Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Réttlæti
Rétt og rangt eru einna algengustu hugtökin í sam-
skiptum manna. Trúarbragöa- og hugmyndakerfi hafa
þau einatt aö meginási sínum og snúast því um að kenna
hvað sé æskilegt eöa óæskilegt. Hver einstaklingur þarf
síðan yfirleitt að greina rétt frá röngu í ótal smáatriðum
daglegs lífs.
Þrátt fyrir alla þessa gífurlegu þjálfun við að greina rétt
frá röngu og hvað sem líður lagasöfnum og hugmynda-
fræði, er hástöfum deilt um réttlæti dag hvern. Svo langt
er á milli sjónarmiða um réttlætið, að til Ijósára má jafna.
Fyrir þessi jól hafa stungist upp á yfirborðið fleiri dæmi í
þjóðfélagi okkar um skort og öryggisleysi margra einstak-
linga og fjölskyldna en fyrr, samkvæmt yfirlýsingum
þeirra aðila sem hafa langa reynslu að baki við hjálpar-
störf. Komið hefurfram í skýrslum um aukið ofbeldi ungs
fólks, að eitt einkennir þá aðila sem fremja mikinn meiri
hluta afbrotanna. Þeir hafa kynnst framkomu og aðstæð-
um, sem niðurlægir manninn.
Þessi tvö dæmi sem nefnd eru hér að framan snerta
hvorki lögfræðilegar vangaveltur um vínkaup né stjórn-
arfarslegar hefðir varðandi rekstur sjúkrastofnana. Slík
stórmál bergmála hátt og lengi, en upplýsingar um kröpp
kjör vilja margir leiða hjá sér og gleyma sem fyrst. Hins
vegar er það kjarninn í siðferðisgildum vestrænna samfé-
laga, að sama réttlætið eigi að ná fram að ganga
gagnvart hverjum einasta einstaklingi þjóðanna.
Bersýnilegt er, að eymd og niðurlæging fjölda margra í
samfélagi okkar getur ekki talist sjálfskaparvíti. Þeir eru á
tíðum fórnarlamb aðstæðna. Þjóðfélaginu hefur mistekist
að skapa umhverfi sem gerir þegnunum jafnt undir höfði.
Unnt að sníða þjóðfélagi reglur sem koma í veg fyrir
alvarlegt misrétti, þótt enginn geti hindrað einstaklinginn í
því að brjóta lög og reglur, skráðar sem og hefðbundnar.
En til þess að marka þann ramma sem heiðarlegur má
kallast gagnvart þegnum landsins, þurfa stjórnendur að
þekkja viðfangsefnið og virða það nægilega til að leita
lausnar.
Átakanlegu dæmi um óréttlæti, sem unnt er að koma í
veg fyrir, var lýst í Þjóðviljanum í gær. í þættinum Brenni-
depli, sem helgaður er fréttaskýringum, upplýsir blaða-
maðurinn að í Reykjavík einni eru nú 450 aldraðir einstak-
lingar í hreinum húsnæðishrakningum. Minnir neyðarást-
andið í málum sumra þeirra á kjör sem fólk hélt að til-
heyrðu annarri öld, öðrum lífskjörum, öðrum lögum og
reglum.
Þetta er þá aðeins toppur ísjakans. í Reykjavík bíða
þrefalt fleiri einstaklingar eftir úrlausn í húsnæðismálum
sínum. Staðreyndirnar tala sínu máli: Nú eru um 1300
aldraðir borgarar á biðlistum vegna húsnæðis hjá ellimál-
adeild höfuðborgarinnar. Hlutfall eldri borgara fer einnig
síhækkandi. Hins vegar lítur út fyrir, að 7 ára dautt tímabil í
byggingu leiguíbúða verði til vitnis um stjórnarhætti í
borginni núna. Ekkert leiguhúsnæði er byggt.
Felldar hafa verið eða vísað frá þær tillögur Alþýðu-
bandalagsins og annarra minnihlutaflokka í borgarstjórn
Reykjavíkur, sem lúta að aðgerðum í þessum málum.
Hafa þessar tillögur einkum beinst að því að greiða úr í
málefnum tekjulágra einstaklinga, sem ekki geta losað
dýrar fasteignir til að fjárfesta í sérhæfðum nýbyggingum
fyrir aldraða. Hinir efnameiri eiga því frekari von um úr-
lausnir.
Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins segir um þessa löngu biðlista og framkvæmdaleysi
Sjálfstæðismanna: „Þetta er að mínu mati svartasti blett-
urinn á ferli íhaldsins í borginni." Sjálfstæðismenn hafa
svarað með því að láta í Ijós sterkar efasemdir um að svo
slæmt ástand ríki hjá öldruðum að sérstakra aðgerða sé
þörf.
Ekki eru allir þeir aldraðir á biðlistum sem ætla má að
vilji komast í hentugra húsnæði. Því má fullyrða, að tugir
þúsunda Reykvíkinga geti metið með fyrirspurnum í eigin
fjölskyldu, hvort Sjálfstæðismenn fara hér með rétt mál
eða ekki. Er of mikið gert úr þörfinni, eins og þeir segja?
Eða hafa minnihlutaflokkarnir rétt fyrir sér, að óréttlæti sé
einkennið?
ÓHT
KLIPPT OG SKORIÐ
auðvaldið hygðist nota til að
brjóta á bak aftur samtök alþýðu,
hvar sem því yrði við komið og
helst drekkja frelsisbaráttu
mannkynsins, fullkomlega og
endanlega, í blóði. Engu að síður
krafðist blaðið þess, að sjálf-
sögðu í nafni alþýðunnar, að
hernámsandstæðingar í stétt
reykvískra vörubflstjóra fengju
vinnu við að aka þessum her-
gögnum á áfangastað. Þeir ættu
fullan rétt til að græða á því, engu
síður en aðrir bflstjórar. Svona
verkalýðsbarátta er fyrir utan og
ofan minn skilning. Ef ég vissi að
einhver hefði hug á að skjóta mig
í hausinn, og sá hinn sami bæði
mig að sækja sér hlaðna byssu, þá
dytti mér ekki í hug að taka slíkt
að mér, jafnvel þótt mér byðist
kaup fyrir það.“
Áfram heldur Jónas og kveður
næst niður vandlætingarskrif um
að hinn eða þessi hernámsand-
stæðingurinn hafi verið rekinn úr
vinnu hjá Kananum í Keflavík.
Hvað eru slíkir menn að gera
þar? spyr hann - og ansar því ekki
að þeir hafi verið hraktir þangað
út úr atvinnuleysi. Vegna þess að
um sama leyti stórvantar menn á
íslenska fiskiskipaflotann: „hvers
vegna „hrekjast“ menn ekki út á
togarana?" spyr hann.
Undir lokin minnir Jónas á
hluti sem ekki falla úr gildi og eru
alltof sjaldan nefndir:
„Sá sem hikar við að tala opin-
skátt um spillingu af ótta við þann
sem spillst hefur, hann gerist um
leið háður spillingunni. Sá sem
vill segja hvað er rétt, má ekki
vera hræddur við að segja hvað er
rangt. Forusta í málefnum alþýðu
má aldrei vera forusta í skjalli um
a!þýðu.“ í-
Góða bókin
Jónasar
„Góð bók og gagnleg fyrir
suma“ heitir safn sem Jónas
Árnason gefur út. Það geymir
greinar og ræður og pistla um
flest það sem Jónas tók nærri sér
á löngum ferli í blaðamennsku og
pólitík. Þarna eru ágæt bréf sem
Jónas skrifaði Þórbergi Þórðar-
syni frá New York á árunum 1968
og 1973. Þarna eru ádrepur og
smámyndir jafnt úr lífi ættfræð-
inga sem utangarðsmanna, það
er skotið á menningarsnobb og
auðhringi, bandaríska heims-
valdastefnu í Víetnam og sovéska
innrás í Tékkóslóvakíu og svo
mætti lengi áfram telja.
Hér er vitanlega ekki ætlunin
að fara með neitt sem heitið gæti
ritdómur um þessa bók. Hún
minnir okkur fyrst og síðast á
það, að það var mikill og sérstæð-
ur fengur bæði fyrir blaða-
mennskuna og pólitíkina að fá
liðsauka jafn vel stflandi manns
og Jónasar, manns sem getur
fyllst heilagri reiði án þess þó að
missa sjónir á hinum skoplegu
hlutum í tilverunni.
Sjálfstæðis-
málin
Ef finna ætti samnefnara sem
næði utan um mjög mikið í þess-
ari bók þá er hann sá, að Jónas
fjallar um sjálfstæðismál okkar
fslendinga. Hvort sem hann er að
skrifa um amríska herinn á Mið-
nesheiði, aumingjaskap í utan-
ríkismálum, stríðið um landhelg-
ina, náttúruvernd eða stóriðju.
