Þjóðviljinn - 04.01.1990, Síða 1

Þjóðviljinn - 04.01.1990, Síða 1
Fimmtudagur 4. janúar 1990 2. tölublað 55. árgangur SIS Brestir í forystunni KjartanP. Kjartansson sagði upp vegnagagntilboðsLandsbankans. Annað skiptið sem Kjartan sagði upp áárinu. GuðjónB. Ólafsson hvorkijátar né neitar að hann hafifengið atvinnutilboð erlendis frá Iframhaldi af Landsbankans í 52' aatilboði ut Sam- bandsins í Samvinnubankanum og skyndilega uppsögn Kjartans P. Kjartanssonar fjármálastjóra Sambandsins á gamlársdag, hef- ur athygii manna beinst að því hvað Guðjón B. Ólafsson for- stjóri ætli sér, en þeir Kjartan hafa verið mjög nánir samstarfs- menn. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans lét Guðjón B. Ólafsson það fyrst í ljós við stjómarmenn Sambandsins kringum stjómar- fund í september 1989 að hann hefði fengið atvinnutilboð frá Bandaríkjunum. Það fylgdi sög- unni að hann þyrfti að gefa ákveðið svar fyrir janúarlok 1990. Guðjón B. sagðist hvorki vilja neita því né játa að hann hefði fengið slíkt tilboð. „Ég ætla mér ekki að ræða þessi mál mín á op- inberum vettvangi. Ég ætla hvorki að játa þessu né neita, hvort mér hafi verið boðið starf. Hitt er annað mál að ég hef ekki hugsað mér neitt að hlaupa frá því sem ég er að gera núna í bili á meðan menn á annað borð vilja hafa mig,“ sagði Guðjón B. við Þjóðviljann í gær. Guðjón sagðist harma það að sjá á bak Kjartani, hann hefði verið trúr fyrirtækinu og góður samstarfsmaður sinn. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. „Kjart- an hefur tekið þessa ákvörðun en ég stend enn í því að ræða mál við Landsbankann, bæði þetta mál og önnur mái. Ég vil því ekki á þessu stigi gefa neinar yfirlýsing- ar um þetta mál.“ Kjartan P. sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að langlundar- geðið hefði brostið þegar gagntilboð Landsbankans barst í Loðna Flotinn á miðin Loðnuskipin eru þegar farin að tínast á loðnumiðin úti fyrir Norðurlandi að loknu jólaleyfi og í gær lagði rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson einnig af stað tU loðnuleitar. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd var í gær á miðunum gótt leitarveður og sjávarhiti hæfilegur. Eins og kunnugt er brást haustvertíðin og veiddust ekki nema um 56 þús- und tonn. _grh árslok og því hefði hann ákveðið að taka þessa ákvörðun, enda hefði hann alfarið borið ábyrgð á samningaviðræðunum við bank- ann. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti að Kjartan P. grípur til þess ráðs að segja upp hjá Sambandinu, samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans. Hann mun hafa gert það sl. sumar m.a. vegna óánægju með þær kerfisbreytingar sem boðað- ar hafa verið hjá SÍS, að skipta Sambandinu upp í 4 sjálfstæðar einingar, og dreifa ákvörðunar- valdi í fjárhagsefnum, sem veikti fjármáladeildina. Kjartan gekk þá frá öllum sínum málum, skilaði bifreið þeirri sem hann hafði til umráða er hann fór í sumarleyfi, kvaddi samstarfs- menn og gerði þeim grein fyrir því að störfum sínum hjá fyrir- tækinu væri að ljúka. Það mun svo hafa verið fyrir sérstakan bænastað Guðjóns B. að hann afréð að halda áfram störfum hjá Sambandinu. Ljóst er að þessi hörðu við- brögð Kjartans P. kynda enn undir óánægju með gagntilboðið innan Sambandsins, en heimild- armenn Þjóðviljans telja þó of seint fyrir SÍS að bakka út nú. Það má því búast við því að það verði heitt í kolunum á stjómar- fundi Sambandsins á föstudag þar sem ákvörðun verður tekin um hvort gengið skuli að tilboði Landsbankans. -Sáf/ÓHT Sjá viðtal við Kjartan P. Kjartansson á síðu 3 Fjárhagsvandi Sambandsins hefur nú leitt til þess að brestir em komnir ( forystulið þess. Mynd: Kristinn. Verðlag Verð á fiski lækkar ekki Verðlagsstofnun segirfisk sennilega ekki lœkka í verðifyrst um sinn þráttfyrir endurgreiðslu virðisauka. Flugfélögin, leigu- og sendibílar fara fram á hœkkun fargjalda kindakjöti ætti að lækka þegar eldri birgðir