Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 11
BÆKUR Heimsmetabók Guinnes Örn og Örlygur hafa gefið út í fjórða skipti á íslensku hina vin- sælu fjölfræðihandbók Heims- metabók Guinnes en hún mun vera mest selda rit veraldar að biblíunni einni frátalinni. Heimsmetabókin er rúmar 400 blaðsíður og skiptist í ellefu kafla sem bera heitin Undur jarðar, Heimur og geimur, Lífheimur- inn, Vísindi og tækni, Mannvirki, Samgöngur, Heimur viðskipt- anna, Afrek og þrautir, Menning og listir, Lönd og þjóðlíf og íþróttir. í bókina hefur verið bætt mjög miklu íslensku efni, íslensk met og sérkenni. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Helgi Magnússon bókavörður. Ritstjóri íslenska efnisins er séra Kristján Björnsson Lokabindið af Aldnir hafa orðið Út er komið átjánda og síðasta bandið í bókaflokknum Aldnir hafa orðið eftir Erling Davíðs- son. Bókaflokkurinn „Aldnir hafa orðnir“ varðveitir frásagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnu- hættina, siðvenjurnar og bregður upp myndum af þjóðlífinu, örum breytingum og stórstígum fram- förum, þótt ekki sé um samfelld- ar ævisögur að ræða. Fólk það, sem segir frá í þessari blok og fyrri bókum í þessum bókaflokki, er úr ólíkum jarðvegi sprottið og starfsvettvangur þess fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Með útkomu þessa bindis, sem er hið 18. lýkur þessum bóka- flokki. í þessum bókum hefur verið rætt við á annað hundrað einstaklinga, úr flestum þjóðfé- lagsstéttum og öllum landshlut- um. Þessir segja frá: Bjami Jó- hannesson skipstjori frá Flatey, Eiríkur Björnsson bóndi og oddviti frá Arnarfelli, Einar Malmquist fyrrv. útgerðarmað- ur, Ketill Þórisson bóndi í Bald- ursheimi, Guðný Pétursdóttir hjúkmnarkona Snælandi í Kópa- vogi, Þórður Oddsson læknir í Reykjavík og Þorsteinn Guð- mundsson bóndi á Skálpastöð- um. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Spáð í stjörnurnar Iðunn hefur gefið út bókina Hvað býr í framtíðinni? eftir Gunnlaug Guðmundsson stjörn- uspeking, höfund bókarinnar Hver er ég? sem út kom á síðasta ári. f þessari nýju bók heldur hann áfram að segja frá gildi stjörnu- spekinnar og áhrifum himin- tunglanna á líf einstaklingsins. Hér er einkum fjallað um hvernig gangur þeirra skiptir ævinni í tímabil og hvaða orka er ríkjandi í lífi einstaklingsins hverju sinni. Við hverju megi búast á hverju tímabili lífsins og hvernig nota megi stjörnuspekina til að á- kveða rétta tímann til athafna og aðgerða. Hver og einn getur fundið hvaða kynslóð hann til- , qUnnlaugur öuijmundkson | HVADBÝR I / FRiMTlÐlNNl? heyrir og séð þannig líf sitt í víðara samhengi. Unglingabók eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur Þið hefðuð átt að trúa mér! er ný bók sem ísafold hefur gefið út eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur með myndskreytingum Elínar Jó- hannsdóttur. Gunnhildur hefur áður sent frá sér barnabókina „Undir regnboganum“ og ung- lingabækurnar „Vil, vil ekki“ og „Spor í rétta átt“. Hver trúir tveimur tíu ára strákum þegar þeir halda því fram að þeir séu komnir á slóð skartgriparæningja? Ekki pabbi og mamma og ekki heldur kenn- arinn... Tommi og Árni kynnast þegar Ámi bjargar Tomma úr klóm hrekkjusvína. Þeir félagarnir verða að tilviljun varir gransam- legra mannaferða upp við Rauðavatn. Bókin er 151 blaðsíða. SELDIHANN TUKTHÚSIÐ ILEYFISLEYSI? Braut hann flöskurnar viljandi? í samtalsbók Eðvarðs Ingólfssonar, metsölu- höfundar, er þessum spurningum og mörg- um fleiri nú loksins svarað af þjóð- sagnapersónunni sjálfri Árna Helga- syni, fréttaritara, gamanvísnahöfundi, sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs- manni, póstmeistara og spaugara. Árni í Hólminum hefur alltaf komið á óvart með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng. í bókinni ÁRNI I HÓLMINUM - ENGUM LIKUR! lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði og í Stykkishólmi og segir ótal gamansögur af sér og samferðamönnum sínum - sumar ævintýrum líkastar. Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og hraðri atburðarás, þá er svarið: ÁRNI I HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR. jÆSKANj- — Þekkir þú , Sogu Islands? aga íslands er einstaklega fróðlegt og aðgengilegt ritverk. Saga lands og þjóðar birtist lesandanum Ijóslifandi í skýru máli og myndum sem bækumar prýða. Ritinu var hleypt af stokkunum að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974 og höfundar þcss eru altir kunnir frceðimenn. Saga íslands er afar yftrgripsmikið verk. Þar eru meðal annars gerð skil: jarðsögu landsins, fornminjum, landnámi, stjórnskipun og stjórnmálum, lögum, trúarlífi og kirkjusókn, bókmenntum, listum ogfræðaiðkan, atvinnuvegum og daglegu lífi manna og störfum, matarœði, klæðnaði, skemmtunum auk margs annars. — Saga íslands er ritverk sem á erindi við alla íslendinga. Fjórða bindi. Saga 14. og 15. aldar sem hingað til hefur verið að mestu ókunn almenningi. Hið íslenzka bókmenntafélag Þingholtsstrœti 3, pöntunarsími 21960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.