Þjóðviljinn - 20.12.1989, Side 9

Þjóðviljinn - 20.12.1989, Side 9
_____________MENNING_____________ jr Rímorðabók Ast-brást-dást... Eiríkur Rögnvaldsson: Orðabókin ermiðuð við hefðbundnar íslenskar bragreglur Eiríkur Rögnvaldsson: Fyrst núna, sem einhverjar raunhæfarforsend- ur eru fyrir því aö taka saman rímorðabók. Mynd - Jim Smart. - Ég byrjaði eiginlega á þess- ari orðabók fyrir tilviljun, segir Eiríkur Rögnvaldsson. Hann er höfundur Rímorðabókarinnar, sem fyrir skömmu kom út hjá Ið- unni og er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. - Við Vilhjálmur Sigurjónsson kerfisfræðingur tókum að okkur að gera íslenskt orðasafn fyrir Word perfect tölvukerfið og fór- um í því samhengi að leika okkur með orðaforðann; bjuggum með- al annars til skrá yfir orð sem enduðu eins. Okkur datt í hug að nýta þessa skrá eitthvað, en það varð ekkert úr þeirri hugmynd þá. - Ég byrjaði svo á orðabókinni í fyrra. Ætlaði mér bara að gera einfaldan rímorðalista til að skemmta mér og vinum mínum, en sá fljótlega að þetta var ekki hægt að gera vélrænt eins og ég hafði hugsað mér. Með því að láta tölvu raða saman þeim orð- um sem enduðu eins fékk ég ekki fullkomið orðasafn, því stafsetn- ing og framburður eru ekki það sama. Ég tók því þann kostinn að gera þetta almennilega úr því ég var kominn af stað og gerði þar að auki ekki bara lista yfir enda- rím heldur líka hálfrím og skot- hendur. - Ég leitaði fanga víða, fór til dærnis í gegnum orðabók Menn- ingarsjóðs alla, Slangurorðabók- ina og Samheitaorðabókina, allar rímaðar ljóðabækur Þórarins Eldjárns og fleira og fleira. Nið- urstaðan varð þessi Rímorðabók, sem á að hafa að geyma meiri- hlutann af grunnorðaforða máls- ins. - Bækur af þessu tagi eru til í mörgum tungumálum, en engin íslensk, sem er svolítið skrítið. En mér finnst þó rétt að benda á hvað það er mikið flóknara að gera svona orðabók á íslensku en mörgum öðrum tungumálum vegna þess hvað margar myndir eru til af hverju orði í íslensku. Hefði ég tekið saman svipað yfir- lit og gert er til dæmis í ensku eða dönsku rímorðabókinni hefði umfang bókarinnar orðið óvið- ráðanlegt. - Ég fór þá leið að skipta bók- inni í tvo hluta. í fyrri hlutanum eru einkvæð og tvíkvæð rímorð, það er orð, sem eru eitt eða tvö atkvæði. Sem dæmi um þau ein- kvæðu má nefna rím eins og ást- brást-dást-fást og svo framvegis, og dæmi um þau tvíkvæðu eru orð eins og árið-fárið-hárið- sárið-tárið. Þarna eru auðvitað ekki nema sumar beygingar- myndir orða teknar með; ást rím- ar til að mynda ekki á móti ann- arri mynd af orðinu bregðast, en í þessum fyrri hluta bókarinnar er úrval valdra beygingarmynda, þeirra, sem oftast er rímað með í íslenskum kveðskap. - í seinni hluta bókarinnar raða ég orðstofnum án beyging- armynda. Þar verða notendur sjálfír að beygja orðin, átta sig á hver endingin er og við hvað hún rímar. Nokkuð sem ætti að vera vorkunnarlaust hverjum íslensk- um málnotanda. - Orðin í fyrri hlutanum eru valin eftir tíðni þeirra í málinu. í seinni hlutanum tek ég hins vegar nánast allt, reyndar ekki samsett orð, heldur grunnorðin, eða meginhluta þeirra orða, sem fínnast í orðabókum. En til að hafa fullt gagn af bókinni verða menn væntanlega að hafa aðra orðabók við höndina, því þarna eru engar merkingaskýringar og maður hefur náttúrlega ekkert gagn af rímorði, sem maður veit ekki hvað merkir. En eru ekki íslendingar meira eða minna hœttir að ríma? - Nei, ég veit ekki betur en í ýmsum fjölmiðlum séu vinsælir þættir þar sem fólk er annað hvort að botna eða senda inn vís- ur. Ég held að annar hver maður sé að