Þjóðviljinn - 06.01.1990, Síða 2
FRÉTTIR
Fiskverðsdeilan
Aðvömnin í klósettið
Landsamband útvegsmanna hefur íhótunum við sjómenn á Austurlandi sem neita enn að siglafyrr en samið verður um
hærra fiskverð. Grindavík: Sjómenn samþykktu20% verðhœkkun á ufsa og 6-7 krónu hœkkun á netaþorski
Við hentum þessu skeyti sem
okkur barst frá Landssam-
bandi íslenskra útvegsmanna
beint í klósettið og sturtuðum því
niður. Auðvitað hleypti þessi hót-
un fllu blóði í menn í fyrstu og þá
sérstaklega af því að beiðnin um
að senda skeytið kom frá útgerð-
inni hér í plássinu. En menn
jöfnuðu sig fljótt þar sem skeytið
er og var ekki tekið alvarlega,
sagði Eiríkur Stefánsson formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags-
ins á Fáskrúðsfirði.
í umræddu skeyti LÍÚ er við-
komandi útgerðarfélögum á
Austurlandi sem sjómenn eiga í
fiskverðsdeilum við áskilinn rétt-
ur til skaðabótakrafna vegna að-
gerða þeirra á skipum félaganna.
Þau hafa verið bundin við
bryggju það sem af er þessu ári og
fátt sem bendir til að fiskverðs-
deilan þar eystra leysist í bráð. Á
Eskifirði slitnaði upp úr við-
ræðum sjómanna á Hólmanesi og
Hólmatindi við Aðalstein Jóns-
son, Alla ríka, en hann bauð
þeim að 10% heimalandaðs afla
yrði gerður upp á fiskmarksað-
verði en því höfnuðu sjómenn
sem vilja að sá hlutur verði 30%.
Á Fáskrúðsfirði hefur útgerðar-
auðvaldið ekki verið til viðræðu
um kröfur sjómanna sem krefjast
37% hækkunar fiskverðs og ekki
heldur hafa tekist samningar við
togara-og smábátasjómenn á
Vopnafirði.
Áftur á móti þótti sjómönnum
af þeim tveim vertíðarbátum í
Grindavík sem neituðu að róa
nema að því tilskildu að fiskverð
yrði hækkað, ekki stætt á öðru en
að taka tilboði fiskvinnsluarms
útgerðarmanna eftir að þeir
höfðu hótað að segja þeim stríð á
hendur og afskrá þá og ráða aðra
í þeirra stað.
Að sögn Sævars Gunnarssonar
formanns Sjómanna- og vél-
Viðskipta- og málaskólinn hf.
hefur sett á stofn Fjölmiðla-
skóla íslands sem mun bjóða upp
á fjölda námskeiða sem tengjast
fjölmiðlum og Gunnar Már
Gunnarsson einn forsvarsmanna
skólans segir mögulegt að skólinn
fari af stað í enda þessa mánaðrr
með þriggja anna fjölmiðianám á
háskólastigi. Sigrún Stefánsdóttir
fjölmiðlafræðingur hefur gert
námskeiðslýsingar og mun sjá um
faglega stjórnun hans fyrst um
sinn.
Fjölmiðlaskólinn hefur gert
samkomulag við Blaðamannafé-
lag íslands um að félagið styrki
félagsmenn sína til að sækja nám-
skeið við skólann og sagði Lúðvík
Geirsson formaður Blaðamann-
afélagsins það í samræmi við þá
stjórafélags Grindavíkur höfðu
sjómennirnir áður hafnað tilboði
fiskverkenda sem hljóðaði upp á
20% hækkun á verði ufsa sem er
aðaluppistaða afla Grindavíkur-
báta fram eftir miðri bátavertíð.
