Þjóðviljinn - 20.12.1989, Side 6
ERLENDAR FRÉTTIR
Rúmenía
300-400 sagðir drepnir
Hundruð særðra manna á sjúkrahúsum í Timisoara. Herinn á hverju strái. Fréttamönnum
ekki hleypt inn í landið. Ionesco heitir á Gorbatsjov
Samkvæmt fréttum ungverska
útvarpsins voru 300-400
manns drepnir í borginni Timiso-
ara í Banathéraði á sunnudag er
her- og iögregluiið réðist á mót-
mælafólk. Skothríð kvað einnig
hafa heyrst í borginni í gær. Ógn-
arástand virðist ríkja þar en frétt-
ir af ástandi þar og annarsstaðar í
landinu eru óljósar, þar eð Rúm-
enía er nú lokað land.
Haft er eftir Ungverja, er hefur
verið í símasambandi við ættingja
sína, sem eru læknarí Timisoara,
að á einu sjúkrahúsanna þar í
borg hafi um 250 manns látist af
sárum. Hundruð særðra manna
séu þar og á öðrum sjúkrahúsum,
margir illa særðir af skotum og
aðrir væru limlestir eftir að skrið-
drekum hefði verið ekið á þá.
Nefndir læknar segja að hermenn
hafi í tvær klukkustundir eftir að
til átaka kom bannað að sjúkra-
bílar sæktu særða menn og læknir
einn, sem reynt hefði að veita
særðum mönnum liggjandi á göt-
unum bráðabirgðahjálp hefði
verið handtekinn. Téðir heim-
ildamenn segja að þátt í mótmæl-
unum hefðu tekið bæði Rúmenar
og Ungverjar og bæði námsmenn
og verkamenn.
Rúmenía hefur lokað öllum
landamærum sínum og fá nú eng-
ir að fara inn í landið nema ein-
staka stjórnarerindrekar og
ferðamenn, sem ætla gegnum
landið til annars lands. Við
fréttamann sem ætlaði inn í
landið frá Búlgaríu sögðu rúmen-
skir landamæraverðir: „Hér er
ekkert að skrifa um.“ Búlgarskir
vörubílstjórar, nýkomnir til Ung-
verjalands eftir að hafa ekið
gegnum Timisoara, segjast ekki
hafa séð þar neinn glugga óbrot-
inn, skriðdrekar og herbílar væru
á hverju strái og ekki yrði þver-
fótað fyrir hermönnum. Augljóst
væri að sumir þeirra væru varalið-
ar, er kvaddir hefðu verið til
vopna af skyndingu. Annað fólk
sem sæist á götunum virtist hafa
orðið fyrir taugaáfalli.
Heyrst hefur að í gær hafi her-
þyrlur margar verið á sveimi yfir
Hernaðarbandalög
Allur Sovéther
heima um
aldamót?
Manfred Wörner, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, lýsti því yfir í gær að
reikna mætti með að Bandaríkin
fækkuðu á næstu árum að mun í
Evrópuher sínum. Á döfínni er
samkomulag um að Bandaríkin
og Sovétríkin fækki í Evrópuherj-
um sínum niður í 275,000 manns
hvort stórveldi, en Wörner gaf í
skyn að Bandaríkjamenn myndu
fækka enn meira í sfnum Evrópu-
her.
Af hálfu Sovétríkjanna hefur.
því verið lýst yfir að þau stefni að
því að kveðja heim allt herlið sitt
á erlendri grund fyrir aldamót.
Wörner sagði við áðurnefnt tæki-
færi að Natóríki þyrftu að endur-
meta hernaðarógnunina frá Var-
sjárbandalaginu í ljósi umbóta í
Austur-Evrópu, sem dregið
hefðu úr stríðshættu, eins og það
er orðað í Reuterfrétt. Allar á-
kvarðanir um fækkun í Evrópu-
her Bandaríkjanna niður fyrir
275,000-markið yrðu teknar í
samráði við bandamenn þeirra í
Nató, sagði Wörner.
Reuter/-dþ.
Ceausescu (t.v.) með Rafsanjani íransforseta á Teheranflugvelli - kona hans stjórnar í fjarveru hans.
borginni Brasov í Transsylvaníu,
þar sem til mikilla mótmælaað-
gerða gegn stjórnvöldum kom
fyrir tveimur árum. Tékkósló-
vaki sem ók gegnum Rúmeníu til
Ungverjalands segist hafa verið á
þeirri leið stöðvaður á 20 km
fresti og krafinn um skilríki. Her-
lög virðast gilda í landinu í raun.