burðast við þetta hér á landi. En bókin er reyndar ekki bara gagnleg þeim sem yrkja, heldur líka auglýsendum, þeir gera mikið af að semja allskyns slagorð, - með misjöfnum ár- angri. Þar að auki held ég að fólk geti haft gagn af bókinni við að ráða krossgátur. Þar hefur maður oft hluta af orði eða endingu, sem hægt er að fletta upp. Þú minntist á það áðan að það vceri skrítið að rímorðabók hefði ekki áður komið út á íslensku. Kanntu einhverja skýringu á því hvers vegna svo er ekki? - Hér hefur lítið verið gefið út af orðabókum yfirleitt. Orðsifja- bók og Rímorðabók eru að koma út í fyrsta sinn núna fyrir jólin, fyrsta Samheitaorðabókin kom út fyrir fáeinum árum og þannig má lengi telja. Við höfum ein- faldlega verið aftarlega á merinni hér á landi þegar orðabækur eru annars vegar. En þar við bætist að orðabók eins og Rímorðabók- ina er útilokað að gera án þess að nota tölvu, nema þá á margfalt lengri tíma. Það má því segja að það sé fyrst núna að einhverjar raunhæfar forsendur hafi verið fyrir því að taka saman svona bók. Reglurnar ekki heilagar en... Hefurðu einhverja hugmynd urn til hverraþessi bók muni aðal- lega höfða? - Ég held að það verði bara að koma í ljós. En miðað við þann áhuga, sem virðist vera á rími hér á landi á ég frekar von á al- mennum áhuga en að bókin höfði meira til einhvers ákveðins hóps en annars. Mér hefur reyndar heyrst í vísnaþáttum í útvarpinu að fólki gangi misvel með rímið. Þar er upp og ofan hvernig til tekst, stundum er verið að reyna að láta orð ríma, sem ekki gera það samkvæmt hefðbundnum ís- lenskum bragreglum og þar gæti Rímorðabókin til dæmis komið að gagni. En hvernig er það með þessar hefðbundnu bragreglur, - er breyting þeirra ekki hluti af eðli- legri þróun íslenskrar tungu? - Jú, það má auðvitað segja að bragreglurnar séu ekki heilagar. Tilfinning manna fyrir rími getur vitanlega breyst með breyttri máltilfinningu. Nú heyrum við til að mynda oft að orð eins og oft- gott eru látin ríma saman og ég er ekki endilega að halda því fram að það sé verra rím en til dæmis loft-oft eða gott-flott, en það er samt svo að margir vilja halda í þessar hefðbundnu bragreglur og þessi bók er miðuð við það. Það þýðir samt ekki að ég sé endilega fylgjandi því að ekki megi breyta þessum reglum. Hver heldurðu að þróun brag- reglnanna verði? - Það er ómögulegt að segja. Þetta er nokkuð, sem hefur ekki verið rannsakað. Ég get bara byggt á einhverri lauslegri tilfinn- ingu, en annars vegar gætu regl- urnar breyst á þann veg að rím eins og oft-gott yrði viðurkennt, en hinsvegar gæti líka verið að upp kæmu tvenns konar reglur, þær gömlu og þær nýju, og hvort- veggja í fullu gildi. Sem stendur virðast bragreglurnar leita í þá áttina að í stað þess að sömu hljóð séu látin ríma láti menn flokka hljóða ríma saman, til dæmis tvö önghljóð eða tvö lok- hljóð. En það er sem sagt var- legast að fullyrða sem minnst, því þetta hefur ekki verið rannsakað. - Það að flokkar séu látnir ríma í stað hijóða er reyndar ekk- ert nýtt í málinu. í formála er ég meðal annars með dæmi úr Trist- rans kvæði: „Til orða tók hann kóngurinn/ og varð við reiður:/ „Hann þarf ekki græðslu við,/því hann er feigur.