Þjóðviljinn - 06.01.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.01.1990, Qupperneq 4
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Evrópa 1992 - meira sorp fæni réttindi Eins og allir fjölmiölanotendur eru minntir á reglulega, er hagvöxtur einatt geröur aö heilögum mælikvaröa á það hve starfhæf þjóðfélögin eru. Og sýnist það í fljótu bragöi ofur eðlilegt: þeim mun betur sem samfélagi gengur aö auka afköst sín, þeim mun meira er væntanlega til skiptanna handa þegnunum. Á seinni árum hefur þó magnast gagnrýni á þaö aö menn gangi út frá því sem vísu að hægt sé að setja jafnaðarmerki á milli hagvaxtar og framfara. Menn hafa bent á að margt er þaö sem lyftir hagvexti sem í rauninni er baggi á samfé- laginu: fjölgun umferðarslysa getur t.d. skapaö „ný atvinnu- tækifæri" og lyft undir formlegan hagvöxt. I annan stað eru augu margra aö opnast fyrir því aö sá hagvöxtur er falskur, sem fæst meö því aö ganga á auðlindir eins og mold, vatn, loft, skóga, fiskstofna, meö því aö spilla umhverfi og skeröa þær náttúrulegu auðlindir sem framhald velmegunar byggir á. Víða um lönd, t.d. í Bandaríkjunum, eru nú til umræðu hugmyndir um endurskoöun hagvaxtarútreiknings sem veröi með því móti, aö frá framleiösluaukningu dragist sá „kostnaöur" sem spilling náttúru og skerðing auölinda hefur í för með sér. Meö þeim hætti vonast menn til aö komast nær því hvernig þjóöfélög eru í raun og veru á vegi stödd. Þessi mál eru einnig deiluefni í Evrópubandalaginu. Eins og menn vita er því spáð, aö hagvöxtur í löndum bandalags- ins muni taka nokkurn fjörkipp þegar búið er aö afnema allar tálmanir í viðskiptum og á streymi fjármagns og vinnuafls milli aöildarríkjanna. Og sú þróun öll, sem stórfyrirtækin ráða, gengur all greiðlega. Öðru máli gegnir bæði um fé- lagsmálapakkann og svo umhverfismál bandalagsins. Vikuritiö Spiegel birti fyrir skömmu grein um þessi mál undir fyrirsögninni: „Evrópubandalagiö 1992 - meira sorp og minni réttindi". Þá er átt viö þaö, aö í stórum dráttum veröa ofan á kröfur höföingja iðnaðarins um aö engar ráö- stafanir megi gera sem „auki félagslegar byröar fyrirtækj- anna“. Dæmi er tekið af því, aö búiö sé aö útvatna svo mjög réttindaskrá verkafólks í Evrópubandalaginu, að þar sé nú ekkert eftir um meðákvörðunarrétt verkafólks í fyrirtækjum, lágmarkslaun eöa lágmarksorlof. í henni sé helst fjasað mjög almennum oröum um „réttlátar greiðslur" til verkafólks sem „nægi til að halda uppi hæfilegum lífskjörum" - hvaö sem menn vilja láta þaö þýöa. í annan staö tekur Spiegel dæmi af nýrri sérfræðinga- skýrslu sem kommisar umhverfismála í EB, Ripa di Meana, hefur nýlega lagt fram. Þar er því spáö, aö hagvöxtur sá sem ráð er fyrir gert muni kosta aukna spillingu lofts, vatns og moldar. Til dæmis muni eitraöar lofttegnundir þenja sig um 8-12% á næstu árum. Þá veröi aö miklum mun erfiðara en fyrr að losna viö sorp og iðnaðarúrgang. Sérfræðingarnir leggja það til, aö hert verði á lágmarkskröfum um umhverfis- vernd og hverju ríki um sig gert mögulegt að heröa á þeim eftir þörfum (fleiri en ein ríkisstjórn sætir nú ámæli í BrOssel fyrir ráöstafanir gegn einnota umbúöum, sem þar á bæ eru kallaðar tilræöi við frjálsa viðskiptahætti). Skýrsluhöfundar mæla og með skattlagningu til umhverfismála. Þessi skýrsla hefur hlotið hinar verstu viðtökur hjá miöst- jórnarapparatinu í Brussel vegna þess að hér er um að ræða tillögur