Þjóðernishyggja Jónasar, sem
sameinar þessa pistla alla, er
blanda af andófi gegn erlendu
auðvaldi, áhyggju af mögu-
leikum íslenskrar menningar, ís-
lenskra sérkenna, til að lifa af og
svo þeirra „grænu“ viðhorfa, sem
sækja meira til hefða íslenska
bóndans en alþjóðlegs ótta við
mengun (þótt hann einnig komi
við sögu). Jónas Árnason er ein-
dregnari talsmaður þessara við-
horfa en flestir aðrir sem afskipti
hafa haft af stórmálum íslenskrar
tilveru á seinni árum. Óþarft
kannski að taka það fram, að
þessi Klippari hér er honum sam-
mála í flestum greinum (þó ekki
öllum) - hitt er svo ískyggilegt, að
margt af því sem Jónas fer með og
þóttu sjálfsagðir hlutir á vinstri-
kantinum og reyndar víðar ekki
alls fyrir löngu, það er því miður
komið allt að því úr kallfæri við
þá kynslóð sem er að alast upp í
dag.
Að taka sína
menn á beinið
Jónas var í framboði og hann
sat lengi á þingi. Það þykir
auðvitað meira en sjálfsagt að
menn í slíku vafstri segi hver öðr-
um til syndanna, öðrum flokk-
um, stórveldum heimsins líka ef
svo ber undir. Hitt er svo afar
sjaldgæft að þeir treysti sér til
þess að skamma elsku blessaða
kjósendurna, síst þá sem þeir eru
sjálfir að höfða til. Þetta tókst nú
Jónasi Árnasyni að gera. Til
dæmis í merkilegri grein frá árinu
1955 sem heitir „Einn kaldur
dropi“.
Þegar sú grein var tekin saman
voru fjögur ár liðin frá því að am-
ríski herinn kom aftur. Það voru
mikil umsvif á Keflavíkurflug-
velli og þangað streymdu menn
úr mörgum landshornum í vinnu.
Hernámsandstæðingar skutu
föstum og lausum skotum á her-
stöðina og hermang í kringum
hana eins og fara gerir og mikið af
því efni birtist í Þjóðviljanum. En
Jónas lætur sér fátt um finnast og
tekur hernámsandstæðinga á
beinið heldur betur fyrir að „van-
rækja það hlutverk sitt að segja
allan sannleikann í þessu efni“.
Skyriö frelsar
ekki ættjörðina
Hann tekur dæmi af þeirri
skrýtnu verklýðsbaráttu Þjóðvilj-
ans að býsnast mjög yfir því að
íslenskir verkamann hjá banda-
ríska verktakafirmanu Hamilton
fái brasaðan amrískan mat en
ekki skyr og annað íslenskt fóð-
ur. Um þetta segir Jónas:
„Maður hefði getað haldið að
þessir landar vorir væru svo
þungt haldnir af hinni bandarísku
niðursuðu að starfsorka þeirra
væri á þrotum; þeir þyrftu að fá
kjarngóða íslenska fæðu til að
geta verið duglegri við að byggja
upp hið bandaríska hernám. Eg
vil að vísu ekki mæla gegn því að
íslendingar fái fæði við sitt hæfi.
En ég hef áður sagt og segi enn að
ættjörðin frelsast ekki fyrir það
eitt að menn éti skyr.“
Enn naprari verður Jónas þeg-
ar hann getur um harðorð skrif í
því sama góða blaði, Þjóðviljan-
um, þar sem mótmælt var þeim
atvinnuofsóknum að reykvískir
vörubflstjórar, sem sjálfir væru
andstæðingar hernámsins, fengju
ekki vinnu við að aka bandarísk-
um hergögnum frá Reykjavíkur-
höfn og suður á Keflavíkurflug-
völl. Jónas segir:
„Þjóðviljinn hafði þó ekki far-
ið dult með þá skoðun sfna að
bandarísk hergögn væru tæki sem
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:681935
Útgefandi: Útgáfufólr.g Þjóðviljans.
Framkvœmda8tjórl: Hallur Páll Jónsson.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.),
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Inavarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.Þorfinnurðmarsson
(íþr.), ÞrösturHaraldsson.
Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Askriftarverð á mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. desember 1989