Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 1
Samvinnubankinn Þriðjudagur 9. janúar 1990 5. tbl. 55. órgangur. Yfirklór hjá Sverri og SIS Sambandiðgengur að tilboðiLandsbankans. Lúðvíkjósepsson: Tilboðið óbreytt. Sverrir reynir að berja íbrestina. Bankaráð hefurfellt að greiða vexti afkaupverðinu frá 1. september. EyjólfurK. Sigurjónsson: Mun betri staða hjá Samvinnubankanum nú en 1. september. Samvinnubankinn rekinn sem sjálfstœður banki Tilboðinu hefur ekkert verið breytt, hvorki um staf né kom- mu. Þessi 52 prósent í Samvinnu- bankanum eru keypt á 605 milj- ónir króna, bæði að nafnvirði og núvirði. A því er enginn munur. Hvorki vextir aftur á bak né áfram, sagði Lúðvík Jósepsson bankaráðsmaður í Landsbank- anum við Þjóðviljann í gær. Meirihluti stjórnar Sambands- ins ákvað á sunnudag að taka til- boði Landsbankans í hlut Sam- bandsins í Samvinnubankanum. Þar var þó naumt á munum því einungis fimm stjórnarmanna greiddu atkvæði með sölunni en fjórir voru andvígir henni. Sambandsmenn og Sverrir Hermannsson bankastjóri hafa látið að því liggja í fjölmiðlum, að lítill sem enginn munur sé á samningnum nú og samkomulagi Sverris og Guðjóns B. Ólafs- sonar frá 1. september því Lands- bankinn muni greiða vexti af kaupverðinu frá 1. september til dagsins í dag, en þeir nema um 50 miljónum. Þá muni Landsbank- inn yfirtaka lífeyrisskuldbind- ingar Samvinnubankans auk þess sem bankinn taki á sig ótrygg lán. „Menn eru að reyna með þessu að afsaka samninginn sem einn bankastjóri Landsbankans gerði við Guðjón B. Ólafsson 1. sept- ember, upp á 828 miljónir fyrir þessi sömu 52 prósent. Þar var ekki um neinn fyrirvara að ræða, sem varðaði kaupverð bankans, ekki eitt einasta orð. Þar var hvorki minnst á lífeyrisskuld- bindingar né vafasöm útistand- andi lán. Það var enginn fyrirvari þar varðandi kaupverðið. Þeir fyrirvarar sem gefnir voru voru um það að bankaráð samþykkti tilboðið, að Seðlabankinn að- stoðaði við að kaupa allan bank- ann og að Sambandið kæmi sín- um fjárhagsmálum í lag. Hér er því um það að ræða að lækka úr 828 miljónum í 605 miljónir á nákvæmlega sama grundvelli. Allur annar samanburður er vit- leysa. Þegar hlutabréf eru keypt eru engar breytingar á lífeyris- skuldbindingum. Það gerist að- eins þegar banki er lagður niður. Og þegar menn kaupa hlutabréf, kaupa menn bæði þann hagnað sem varð á árinu og einhver vafa- söm útlán,“ sagði Lúðvík Jóseps- son í gær. Lúðvík sagði að Sambandið hefði komið með kröfu um vexti frá 1. september þegar gengið var frá tilboðinu en bankaráð Lands- bankans hefði hafnað því. „Hitt er það að Sverrir er að reyna að berja í brestina því hann var búinn að skrifa undir plagg upp á 828 miljónir og að þá yrði keyptur allur bankinn. Það þýddi að bankinn hefði kostað 1593 miljónir en samkvæmt þessu myndi hann ekki kosta nema 1163 miljónir ef við keyptum hann allan. Það munar 430 milj- ónum. Auk þess er svo það að 1. september lá fyrir að bankinn hafði tapað 70 miljónum það sem af var árinu. Nú liggur fyrir sam- kvæmt uppgjöri bankans að hann græðir talsvert á annað hundrað miljónir á árinu. Við vorum því núna að gera tilboð í miklu verð- mætari hlut heldur en þá var.“ Eyjólfur K. Sigurjónsson for- maður bankaráðs Landsbankans tekur mjög í sama streng og Lúð- vík. Hann sagði að Sambandið hefði óskað eftir því um helgina að greiddir yrðu vextir af verðinu frá 1. september, en ekkert lof- orð hefði verið gefið um það, Fyrirhugaðar endurbætur á Þjóðleikhúsinu eru í hættu ná- ist ekki víðtæk samstaða um þær meðal starfsfólks hússins á allra næstu dögum. Þetta kom fram í máli Svavars Gestssonar menntamálaráðherra á fjölmennum fundi sem hann og byggingarnefnd Þjóðleikhússins héldu með starfsmönnum þess síðdegis í gær. Ráðherra bar fram þá ósk að hægt yrði að taka ákvarðanir í þessari eða næstu viku. Að öðr- um kosti væri ekki tryggt að hægt yrði að ráðast í endurbæturnar á þessu ári, eins og stefnt er að. Þá sagði ráðherra að ef endurbótun- um yrði ekki hrint í framkvæmd nú kynni að reynast erfitt að rífa upp stemmningu fyrir þeim með- al landsmanna síðar. Byggingamefnd leggur til að í fyrsta áfanga endurbótanna verði allt suðurhúsið tekið í gegn að innan. Kostnaður við fyrsta enda hefði bankaráð hafnað því á sínum tíma. Eyjólfur sagði að auk þess sem staða Samvinnubankans hefði batnað mikið frá 1. september væri m.a. sá munur á tilboðinu þá og því tilboði sem stjóm Sam- bandsins samþykkti á sunnudag að Landsbankinn þyrfti ekkert að greiða út í kaupunum heldur færi allt kaupverðið í að jafna skulda- áfanga er áætlaður 540 miljónir króna, en 310 miljónir við fyrstu lotu. