Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF BÆKUR Agnúast á aðventu Helgi Seljan skrifar Svo vill til að ég er allvíða á vettvangi þar sem bindindi og á- fengisvarnir eru efst á blaði. Ég sit í Áfengisvarnarráði fyrir Al- þýðubandalagið, ráði sem á að vera löggjafanum til ráðgjafar, ráð sem kosið er af Alþingi til þess hlutverks m.a. Ég er nú um stundir formaður í Landssambandinu gegn áfengis- bölinu, þar sem mikill fjöldi félagasamtaka í landi hér á aðild m.a. launþegasamtökin. , Ég var um tíma formaður Átaks gegn áfengi og auðvitað er ég starfandi templari. Þetta fer nú að hljóma eins og kafli úr minningargrein um sjálfan mig, en er í raun nokkuð nauðsynlegur undanfari þess sem á eftir kemur og er aðalefni þessara skrifa. Það er nefnilega alveg dagljóst að fjölmiðlungar flestir eru býsna fjarri viðhorfi mínu og afstöðu allri til þessara mála og það er vissulega þeirra mál. Hitt er öllu Menningarsjóður útvarps- stöðva var á sínum tíma stofnað- ur til þess að efla íslenska sjón- varps- og kvikmyndagerð. Voru miklar vonir bundnar við sjóð- inn, bæði af hálfu kvikmynda- gerðarmanna og kvikmyndaleik- stjóra. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að reglugerðin sem fylgdi í kjölfar laganna um sjóðinn, lam- aði starfsemi hans, þannig að í stað þess að sjóðurinn beindi kröftum sínum að sjálfstæðri kvikmyndagerð, lenti fjármagn hans aftur inn á skrifborðum stöðvanna sem höfðu greitt í hann. Þegar þú tókst við formennsku í stjórn Menningarsjóðs útvarps- stöðva, bundum við kvikmynda- leikstjórar miklar vonir við það, að þú mundir sjá til þess að hér yrði breyting á, einkum í ljósi þeirra skrifa sem þú hefur birt í fjölmiðlum m.a. um siðferði fjöl- miðla. Jafnframt hafði menntamála- ráðherra lofað á fundi með Stjórn kvikmyndasjóðs, að ef aðeins þyrfti reglugerðarbreytingu til, skyldi hann sjá til þess, að sjóður- inn nýttist sjálfstæðum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Eftir að ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins hafði kynnt sér málið, kom í ljós, að hægt var að breyta reglugerðinni, þannig að sjóðurinn nýttist sjálf- stæðri kvikmyndagerð. Um leið og þetta upplýstist, gleymdi alvarlegra að einmitt sakir þessa viðhorfs eru þessi mál öll og andóf í þeim nær undantekn- ingarlaust sett utangarðs þ.e. þess er hvorki getið sem gert er né heldur er það efni birt sem beint er sent til alþjóðar og fjöl- miðlum er ætlað að miðla þang- að. Allar mótbárur þetta varðandi falla dauðar og ómerkar, svo ótrúlega miklu rými og tíma sem varið er í hin ómerkilegustu mál og raunar ýmis ágæt málefni einnig sem endalaust er unnt að birta enn meira frá s.s. íþróttirnar blessaðar bera bezt vitni. Svo fá fjölmiðlarnir venjulega einhver tízkumál á heilann, sem allir þurfa endilega að vera með í, að ekki sé sagt velta sér upp úr á allan máta. Ég veit að áfengis- vandamálið er ekki skemmtiefni, ekki beint æsifréttaefni heldur, nema í undantekningartilfellum, en þar er þó a.m.k. komið inn á menntamálaráðherra loforði sínu. Raunin hefur orðið sú, að ekk- ert hefur gerst í málefnum Menningarsjóðs útvarpsstöðva sem horfir til bóta, heldur þvert á móti, birtist auglýsingin að þessu sinni með sérstöku skilyrði um það, að stöðvarnar einar gætu sótt í sjóðinn, en ekki kvik- my ndagerðarfólk. Nú hefur þú setið sem formað- ur stjórnar í því sem næst ár og afar lítið gerst í málefnum sjóðs- ins. Þú hefur sjálfur setið fund