
má ráð fyrir, að Ólafur Ragnar
afli sér með þeim hætti vaxandi
trausts hjá ákveðnum fylkingum
fólks úr öllum skoðanahópum.
Það má því segja, að Sjálfstæð-
isflokkurinn komi nú fram sem
ögrandi, orðheppið afl, en Al-
þýðubandalagið sé tákngerving-
ur virðuleika, hefðbundinnar
röksemdafærslu og góðrar kurt-
eisi. Fyrr á tíð var þessu víst öfugt
farið, þá urðu róttækir jafnaðar-
menn frægir sem leiftrandi orð-
hákar, en íhaldsmenn varðveittu
ró sína og lærða framkomu.
Ekki er víst að þessi hlutverka-
skipting sé tímabundin uppá-
koma. Hugsanlegt er að Davíð
Oddsson sjái það í hendi sér, að
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að
liggja í stjórnarandstöðu á íslandi
um ókomin ár. Flokkurinn
neyðist því stöðugt til að sækja á,
með misvönduðum meðulum.
Eini möguleiki flokksins, og Da-
víðs sem formanns, gegn ráðsett-
um stjórnarherrum er þá að vera
sífellt beittur, ögrandi, vekjandi
á sér athygli með öllum ráðum.
Að þessu leyti var Ólafur Ragnar
ef til vill að sýna okkur inn í fram-
tíðina, leiða Davíð í gildrur og fá
hann til að glenna á sviðinu alda-
mótaklærnar.
Scandalo
islandese
Nú þegar máli Magnúsar Thor-
oddsens, fyrrum forseta Hæsta-
réttar, er lokið fyrir dómstólum,
væri ef til vill ekki úr vegi að rifja
upp þá landkynningu sem af því
hiaust strax í byrjun. ítölskum
ferðamönnum hingað til lands
fjölgaði mjög á árinu. Eflaust eru
á því margar skýringar, en gæti
Magnús átt þar hlut að máli?
Allajafna er ísland ekki í for-
síðufréttum á Ítalíu, en sunnu-
daginn 27. nóvember 1989 bar
nýrra við. Fimm dálka frétt á for-
síðu LA STAMPA, eins út-
breiddasta blaðs ítaía, fjallaði
um „uno scandalo islandese" -
íslenskt hneyksli aðeins 3 dögum
eftir að málið varð opin'oert í
Reykjavík.
Það er athyglisvert, að Magn-
úsarmálið verður ítalska blaðinu
fyrst og fremst kærkomið tæki-
færi til að ítreka það undir rós
fyrir lesendum, hversu klikkaðir
Norðurlandabúar séu. 1440 vín-
flöskur eru í augum ítala jafn-
merkilegar og 1440 eldspýtu-
stokkar. í íslenska skandalnum
var engin hjákona, engin snek-
kja, engar miljónir í Sviss, hvorki
morð né meiðingar. Prúðmenni
er einfaldlega hrakið frá völdum
vegna afbrigðilegrar siðferðis-
kenndar og frumstæðra hefða.
Til að auka áhrifin kallar LA
STAMPA Magnús aldrei annað
en varaforseta Islands. Sagt er frá
hrukkulausum ferli þessa ágæta
embættismanns, sem lent hafi í
nútíma víkingasögu (semsé: villi-
mannasögu). Tekið er fram, að
söguþráðurinn sé óskiljanlegur
öðrum þjóðum en íslendingum.
Til að hjálpa lesendum að átta sig
á dellunni tekur blaðið strax
fram, að íslendingar séu eina
þjóð heims- að múslimum unda-
nskildum - sem banni bjór-
drykkju. Áfengi sé selt á upps-
prengdu verði. Samtök mótmæl-
endatrúarmanna líti á áfengi sem
synd í sjálfu sér. Margt fleira er
upptalið til að sýna Islendinga
sem sérvitringa og furðufugla,
sem lifa lengi og hanga í bókum.
Bersýnilegt er að LA
STAMPA hefur lúmskt gaman af
sögunni um þessa strangtrúar-
menn norðursins, sem segja strax
hausinn af, þegar hægt er að
hanka heiðursmann á einhverju
smáræði. f viðtölum við heima-
menn í Róm kom líka í ljós fyrir
ári, að fáum var kunnugt um Vig-
dísi, enginn hafði heyrt um hval-
veiðarnar, en allir höfðu samúð
með varaforsetanum Thorodd-
sen.
ÓHT
pJÓDVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:681935
Útgefandi: Útgáfufélr.g Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Guömundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.),
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson
(iþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir.
Afgrelðsia: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Pren niðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Askriftarverð á mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 20. desember 1989