Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 13
, Hestar og menn
Árbók hestamanna
Bókin Hestar og menn kemur
nú út í þriðja skipti. Mestur hluti
bókarinnar er helgaður viðtölum
við þekkta knapa, bæði innlenda
og erlenda. Helstu mótum ársins
eru gerð skil og sagt er frá
skemmtilegu hestaferðalagi um
Tröllaskaga.
Höfundar efnis eru Guðmund-
ur Jónsson og Þorgeir Guðlaugs-
son. Skjaldborg gefur út.
Vasabók
Péturs
Bókaútgáfan Punktar sendir
frá sér nýja bók eftir Pétur Gunn-
arsson: Vasabók. í formála segir
höfundur m.a.: „Það sem gerir
lífið í senn heillandi og þungbært
er sú staðreynd að það líður. Við
fálmum eftir því sem huga og
hendi er næst í von um að fá lífið
til að staldra við í endurminn-
ingu, ljósmynd, myndbandi. Það
hefur komist í vana hjá mér að
vera með minniskompu við
höndina svipað og menn bera
myndavél og smelia af þegar
eitthvað minnilegt ber fyrir
augu... Þessi litla bók er hugsuð
sem lofsöngur til augnabliksins.
Þessu sem jafnan er slegið á frest
eða látið þoka fyrir því sem er í
vændum eða skákað í skuggann
BÆKUR
af því sem hefði átt að vera. Samt
er augnablikið það eina sem við
eigum með vissu. Og þótt það sé
ekki stórt þá rúmar það samt ver-
öldina. Hver veit nema í and-
ránni búi sjálft frækorn haming-
junnar? Ef við leyfðum því að
skjóta rótum. Ef við leyfðum því
að springa út?“
IM >l<Hrl G l<ORSI H NSSON
Skyrtog
skorinort
íÍAiNtiMSVí RRlHÍ-fíMANMS* Mí
MinningarSverris
Hermannssonar
Hjá Almenna bókafélaginu er
komin út bókin Skýrt og skorin-
ort - Minningabrot Sverris Her-
mannssonar.
f fyrri hluta bókarinnar segir
frá uppvaxtarárum Sverris vestur
við Djúp, menntaskólaárum á
Akureyri og háskólaárum í
Reykjavík. Síðarihluti fjallar um
stjórnmálamennina, kosninga-
ferðalögin og framboðsfundina í
Austurlandskjördæmi og síðast
en ekki síst innri málin í flokki
Sverris sjáifs, Sjálfstæðisflokkn-
um. Frásögninni lýkur þegar
Sverrir verður bankastjóri 1988.
í bókarkynningu segir m.a.:
„Slíkt afdráttarleysi sem hér
ræður ríkjum er fágætt í íslensk-
um minningabókum. Sjálfsagt
eru ekki allir sammála Sverri
Hermannssyni um viðhorf til
mála. En hvað sem því líður verð-
ur hann ekki sakaður um að hann
leggi ekki spil sín á borðið í þeim
gráa spilaleik sem stjórnmálin
eru.“
Af lífi og sál
heitir bók eftir Þóru Einarsdóttur
í Vernd sem Skjaldborg gefur út.
í bókarkynningu segir m.a.:
Prestsmaddaman á Kálfafells-
stað var strax tilbúin að láta að
sér kveða, og hikaði ekki við að
rífa upp gamlar hefðir með rótum
ef hún taldi að breytinga væri
þörf. Hún kom við kaunin á
mörgum í gegnum tíðina enda
skapmikil kona og ákveðin. Það
skipti ekki máli hvort verið var að
berjast við seinvirkt ríkiskerfi á
íslandi eða embættismenn í öðr-
um iöndum, hún gafst aldrei upp
og vann oftast sigra fyrir sitt fólk.
Til að auka þekkingu sína á fé-
lagslegri þjónustu og þá sérstak-
lega þjónustu við fanga stundaði
hún nám í Danmörku og heim-
sótti síðan mörg helstu fangelsi
Evrópu. Hún fann strax að heima
á íslandi var mikil þörf fyrir slíka
þjónustu, bæði meðan menn
voru innan múra og ekki síst þeg-
ar þeir reyndu að samlagast
þjóðfélaginu á ný, og hún stofn-
aði Vernd.
Þóra ferðaðist til Indlands og
sá eymdina í sinni dekkstu mynd,
sá þörfina fyrir aðstoð og hún tók
til starfa. M.a. starfaði hún meðal
holdsveikra sem eru allt að því
útskúfaðir. Með þrotlausu starfi
og mikilli fórnfýsi tókst henni að
koma upp meðferðarheimili fyrir
holdsveikar stúlkur og skapa
þeim aðstöðu til vinnu. Heimili
þetta er rekið í nafni íslands og á
sitt undir aðstoð héðan að
heiman og þá sérstaklega harð-
fylgi Þóru.
Spennusaga
fyrir unglinga
Hjá Almenna bókafélaginu er
komin út barna- og unglinga-
sagan Silfur Egils eftir Sigrúnu
Davíðsdóttur. Sigrún er íslensku-
fræðingur og þekktur greina- og
bókahöfundur en þetta er fyrsta
skáldverk hennar.
