Þjóðviljinn - 04.01.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 04.01.1990, Qupperneq 11
BÆKUR I DAG Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin Tryggvi Þórhallsson: Gissur biskup Einarsson og siða- skiptin Reykjavík 1989 Kirkjuskipan siðaskiptanna var að boði Kristjáns III sam- þykkt á prestastefnu (Skálholts- biskupsdæmis) á Þingvöllum 1541. „Þeir eru 26 prestamir sem samþykkja kirkjuskipunina á Þingvöllum árið 1541. Af þeim öllum er kunnugt um nema einn sem með vissu er fylgjandi hinum nýja sið: síra Gísli Jónsson síðar biskup í Skálholti... Meðan Ög- mundur Pálsson er uppi stand- andi með fullu biskupsveldi og konungur gerir ekki sérstakar ráðstafanir til að koma á siða- skiptum hafa prestamir von um, að takast megi að hnekkja fram- gangi þeirra, enda em þeir í hjarta sínu andvígir hinum nýja sið. Honum fylgir mikil fyrirhöfn sem er rosknum mönnum erfið og kostaðarsöm á margan hátt. Þeir fylgja því Ögmundi í andófi hans. En svo breytist allt í einu veður í lofti. Gissur Einarsson verður biskup og hann ætlar að fylgja fram hinum nýja sið. Prest- arnir sjá ennfremur, að konungi er fyllsta alvara að koma siða- skiptunum á. Missa þeir þá von- ina um, að hægt sé að reisa rönd við siðaskiptunum, og sjá fram á, að ekki er nema um tvennt að ræða: að aðhyllast hinn nýja sið eða missa prestsskapinn. Þegar þeir svo komast að raun um, að Gissur vill eftir megni stuðla að því, að þeir haldi embættum, tekjum og réttindum, á ríður það baggamuninn og þeir ganga í flokk með Gissuri. Alveg eins og „gömlu goðamir” á Alþingi árið 1000 unnu pólitískan sigur, þótt þeir biðu flestir ósigur um trúm- álin, en kristni var lögtekin.” (Bls. 150-151). Þannig gerir Tryggvi Þórhallsson grein fyrir siðaskiptunum. í tilefni aldarafmælis Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra 9. febrúar 1989, gáfu böm hans út ritgerð þá, sem hann samdi 1917 á þremur mánuðum, þá 28 ára gamall, um aðdraganda og upp - tök siðaskiptanna hér á Islandi, Tryggvi Þórhallsson afstöðu Gissurar biskups Einars- sonar til katólsku biskupanna Ögmundar og Jóns annars vegar og konungsvaldsins hins vegar, og viðgang hins nýja siðar á dögm Gissurar biskups,” en umsækj- endum um embætti dósents í guð- fræði við Háskóla íslands bar að taka saman ritgerð þess efnis. í formála segir Klemens Tryggvason fyrrum hagstofu- stjóri: „í bókinni em 282 blað- síður meginmáls auk sértölu- settra síðna fremst í henni og myndasíðna... Þegar þar við bæt- ist, að tala tilvísana til heimilda og athugasemda er hvorki meira né minna en um 1570 - þar af um 1300 í íslenskt fombréfasafn - verður nánast óskiljanlegt, að mögulegt hafi verið að semja svona viðamikið ritverk á ekki lengri tíma en 90 dögum... Að vísu hafa umsækjendumir um stöðuna þegar í desember 1916 þóst vissir m, að verkefni kirkju- söguritgerðarinnar yrði eitthvað varðandi siðaskiptin - þá lá í loft- inu á árinu 1917 er 400 ár voru liðin frá því Marteinn Lúter hóf baráttu sína gegn páfakirkjunni í Róm. Hins vegar gátu umsækj- endumir ekkert vitað um, hvaða þáttur siðaskiptanna skyldi tek- inn til meðferðar fyrr en 12. júní 1917 er dósentsembættið var aug- lýst til umsóknar... Augljóst er, að Tryggvi hfur lagt nótt við dag þá þrjá mánuði sem hann vann að Tímarit Sögufélagsins Saga 1989 Saga, tímarit Sögufélagsins, hefur nú komið út í 27 ár. Lætur að líkuni að þar er mikill og verð- mætur fróðleikur saman kominn. í síðustu „Sögunni“, sem kom út fyrir skömmu, birtist efni eftir hvorki fleiri né færri en 24 höf- unda. Og ekki skortir fjölbreytni í flómna: ritgerðir, ritfregnir, andmæli og athugasemdir, sagt er frá síðasta aðalfundi Sögufélags- ins, höfundum og myndum. A fátt eitt af hinu margþætta „Sögu“-efni er unnt að drepa hér en nefna skal ritgerð Jóns Guðnasonar, þar sem hann fjall- ar um munnlegar heimildir og notkun þeirra. Byggir Jón ekki hvað minnst á reynslu sinni af notkun og gerð slíkra heimilda og getur trútt um talað því sjálfur styðst hann mjög við munnlegar heimildir við ritun sagnfræði- verka. Guðmundur J. Guðmundsson rýnir í stjómmálaátök við Norðursjóinn á víkingaöld og þróun þeirra á kristniboð og trúarviðhorf manna. Niðurstaða höfundar er sú, að áhrif kristinn- ar trúar hafi verið mun meiri frá landnámi til kristnitöku en al- mennt hefur verið álitið til þessa. Anna Agnarsdóttir ritar um eftirmál þau sem urðu vegna hinnar frægu byltingartilraunar Jörundar heitins hundadagakon- ungs á íslandi 1909 og hvernig bresk stjómvöld brugðust við þeim. Dregur hún fram áður óbirt skjöl um þessi efni. - Gísli Jónsson fjallar um nafnasiði Eyfirðinga og Rangæinga 1703- 1845 og sýnir muninn á nafngiftum norðan heiða og sunnan. - Stefán Aðalsteinsson tekur til meðferðar uppmna ís- lendinga. Er tilefnið bók Gísla Sigurðssonar um þetta efni, en Stefán er andvígur þeim skoðun- um, sem þar koma fram. - Aðrir, sem þama eiga ritgerðir em Gunnar Halldórsson, Jón Ólafur ísberg, Jón Ragnar Hagland og Theodóra Þ. Kristmundsdóttir. - Þá koma 14 ritfregnir. Þar að auki andmæli við efni í Sögu 1988 frá þeim Gísla Ágústi Gunn- laugssyni, Gísla Gunnarssyni og Þorleifi Friðrikssyni. Ritstjórar Sögu eru þeir Sig- urður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson. Afgreiðsla er í Garða- stræti 13 B, - gengið inn frá Fisch- ersundi. - mhg ritgerðinni... Greinilegt er af handritinu að stór hluti þess er skrifaður án undangengins upp- kasts.” (Bls. viii) í inngangi sínum sagði Tryggvi Þórhallsson: „Það má segja, að tvær séu þær höfuðástæður, sem valda hinni voldugu og skjótu út- breiðslu siðaskiptanna... Fyrri höfuðástæðan er ástandið innan kirkjunnar: hin mikla spilling í siðferðilegum efnum... Hún hef- ur misbeitt gróflega valdi sínu, misst virðingu fjöldans, bakað sér hatur margra og kann ekki lengur að nota rétt meðöl til þess að halda fólkinu í skauti sínu. - Hin höfuðástæðan er sú að nýjar breytingar em vaknaðar sem standa að meira eða minna leyti utan við kirkjuna... Stórkostleg viðreisn lista og vísinda er á undan gengin, ný bókmennta- stefna hafin, sem leitar fjársjóða utan hins kristna og kirkjulega bókmenntaheims (þ.e. húman- isminn)... er jarðvegurinn á ís- landi eins plægður fyrir siðaskipti og skiðbót og hann var á megin- landi álfunnar: kirkjan hefur mikið misgert. En hitt höfuðskil- yrðið... - að menn hafi komið auga á eitthvað æðra og fullkomnara, að einhver andleg hreyfing væri vöknuð - sýnist alls ekki hafa verið fyrir hendi á ís- landi.” (Bls. 1-2) Upp dregur Tryggvi Þórhalls- son skýra mynd af ýmsum þeim, sem hlut áttu að siðaskiptunum, einkum Oddi Gottskálkssyni, þótt að þeim þætti bókarinnar verði ekki vikið, en persónusaga virðist hafa átt huga hans ekki síður en heimildarýni. Gissuri bi- skupi Einarssyni lýsir hann mjög að áþekkum hætti og aðrir sagn- aritarar þessarar aldar þótt vart sé sú mannlýsing yfir vafa hafinn: „Gissur Einarsson sér, að siða- skiptin hljóta að sigra á íslandi. Það er honum kært, því að hann er sjálfur eindreginn siðaskipta- maður. En hann hefur opin augu fyrir því, að stórtjón fyrir landið gæti fylgt siðaskiptunum. Mark- mið hans verður þá að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir slíkar afleiðing- ar, og hann sér, að það getur að- eins orðið með því eina móti, að siðaskiptin komist á með friðsamlegum hætti, þ.e. að ís- lendingar séu sjálfir að verki... Áberandi í fari Gissurar er hinn mikilvægi hæfileiki stjómmála- manns að kunna að vinna menn á