kláruðust. Hvað varðar verðhækkanir á Guðmundur Sigurðsson hjá Verðalgsstofnun segir verð- lækkunar á fiski ekki að vænta þrátt fyrir endugreiðslu á hluta virðisaukaskattsins, þar sem fisk- verð hefði rokið upp að undan- förnu á fiskmörkuðum vegna mikillar eftirspurnar. Fiskur hefði þó væntanlega hækkað meira í verði ef engar endur- greiðslur kæmu til. Það kemur í hlut Verðlags- stofnunar að fylgjast með því að sú lækkun vöruverðs sem á að eiga sér stað vegna upptöku sölu- skatts, skili sér til almennings. Guðmundur sagði stofnunina koma til með að framkvæma þetta eftirlit með hefðbundnum hætti. Upplýsingum hefði verið safnað í desembermánuði á verði vöru og þjónustu, og þá fyrst og fremst þeim þáttum sem virðis- aukaskatturinn ætti að hafa bein áhrif á. Þessar upplýsingar nýtt- ust til samanburðar við verðlag í janúar. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjómarinnar á endurgreiðsla á hluta virðisaukaskatts á nokkmm algengum matvælum að leiða til verðlækkunar á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum, fiski, mjólk og íslensku græn- meti. Guðmundur sagði eftirlit með fiskinum vera sérstaklega erfitt en hann gerði þó ráð fyrir að fylgja mætti málum þar eftir, vegna þess að stofnunin hefði skráð niður verð í fiskbúðum og á fiskmörkuðum. Það gæti einnig orðið erfitt að fylgjast með því í vor hvort ákvörðun um lækkað grænmetisverð skilaði sér til neytenda, þar sem nánast væri um mismunandi verð á mörgum tegundum grænmetis að ræða frá degi til dags. Þá er verð á kindakjöti sem hefur verið stykkjað niður, frjálst. Guðmundur sagði Verð- lagsstofnun hafa verðlista frá kjötvinnslustöðvunum og verð á einstökum brauðtegundum sagði Guðmundur þær ekki stafa af upptöku virðisaukaskatts. En stofnunin færi á stúfana til að kanna hvaða brauðtegundir þetta væru og verð þeirra yrði borið saman við verðlista sem væru til frá velflestum bakaríum. Hjá Verðlagsstofnun liggja beiðnir frá flugfélögunum um 10% hækkun fargjalda og 23,6% hækkun farmgjalda, en farm- gjöld bera nú virðisaukaskatt en báru ekki söluskatt áður, sem skýrir hluta hækkunarinnar, að sögn Guðmundar. Leigubíl- stjórar fara fram á 10,9% hækk- un taxta sinna en þeir fengu að sögn Guðmundar síðast 4,2% hækkun í september og sendibíl- stjórar fara fram á 15,3% hækk- un en þeirra taxtar hækkuðu einnig í september og þá um 3,1%. Hækkunarbeiðni leigubíl- stjóra er gömul og sagði Guð- mundur því nauðsynlegt að reikna hana upp. -hmp Austfirðir Sjómenn binda landfestar Áhafnir togaranna Hólmatinds og Hólmaness á Eskifirði mættu ekki til skips þegar togararnir óttu að halda á miðin á þriðjudag vegna óánægju með það verð sem útgerð togaranna greiðir fyrir aflann en það er lágmarksverð verðlagsráðs. Útgerðin greip þá tU þess ráðs að segja upp öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, en HrafnkeU A. Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Ár- vakurs segir uppsagnirnar með öllu ólöglegar. Sáttafundur var haldinn með áhöfnum togaranna og útgerð- inni í gærdag þar sem útgerðin bauð sjómönnunum að 10% af lönduðum afla yrði greiddur á markaðsverði íslenskra fisk- markaða en eftir að nýtt fiskverð verði ákveðið í febrúar verði þetta hlutfall tekið til endurskoð- unar. Sjómenn höfðu farið fram á það í lok desember að hlutfallið yrði 35% en lækkuðu sig niður í 30% til að mæta útgerðinni. En allt að 30 kr. munur er á lág- marksverði verðlagsráðs og fisk- markaðsverði. Eftir að sáttafundi lauk í gær, funduðu sjómenn í sínum hópi en komust ekki að niðurstöðu og hafa boðað til annars fundar í dag. Starfsfólk Hraðfrystihússins hunsaði uppsagnir sínar og mætti til vinnu í gær og ræddu sín mál en skráði sig síðan allt á atvinnu- leysisskrá. Sjómenn á Fáskrúðsfirði og Vopnafirði eiga einnig í deilum við útgerðarmenn um fiskverð og mættu sjómenn á Fáskrúðsfirði ekki til skips í gærkvöldi vegna þessa. -hmp r

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.