Þjóðviljinn - 03.01.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 03.01.1990, Page 6
og hver veit nema maður sem fullyrðir að sér leiðist Ijóð geti þrátt fyrir það nœrt okkur á Ijóði lífs síns sœrt okkur við Ijóð alls lífs dag og dag. Góðir landsmenn. Ég hef eins og stundum áður látið mér tíðrætt um ræktun lands og lýðs. Skilji þó enginn orð mín svo að ég geri lítið úr því sem á þeim sviðum hefur verið unnið hingað til. t>ar hefur oft verið lyft grettistökum. En á hverjum tíma ber okkur skylda til að byggja á þeirri þekkingu sem við vitum besta og sannasta. Okkur ber ávallt að vera reiðubú- in að endurskoða starfsaðferðir okkar, jafnt í landrækt sem mannrækt. Við lifum tíma svo stórstígra breytinga að margir jafna til byltingar. Án þess að gera okkur sek um óleyfilega bjartsýni getum við meira að segja haldið því fram að þjóðir heimsins muni á nýjum áratug snúa sér að ræktun og uppbygg- ingu með stórfenglegum hætti. Stórbætt sambúð ríkja og ríkja- blakka leiðir til þess að stigin eru merkileg skref í þá átt að skera niður vígbúnað, fækka eyðingar- vopnum. Með því móti er dregið að rniklum mun úr líkum á því að styrjaldir brjótist út manna í milli. Um leið verða til nýir möguleikar á því að semja sátt í stríði mannkynsins gegn móður náttúru, sem alltof lengi hefur staðið og haft hörmulegar afleið- ingar. Heimurinn gerir sig nú lík- legan til að hrista sem víðast af sér fjötra, til að höggva eldflaugaskóg og snúa orku sinni og hugviti að þvi að vernda nátt- úrlegt umhveifi mannsins, - snúa við blaði, hreinsa mengunar- kaunin, rækta upp, láta sár foldar gróa. Pað er trú mín og von og ósk, að á þessu ári og þeim næstu munum við sjá vakningu um allan heim, samstillt átak til að bæta það sem við höfum óvart eða vilj- andi rifíð niður eða eyðilagt, átak til að byggja upp jörðina sem við göngum á og manninn sjálfan. Fari svo, kann að blasa við okkur ný og mennskari framtíð á þess- um síðasta áratug aldarinnar en okkur hefur dreymt um að und- anfömu. í raunsærri bjartsýni höfum við þá fulla ástæðu til að segja af sannfæringarkrafti: Gleðilegt nýár, gifturíka fram- tfð. Guð blessi land vort og þjóð. ERLENDAR FRETTIR A ustur-Pýskaland Fylgi kommúnistaflokks vaxandi Aðrirflokkar ogsamtök njóta takmarkaðsfylgis. Nærri 60 afhundr- aði hlynntir Modrow Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem austur- þýska félagsvísindaakademían gerði fyrir hálfum mánuði, nýtur kommúnistaflokkurinn þarlendis fylgis um 34 af hundraði lands- manna og hefur hækkað í fylgi um þrjú prösentustig frá könnun, sem akademían gerði í nóvember s.l. Er flokkurinn samkvæmt niðurstöðunum langt fyrir ofan alla aðra stjórnmálaflokka og samtök í fylgi. Annar í röðinni er flokkur kristilegra demókrata, en tæp- lega átta af hundraði aðspurðra lýstu yfir fylgi við hann. Ekkert andófssamtakanna, en þeirra helst er Nýr vettvangur, er með fylgi yfir sex af hundraði, sam- kvæmt niðurstöðunum. Um 28 af hundraði kváðust ekki hafa gert upp hug sinn, en það svar gáfu 42 af hundraði í nóv. Niðurstöðum- ar benda til mikilla og vaxandi vinsælda Hans Modrow, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands. 59 af hundraði aðspurðra lýstu fyrir ánægju sinni með hann, á móti 42 af hundraði í könnuninni í nóv. Niðurstöðurnar benda og til að um tveir af hverjum þremur Austur-Pjóðverjum séu andvígir því að Þýskaland verði sameinað. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana, sem vesturþýskir aðilar hafa gert frá því í nóvem- ber, er fylgi austurþýska komm- únistaflokksins allmiklu minna en niðurstöður könnunar félags- vísindaakademíunnar austur- þýsku benda til. Samkvæmt vest- urþýsku niðurstöðunum hefur flokkurinn eigi að síður fylgi um Modrow (hér fremst t.h. í kröfugöngu í Dresden 6. nóv. s.l.) drjúgan meirihluta á bakviö sig. hefur fjórðungs landsmanna eða miklu meira en nokkur annar flokkur Búlgaría Mótmæli gegn eftirgjöf við múslíma Kristnir Búlgarar krefjast þess að tilskipanir Zhivkovs um réttinda- sviptingu múslíma gildi áfram gy| ikil ólga er nú upp komin í eða samtök. Uwe Burmester hjá félagsvísindaakademíunni, sem stóð fyrir umræddri könnun, tel- ur eina af skýringunum á niður- stöðunum vera þá, að stjórnar- andstöðusamtök séu mörg og lítt samstæð. Ákveðið hefur verið að frjálsar kosningar fari fram í landinu í maí n.k. Reuter/-dþ. Búlgaríu vegna þeirrar á- kvörðunar stjórnvalda aS veita á ný þarlendum múslímum, sem flestir líta á sig sem Tyrki, rétt til að bera íslömsk nöfn og iðka trú sína. Á síðustu stjórnarárum To- dors Zhivkov var allmjög þrengt að múslímum þarlendis; voru þeir sviptir réttindum sem trúar- hópur og neyddir til að taka upp búlgörsk nöfn. Hin nýja forusta Búlgara, undir stjórn Petars Mladenov, Vinningstölur laugardaginn 30. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 896.385 O ^íSSíWr éCL m 4 df 5 5 93.328 3. 4af 5 169 4.763 4. 3af5 5.507 341 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.838.992 UPPLYSINGAR: SIMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 hafði áhyggjur af þeim álits- hnekki er Búlgaría varð fyrir út af þessu og úrskurðaði í s.l. viku að múslímar fengju fyrri réttindi sín aftur. En það hefur vakið veru- lega reiði meðal albúlgarskra landsmanna og hafa mótmælin út af úrskurðinum orðið mest í Kurdzhali, borg í suðurhluta landsins, þar sem inargt múslíma býr. Á mánudag mótmæltu um 10,000 Búlgarar þar í borg téðri ráðstöfun stjómar Mladenovs og í gær varð lögregla með kylfur að ganga á milli búlgarskra mótmæl- enda, sem kröfðust þess að ráð- stafanir Zhivkovs viðvíkjandi múslímum yrðu í gildi áfram, og íslamskra sem voru á öndverðum meiði. Spennuna í ástandinu má marka af því, að ráðamenn í Kurdzhali ákváðu á laugardag að hafa að engu áðumefndan úr- skurð Mladenovsstjómar. Búlgarskt mótmælafólk í Kurdzhali hrópaði vígorð frá sjálfstæðisbaráttu Búlgara gegn Tyrkjum og fólk streymir utan af landi til höfuðborgarinnar Sofíu, þar sem það hyggst mótmæla við þinghúsið og krefjast þess að til- skipunin nýja um réttindi til handa múshmum verði úr gildi numin. Um hálf önnur miljón múslíma býr í Búlgaríu og líta flestir þeirra á sig sem Tyrki, en um 200,000 telja sig með Búlg- ömm. Reuter/-dþ. Havel: Hef ekki á móti sameiningu Vaclav Havel, andófsfrömuð- ur og leikritaskáld sem kjörinn var forseti Tékkóslóvakíu fyrir áramótin, sagði í gær að ástæðu- laust væri fyrir Evrópumenn að óttast sameinað Þýskaland, að því tilskildu að það yrði undir Hollendingar hjálpfúsir Af öllum þeim, sem látið hafa hjálp af hendi rakna til Rúmena yfir hátíðamar hafa Hollendingar að líkindum reynst örlátastir. Þar söfnuðust um 920 miljónir króna eftir að skorað hafði verið á landsmenn í sjónvarpi að bregð- ast við til hjálpar nauðstöddu fólki í nefndu Austur- Evrópulandi. Fjárhæðin nemur rúmlega 60 krónum á hvern Hol- lending að meðaltali. Þýskalands lýðræðisstjórn. Havel lét þetta í ljós í opinberri heimsókn til þýsku ríkjanna tveggja, þeirri fyrstu sem hann fer í. A valdatíð kommúnista í Tékkóslóvakíu var föst regla að fyrsta opinbera heimsókn þarlends forseta væri til Moskvu. Ekki var við öðru bú- ist en að Havel brygði af þeim vana, en hitt vakti verulega at- hygli að hann skyldi heimsækja Þýskaland fyrst landa. 5000-10,000 drepnir Finninn Per Stenback, forseti Alþjóðasamtaka Rauðakrossfé- laga, sagðist í gær telja að 5000- 10,000 manns hefðu verið drepn- ir í rúmensku uppreisninni í s.l. mánuði. Áður hafði heyrst að um 60,000 þúsund manns hefðu látið lífið, en ýmislegt bendir til að sú tala hafi þegar í upphafi byggst á misskilningi. Stenback sagði enn- fremur að vel væri að særðum mönnum búið á rúmenskum sjúkrahúsum og að ekki væri þörf á erlendum læknum eða beinni neyðarhjálp. Hann kvað um 3000 manneskjur, sem særðust í upp- reisninni, vera á sjúkrahúsum í Rúmeníu, þar af um 1700 í Búka- rest. Blóðugur nýársdagur Fimm manneskjur, þrír karlar og tvær konur, voru á nýársdag skotin til bana á skemmtistað í bænum Narsaq í Grænlandi og tvær konur, sem særðar voru skotsárum í sama sinn, létust í gær á sjúkrahúsi. Var þar að verki ungur námsmaður, sem sinnaðist við eitthvað af fólkinu á staðnum, brá sér síðan heim, sótti riffill og skaut á fólkið með fyrrgreindum afleiðingum. Einn maður í viðbót særðist. 6 SÍÐA - PJÓÐVILJINN Blindrabókasafn íslands Bókavörö vantar í heilt starf í útlánsdeild Blindrabókasafns. Þarf að hafa áhuga og þekk- ingu á bókum. Upplýsingar í síma 686922.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.