sitt band... Hann telur konung á az falla frá að taka til sín kirkju- og klaustureignir í því skyni, að þeim sé varið til framgangs siða- skiptanna. Hann fær Jón Arason til að láta skipaskiptin í Skálholts- biskupsdæmi afskiptalaust... Presta Skálholtsbiskupsdæmis vinnur Gissur til fylgis við sig með því að heita þeim atfylgi um að halda tekjum og réttindum. Helsta fylgismann Ögmundar biskups, Daða í Snóksdal, vinnur Gissur til fylgis við sig... þó að hann sé ákafamaður hinn mesti kann hann til fullnustu þá vand- lærðu list að bíða með aðgerðin, þar til réttar kringumstæður eru fyrir hendi... Enn er þess hæfi- leika Gissurar að geta, sem mjög er skyldur þeim, sem nú var nefndur, sem sé, að hann kann að dy(ja fyrirætlanir sínar í því skyni að ná þeim fremur fram... Skörp dómgreind á menn og málefni, djúphyggni og sjálfsstjóm eru helstu einkenni Gissurar sem stómmálamanns.” (Bls. 231-233) Sem sagt ekki: Hér stend ég; ég get ekki annað. Reykjavík, 17. des. 1989 Haraldur Jóhannsson þJÓDVILIINN 4.janúar FYRIR 50 ARUM Um áramótin voru 721 menn skráðir atvinnulausir á Vinnu- miðlunarskrifstofunni og 727 á Ráðningarskrifstofu Reykjavík- urbæjar. Auk þeirra voru 400 manns í atvinnubótavinnu. Má segja að á tólfta hundrað verka- mannaséu nú atvinnulausir. At- vinnubótavinna hefst að nýju í dag með 400 manns. fimmtudagur. 4. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.15 -sólarlagkl. 15.50. Viðburöir Þjóðhátíðardagur Burma. Fyrsta íslenska ráðuneytið tekur við stjóm árið 1917. EIK Einingar- samtök kommúnista, marxistar- leninistar, maóistasamtök stofn- uð a< fyrrverandi félögum í Fylk- ingunni árið 1975. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 29.des-4.jan. 1990eríBorgarApó- leki og Reykjavíkur Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakf fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadelld Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi. Grensásdeild BorgarspítalP: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30.Klepps- spftalinn: alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SJúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminner 688620. ' Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestpr- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • sími 21500, símsvari. Sjalf shjalparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, slmsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á > fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ n Sala Bandaríkjadollar............ 61.63000 Sterlingspund..... ......... 99.40900 Kanadadollar................ 53.20700 Dönsk króna..............j'.v 9.20190 Norskkróna.................. \9.27600 Sænskkróna................... ð.^7030 .Finnsktmark................. 15.09610 Franskurfranki.............. 10.47640 Belgískurfranki............ 1.70110^ Svissneskurfranki........... 39.60290 Hollenskt gyllini........... 31.67740 Vesturþýskt mark............ 35.76900 Itölsklíra................... 0.04792 Austurrískursch.............. 5.07850 Portúg. Escudo............... 0.40720 Spánskur peseti.............. 0.55560 Japansktyen.................. 0.42910 (rsktpund.................... 94.2630 KROSSGATA m ■ 12 —mm—íT— zmznr.z Lárétt: 1 vond4gaffal 6 málmur 7 hviða 9 spil 12áfom14aftur15 vafi 16skemma 19 stunda20kvæöi21 gamla Löðrétt: 2 fugl 3 södd 4 fljótu 5 sefa 7 áburður- inn 8 tungumál 10 skerall illri 13lána17 frostskemmd 18 uppi- staða Lausn á siðustu krossaátu Lárétt: 1 fom 4 krem 6 aur 7 rask 9 ótal 12 nikka14glæ15kát16 vinda 19 svað 20 ósar 21 raust Lóðrétt: 2 ota 3 maki 4 krók5eða7rogast8 Snævar 10takast11 Ióttri13kæn17iða18 dós Fimmtudagur 4. janúar 1990 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.