með Stjórn kvikmyndasjóðs, þar sem kviku mannlífsins og ætti því að vera unnt að gefa því þá umfjöll- un sem slík mál ættu að fá. Hitt er þó sýnu alvarlegra að beinar upplýsingar frá lögkjörnu ráði um áfengisvarnir fást yfirleitt ekki birtar. Ávarp Lands- sambandsins til þjóðarinnar ekki heldur birt, þó ekki sé þar á ofstækis- eða fullyrðinganótur slegið. Sama er um ýmislegt fleira að segja sama eðlis sem vissulega á erindi til fólks og þá að sjálf- sögðu til lesenda Þjóðviljans einnig. Sú var nefnilega tíð, að sósílistar stóðu dyggan vörð um heilbrigða lífshætti og voru hinir dyggustu útverðir bindindis ekki sízt sakir þess hversu áfengið átti ríkan þátt í bágum lífskjörum alltof margra og hreinni örbirgð sumra. Og Þjóðviljinn jafnt sem flokk- urinn áttu hina mætustu talsmenn þessa og ungur hreifst ég af þeirri afstöðu ekki síður en þjóðfélags- lýst var yfir einhuga vilja stjórn- arinnar um að starfsemi sjóðsins yrði breytt þannig, að hún yrði í anda þeirra hugmynda sem lagðar voru til grundvallar lögun- um, þegar Bandalag ísl. lista- manna barðist fyrir stofnun sjóðsins og allir þeir aðiljar sem vinna að kvikmyndagerð á ís- landi. Allt frá upphafi hafa öll þau félög sem starfa innan sjónvarps- og kvikmyndagerðar, verið sam- mála um tilgang sjóðsins. Bæði Félag kvikmyndagerðarmanna, Samband kvikmyndaframleið- enda og Samtök kvikmyndaleik- baráttunni, enda angi af henni. En þær fornu dyggðir míns gamla, góða bernsku- og æsku- flokks eru sjálfsagt úr gildi fallnar eins og fleira. Mér þykir þetta hins vegar hart aðgöngu, mér þykja það ótíðindi, þegar fjöl- mennt landssamband sendir frá sér hnitmiðaða og um margt merka ályktun og ávarp um leið til íslenzkrar þjóðar þá skuli því úthýst alls staðar eða nærri því. Og mér finnst sjálfum sem kjörnum fulltrúa í opinberu ráði - kjörnum af eigin flokki - sem mér sé vanvirðing sýnd hin ver- sta, þegar ekki er unnt að birta nokkrar staðreyndalínur frá þessu sama ráði. Og þrátt fyrir byrjun, sem kann að hafa virkað um of yfirlætisleg þá er þetta ekki af særðum metnaði sagt, nema þá fyrir hönd þess málstaðar sem mér er jafnkær og sá sósíalismi, sem ég ætla að vona að hafi ekki verið útlægur gerður í málgagn- inu mínu þó ýmsir hafi aðra sýn, sem birt hefur þeim nýjan sann- leik. Þess vegna nöldra ég nú og bið um betri birtingartíð, hvort sem er ávarp frá sambandinu mínu eða staðreyndir frá ráðinu mínu. Og vel að merkja - ekki mín vegna - heldur þess málstaðar sem á annað og betra skilið af þessu blaði og þessum flokki. Með jólakveðjum, Helgi Seljan Helgi Seljan erformaður Lands- sambands gegn áfengisbölinu. stjóra og hafa átt þar fullan stuðning Bandalags ísl. lista- manna. Framkvæmdin hefur hins vegar verið önnur og nú eykur þú enn á þann glundroða og upp- gjöf- Þessi sjóður varð til fyrir bar- áttu litamanna. Tekjur sjóðsins eru þannig til komnar, að lögð voru 10% ofan á almennar auglýsingatekjur en ekki verið að taka af ‘ekjum stöðvanna. Menningarsjóðsgjald var nýtt gjald. Við lítum því svo á, að þetta fé eigi að nota til að skapa íslenskar kvikmyndir, íslenskt myndmál. Núna þegar málræktarátak er í gangi í landinu, veitti ekki af að hefja stórt myndmálræktarátak. Þú veist það best sjálfur og reynsian sýnir, að sjóðurinn hef- ur ekki gagnast sjálfstæðri kvik- myndagerð að neinu leyti, á með- an verið er að flytja fé hans af einu skrifborðinu yfir á annað, innan sjónvarpsstöðvanna. Páll Skúlason, þú