sem aukið gætu „samfélagslegan kostnað“ fyrir- tækjanna. Er nú unniö aö því af kappi aö skjóta þær sem flestar í kaf. Það ágæta blað Spiegel lætur mál þessi veröa sér til svofelldrar niðurstööu: „Einu sinni enn kemur það á daginn, aö öll loforð um Evrópu sem þjóni ekki aðeins hagsmunum iðnaðarhringanna, eru innantóm orð“. Gáum að þessu. ÁB Fúsi froska- gleypir snýr aftur Unglingaleikklúbburinn Saga sýnir Fúsa froskagleypi í Dynheimum á Akureyri Unglingaleikklúbburinn Saga á Akureyri hóf 13. leikár sitt með uppsetningu á leikritinu um Fúsa froskagleypi, en það var frum- sýnt 9. desember sl. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi þetta leikrit fyrir tveimur árum við mjög góð- ar undirtektir og var leikritið gef- ið út á spólu og plötu í fyrra. Höfundur leikritsins er Ole Lund Kirkegaard, en það er leik- gerð samnefndrar skáldsögu eftir hann. Þýðandi er Olga Guðrún Árnadóttir og höfundur söng- texta er Ólafur Haukur Símonar- son. Tónlistin er eftir þá Jóhann Mórávek, Arnar Tryggvason og Friðþjóf í Sigurðsson en hann er jafnframt höfundur leikmyndar. Búninga gerði Steinunn Ólafs- dóttir, Ingvar Björnsson annaðist lýsingu og þau Jakob B. Grétars- son og Steinunn Ólafsdóttir leikstýrðu uppfærslunni. Danski rithöfundurinn Ole Lund Kirkegaard er unnendum barnabóka að góðu kunnur. Sag- an um Fúsa froskagleypi er eitt af skemmtilegri verkum hans. Sag- an fjallar um óþokkann Fúsa sem á að hafa gleypt heilan lifandi frosk og samskipti hans við litlu ærslabelgina og bæjarbúa. I leikgerð höfundarins er stuðst við söguþráð bókarinnar í öllum meginatriðum. Aðalper- sónurnar eru þrír ungir drengir, sögumaðurinn leikinn af Hönnu Vigdísi Jóhannesdóttur, Jakob leikinn af Andreu Margréti Þor- valdsdóttur og Fúsi leikinn af Viðari Einarssyni. Fúsi ráfar reykjandi um og virðist hafa það eitt að markmiði að hrekkja og pína litlu strákana sem skortir afl og vöðva en hvorki hugmyndaflug né vit. Hvað eftir annað leika litlu strák- arnir Fúsa grátt og koma honum í hendur smiðsins sem gerir sér það helst til dundurs að drekka öl og flengja óþekktarorma. Einn daginn kemur svo sirkus til bæjarins með tilheyrandi ærslum og látum. Það dregur til tíðinda og má segja að sá hlær best sem síðast hlær og leikhúsgestir kom- ast að því að verstu skúrkar geta orðið nýtustu þjóðfélagsþegnar. Það hefur verið sagt að leikrit- ið sé hrollvekjandi fjölskyldu- leikur skrifaður fyrir börn. Allir leikararnir, 23 í 28 hlutverkum, eru unglingar á aldrinum 13 til 22 ára. Skortur á strákum í ungling- aleikklúbbnum Sögu veldur því að stelpur fara með hlutverk litlu pollanna, en svo var einnig í upp- færslu Leikfélags Hafnarfjarðar. Alls standa 30 manns að sýning- unni. Sex sýningar voru á Fúsa frosk- agleypi fyrir jól en á morgun, sunnudaginn 7. janúar verður áttunda sýninginn. Næsta sýning er svo þriðjudaginn 9. janúar, þá laugardaginn 13. janúar og síð- asta sýningin er áformuð sunnu- daginn 14. janúar. Það er ástæða til að hvetja alla sem tök hafa á að bregða sér í Dynheima og horfa á skemmti- lega sýningu því ungir jafnt sem aldnir ættu að hafa gaman af. AP/hha þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Utgofandi: Utgáfufólag Þjóöviljans. Framkvœmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.Þorfinnurömarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverðámánuðl: 1000kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.