Ennfremur fá sjómenn þar 6-7
krónu hækkun á verði netaþorsks
þannig að fyrir tveggja nátta
stefnu félagsins að efla menntun
félagsmanna. Lúðvík vakti at-
hygli á að um 70 íslendingar
stunduðu nú einhvers konar fjöl-
miðlanám erlendis. Að sögn
Gunnars Más eru námskeiðin
einnig ætluð almenningi og
starfsmönnum ýmissa fyrirtækja
og stofnana sem koma þurfa upp-
lýsingum á framfæri við fjöl-
miðla.
Sigrún Stefánsdóttir hefur sett
saman námskeiðslýsingar fyrir
skólann og mun hún einnig kenna
við skólann. Hún sagði nám-
skeiðin í þriggja anna náminu
taka mið af uppbyggingu blaða-
mannaskólans norska, þangað
sem íslendingar hefðu margir
sótt nám en langur biðlisti væri
við þann skóla. Sigrún sagði að
þorsk verða greiddar 35 krónur
fyrir hvert kfló og 50 krónur fyrir
kflóið af einnar nætur þorski.
„Við erum ánægðir með þetta
samkomulag svo langt sem það
nær en að hinu leytinu er það
langt frá því verði sem gengur og
gerist á fiskmörkuðunum. Þar er
verið að selja netafisk á um 70
staðið hefði til að Háskóli íslands
færi af stað með námskeið fyrir
þá sem lokið hefðu BA eða BS
prófi og blaðamenn með amk.
fjögurra ára starfsreynslu.
Þriggja anna námið í Fjölmiðl-
askólanum væri hugsað sem við-
bót við þetta en inntökuskilyrði í
þetta nám er að viðkomandi hafi
lokið stúdentsprófi.
Það hefur ekki verið tekin af-
staða til þess innan Blaðamann-
afélagsins hvort það styrki félags-
krónur kflóið. Þá minni ég á að
samkvæmt ákvæðum í kjara-
samningum okkar við útgerðar-
menn er þeim skylt að tryggja
sjómönnum gangverð sem ég lít
svo á að sé það verð sem fæst fyrir
fiskinn hverju sinni,“ sagði Sævar
Gunnarsson.
menn sína í þriggja anna námið
með samsvarandi hætti og það
styrkir þá sem fara í fjölmiðla-
nám erlendis. Lúðvík Geirssyni
þótti þó ekki ólíklegt að svo yrði.
Að sögn Gunnars Más hefur
þegar verið send inn beiðni til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
um að námið á þriggja anna
námskeiðinu verði lánshæft. En
námið á þessu námskeiði verður
full vinna að sögn forsvarsmanna
skólans. -hmp
-grh
Skólar
Fjölmiðlaskóli
stofnaður
Sigrún Stefánsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Lúðvík Geirsson kynntu
Fjölmiðlaskóla (slands í húsakynnum skólans að Borgartúni 24 á fimmtudag.
Mynd: Kristinn.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR opnar málverkasýningu í vestursal Kjar-
valsstaða á laugardag kl. 14. Við opnunina syngur Gunnar Guðbjörns-
son tenórsöngvari við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur píanó-
leikara. Margrét var einn af stofnendum og eigendum Gállerí Suður-
götu 7. Þetta er sjöunda einkasýning hennar en auk þess hefur hún
tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Sýningin stendur
til 21. janúar og er opin frá 11-18 daglega.
Þjóðleikhúsið
Efast um
breytingamar
Listasafn Sigurjóns
Tríótónleikar
og Ijóöalestur
Stjórn Bandalags íslenskra
listamanna ályktaði á stjórnar-
fundi sínum 3. janúar sl. um fyr-
irhugaðar breytingar á Þjóðleik-
húsinu. Ályktunin fer hér á eftir:
„Bandalag íslenskra lista-
manna bendir á, að Þjóðleikhús-
ið er listaverk með menningar-
sögulegu gildi og allar breytingar
á því, hið innra sem ytra, ber að
skoða í því ljósi.