Víða um lönd hafa þessar að-
farir rúmenskra stjórnvalda verið
harmaðar og fordæmdar, þ. á m.
af Bandaríkjastjórn, Evrópu-
bandalaginu og kirkjusam-
tökum. Hinn heimsfrægi leikrit-
ahöfundur Eugene Ionesco, sem
er Rúmeni en býr í Frakklandi,
skoraði í gær á Gorbatsjov So-
vétríkjaforseta að slíta efnahags-
tengsl við Rúmeníu í þeim til-
gangi að fella Ceausescu harð-
stjóra. Ionesco gagnrýndi Vest-
urlönd fyrir skeytingarleysi um
Rúmeníu hingað til. Hann sagði
að Ceausescu væri óður, svo og
valdasjúk eiginkona hans og
sonur þeirra hjóna fábjáni. Væri
með ólíkindum að annarri eins
fjölskyldu skyldi líðast að kvelja
23 miíjónir manna.
Ceausescu er sjálfur staddur í
íran í opinberri heimsókn.og ber
ekki á að hann hafi áhyggjur af
ástandinu heimafyrir. Kona hans
stjórnar þar í fjarveru hans.
Reuter/-dþ.
Shevardnadze í aðalstöðvum Nató
Bandalögin tryggja stöðugleika
Eduard Shevardnadze, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna,
heimsótti í gær aðalstöðvar Atl-
antshafsbandaiagsins í Brússel og
þykir sú heimsókn þó nokkur
frétt, því að þetta er í fyrsta sinn,
sem sovéskur utanríkisráðherra
kcmur inn í þessa taugamiðstöð
hins vestræna bandalags, eins og
Reuter orðar það. Samkvæmt
Reuterfrétt og tilkynningu frá ís-
lenska utanríkisráðuneytinu átti
Shevardnadze stuttar viðræður
vlð Manfred Wörner, aðalfram-
kvæmdastjóra Nató, og fastafull-
trúa aðildarríkja bandalagsins.
Þeir Shevardnadze og Wörner
reyndust vera í einum anda um að
Atlantshafsbandalagið og Var-
sjárbandalagið myndu halda
áfram að gegna mikilvægu hlut-
verki, enda stuðluðu þau að
stöðugleika í Evrópu á þeim tím-
um breytinga er nú gengju yfir. í
fyrradag undirritaði Shevardna-
dze fyrsta samning Sovétríkjanna
við Evrópubandalagið um við-
skipti og samvinnu. dþ.
Shevardnadze - þeir Wörner í
einum anda.
Viðskiptaerjur
í aðsigi
Margir japanskir sérfræðingar
um efnahagsmál óttast að á kom-
andi árum kunni að kastast alvar-
lega í kekki milli Japans og Vest-
urlanda á sviði efnahagsmála og
viðskipta. Vísa Japanir í því sam-
bandi til niðurstaðna skoðana-
könnunar, sem benda til þess að
margir Bandaríkjamenn telji
efnahagsmátt Japans fela í sér
meiri hættu fyrir Bandaríkin en
hernaðarmátt Sovétríkjanna.
Vestur-Evrópuríki eru þó sögð
óttast samkeppni Japana í iðnaði
og fjárfestingum enn meira.
Ríkisstjórn
styður Havel
Marian Calfa, sem verið hefur
forsætisráðherra Tékkóslóvakíu í
níu daga, hefur með fortölum
fengið stjórn sína til að lýsa yfir
stuðningi við að Vaclav Havel,
leikritaskáld og helsti forustu-
maður Borgaravettvangs, verði
kjörinn forseti landsins. Paö er
hlutverk sambandsþingsins að
kjósa forseta, en sagt er þing-
menn, sem kosnir voru með
„gamla laginu“ áður en umbóta-
aldan gekk í garð, séu margir
mótsnúnir Havel.
Sovétþing
Efnahagsmálafmmvarp samþykkf
Sovéska þjóðfulltrúaþingið
samþykkti í gær stjornar-
frumvarp um efnahagsmál með
1532 atkvæðum gegn 419. Var
samþykktin ásamt með öðru
traustsyfirlýsing við Níkolaj Ryz-
hkov, forsætisráðherra, en hann
hafði lýst því yfir að hann myndi
segja af sér, ef frumvarpið yrði
fellt.
