Þjóðviljinn - 06.01.1990, Qupperneq 3
Loðna
Byrjunin
lofar
góðu
ífyrrinótt tilkynntu 12
skip samtals 8.570 tonn
r
Agætis loðnuveiði var í fyrri-
nótt á miðunum norðaustur
af Langanesi og tilkynntu þá 12
skip samtals 8.570 tonn sem þau
sigldu flest hver með til hafna á
Austurlandi. Svo til allur flotinn
er kominn á miðinn enda lofar
byrjunin eftir jólafrí góðu miðað
við ördeyðuna sem ríkti á miðun-
um á haustvertíðinni.
Að sögn Ástráðar Ingvars-
sonar hjá Loðnunefnd virðist
sem einhver ferð sé á loðnunni
austur um og suður fyrir Langa-
nesið. Mun betri skilyrði eru nú í
sjónum en var í nóvember og des-
ember. Þá voru hitaskil í sjónum
sem gerðu það að verkum að
loðnan stóð mjög djúpt og ekki
veiðanleg nema á færi þeirra
skipa sem höfðu djúpar nætur.
Nú hins vegar er loðnan aðeins á
20 - 40 faðma dýpi og auðveiðan-
leg.
En það eru ekki aðeins íslensk
loðnuskip á miðunum heldur og
einnig um 10 norsk. Norðmenn
mega stunda loðnuveiðar hér við
land fram til 15. febrúar en þó
aldrei fleiri en 20 í einu. Kvóti
þeirra eru tæp 140 þúsund tonn á
vertíðinni og þar af hafa þau aflað
um 53 þúsund tonn. Af þessum
heildarkvóta þeirra eru um 40
þúsund tonn frá fyrri loðnuver •
tíð. -grh
FRETTIR
Sambandið
Frestur til sunnudags
Stjórn Sambandsins bregður Landsbankanum um svik
Stjórn Sambands íslenskra
samvinnufélaga komst ekki að
niðurstöðu á fundi sínum í gær
um það hvort taka skyldi tilboði
Landsbankans í 52% hlut SÍS í
Samvinnubankanum. Frestaði
stjórnin ákvörðun sinni til auka-
fundar á sunnudag.
Mikil óánægja kom fram á
fundinum með þá ákvörðun
Landsbankans að lækka tilboð
sitt um 200 milljónir króna frá því
í haust. Töldu stjórnarmenn ein-
sýnt að Landsbankamenn hefðu
gengið á bak orða sinna í þessu
máli.
Ljóst er að sölumálið er í meira
uppnámi nú en nokkru sinni fyrr.
Talsmenn Sambandsins gáfu eng-
ar upplýsingar um málið í gær-
kvöidi. AifT’
Er Guðjón B. að heilsa eða kveðja? Þröstur Olafsson,
Höskuldsdóttir með óræðan svip. Mynd: Jim Smart.
Islandsbanki
sitjandi, tekur í hönd forstjórans. Til vinstri situr Dagbjört
Hollustuvernd
EignarhaMsfélögin ráða
Hluthafar gömlu bankanna eiga ekki rétt á að sitja hluthafafundi íslandsbanka
Hluthafar og eigendur Alþýðu-
banka, Iðnaðarbanka og
Verslunarbanka sem sameigin-
lega eiga Islandsbanka, eiga ekki
rétt á setu á hluthafafundum Is-
landsbanka. Aðalsteinn Júlíusson
hjá eignarhaldsfélagi Verslunar-
bankans sagði hluthafa gamla
bankans kjósa sér stjórn og sú
stjórn færi síðan með atkvæða-
rétt eignarhaldsfélagsins inni í Is-
landsbanka.
„Þetta er spurning um að
leggja alfarið niður Alþýðubank-
ann eða ekki,“ sagði Halldór
Björnsson hjá Verkamannafé-
laginu Dagsbrún. En bæði
Verkammannfélagið og lífeyris-
sjóður hans eiga hlut í Alþýðu-
bankanum. Á meðan núverandi
fyrirkomulag er við lýði sagði
Halldór Dagsbrún ekki beint
vera hluthafa í fslandsbanka,
heldur Alþýðubankanum sem
síðan væri eignaraðili að íslands-
banka. Halldór sagði það koma í
ljós á hluthafafundi Alþýðubank-
ans í vor hvort menn væru full-
sáttir við áhrif sín í íslandsbanka
með þessum hætti.