Þó sjálfsagt sé að gera
breytingar til hagræðis fyrir
leiklistarstarfsemina, er ástæðu-
laust að gjörbreyta yfirbragði sal-
arins einungis breytinganna
vegna eða til að fylgja tísku.
Stjórn Bandalags íslenskra
listamanna fagnar umbótum,
sem verða til gagns og eflingar
leiklist í húsinu, en lætur í ljós
efasemdir um, að stór hluti
breytinganna, sem á að gera í
húsinu og þess kostnaðar, sem
verja á til þeirra, verði til bóta
fyrir áhorfendur eða þá lista-
menn, sem í húsinu starfa. Telji
byggingarnefnd nauðsyn á öllum
þessum breytingum er sjálfsögð
krafa, að hún skýri þá nauðsyn
opinberlega og styðji það
gögnum og rökum.“
Tríótónleikar og Ijóðalestur
verða á dagskrá í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar um helgina,
tónleikarnir í dag og ljóðalestur-
inn á morgun, en sú venja er kom-
in á í safninu að hafa þar bók-
menntadagskrá fyrsta sunnudag
hvers mánaðar.
Fyrir tónleikunum standa þau
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari,
David Tutt píanóleikari og
Christian Giger sellóleikari, en
þau hafa leikið saman undanfarin
ár og komu síðast fram í Safni
Sigurjóns við vígslu þess árið
1988. Tríóið hefur tónleikana kl.
17 og leikur píanótríó nr. 1 eftir
Þriðju ljóðatónleikar vetrarins
verða á Gerðubergi næstkomandi
mánudagskvöld og hefjast kl.
20:30. Þar syngur John Speight
bariton við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar og er laga-
flokkur eftir Britten og sönglög
eftir Purcell, H. Wolf, Schubert
Mendelssohn og píanótríó nr. 1
eftir Brahms.
Bókmenntadagskráin verður,
sem fyrr segir helguð ljóðalestri.
Geir Kristjánsson mun lesa úr
þýðingum sínum á rússneskum
ljóðum úr bókinni Undir hælum
dansara. Gyrðir Elíasson les úr
nýrri ljóðabók sinni Tvö tungl og
Stefán Hörður Grímsson úr bók
sinni Yfir heiðan morgun. Á milli
atriða leikur Gísli Magnússon pí-
anóleikari nokkur stutt verk.
Dagskráin hefst stundvíslega kl.
15 og tekur um það bil klukku-
stund.
og Schumann meðal efnis á tón-
leikaskránni.
John Speight er auk söngsins
afkastamikið tónskáld. Hann
stundaði tónlistarnám við Guild-
hall School of Music and Drama
og kennir nú við Tónskóla Sigur-
Skíma
helguö
málrækt
Skíma, málgagn móðurmáls-
kennara, er nýkomið út og er það
helgað málræktarátakinu. í blað-
inu eru birtar níu greinar sem að
stofni til eru fyrirlestrar sem flutt-
ir voru á málræktardögum í
Kennaraháskóla íslands 28.-30.
ágúst sl.
Greinarnar eru eftir þau Guð-
mund B. Kristmundsson, Pétur
Gunnarsson, Hrafnhildi Ragn-
arsdóttur, Pál Skúlason, Þráin
Bertelsson, Margréti Pálsdóttur,
Jónínu Friðfinnsdóttur, Helga
Skúla Kjartansson og Ögmund
Helgason.
sveins D. Kristinssonar. John
hefur sungið víða bæði hér á landi
og erlendis og meðal annars tekið
þátt í sýningum íslensku óper-
unnar, hann söng til að mynda
nýiega hlutverk Fígarós í upp-
færslu Óperunnar á Brúðkaupi
Fígarós eftir Mozart.
Hlíf Sigurjónsdóttir, David Tutt og Christian Giger flytja píanótríó í Safni Sigur-
jóns í dag.
Ljóðatónleikar
John Speight syngur á Gerðubergi
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. janúar 1990