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota endurbótanna hefjist í febrú- ar næstkomandi og ljúki í nóvem- ber. Nokkrar deilur hafa spunnist um þann hluta endurbótanna sem lúta að breytingu á sal Þjóð- leikhússins. Byggingarnefnd leggur m.a. til að neðri og efri svalir hússins verði brotnar niður og byggðar einar svaiir í staðinn. Stjórn Bandalags íslenskra lista- manna sendi frá sér ályktun í síð- ustu viku þar sem uppi eru efa- semdir um breytingarnar á sal hússins. Svavar benti á það í máli sínu að út frá listrænum og rekstrar- legum rökum væri skynsamlegt að breyta svalaskipan í húsinu, þar sem annars væri ekki hægt að selja miða á efri svölum á eðlilegu verði. Leikarar stigu í pontu eftir framsögu menntamálaráðherra stöðu Sambandsins við Lands- bankann, en samkvæmt tilboðinu frá 1. september átti Landsbank- inn að greiða helming til Sam- bandsins við undirskrift en hinn hlutinn átti að fara til þess að rétta hlut Sambandsins við Sam- vinnubankann. En er bankastjóra sem mis- reiknar sig um hálfan miljarð treystandi? og kynningu á fyrirhuguðum endurbótum og voru flestir fylgjandi breytingunum. Pálmi Gestsson leikari sagðist leggja þann skilning í yfirlýsingar Bandalags íslenskra listamanna að það væri andvígt breytingun- um. Hann benti hins vegar á að á fundi leikara hefðu tuttugu lýst sig fylgjandi tillögum byggingar- nefndar en aðeins tveir verið á móti. Hann sagðist hafa þá trú að ef hugmyndir nefndarinnar yrðu framkvæmdar yrði Þjóðleikhúsið að betra leikhúsi. Herdís Þor- valdsdóttir sagðist aldreí fyrr hafa heyrt þessa aðdáun á sal Þjóðleikhússins og sagði að starfsfólk þess ætti að vera þakk- látt fyrir að fá svo dýrt leikhús. Á fundinum kom fram að hús- friðunarnefnd sættir sig við allar fyrirhugaðar breytingar nema nýja svalaskipan og tilfærslu á fatahengi. Hvorki Eyjólfur né Lúðvík vildu tjá sig um það. Að sögn Eyjólfs verður eina breytingin á Samvinnubankanum sú að Landsbankinn fær tvo menn í stjórn bankans. Meining- in væri að reka Samvinnubank- ann áfram sem sjálfstæðan banka og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um fækkun útibúa bankanna. -Sáf Loðna Dágott á miðunum Heildarafli helgarinn- ar um 35 þúsund tonn Heildarafli loðnuveiðiflotans frá föstudegi og fram á miðjan dag í gær var rúm 35 þúsund tonn sem er dágóður afli sé það haft í huga að frá byrjun vertíðar í haust og til loka síðasta árs veiddust ekki nema um 56 þúsund tonn. Af þessum afla fengu 17 skip á föstudag samtals 11.670 tonn, á laugardag 14 skip með alls 11.460 tonn, 12skipfengu samtals8. 030 tonn á sunnudag og í gær höfðu 9 skip tilkynnt alls 3.900 tonn. Þar af fengu tvö skip smáslatta af loðnu út af Seyðisfirði í gær en þar fór veður versnandi sem og einnig á miðunum út af Langa- nesi. Af þeim sökum má gera ráð fyrir að allur flotinn hafi haldið til hafnar er líða tók á gærdaginn og því ekkert um veiði síðustu nótt. -grh ASÍ Fullt traust Ánœgjameð samn- ingaviðrœður við VSÍ Samninganefnd Alþýðusam- bandsins hefur fengið jákvæðar viðtökur með viðræður sínar við vinnuveitendur. Forysta ASÍ óskaði eftir viðbrögðum aðildar- félaga við þeirri stefnu sem tekin hefur verið í viðræðunum og telja flestir þetta réttu leiðina miðað við ástandið í atvinnulífinu í dag. Fundur framkvæmdastjórnar VMSÍ í gær taldi samningavið- ræðurnar í réttum farvegi þannig að mikilvægast væri að halda kaupmætti og minnka atvinnu- leysi. Sama niðurstaða varð á fundi miðstjórnar Rafiðnaðar- sambandsins og einnig hafa sex félög í Landssambandi þjónustu- félaga lýst stuðningi sínum við stefnuna í samningunum. Henni hefur hinsvegar hvergi verið hafnað. -þóm Leikarar og annað starfsfólk Þjóðleikhússins þungt hugsi á fundi um fyrirhugaðar endurbætur á sal hússins. Mynd: Jim Smart. Þjóðleikhúsið Rifist um breytingar Óeining gœti tafið endurbœtur, segir menntamálaráðherra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.