Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 10
BÆKUR Hraðferð Malawi - Dulmál dódófuglsins eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur 157 bls. Vaka-Heigafell 1989 Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- maður hefur ferðast víða um heim og gefur fólki kost á að skreppa með sér í huganum til tíu ólíkra landa í þrem heimsálfum í Dulmáli dódófuglsins. Löndin eru Rúanda, Máritíus, frak, Tún- is, Portúgal, Marokkó, Kuwait, Japan, Malawi og ísrael. Undirtitill bókarinnar er „Á ferð með augnablikinu um fjar- læg lönd“ og í samræmi við hann byrjar hver kafli á að segja frá „augnabliki", minnisstæðu atviki af einhverjum orsökum, kannski jafnvel lífshættu. Svo kemur ferðasagan, fleyguð upplýsingum um land og þjóð, og byrjar oft á endurliti vegna „augnabliksins“ í upphafi. „Augnablikin" eru mörg skemmtileg og eftirminnileg. Eitt atvik sem kom fyrir hana í írak myndi til dæmis sóma sér vel í spennumynd: Lögreglan fylgist vel með henni af því að landið á í stríði og hún er blaðamaður með myndavél. Hana langar til að taka mynd af Byltingarbrúnni yfirTígris en það er bannað. Hún sest við girðinguna utan um skemmtigarð þar sem útsýni er gott yfir brúna. Lögreglubíllinn lullast í burtu þegar hún situr bara kyrr. Hún rífur myndavélina upp úr veskinu, myndar af kappi og fleygir myndavélinni inn í garðinn í því að lögreglubíllinn kemur til baka. Lögregluþjón- arnir sannfærast aftur um að hún hafi ekkert illt í hyggju og þegar bíllinn er horfinn nær hún í myndavélina og skundar brott! Sömuleiðis er dýrleg og all- ítarleg frásögn af því þegar gleymdist að vekja hana í Israel og hún var nærri búin að missa af flugvél. Svipað hefur margan hent, en í ísrael með allar sínar öryggisráðstafanir er þetta annað en gaman. Galli á öllum ferðasögunum, eiginlega bæði sem skemmtun og fróðleik, er að þær eru of hraðar og stuttar. Lesandi er nýfarinn að kunna við sig í landinu þegar hon- um er kippt burt, jafnvel í aðra heimsálfu. Ekki er alltaf deginum ljósara hvenær ferðin var farin (sem mér finnst skipta máli, hlut- irnir gerast hratt á okkar tímum). Það eina sem við eigum skýra mynd af eftir lesturinn - fyrir utan sum „augnablikin" - er ferðalangurinn sjálfur, Jóhanna blaðamaður. Kona ein Jóhanna segist í formála hafa verið spurð hvernig á því standi að hún lendi í ævintýrum sí og æ á ferðum sínum. í bók sinni svarar hún þessu með því að sýna les- anda hvernig manneskju þarf til að lenda í ævintýrum. Þeir sem vilja geta svo lært af því. SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR SKRIFAR Söguhetja Dulmáls dódófugls- ins er kona á besta aldri, ófeimin, skemmtileg, djörf og aðlaðandi. Hún lætur ekki plata sig í pening- amálum og segir af því nokkrar smásögur. Hún setur ekki fyrir sig líkamlega erfiðleika ef hana langar til að komast á ákveðinn stað. Hún kappkostar að sýna lesandanum að hún sé umburðar- lynd og fordómalaus gagnvart framandi mannlífi og siðum. Hún finnur til með fólki sem á bágt en Japan hún leikur ekki miskunnsama Samverjann með ótímabærum ölmusugjöfum, vitandi að fólk þarf að spjara sig líka eftir að hún er farin. Hún er órög við ævintýr- in, þiggur hiklaust heimboð blá- ókunnugs fólks og hefnist aldrei fyrir það, kemur sér með lagni hjá að skoða svefnherbergið sem Lambras vill endilega sýna henni í Nefta í Túnis og verður aldrei lasin af framandlegum mat í heimahúsum. Óþarfa viðkvæmni verður henni heldur ekki fjötur um fót og fyrir kom að maður saknaði persónulegra