Silfur Egils segir frá íslenskri
fjölskyldu, foreldrum og tveim
sonum, sem eru á ferð í París og
finna þar ferðabók frá síðustu
öld. Bókin fjallar um ferðir
fransks náttúrufræðings á ís-
landi. í hana eru skrifaðar
leiðbeiningar um hvar fjársjóð sé
að finna og reyna bræðurnir að
rekja sig að honum eftir
leiðbeiningunum.
Kápu á Silfri Egils hannaði
Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson.
Ný íslensk
skáldsaga
Út er komin hjá Erni og Örlygi
íslensk ástarsaga sem gerist í
Reykjavík og New York. Þetta er
fyrsta skáldsaga Margrétar Sölv-
adóttur, Vínviður ástarinnar.
Á baksviði er borgarsamfélag
samtímans með vandamál sín,
fegurð og ljótleika. Eiturlyf,
morð og barnsrán koma við sögu,
en ástin lætur líka til sín taka.
Edda er ung stúlka, sálfræðingur
á stóru sjúkrahúsi, sem í frístund-
um sínum starfar með lögregl-
unni. Hana dreymir um öryggi,
hjónaband og börn, og eitt kvöld-
ið kynnist hún lögreglumannin-
um Birgi, en hann er kvæntur.
Birgir er að rannsaka mál Erlu,
ungrar stúlku, sem hafði fundist
nær dauða en lífi en sjálfsmorðs-
tilraun - eða var það kannski
morðtilraun?
FLÓAMARKAÐURINN
SMÁAUGLÝSINGAR
Til sölu
Nýleg, vel með farin hljómtæki: Sam-
sung útvarp, geislaspilari og tvöfalt
segulbandstæki og Panasonic plötu-
spilari. Gott verð. Einnig Commodore
64 tölva ásamt diskadrifi. Uppl. í síma
18475.
Gamall og góður
stækkari til sölu á kr. 6.000. Uppl. í
síma 29338.
Óska eftir
góðum gærukerrupoka og regnyfir-
breiðslu á stóran barnavagn. Einnig
óskast fataskápur, hámarksbreidd
70 cm. Uppl. í síma 43311.
íbúð óskast
Vinkonur um þrítugt ásamt 13 ára
dreng óska eftir 4ra herbergja íbúð
sem allra fyrst. Reglusemi og skilvísi
heitið. Uppl. í síma 693900 eða
24827.
Litsjónvarpstæki
ígóðu lagi til sölu. Uppl. í síma 10342.
Afruglari
óskast keyptur. Óska eftir að kaupa
notaðan afruglara. Vinsamlegast
hringið í síma 681310 eða 681331.
Sófasett til sölu
3ja sæta sófi og tveir stólar með út-
skurði á örmunum. Verð kr. 15.000.
Uppl. í síma 30834.
Grafíkpressa
fyrir ætingu, dúk- og tréristu, til sölu.
Stærð 60x100 sm. Verð 110.000.
Uppl. í síma 671197 e. kl. 19.
Rafmagnsþjónustan og
dyrasímaþjónustan
Þarftu að láta laga raflögnina eða
dyrasímann? Við höfum sérhæft okk-
ur í lagfæringum og breytingum á
gömlum raflögnum. Þú færð vandaða
vinnu á sanngjörnu verði. Gerum
kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist-
ján Sveinbjörnsson, rafvirkjameist-
ari, sími 44430.
Trivial pursuit
Óska eftir að kaupa notað Trivial
pursuit. Sími 617578.
Óskast keypt - til sölu
Stórt hamstrabúr óskast. Á sama
stað eru til sölu falleg, ársgömul
gluggatjöld frá Epal. Uppl. í síma
625604.
Áttu lítinn hvolp
sem vantar gott heimili? Ef þú lumar á
einum slíkum þá vinsamlegast hafðu
samband í síma 11936.
ísskápur til sölu
á kr. 8.000. Uppl. í síma 25912 eða
611426.
Myndarlegt
eldra sófasett til sölu. Áklæði grátt
pluss. Verð ca. 15.000. Uppl. í síma
32465.
Getur þú hjálpað?
Einstaklings- eða tveggja herbergja
íbúð óskast á leigu fyrir hjúkrunar-
fræðinema á síðasta ári. Reglusemi
og skilvísar greiðslur. Húshjálp hugs-
anleg. Uppl. í síma 71232.
íbúð til leigu
2ja-3ja herbergja íbúð til leigu á Akra-
nesi stax. Uppl. í símum 91-15482 og
93-12166.
Til söiu
ITT vídeótæki, bekkpressubekkur,
boxpúði, Roland 50w magnari og Hit-
achi hljómflutningstæki. Uppl. í síma
52842.
Fuglabúr
Tvö fuglabúr með öllum fylgihlutum til
sölu. Uppl. í síma 611307 e. kl. 20.
Svigskíði til sölu
Rossignol 1.65 á lengd með Marker
öryggisbindingum. Uppl. í síma
76805.
UOÐVIUINN
Blaðburóur er lÆá
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigL
BLADBERAR ÓSKAST VailtSr
blaðbera
víðs
vegar
um
bæinn
Hafðu samband við okkur
tMÓOVIMINN
Siðumula 6
0 6813 33
Eiginmaður minn
Eyjólfur Kristjánsson
Bergstaðastræti 11a, Reykjavík,
áður til heimilis á Brúarósi, Kópavogi
andaðist hinn 11. desember á dvalarheimilinu Skjóli. Út-
förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Emilsdóttir
Flmmtudagur 21. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13