““ Þarna er reiður látið ríma á móti feigur, sem sýnir best að það að láta orðflokka ríma er gamalt í málinu þó það hafi legið niðri í langan tíma. LG Móðirin og þingstöifin Út er komin bókin Mamma fer á þing eftir Steinunni Jóhannes- dóttur. Hún hefur þá sérstöðu að vera gefin út af Norðurlandaráði, en Bjallan annast dreifingu. Bitte Bagerstam skrifar stuttan inn- gang fyrir hönd Norðurlandaráðs og greinir þar frá þeim hugmynd- um sem liggja að baki þessu verk- efni. Tilgangurinn er að kynna krökkum starf stjórnmálamanna, en einnig að uppfræða norræn börn um ísland, Alþingi og nor- rænt samstarf. Bókin er svo myndskreytt ljósmyndum sem teknar eru hér á landi. Fyrst er að taka ofan fyrir Steinunni Jóhannesdóttur, höf- undi bókarinnar. Hún hefur unn- ið mikið afrek. Texti hennar er í senn fræðandi og listrænn, skemmtilegur og fjörlegur. Þetta er bók sem maður les eins og skáldsögu. Persónur eru allar sprelllifandi og þess megnugar að framkalla bæði hlátur og grát. Víða er komið við og ljósi varpað á flest svið mannlífsins. í raun gerir Steinunn miklu meira en það sem Norðurlandaráð bað um, svo mikið að textinn ber aldrei keim af uppfræðslu. Þess sér aldrei merki að skrifað er eftir pöntun. Frásögnin streymir áfram af miklum þrótti og í raun- inni er ekki hægt að leggja bókina frá sér fyrr en hún er búin. Mamma og Unnur eru að vísu þungamiðja bókarinnar, en þær eru margslungnar persónur og eru samskiptum þeirra við aðra í sögunni gerð góð skil. Pabbi Unnar er sjómaður og er einang- run hans frá fjölskyldunni og einkum mömmu lýst af samúð og innsæi. Starfi þingmanns er lýst frá sjónarhóli barns sem verður í rauninni að missa móður sína af heimilinu og taka á sig aukna ábyrgð. Hún færir samfélaginu og Iýðræðinu fórn sem enginn sér eða metur. Auk þess er Unnur á dálítiö erfiðum aldri. Hún er el- lefu ára, hvorki barn né ung- lingur. Samband hennar við for- ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR SKRIFAR eldrana og aðra fullorðna er í mikilli mótun. Hún er farin að skilja margt það sem barninu var hulið. Hún er ekki fullorðin enn, þó þroskaðri en bróðir hennar og systir. Þetta er ósköp venjuleg stelpa sem á sínar vonir og þrár, sína kosti, sína galla. Þetta allt sýnir höfundur á hrífandi og ein- lægan hátt. Bókin spannar vítt svið. Dreg- in er upp mynd af lífi í bæ, í sveit og til sjós. Við kynnumst fólki á öllum aldri, úr mörgum stéttum. Síðast en ekki síst fæst góð mynd af starfi þingmanna og því hve seinlegt og erfitt getur verið að berjast fyrir hugsjónum sínum í lýðræðislegu samfélagi, og hvers vegna lýðræðið er þrátt fyrir galla sína ákjósanlegasti kosturinn. Enn og aftur lýsi ég yfir aðdáun yfir hlut höfundar. Aldrei er staglað. Upplýsingin berst átaka- laust um lipurlega rituð samtöl. Innilega til hamingju með frá- bært verk, Steinunn. Myndskreyting bókar hlýtur að skipta máli því hún er það fyrsta sem augað nemur þegar bók er skoðuð. Þessi bók er prýdd ljósmyndum af bráð- myndarlegu fólki í kunnuglegu umhverfi. Gallinn er sá að ljósm- yndirnar bera það of greinilega með sér að þær eru uppstillingar en ekki svipmyndir úr daglegu lífi. Myndirnar birtast ekki alveg á hárréttum stöðum mizað við textann og virðist oft hjárænu- legar, jafnvel óþarfar. Þær minna einnig of mikið á ýmsar samfél- agsfræðibækur sem kenndar eru á grunnskólastigi. Þetta námsefn- Steinunn Jóhannesdóttir isyfirbragð er villandi og raunar fráhrindandi. Stærri ljóður á bók- inni þótti mér þó sá aragrúi prent- villna sem þar er að finna. I nafni Norðurlandaráðs, hvað var próf- arkalesarinn að lesa? Var hann kannski ekki fyrir hendi? Það er grátlegt að svona vel saminn texti skuli líða fyrir slóðaskap, dóna- skap og sóðaskap. Þetta gengur svo langt að í sjálftím inngangsorðum fulltrúa Norður- landaráðs er Alþingi stafað „Aþingi". Bók sem birtist í broti og gervi kennsluefnis á að vera prentvillulaus, nema hvað! Miðvikudagur 20. desember 1989 ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.