Halldór sagðist halda að
skiptar skoðanir væru í þessum
efnum og hefðu verið frá upp-
hafi. Menn yrðu bara að taka
staðreyndum, ekki þýddi að
berja höfðinu við steininn og
velta sér upp úr fortíðinni, heldur
reyna að hafa sem mest áhrif á
íslandsbanka og hægt væri.-hmp
Orabaunir
ógallaðar
Hollustuvernd ríkisins hefur
unnið að athugun á framleiðslu-
vörum og framleiðsluaðstæðum
Niðursuðuverksmiðjunnar Ora
ásamt heilbrigðiseftirliti Kópa-
vogs vegna einstaks matareitrun-
artilfellis sem kom upp á Djúpa-
vogi og kvartana sem hafa borist
um óeðlilega lykt og bragð af nið-
ursoðnum baunum verksmiðj-
unnar. Niðurstöður benda ekki
til þess að varan sé gölluð.
Kvikmyndir
Maraþonsýning í MÍR
Stríð ogfriður Bondartsjúks ogSolaris Tarkovskíjs
Nastasja Rostova stígur hér fyrsta dansinn með Volkonski greifa í kvikmynd-
inni Stríði og friði, eftir sögu Tolstojs.
Kvikmyndasýningar Menning-
artengsla Islands og Ráðstjórn-
arríkjanna, MÍR, hefjast að nýju
á morgun eftir hlé yfír jólahátíð-
ir. Sýningar verða á hverjum
sunnudegi í bíósal félagsins að
Vatnsstíg 10, þó með nokkrum
undantekningum, en aðgangur er
almennt ókcypis á meðan húsrúm
leyfir.
Sýningaráætlun liggur fyrir og
er hún í marga staði einkar áhug-
averð. Sýnd verða bæði gömul og
nýleg verk og haft að leiðarljósi
að kynna nokkra af fremstu kvik-
myndagerðarmönnum Sovétríkj-
' anna. Meðal stórvirkja sem sýnd
verða næstu mánuði má nefna
Stríð og frið í leikstjórn Sergei
Bondartsjúks, Solaris eftir And-
rei Tarkovskíj, auk mynda eftir
Eldar Rjasanov, Roman Karmen
og Stanislav Rostotskí.
Á morgun verður sýnd ein af
frægari heimildakvikmyndum
Romans Karmens, Granada frá
árinu 1967. Karmen er einhver
annálaðasti stjórnandi heimild-
akvikmynda fyrr og síðar og
liggja eftir hann kvikmyndir um
flesta stóratburði aldarinnar.
Granada var síðasta kvikmynd
Karmens og fjallar um borgara-
styrjöldina á Spáni 1936-38, en
Karmen lést árið 1978.
Andrei Tarkovskíj hefur jafn-
an verið talinn fremsta mynd-
skáld Sovétmanna og þótt víðar
væri leitað. Kvikmynd hans Sol-
aris verður sýnd 14. janúar en
hana gerði Tarkovskíj árið 1972.
Myndin er byggð á pólskri vís-
indaskáldsögu og er nokkurs
konar 2001 Sovétmanna.
Ef talað er um metnaðarfullar
stórmyndir kemur Stríð og friður
Bondartsjúks fljótt í hugann, en
þessi sjö klukkutíma langa kvik-
mynd er án efa klassískt tákn fyrir
epískar stórmyndir. Hún verður
sýnd á maraþonsýningu frá
morgni til kvölds laugardaginn
20. janúar, með kaffi- og matar-
hléum. Boðið verður uppá
rússneska rétti en aðgangur að-
eins veittur gegn framvísun að-
göngumiða. Bondartsjúk fékk
hvarvetna lof fyrir þetta verk og
þótt það þyki kannski vafasöm
viðurkenning má nefna að Stríð
og friður fékk Óskar sem besta
erlenda kvikmyndin árið 1968.
Daginn eftir verður sýnd kvik-
myndin Hvítur hrafn eftir Valerí
Lonskoj, en um hana veit undir-
ritaður því miður fátt. 28. janúar
verður myndbandasýning í kaff-
isal þarsem sýndar verða stuttar
fræðsiu- og heimildarmyndir frá
Sovétríkjunum. 4. febrúar verð-
ur síðan Sónata yfir vatninu á
dagskrá, en hana gerðu Varis
Brasla og Gunar Tsilinski í Lett-
landi.
Eldar Rjasanov heimsótti ís-
land í nóvember sl. í tilefni sov-
éskrar kvikmyndaviku og verða
sýndar þrjár myndir í febrúar
eftir hann. Ævintýri á skrifstof-
unni er ein af eldri kvikmyndum
hans, en hún verður sýnd 11. fe-
brúar. Viku síðar verður sýnd
Brautastöð fyrir tvo og þar á eftir
Grimmileg ástarsaga.