Heitar umræður urðu um
frumvarpið og gagnrýndu rót-
tækir þingfulltrúar, þeirra á með-
al Borís Jeltsín, það fyrir að það
gengi of skammt. Frumvarpið
felur í sér sex ára áætlun. Sam-
kvæmt henni skulu breytingar
verða gerðar á verðlagsmyndun-
arkerfi frá og með árinu 1991,
aukin áhersla Iögð á framleiðslu
matvæla og annars neysluvarn-
ings og dregið mjög úr fjárlaga-
halla fram til ársins 1993. Á tíma-
bilinu 1993-95 verði stefnt í átt til
markaðskerfis og myndu
stjórnvöld þá í síauknum mæli
nota verðlag, skatta, lán og fjár-
festingar til að stjórna efnahags-
lífinu. Ekki er hinsvegar gert ráð
fyrir að áætlunarbúskapur verði
lagður af.
Reuter/-dþ.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mióvikudagur 20. desember 1989
Aquino fær
storaukin völd
Báðar deildir Filippseyjaþings
samþykktu í gær frumvarp um
stóraukin völd til handa Corazon
Aquino forseta, með það fyrir
augum að henni takist að fyrir-
byggja fleiri hermannauppreisnir
og rétta af bágan efnahag ríkis-
ins. Stjórnarandstæðingar veitast
nú að Aquino af hörku og ljóst er
að andstaðan gegn henni í hern-
um er sfður en svo búin að vera.
Óttast er jafnvel að hún eigi ban-
atilræði yfir höfði sér.
Jólaslátrun
mótmælt
Baráttumenn fyrir dýraréttind-
um réðust í fyrrinótt inn í slátur-
hús í hollensku borgunum Elst og
Zevenaar og frömdu spjöll á út-
búnaði og flutningabifreiðum.
Gerði fólkið þetta að eigin sögn
til að mótmæla drápum á dýrum
til áts í jólaveislum.
Fé til höfuðs
hryðjuverkamönnum
Bandaríkjastjórn hefur hækk-
að fjórfalt fjárhæð þá, sem hún
áður hafði lagt til höfuðs hryðju-
verkamönnum. Héðan af fær
hver sá, sem gefur bandarískum
yfirvöldum nýtilegar upplýsingar
um hryðjuverkamenn, tvær milj-
ónir dollara. Bandaríska utan-
ríkisráðuneytið segist kvíða því
að hryðjuverkamenn gerist á
næstunni athafnasamir í Vestur-
Evrópu og Vestur-Afríku.
100 dóu úr
inflúensu
Skæðir inflúensufaraldrar hafa
undanfarið herjað Bretland og
létust yfir 100 manns af völdum
þeirra í fyrstu viku mánaðarins.
Er það mikil hækkun frá því í síð-
ustu vikunni í nóv., en þá létust
16 manns í Bretlandi úr inf-
lúensu. í fyrstu viku des. s.l. ár
varð inflúensa sjö manneskjum
þar í landi að bana.
Brandenbúrgarhlið
opnað fyrir jól
Brandenbúrgarhliðið, frægt af
sigurgöngum fyrri tíða, í margra
augum tákn Berlínar og í seinni
tíð einkum skiptingar hennar,
verður opnað fyrir umferð áður
en jólin ganga í garð, að sögn
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalands. Hlið þetta
tígulegt stendur þétt við Berlín-
armúr. Modrow tilkynnti við
sama tækifæri að frá og með að-
fangadegi jóla yrði Vestur-
Þjóðverjum heimilt að ferðast til
Austur-Þýskalands án vegabréfs-
áritunar. Búist er við mikilli um-
ferð yfir hin nýopnuðu landa-
mæri um jólin, þar eð margt fólk
muni halda þau með ættingjum,
sem því hefur verið fyrirmunað
að umgangast í áratugi.
Malajsía
hyggst senda
Víetnama heim
Stjórnvöld í Malajsíu tilkynntu
í gær að þau myndu senda til baka
víetnamska bátflóttamenn, sem
þangað eru komnir, ef þeir teld-
ust ekki vera eiginlegir flótta-
menn að stjórnvalda mati. Yrðu
viðræður hafnar við víetnömsk
stjórnvöld um þetta í næsta mán-
uði. Um 20,000 víetnamskir bát-
flóttamenn eru þar í landi. í mars
s.l. ákváðu Malajsía og fleiri ríki
þar um slóðir að hætta að líta skil-
yrðislaust á alla Víetnama, sem
til þeirra kæmu, sem flóttamenn.
Mannfall í
Salvadorsstríði
Farabundo Martí-þjóðfrelsis-
fylkingin í Salvador tilkynnti í
gær að hún hefði látið 401 skæru-
liða fallinn frá því að sókn hennar
með árásum inn í höfuðborg
landsins hófst 11. nóv. s.l. Meðal
þeirra föllnu er Dimas Rodrigu-
ez, einn helstu herforingja skæru-
liða. Salvadorsher segist hafa
misst 476 menn fallna á sama
tíma.