veist, að það voru bundnar við þig miklar von- ir í upphafi, hvað dvelur þig nú? í von um svar. Með kveðju frá stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Kristín Jóhannesdóttir Þorsteinn Jónsson Hrafn Gunnlaugsson Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar og í stjórn Samtaka kvikmyndaleik- stjóra. Bænduráhvunn- dagsfötum Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina Bændur á hvunn- dagsfötum, viðtalsbók eftir Helga Bjarnason blaðamann. í bókinni segja sex nútíma bændur frá lífshlaupi sínu, búskap, áhug- amálum, félagsstörfum og skoð- unum. „Skýringanna er að leita í nátt- úrnni sjálfri“, er yfirskrift viðtals við Aðalstein Áðalsteinsson á Vaðbekku í Hrafnkelsdal. Aðal- steinn er sauðfjárbóndi í af- skekktum dal langt inni í landi. „Gottfélagsbú á allan hátt betra en einyrkjabúskapur", er yfir- skrift viðtals við Guðrúnu Egils- dóttur í Holtsseli f Eyjafirði. Rúmlega þrítug stóð hún fyrir einu af stærstu kúabúum Eyja- fjarðar og býr nú í félagsbúi. Pálmi Jónsson alþingismaður á Akri í Húnavatnssýslu ræðir einkum um sauðfjárbúskap sinn í viðtalinu „Rís öndvert gegn pólit- ískum erindum á réttadaginn". „Ég fer mínar eigin leiðir, “ er yfirskrift viðtals við Ólaf Eggerts- son á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Stórbóndinn á Þorvald- seyri er jafnframt þúsundþjala- smiður og rekur eitt af tækni- væddustu búum landins. Jóhannes Kristjánsson á Höfð- abrekku í Mýrdal er borgarbarn sem lét drauminn um búskap í sveit rætast. „Höfum engu tapað í kjaftinn á Kötlu“, er yfirskrift viðtals við hann og er þar vísað til hættunnar sem Mýrdælingum stafar stöðugt af nábyli við Kötlu gömlu. „Gott að sjá broslega hlið á hverju máli“, heitir viðtal við Þórólf Sveinsson á Ferjubakka í , Borgarfirði. Þórólfur er ættaður úr Fljótum, er búfræðikandítat og starfaði sem ráðunautur í Húnavatnssýslu áður en hann gerðist kúabóndi á Ferjubakka. Frami hans í félagsmálum er óvenju skjótur og er hann nú einn af helstu forystumönnum bænda- stéttarinnar sem varaformaður Stéttarsambands bænda. Bændur á hvunndagsfötum er fyrsta bók Helga Bjarnasonar blaðamanns. Yfirgripsmikil nátt- úrulækningabók Iðunn hefur gefið út nýja bók sem ber heitið Bókin um náttúru- lækningar eftir Brian Inglis og Ruth West. Er þetta yfirgrips- mesta bók sem út hefur komið á íslensku um hverskyns náttúru- lækningar og óhefðbundnar lækningaleiðir. Nefna má grasa- lækningar, smáskammtalækning- ar, bein- og liðskekkjulækningar, nudd, aðferð Alexanders, nálar- stungur, þrýstipunktameðferð, jóga, lita- og listmeðferð, dá- lækningar, huglækningar, lífræna endursvörun, pólunarmeðferð, græðisnertingu, huglækningar og tugi annarra meðferðartegunda. Lögð er áhersla á að kynna les- andanum eigin líkama og starf- semi hans og kenna hvemig koma megi í veg fyrir sjúkdóma og efla heilbrigði og hreysti. Aðalbjörg Jónasdóttir, Þórey Friðbjömsdóttir og Magnea Matthíasdóttir þýddu bókina. Fimmtudagur 21. desember 1989 ÞJÖÐVIUINN — SÍÐA 5 „Hitt erþó sýnu alvarlegra, að beinar upplýsingar frá lögkjörnu ráði um áfengisvarnirfástyfirleittekki birtar. “ | -j| Opið bréf Til foimanns Menningarsjóðs útvarpsstöðva Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir og Þorsteinn Jónsson skrifa „Raunin hefur orðið sú, að ekkert hefurgerst í málefnum Menning- arsjóðs útvarpsstöðva, sem horfir til bóta, heldur þvert á móti. “

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.