tilfinninga í textanum. Einkum vill þó Jóhanna draga upp mynd af hinum slynga blaða- manni sem lætur ekki ráðskast með sig og kemst hvert sem hann lystir þrátt fyrir andstöðu og erf- iðleika. Af þessu verða skemmti- legar sögur, en þær minna stund- um á gömlu barnabækurnar þar sem kóngarnir voru góðir og fá- tæklingarnir líka en ráðgjafarnir afleitir og málið að komast fram- hjá þeim og hitta kónginn beint. Jóhanna segir háðulegar dæmi- sögur af lítilþægum milliliðum sem láta sér synjanir og eilífar frestanir lynda. Hennar leið er að fara rakleiðis á toppinn, næla sér í símanúmer hátignarinnar með sniðugum brögðum og hringja bara beint heim. Allir falla fyrir því. Svarthvítar myndir eru á tveim örkum af myndpappír inni í bók- inni. Þetta eru dálítið dauflegar túristamyndir en sumar skýra þó textann, til dæmis myndin af sandblómunum frá Sahara. Aft- ast í bókinni eru örstuttar en skynsamlegar fróðleiksgreinar um löndin sem gott gagn má hafa af ef maður fetar í fótspor þessa ferðalangs. Stærð og smæð mikilmennanna Michael Grant Sesar Dagur Þorleifsson íslenskaði Örn og Örlygur 1989. Ný bók hefur bæst við í flokk- inn „Frömuðir sögunnar" og munu fáir efast um að Gajus Jú- líus Sesar eigi þar heima. Maður- inn sem bætti Gallíu við Rómar- veldi, gekk af rómverska lýðveld- inu dauðu, sigraði keppinauta sína um æðstu völd í frægum stór- orrustum og lagði grundvöll að keisaradæmi í Róm. Maðurinn sem keisarar og tsarar eru síðan kenndir við, fyrirmynd hins fjöl- gáfaða og skjótráða valdsmanns. Hér hefur nú nokkuð það verið upp talið sem menn safna saman ef þeir vilja hlaða undir mynd Sesars á stalli sögunnar. Þessi les- ari hér er hinsvegar fúsari á að hlusta á þá, sem hafa miklar og margskonar efasemdir um mikil- leika Sesars (og kannski allra mikilmenna sögunnar). Sesar, hviss piss, hvað gerði hann? Var ekki rómverska lýðveldið komið að fótum fram hvort eð var og kannski engin eftirsjá í því? Og eigum við ekki að kalla hlutina réttum nöfnum: landvinningar Sesars í Gallíu hefðu þjóðarmorð heitið á okkar dögum, þá urðu þau miklu umskipti sem drápu niður keltneskar þjóðir og hröktu þær síðan út á ystu skaga Evrópu og út úr sögunni. Michael Grant fjallar reyndar um þessa hluti alla á einkar traustvekjandi og yfirvegaðan hátt. Bók hans heldur líka mjög skynsamlegum hlutföllum milli persónu og samfélagsins sem hún hrærist í. Hún er vel stíluð og Dagur Þorleifsson hefur þýtt textann á bragðmikla íslensku sem er blessunarlega laus við þýðingarkeim. Það ræðst sjálf- sagt af því hve mikið eða lítið menn áður vissu um Sesar, hver nýmæli þeir telja sig finna í þess- ari bók. Þessum lesara hér fannst t.d. mjög skemmtilegt að lesa yfirlit um það, hvernig menn hafa hugsað til Sesars í sögunnar rás, til hvers menn hafa reynt að nota hann. Sesar er reyndar oft á dagskrá þegar menn fara að hrópa á „hinn sterka mann“ sem á að lyfta þjóð- um úr dáðleysi og sukki. Reyndar er freistandi að hugsa til Sesars hvenær sem upp kemur í sögunn- ar rás hið algenga mynstur, að einræðisherra lyftist til valda með stuðningi þeirra sem lægra eru settir en þeir höfðingjar sem telja Árbók um stangaveiðina Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Stangaveiðin 1989 eftir Guðmund Guðjónsson og Gunn- ar Bender. Eins og nafn bókar- innar gefur til kynna fjallar hún um stangaveiðina á íslandi árið 1989 og koma bæði laxveiðar og silungsveiðar þar við sögu. Stangaveiðin 1989 skiptist í þrjá meginkafla. Fyrsti kaflinn heitir „Veiðisumarið 1989“. Þar er fjallað um lax- og silungs- veiðina í einstökum ám sl. sumar og gerður samanburðtir við fyrri ár. Annar kaflinn heitir „Frétta- annáll“. í þessum kafla er fjallað um það markverðasta sem gerð- ist á árinu m.a. um verð á veiði- leyfum. Þriðji kaflinn heitir „Sil- ungsveiðin". Þar er fjallað um sil- ungsveiðina í einstökum vötnum og veiðiám sl. sumar. Höfundar bókarinnar, Guð- mundur Guðjónsson og Gunnar Bender, eru báðir vel þekktir meðal stangaveiðimanna fyrir skrif sín um stangaveiði. í bókinni eru fjölmargar ljós- myndir frá stangaveiðisumrinu 1989. Sesar í eir. sig réttborna til auðs og valda. Til einræðisherrans sem er eins og nauðsynlegt tæki til að stugga við forréttindahópum sem mjög þvælast fyrir framvindunni. Sesar kemur líka upp í hugann vegna þess, að hann er um leið dæmi þess, að erfitt er að losna við ein- ræðisherrann nema þá með sam- særi og morði. Myndakostur er hinn prýðileg- asti. - . „ Arni Bergmann Ný skáldsaga eftir Guðmund Björgvinsson Bókaútgáfan Lífsmark hefur sent frá sér skáldsöguna „Burt, burt!“ eftir Guðmund Björgvins- son. Á bókarkápu er sagan kynnt þannig: „Hvert getur fólk farið sem hefiir misst allt sem það átti? Auðvitað til Spánar. Pierre Hayem. Halldór Guðbrandsson flýr til Spánar. Hvað er hann að flýja? Hönd réttvísinnar? Ábyrgð? Sjálfan sig? Leiðindi? Léleg lífs- kjör? Þetta allt og eitthvað fleira til viðbótar? Og hvað tekur við á Spáni? Er svarið í þessari bók?“ Áður hafa komið út þrjár skáldsögur eftir áðurnefndan höfund. „Allt meinhægt", „Næturflug í sjöunda himni,“ „Þúsund og einn dagur í lífi Halldórs Guðbrands- sonar“ og „Ástin sigrar - þessi gamli djöfull“. Einnig hefur hann látið frá sér matreiðslubókina „Matreiðslubók fyrir makalausa kjallaraboruhokrara með eina hellu“, og smáskáldsöguna „Að vera eða hafa verið, þúsundasti Hugvekjur um Ijóð Bókarútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Ljóðarabb eftir Svein Skorra Höskuldsson prófessor, en það er að stofni til erindi sem höfundur flutti í ríkis- útvarpið veturinn 1986-87, svo og tilvitnanir í kveðskap fjölmargra eldri og yngri íslenskra skálda. Útgefandi kynnir bókina og til- efni hennar svofelldum orðum á kápu: Ljóðarabb fjallar um íslensk kvæði, sem orðið hafa höfundi hugstæð vegna listrænnar snilli ólíkra skálda. Þetta eru hugvekj- ur, þar sem koma til álita ljóð margra skálda fyrr og nú, og les- anda opnast þar margbreytileg veröld. í Ljóðarabbi eru m.a. tekin til athugunar ljóð eftir Bjarna Thor- arensen, Jóhann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson, Stein Steinarr, Hann- Ljóóarabb Svf.ími Sliovri es Sigfússon, Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri o.m.fl. Ljóðarabb skiptist í tólf þætti. og annar dagurinn í lífi Halldórs Guðbrandssonar“. Söngvar Karmelsystra Komin er út hljóðsnælda með söngvum systranna í Karmel- klaustrinu í Hafnarfirði. Snældan hefur að geyma 20 trúarsöngva, íslenska, pólska og frá öðrum löndum. Söngur systranna vakti óskipta athygli tónlistarunnenda þegar páfinn heimsótti ísland sl. sumar, en þá sungu þær við hátíð- armessu í kaþólsku kirkjunni. Pólskur strengjakvartett leikur undir í nokkrum laganna. Hljóð- snældan er til sölu hjá kaþólska söfnuðinum í Reykjavík og í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði og kostar 900 krónur. Ágóða af sölunni ætla þær systur að nota til að greiða fyrir nauðsynlegt við- hald á klausturbyggingunni. 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.