Tvær kvikmyndir verða síðan
eftir Stanislav Rostotskí. Eitt af
hans eldri verkum, Vindarnir sjö,
verður sýnt 4. mars og hin fræga
Hvíti Bim verður svo viku síðar á
dagskrá. Næstu helgi á eftir fellur
kvikmyndasýning niður vegna
aðalfundar MÍR, en síðasta verk-
ið á þessari dagskrá er Jámflóðið,
byggt á skáldsögu Alexanders
Serafimovitsj og í leikstjóm J.
Dzigans. _þóm
Laugardagur 6. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
HELGARRÚNTURINN
ÞRETTÁNDINN er í dag og má því búast við að himinhvolfið fyllist
vælandi flugeldum í kvöld þótt varla verði það neitt í líkingu við það
sem gerðist á gamlársdagskvöld. Einnig verður kveikt í bálköstum og
stiginn álfadans og álfakóngar og drottningar mæta ásamt föruneyti.
Skátafélagið Segull í Seljahverfi í Reykjavík verður með árlega þrett-
ándabrennu sína á auðu svæði milli Sundlaugar Ölduselsskóla og
byggðar við Grjótasel Athöfnin hefst með blysför frá Skátaheimilinu
Tindaseli 3 kl. 19.45 en kveikt verður í kestinum kl. 20. Á Akureyri
verður einnig álfabrenna sem íþróttafélagið Þór stendur fyrir á félags-
svæði sínu í Glerárhverfi og hefst skemmtunin kl. 17. Auk álfa og
huldufólks mæta álfar úr mannheimum, þeir Halli og Laddi, Bjartmar
Guðlaugsson og stórsöngvarinn Jóhann Már Jóhannsson. Og í Mos-
fellsbæ standa ýmis félög að brennu sem hefst með blysför frá bílastæði
Nóatúns kl. 20.
TÓNLISTIN lifir þótt jólin fjari út og er boðið upp á óvenju miklar
kræsingar þessa helgi. í Kristkirkju mun sönghópurinn Hljómeyki
frumflytja nýtt söngverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, messu í fimm
þáttum við latneskan kirkjutexta og Lofsöng um Maríu. Hljóm-
leikarnir á sunnudag kl. 17. Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflytur
hérlendis Pellias & Melisande eftir Schönberg undir stjórn Pauls Zuk-
ofskys. Tónleikarnir eru í Háskólabíó á sunnudag kl. 14. í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar verða tónleikar í dag, laugardag kl. 17. Þetta eru
tríótónleikar þar sem Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, David Tutt pí-
anó og Christian Giger selló flytja verk eftir Mendelssohn og Brahms.
Á Akranesi eru John Speight barítonsöngvari og Jónas Ingimundarson
píanó með tónleika í Vinaminni í dag kl. 14.30. Helginni lýkur svo í
Heita pottinum í Duus-húsi með jassi á sunnudagskvöld kl.21.30.
MYNDLISTARSÝNINGAR sem komu upp fyrir jól eru áfram í flest-
um sýningarsölum en á Kjarvalsstöðum verða opnaðar þrjár sýningar í
dag. Meistari Kjarvai í austursal, Margrét Jónsdóttir með olíumálverk
í vestursal og þeir félagar Helgi Þorgils Friðjónsson og Hallgrímur
Helgason með portrettsýningu.
LEIKHÚSIN halda áfram sínu striki. í Þjóðleikhúsinu Lítið fjölskyld-
ufyrirtæki í kvöld og Óvitar á morgun. í Borgarleikhúsinu tvíleikurinn
um Ljósvíkinginn og Töfrasprotinn í dag og á morgun. Leikfélag
Akureyrar sýnir Eyrnalanga og annað fólk og Unglingaleikklúbburinn
Saga Fúsa froskagleypi.
í KVIKMYNDAHÚSUNUM eru um þessar mundir sýndar tvær ís-
lenskar kvikmyndir, Magnús í Stjörnubíói og stuttmyndirnar SSL 25
eftir Óskar Jónsson í Regnboganum. Þá verður MÍR með fyrstu kvik-
myndasýningu ársins á sínum vegum á sunnudag kl. 16 en þar er
heimildamyndin Grenada, Grenada, Grenada mín eftir Romans
Karmen og Konstantín Simonov.
ÍÞRÓTTAMENNIRNIR eru sjálfsagt enn þungir á sér eftir hátíðarnar.
Hápunktur helgarinnar eru landslcikirnir við Tékka í handbolta í dag
og annað kvöld í Laugardalshöll. Þá leikur fslenska kvennalandsliðið í
handbolta tvo landsleiki við Finna um helgina á undan leikjum karl-
anna. íslandsmótið í handbolta, körfubolta og blaki hefst aftur um
helgina.